Morgunblaðið - 07.07.1993, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JUU 1993
29
ÞESSAR stúlkur héldu hlutaveltu til styrktar Rauða krossi íslands
og söfnuðu þær 1.800 krónum. Þær heita Guöríður Steingrímsdótt-
ir, Kristín Steingrímsdóttir og Arna Yr Arnardóttir.
ÞESSAR stúlkur héldu hlutaveltu til styrktar söfnun sundlaugar fyr-
ir fötluð börn og söfnuðu þær 2.221 krónu. Þær heita Guðrún Björg,
Eva og Sara.
ÞESSIR krakkar héldu hlutaveltu til styrktar Rauða krossi íslands
og söfnuðu þau 656 krónum. Þau heita Freyja Leopoldsdóttir, Aron
Frank Leopoldsson og Andri Guðmundsson.
Nikulás E. Þórð-
arson — Minning
Fæddur 3. nóvember 1897
Dáinn 27. júní 1993
Nikulás Einar Þórðarson var
fæddur á Krossi í Austur-Landeyj-
um 3. nóvember 1897. Foreldrar
hans voru hjónin Guðný Nikulás-
dóttir og Þórður Erlendsson. Þau
bjuggu um tíma að Hrygg í Flóa,
en fluttust síðan að Vatnshblti í
Austur-Landeyjum og bjuggu þar
síðan. Nikulás fór ungur til Reykja-
víkur, fyrst til náms í Flensborg,
en hugur hans stóð mjög til mennt-
unar og fróðleiks. Hann hafði alla
tíð mikinn áhuga á lögúm og rétt-
arfari og vildi helst nema lögfræði.
Enginn sem þekkti Nikulás vel,
rökvísi hans, skarpskyggni og
óbrigðulan heiðarleik, efast um að
hann hefði orðið afbragðs lögmað-
ur. Það átti því miður ekki fyrir
honum að liggja. Hann veiktist af
berklum ungur maður og galt þeim
sjúkdómi þungan toll. Vonir hans
um framhaldsmenntun voru brostn-
ar, en hann var sjálfmenntaður
maður, safnaði að sér fróðleik, las
mikið og íhugaði. Nikulás lagði
gjörva hönd að mörgu á sinni löngu
ævi. Hann var um skeið skrifari
hja Einari skáldi og lögmanni Bene-
diktssyni á skrifstofu hans í Reykja-
vík og síðar flokkaði hann bókasafn
og skráði.
Nikulás vann við byggingu fyrstu
brúar yfir Markarfljót og minntist
þess verkefnis með ánægju. Alinn
upp við hin stríðu fljót Suðurlands
gerði Nikulás sér strax á unga aldri
grein fyrir hversu samgönguleysið
hélt niðri öllum framförum í landinu
og bættar samgöngur á sjó og landi
voru alla tíð mikið áhugaefni hans.
Það sést greinilega á því að 17.
janúar 1914, þá sautján ára gam-
all við nám hér syðra, er hann
mættur á stofnfundi Eimskipafé-
lags íslands. Hann var hluthafi þar
og mætti ávallt á aðalfundum og
tók þar gjarnan til máls. Hann var
einnig á stofnfundi Loftleiða 10.
mars 1944 og síðar á stofnfundi
Flugleiða 1973. Hann var sömuleið-
is hluthafi hjá flugfélögunum og
traustur stuðnings- og fundarmað-
ur.
Nikulás gerðist aðalfélagi í Dags-
brún 1. júlí 1934. Lengst af starf-
aði hann við höfnina þar sem sam-
ankomin var elíta reykvískra verka-
manna. Örfáir lifa enn af hans
gömlu vinnufélögum, enda bætti
Nikulás tveimur áratugum við
venjulegan meðalaldur og entist
ótrúlega vel. Hann naut vel að
mörgu leyti sinna síðstu áratuga.
Las mikið en gætt þess jafnframt
að fara út daglega og hreyfa sig
hæfilega mikið. Hann var einstakur
reglumaður og skipulagði vandlega
daga sína og venjur. Hann fór oft
í bæinn í erindagerðum, skrapp í
bankann sinn, stundaði söfnin,
Landsbóka- og Þjóðskjalasafnið
sérstaklega og fór oft að hlýða á
málflutning í Hæstarétti. Þá þótti
honum þægilegt að koma við á
skrifstofu Dagsbrúnar og hvíla sig
þar dálitið áður en heim væri hald-
ið. Þar var honum, má ég fullyrða,
ávallt tekið sem þeim höfðingja sem
hann var. Ekki svo að skilja að
hann væri þungur á veitingum,
blessaður, því fór fjarri. Heitt vatn
með mjólkurdropa útí og þunnt
stökkt kex sem geymt var sérstak-
lega handa honum í lokuðu boxi
uppi í skáp var það eina sem hann
vildi þiggja.
Því miður gafst ekki alltaf tími
til að njóta samræðna við hann.
Dagsbrúnarskrifstofan er viðkomu-
staður á vegamótum og þangað
koma í viku hverri vel á sjötta
hundrað manns að meðaltali. Við
Nikulás fundum okkur því gjarnan
stund til að spjalla saman eftir lok-
un. Hann beið þá rólegur og las á
meðan, gjarnan tímarit og skýrslur
um þjóðhagsmál, stjórnsýslu- og
fjármál, en hann fýlgdist vel með
og hafði breiða yfirsýn.
Það er einstakt lán að fá að kynn-
ast svo fullorðnum manni með
óskert minni og skarpar gáfur,
manni sem mundi vel aftur til fyrstu
ára aldarinnar, hafði lifað slíka
umbrota- og breytingatíma og kom-
ið heill út úr.
Marga drauma sína sá hann ræt-
ast og tók ótrauður sinn þátt í að
þeir yrðu að veruleika. Hann sá
Reykjavík breytast úr þorpi í hreina
og fallega borg. Borg sem Dags-
brúnarmenn hafa byggt.
Hann sá rýrðarkot verða að bú-
sældarlegum ræktuðum jörðum og
svarta sanda Rangárvallasýslu sá
hann verða að grænum sléttum.
Ein af stóru stundunum í lífi hans
var þegar hringvegurinn var opnað-
ur. Enginn nema sá sem hefur þurft
að komast leiðar sinnar yfir veg-
laust land og baslast yfir fljót og
fallvötn ríðandi þegar best lét eða
í hriktandi kláfum getur skilið þann
fögnuð og það stolt sem fyllti huga
þessa aldraða manns á þeirri stund.
Nikulás unni mjög heimabyggð
sinni og í Rangárvallasýslu átti
hann sína nánustu ættingja. Hann
naut þess að komast austur á sumr-
in og heimsækja fólkið sitt á Hellu
og Skíðbakka og víðar. Hann hafði
mikinn og einlægan áhuga á land-
vernd og skógrækt og gaf bæði
land og fé til skógræktar í Landeyj-
um. Þar heitir Fornhóll í landi
Vatnshóls og er við Skíðbakkavatn.
Þar sagði Nikulás mér má sjá Vest-
mannaeyjar speglast í Skíðbakka-
vatni á lognkyrrum dögum þá vötn
eru tær.
Magnús Finnbogason bóndi á
Lágafelli í Austur-Landeyjum sem
er mikill ræktunarmaður og braut-
ryðjandi var Nikulási sannur vinur
og drengskaparmaður og hjálpaði
honum að koma þessum áhugamál-
um sínum í framkvæmd.
Nikulás var virðulegur fullorðinn
maður og hélt sér vel, grannur,
hávaxinn og hvíthærður. Fyrir all-
mörgum árum veiktist hann alvar-
lega og var lengi að ná sér eftir
þann sjúkdóm. Þá var lagt að hon-
um á sjúkrahúsinu sem hann dvald-
ist á að sækja um vist á elli- eða
dvalarheimili. Til þess mátti hann
ekki hugsa. Mér datt ekki í hug að
impra á slíku við hann, vissi vel að
það hentaði honum ekki, en reyndi
með þeim bestum rökum sem ég
kunni að fá hann til að sækja um
aðstoð frá Heimilishjálp Reykjavík-
urborgar fyrir aldraða. Hann hélt
nú síður. „Ókunna manneskju inn
á heimilið, ekki til að tala um.“
Þarna var úr vöndu að ráða, en það
mál leystist farsællega. Frú Guðrún
Loftsdóttir, Blöndubakka 12, serifT
litið hafði til með honum lengi,
bætti því við sinn verkahring að sjá
um hann svo að hann gat fram á
síðustu vikurnar búið á eigin heim-
ili og haldið sínum siðum og venj-
um. Börn Guðrúnar voru honum
kær og góð og Loftur sonur Guð-
rúnar var gamla ma'nninum sérlega
góður. Nikulás minntist þeirra oft
og sagði gjarnan þegar hann kom
við hjá mér: Loftur minn ók mér,
annars hefði ég nú ekki komist.
Og Guðrún Loftsdóttir með sína
farsælu skaphöfn gaf þessum stolta
og einræna aldraða manni einhveija
þá stærstu gjöf sem ein manneskja
getur gefið annarri: Tækifæri og
aðstæður til að halda reisn simri1
og sjálfstæði á eigin heimili án
íhlutunar utanaðkomandi aðila nær
til æviloka. Siðustu vikurnar vitjaði
Guðrún hans á hveijum degi á
sjúkrahúsið: Göfugustu verkin eru
oftast unnin í kyrrþey.
Lokið er langri vegferð. Verka-
mannafélagið Dagsbrún kveður
traustan og vandaðan félaga til nær
sextíu ára með þökk og virðingu
og ég kveð kæran og einlægan vin.
Hjálmfríður Þórðardóttir,
ritari Dagsbrúnar.
Fermingarmessa í Skjöldólfsstaðaskóla
Vaðbrekku, Jökuldal.
ÞESSAR stúlkur héldu hlutaveltu til styrktar átakinu „Börnin heim“
og söfnuðu þær 1.330 krónum. Þær heita Ásta og Sólveig.
ÞESSIR krakkar héldu hlutaveltu til styrktar Rauða krossi íslands
og söfnuðu þau 1.524 krónum. Þau heita Berglind Unnur Gunnarsdótt-
ir, Halldóra Sigrún Sigurðardóttir og Guðmundur Þór Gunnarsson.
Sóknarpresturinn, sr. Bjarni
Guðjónsson, messaði og fermdi en
húsið tók 140 manns í sæti og var
hvert sæti skipað. Eru þetta við-
brigði því að sóknarkirkjunar hér
niðri á Dalnum taka um það bil 50
manns í sæti hvor og önnur er að
hruni komin. Rúma þær sjaldnast
alla kirkjugesti.
Þriðja kirkja sveitarinnar er svo
í Möðrudal, en hana eiga og nota
afkomendur Jóns A. Stefánssonar
fyrrum bónda þar.
Var það mál manna eftir athöfn-
ina að hún hefði farið vel fram og
Morgunblaoio/Sigurour Aðalsteinsson
Fermingarbörn á Jökuldal
FRÁ fermingunni í Skjöldólfsstaðaskóla 17. júní síðastliðinn.
húsið verið prýðilega til hennar fall-
ið. Fermingarbömin og foreldrar
þeirra héldu svo sameiginlega ferm-
ingarveislu í Skjöldólfsstaðaskóla
eftir athöfnina.
- Sig. Að.
FERMINGARMESSA var sungin
í Ieikfimisal Skjöldólfsstaðaskóla
17. júní sl. þar sem fermd voru
fjögur börn. Er þetta í fyrsta
skipti sem fermt er í salnum en
þar hafa farið fram guðsþjón-
ustur áður í tengslum við að-
ventuhátíðir nemenda Skjöl-
dólfsstaðaskóla.