Morgunblaðið - 07.07.1993, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1993
Paul Miller flotaforingi afhendir Sesselju S. Seiffert íslenska fánann.
BANDARÍKIN
Þjóðhátíð-
ardagsins
minnst í
aðalstöðv-
um NATO
Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgun-
blaðsins. f
jóðhátíðardagur íslands var
haldinn hátíðlegur í aðal-
stöðvum NATO á hefðbundinn
hátt, en markaði þó tímamót, því
í fyrsta sinn í sögu NATO gegndi
kona lykilhlutverki í athöfninni.
Fram til þessa hefur ræðismaður
íslands í Norfolk ætíð gegnt þe'ssu
hlutverki, en hann er nú að láta
af störfum fyrir aldurs sakir. Fyr-
ir hönd annarra þjóða hefur hlut-
verkið einnig ætíð verið í höndum
karlmanna.
Fánahylling á þjóðhátíðardegi
aðildarþjóða NATO er formföst og
stílhrein. Fjöldi foringja tekur þátt
í henni. Eftir að liðsskipan hefur
farið fram við fánastengurnar sex-
tán eru 15 fánar dregnir að húni
o g síðan leikinn þjóðsöngur
Bandaríkjanna. Fulltrúi þeirrar
þjóðar sem á þjóðhátíðardag tekur
síðan við fána þjóðar sinnar úr
hendi æðsta flotaforingja sem við-
staddur er athöfnina og afhendir
hann undirforingjum sem draga
fánann að húni á heiðursstöng
fánasvæðisins. Sesselja Seiffert
tók sig vel út í þessu hlutverki á
íslenskum búningi. Það var Paul
Miller, yfirmaður Atlantshafsflota
NATO, sem afhenti henni fánann.
Þegar fáninn hafði verið dreginn
að húni var þjóðsöngur íslands
leikinn.
COSPER
imi
COSPER
Þarna eru nágrannamir. Sjónvarpið þeirra er greinilega líka
bilað
HVALVEIÐAR
Norðmenn bjóða
Bandaríkja mönnum
birginn
Margrét Danadrottning afhendir Lech Walesa forseta Póllands orð-
una.
GESTRISNI
Dana-
drottning
heimsækir €
Pólland •
Margrét Danadrottning er í þriggja
daga opinberri heimsókn í Póllandi
ásamt eiginmanni sinum Henrik
prins. Við upphaf heimsóknarinnar
síðastliðinn mánudag hitti drottn-
ingin Lech Walesa forseta Póllands
og veitti honum orðu við það tæki-
færi. Þá heimsóttu þau hjónin einn-
ig Gdansk og Kraká.
GESTIR
Eistlendingar læra
viðskipti á íslandi
Tólf Eistlendingar verða allan ins hefur námið gengið mjög vel
júlímánuð í viðskiptafræði- og engin stórvægileg vandamál
námi hjá Stjórnunarfélagi íslands hafa komið upp. Fólkið er mjög
í boði ríkisstjórnarinnar. Að sögn ánægt með dvölina en það býr hjá
forsvarsmanna Stjórnunarfélags- fjölskyldum sem tengdar eru Juni-
or Chamber- og Lyons-hreyfing-
unum á íslandi. Um síðustu helgi
var farið með gestina til Þingvalla
og að Gullfossi og Geysi og vakti
sú ferð mikla Iukku. >
Norskur blaðamaður og ljós-
myndari á tímaritinu Se og
Her buðu Bandaríkjamönnum
birginn fyrir nokkru þegar þeir
stilltu sér upp fyrir framan Hvíta
húsið í Washington og buðu þar-
lendum að smakka á hvalkjöti —
eða þannig. Þeir settu upp skilti
sem á stóð: Norskt hvalkjöt.
Norskur hvalur bragðast best.
Það sem Bandaríkjamennimir
vissu hins vegar ekki var að þeir
voru að bragða á nautakjöti úr
stórmarkaðinum á hominu og að
Ijósmyndari tímaritsins lá í felum
og tók myndir baki brotnu.
Hvernig skyldu Bandaríkja-
mennirnir hafa bragðist við? Ætli
þeir hafi hrópað ókvæðisorð að
sjómanninum? Nei, svo reyndist
ekki vera. Flestir voru tilbúnir að
smakka kjötið nema hópur græn-
metisæta sem kom aðvífandi og
hafði ekki lyst á kjöti. Sumir
þeirra sem smökkuðu kjötið höfðu
lesið um mótmæli gegn hvalveið-
um í blöðunum en var bara alveg
sama. i
Þessi frú
hafði aldrei
heyrt um
hvalkjöt og
hafði enga
löngun til að
smakka það.
Formleg móttaka var í höfuðstöðvum Stjórnunarfélags íslands fyrir
Eistlendingana tíu sem komu til landsins sunnudaginn 27. júní. Við
þetta tækifæri tóku einnig íslensku fjölskyldurnar við gestum sínum.
Tveir Eistlendinganna voru ókomnir en voru væntanlegir á næstu
dögum.
HJOLREIÐAR
Miguel Indurain talinn
sigurstrangleg'ur
Spánveijinn Miguel Indurain sem
hjólaði í gulu peysunni í öðrum legg
Tour de France hjólreiðakeppninnar
áritar á meðfylgjandi mynd bol
aðdáanda. Ekki fékk hann þó að
hjóla í gulu peysunni í þriðja legg
keppninnar, því Belginn Wilfried
Nelissen skaust í efsta sætið og
hlýtur þar af leiðandi gulu peysuna.
Miguel Indurain hefur sigrað und-
anfarin tvö ár og er einnig talinn
sigurstranglegastur í hjólreiða-
keppninni í ár.
Reuter
Spánverjinn Miguel Indurain
áritar hér bol eins aðdáanda síns.
Norðmaðurinn stillti sér upp
með „hvalkjötið" og atburður-
inn vakti forvitni flestra.
Eftir tveggja tíma törn var
grínið búið því lögregluþjónn kom
aðvífandi og skipaði sjómanninum
að hypja sig. Ef hann drifi ekki
í því yrði honum gert ókleift að
koma aftur til Bandaríkjanna.
Ljósmyndarinn kom úr felum og
þeir félagar vora ekki lengi að
hafa sig á brott, innan við hálfa
mínútu, að eigin sögn.
HORW
V/HALE