Morgunblaðið - 07.07.1993, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 07.07.1993, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1993 Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Efstur eftir kæru ÞORSTEINN Einarsson er efstur til Islandsmeistara í flokki götu- jeppa eftir að LIA úrskurðaði í kærumáli honum í vil í gær. Kæra Þorsteins tekin til greina Aksturslþróttir Gunnlaugur Rögnvaldsson Kæra Þorsteins Einarssonar á stigagjöf í íslandsmótinu í torfæru á Hellu í síðasta mánuði hefur verið tekin til greina af áfrýjunamefnd Landssambands íslenskra aksturs- íþróttafélaga. Þorsteinn taldi sig hafa fengið ranga stigagjöf í einni þraut og kærði það á staðnum. Það var ekki tekið til greina, þannig að hann kærði úrskurðinn til LÍA. Búið er að dæma í málinu og var kæran tekin til greina. Fellur stigag- jöf allra keppenda í þrautinni sem var kærð, niður, en sannað þótti að dómurum hefðu orðið á mistök í stigagjöf. Óánægja keppenda með dómgæslu og skipulag torfæmmóta eftir Hellukeppnina varð til þess að þeir mynduðu með sér félag, sem sinnir hagsmunum keppenda og vinnur með keppnisstjómum þeirra móta sem eftir eru. Niðurstaðan í máli Þorsteins þýðir að stigagjöf til íslandsmeistara í flokki götujeppa breytist þannig að hann er efstur með 55 stig, Ragnar Skúlason er annar með 50 stig og Sigurður Jónsson þriðji með 28 stig. í flokki sérútbúinna jeppa er Gísli G. Jónsson efstur með 47 stig, Einar Gunnlaugsson hefur 45 stig og Reyn- ir Sigurðsson 28. í sérútbúna flokkn- um á enn eftir að dæma í kæmmáli Sigþórs Halldórssonar, en hann áfrýjaði úrskurði dómnefndar í keppni á Egilsstöðum til LÍA. Þarf nefndin að skila úrskurði innan tveggja vikna í því máli. Þyrla Landhelgisgæslunnar bjargar Þjóðverjum af klettasyllu Við óttuðumst að lifa þetta ekki af TVEIMUR ungum Þjóðveijum var bjargað af TF-Sif, þyrlu landhelg- isgæslunnar, þar sem þeir voru fastir á syllu við Víðidalsá norðanvert í Kollumúla siðdegis í gær. Höfðu þeir þá verið í sjálfheldu á syllunni í næstum því tvo sólarhringa. Þeir voru hífðir um borð í þyrluna og flogið með þá til Hafnar í Hornafirði. Annar þeirra segir í samtali við Morgunblaðið að þeir hafi verið orðnir úrkula vonar um björgun og famir að óttast að þeir myndu ekki lifa þetta af. voru þeir hífðir upp í þyrluna. Var tilkyrint að þeir væra komnir um borð heilir á húfi klukkan korter yfir eitt síðdegis. Komust hvorki aftur á bak né áfram Mennirnir tveir heita Sandro Wais, 20 ára, og Michael Dörr, 27 ára. Em þeir báðir frá borginni Gi- essen í Þýskalandi. Björgunarsveit Slysavarnafélagsins á Hornafirði barst tilkynning á sunnudag um að þeirra væri saknað í Lónsöræfum. Þeir höfðu farið frá sæluhúsi sem stendur undir Kollamúla, sl. laugar- dag en áætlað að koma tii baka í síðasta lagi í gær. Víðtæk leit Björgunarsveitarmenn héldu að sæluhúsinu aðfaranótt mánudagsins og komu að því í gærmorgun. Þá var ljóst að mennirnir höfðu ekki komið þangað. Var þá tekin ákvörð- un um að hefja leit að Þjóðveijunum og í byijun send lítH flugvél til leit- ar. Samtímis vom sautján björgun- arsveitarmenn frá Hornafírði sendir af stað og jafnframt leitað til Land- helgisgæslunnar um að fá þyrlu til leitar. Þyrlan var komin austur laust fyrir hádegi og þar fékk áhöfnin staðkunnugan mann frá björgunar- sveitinni til liðs við sig. Klukkan 12.45—fundust loks mennimir norðanvert í Kollumúla og voru þeir þá í sjálfheldu í klett- um. Þyrlan flaug þá á staðinn og Sandro Wais sagði við Morgun- blaðið skömmu eftir að þeim var bjargað að þeir félagarnir hefðu ákveðið að fara í þriggja daga ferð og lagt af stað fótgangandi á laug- ardag. „Eftir að hafa gengið nokk- urn spöl komum við að á sem við gátum ekki vaðið yfir. Ákváðum við því í staðinn að ganga yfir fjall sem þarna var en eftir nokkurt klifur var staðan orðin slík að við gátum hvorki klifrað lengra upp né haldið aftur til baka. Við áttum því ekki annarra kosta völ en að bíða á klettasyllunni sem við vorum á. Þetta var klukkan sex síðdegis á sunnudag. Við höfðum nóg að borða en ekkert að drekka. Á öðrum degi sáum við litla flugvél fljúga um svæðið en þeir sem í henni voru sáu okkur ekki. Nokkm seinna kom hún aftur og varð þá vör við okkur. Skömmu seinna kom þyrlan." Sandro Wais sagði að þeim hafi ekki orðið mjög kalt þar sem þeir höfðust við, þar sem þeir hafi haft svefnpoka með sér. Hins vegar hafi þgir undir lokin verið orðnir úrkula Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Drekkhlaðinn Þórshamar í innsiglingunni í Þórshöfn. Tæp 10 þúsund tonn af loðnu komin á land Fyrsta loðnan á Þórshöfn Tertan afhent Jón Eyfjörð skipstjóri og Hilmar Þór Iiilmarsson með tertuna góðu. LOÐNUVEIÐAR hafa gengið vonum framar frá því þær hóf- ust í upphafi mánaðarins og í gærdag voru tæplega 10.000 tonn komin á land í höfnum á Norðausturlandi og Austfjörð- um. Loðnubræðsla er hafin á sex stöðum á landinu, það er Siglu- firði, Raufarhöfn, Þórshöfn, Nes- kaupstað, Seyðisfirði- og Eski- firði. Margt var um manninn á löndunarbryggjunni á Þórshöfn síðastliðinn sunnudag en þá land- aði Þórshamar GK 75 fullfermi af loðnu. Þetta er fyrsta loðnan sem kemur til Þórshafnar á sumarvertíðinni og eins og oft áður er Þórshamar fyrst- ur að landa. Hann er því Þórshafn- arbúum að góðu kunnur og beið Hilmar Þór Hilmarsson verksmiðju- stjóri kampakátur á bryggjunni með skreytta tertu og kræsingar. Jón Eyfjörð skipstjóri tók við tertunni góðu eftir að hafa fullvissað sig um að Hilmar bakaði hana ekki sjálfur og var létt yfir mannskapnum. Þórshamar kom frá Færeyjum þar sem hann var við síldveiðar en loðnufarminum, 600 tonnum, náði hann í sex köstum eftir 12 tíma á miðunum. Töluverð rauðáta er í Ioðnunni þar sem hún er að fíta sig á þessum árstíma. Jón Eyfjörð skip- stjóri segist vera bjartsýnn á fram- haldið og reiknar með því að landa næsta farmi einnig á Þórshöfn. Hólmaborgin aflahæst Af þeim skipum sem eru á miðun- um hefur Hólmaborgin aflað mest, tvívegis fengið fullfermi eða sam- tals rúmlega 2.700 tonn. Gígja hef- ur einnig fyllt sig tvisvar eða sam- tals um 1.400 tonn. Af öðmm skipum sem tilkynnt hafa afla um helgina eða í gærdag má nefna Keflvíking sem landar 520 tonnum á Raufarhöfn, Börk sem siglir með 1.250 tonn til Nes- kaupstaðar, Víking sem landar 1.200 tonnum á Seyðisfírði og Sunnubergið og Öm bæði með rúm- lega 600 tonn til Raufarhafnar. Loðnan norður af Rifsgrunni Veiðivæðið sem loðnan fæst á nú liggur djúpt norður af Rifs- grunni og er nokkuð af rauðátu í henni. Auk þess hafa borist fregnir um að mikið sé af hval í kringum loðnutorfumar sem tmfli veiðarnar nokkuð. Hafsteinn siglingakappi í höfn Maður finnur svo sterkt fyiir frjáls- ræðinu úti á sjó Njarðvík. s „ÆTLI maður sé ekki að sækjast eftir frelsinu frá hinu daglega amstri, maður finnur svo sterkt fyrir frjálsræðinu þegar maður er kominn út á sjó,“ sagði Hafsteinn Jóhannsson siglingakappi þegar hann tók land í Innri-Njarðvík í gær á skútu sinni Eld- ingu. Hafsteinn sigldi hingað til lands frá Husnesi í Noregi ásamt 8 norskum 15 ára skólapiltum, en Hafsteinn hefur búið í Nor- egi síðustu tvo áratugi. Lagt var af stað 21. júní og komið við í Skotlandi á leiðinni. Hafsteinn afrekaði að sigla skútu sinni einn sins liðs umhverfis jörðma á hann 25.099 sjómílur á 241 degi ‘Hafsteinn sagði að ferðin til ís- lands hefði gengið vel, þeir hefðu komið við í Skotlandi þar sem siglt hefði verið þvert yfir landið eftir skipaskurðum og vötnum. Þeir hefðu m.a. siglt um hið fræga Loch Ness-vatn án þess þó að verða var- ir við skrímslið fræga sem sagt er að þar lifi. Vestur af Skotlandi hefðu þeir fengið leiðinlegt veður við Hebrideseyjar en á þéim slóðum mætti segja að það væri undantekn- ing að fá blíðviðri. Hér ætla Haf- steinn og skipshöfn hans að dvelj- ast í 10 daga áður en haldið verður heim til Noregs og verður tíminn notaður til að ferðast um landið landleiðina. Norsku piltarnir em allir búsettir í Husnesi, sem er um 3.000 manna bær í Harðangursfirði, og em sum- ir þeirra nú að fara í sína þriðju ferð með Hafsteini. Trond Viggo Hansen er einn þeirra. Hann sagði að Hafsteinn væri góður kunningi pabba síns og hefði hann boðið sér að sigla með til Hjaltlands á síðasta sumri. Raunar hefðu þeir orðið fjór- ir skólafélagamir sem hefðu farið í þá ferð og væru þrír þeirra með núna. árunum 1990-1991 en þá sigldi án þess að taka land. Strákarnir standa vaktir Hafsteinn hefði síðan boðið þeim með í íslandssiglingu í sumar og þegar það hefði spurst út hefðu fleiri viljað bætast í hópinn. Hann hefði síðan siglt með þá áttmenn- inga til Hjaltlands um páskana svona til undirbúnings og um leið að gefa þeim sem ekki treystu sér kost á að hætta við, en það hefði ekki hvarflað að neinum að hætta við. Trond Viggo sagði að þeir fé- lagar stæðu vaktir um borð, þeir væm 3 saman á þriggja tíma vökt- um og fengju síðan 6 tíma hvíld. Þetta væri búið að vera ákaflega skemmtilegt ferðalag og það hefði verið mikil upplifun að sjá Vest- mannaeyjar rísa úr hafí og sigla síðan framhjá Eldfellinu á Heimaey. Fimmta Eldingin Þetta er fímmta Eldingin sem er í eigu Hafsteins sem var og er þekktur hér á landi fyrir kafara- og björgunarstörf sín og þá sérstak- lega á síldarámnum. Hann teiknaði og smíðaði skútuna, sem er úr trefjaplasti, sjálfur og hefur hún að hank sögn reynst frábærlega

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.