Morgunblaðið - 07.07.1993, Síða 13

Morgunblaðið - 07.07.1993, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1993 13 Stjóniunarfræðsla á tímamótum eftir Árna Sigfússon Skipulögð stjórnunarfræðsla og endurmenntun í þágu íslenskra fyr- irtækjastjórnenda á sér afar stutta sögu. Árið 1961 komu nokkrir forsvars- menn einkafyrirtækja og opinberra stofnana saman til þess að ræða mikilvægt málefni. Þeir höfðu skynj- að ríka þörf fyrir bætta stjórnunar- hætti hér á landi. Enginn formlegur vettvangur hafði verið skapaður til slíkrar umræðu. Þeir stofnuðu því áhugafélag, „Stjómunarfélag Is- lands“, sem hafði það að markmiði að stuðla að aukinni hagkvæmni í stjórnun íslenskra fyrirtækja og stofnana. Hópur þessi taldi mikilvægt að stuðla að sterkum grundvelli fyrir stjórnunarmenntun í landinu. Þetta skyldi gert með námskeiðahaldi og ráðstefnum er miðluðu ýmist viður- kenndum stjórnunaraðferðum eða stjórnunamýjungum er þættu at- hyglisverðar hveiju sinni. Allt frá stofnun hefur Stjómun- arfélagið haft sérstöðu á meðal sam- bærilegra samtaka á Vesturlöndum. Athyglisverðust er sú staðreynd að mörg íslensk launþegasamtök og helstu atvinnufyrirtæki landsins völdu sér Stjórnunarfélag íslands sem sameiginlegan vettvang til sam- starfs um stjórnunarfræðslu. Frumherjar Mikill hluti starfsins hefur allt frá stofnun verði helgaður kynningum á viðurkenndum verklagsreglum frá öðrum þjóðum sem byggja á ríkri stjómunarhefð. Fengnir voru fyrirtækjastjórnend- ur í hlutverk leiðbeinenda. Hafin var skipulögð tölvufræðsla árið 1981. Hafin var kynning á gæðastjórnun- araðferðum árið 1985, sem byggði á einstaklingnum sjálfum sem upp- hafi og endi gæðahugtaks í rekstri, í stað tæknilegrar áherslu. Verkefnastjórnun, sértækar markaðsáherslur og sérhæft tungu- málanám fyrir stjómendur em einn- ig dæmi um nýjungar sem fyrst vom kynntar hér á landi hjá Stjórn- unarféíaginu. Stjórnunarfélagið er einnig frum- kvöðull á sviði námskeiða sem bentu fyrirtækjum á mikilvægi víðtækrar styrkingar starfsmanna, þar sem áhugi og geta starfsmanna væm í réttu hlutfalli við sjálfsvirðingu. Virtustu fræðimönnum heims á sviðið stjómunarmála hefur verið boðið hingað til lands til að kynna stjómunarviðhorf og skyggnast með íslenskum stjórnendum inn í framtíð- ina. Meðal slíkra gesta má nefna Michael Kami, dr. Warren Bennis, John Naisbitt, Jack Trout, Patriciu Aburdeen, dr. Kenichi Ohmae og John Fraser-Robinson. Að undanförnu hefur Stjórnunar- félagið lagt áherslu á gildi vandaðr- ar stefnumótunar fyrir íslenskt efna- hagslíf og lagt út af hugmyndum dr. Kenichi Ohmae um aðferðafræði til þess að skilgreina betur ímynd íslands og möguleika okkar á al- þjóðamörkuðum. Mörg ofangreind verkefni hafa mætt andstöðu í fyrstu. En gildi frumkvæðisins verður fyrst einhvers virði ef við náum að tileinka okkur farsælar lausnir á undan öðmm þjóðum. Önnur sérstaða þessara fræðslu- samtaka er sú að þau hafa akki nærst á ríkisjötunni. Þróunarstarf, fundir ráðstefnur og námskeiðahald hefur byggst á sjálfboðastarfi, fé- lagsgjöldum og námskeiðum sem boðin em á raunvirði. Fjölbreytileg endurmenntunartilboð bjóðast Á síðustu árum hefur skilningur fyrir endurmenntun í atvinnulífinu aukist. Þar með hefur skapast grundvöllur til beinnar atvinnustarf- semi á þessu sviði. Fleiri einstakling- ar afla sér góðrar menntunar og sjá sér atvinnumöguleika í námskeiða- haldi og kynningum af ýmsu tagi. Einkareknir tungumálaskólar og tölvuskólar hafa sprottið upp, auk nokkurra úrvals námskeiðshaldara á sviði samskipta- og ráðgjafafyrir- tækja sem einnig bjóða fjölbreytileg endurmenntunarnámskeið. Þá hafa ýmis stéttarfélög komið sér upp end- urmenntunarskólum. Mikilvægu verkefni Stjómunar- félagsins hefur því verið þokað vel á veg: Stjómunarfræðsla er að verða hluti af atvinnuumhverfi okkar, þótt enn vanti mikið á að hún sé skipu- lögð og ræktuð sem skyldi. Ómarkvissar niðurgreiðslur ríkis Yfir þessu starfi hvílir þó þungt áhyggjuefni. Staðreyndin er sú að á sama tíma og fyrirtæki haslar sér völl á sviði endurmenntunar hafa ríkisstofnanir tekið að heija á fyrir- tækjamarkaði með sambærileg nám- skeið. Þar sem niðurgreiðslur ríkis- ins til ríkisrekinna menntastofnana eru ekki bundnar ákveðnum verk- efnum, hefur tilhneigingin orðið sú að öll námskeið, nánast hvað sem opinberum embættismönnum dettur í hug að bjóða, njóta niðurgreiðslna ríkissjóðs t.d. í formi „ókeypis" hús- Árni Sigfússon „Þetta er sagan um sjálfstæðistilraunir ís- lenskra bænda en má ekki verða saga nýrrar atvinnugreinar sem hefur það að markmiði að færa nýjungar hrað- ar inn í íslenskt at- vinnulíf.“ næðisaðstöðu eða „ókeypis" umsjón- ar eða verkstjómar. Ríkisstofnanir herða því mjög að hinum sjálfstæðu fyrirtækjum á sviði endurmenntun- ar. Hin sjálfstæða atvinnugrein, sem Stjórnunarfélagið hefur séð myndast hér á landi, virðist því tekin kverka- taki á bernskuskeiði. Henni má um margt líkja við bóndann sem ákveð- ur að selja afurð sína á almennum markaði í stað þess að ganga í gegn- um niðurgreiðslukerfi ríkisins. Bar- áttugleði kemur honum af stað en þegar niðurgreiðslur ríkisins taka ■að berast til hinna bændanna koma þær okkar manni fljótt á kné. Þetta er sagan um sjálfstæðistilraunir ís- lenskra bænda en má ekki verða saga nýrrar atvinnugreinar sem hef- ur það að markmiði að færa nýjung- ar hraðar inn í íslenskt atvinnulíf. Á þessum aðhaldstímum er brýnt að ríkisvaldið skilgreini með gleggri hætti hvaða „menntun" það hyggst niðurgreiða og hvaða ekki. Samstarf frumkvöðla Stjórnunarfélagið hefur séð fjöl- mörg ný samtök áhugamanna um bætta stjórnunarhætti verða til á undanförnum árum. Flest hafa þessi félög mjög svipað markmið og' Stjórnunarfélagið, þótt starfssvið þeirra sé gjarnan afmarkað við ákveðna áhersluþætti í rekstri, s.s. gæðastjórnun, verkefnastjórnun, markaðsmál eða afmarkaðar nýj- ungar á sviði upplýsingatækni. Félög þessi hafa unnið ötullega að ákveðn- um verkefnum og án nokkurs vafa áorkað miklu til hagsbóta fyrir ís- lenskt efnahagslíf. Þar hafa margir sjálfboðaliðar lagt sig fram. Gleggsta dæmið á þessu ári er gæðaátak Gæðastjómunarfélags ís- lands. Við sem stöndum að rekstri hag- ræðingarfélaga í þágu atvinnurekst- urs, hvaða nöfnum sem þau nefn- ast, hljótum öll að skynja að í marg- feldinu felst ákveðið óhagræði. Hér er unnið að sömu markmiðum. Sömu fyrirtæki og stofnanir greiða árgjöld til margra félaga, svipaðar hug- myndir eru ræddar á mörgum stöð- um og oft hefur verið unnið að nán- ast sambærilegum ráðstefnum og kynningum sem vera skyldu á nán- ast sama tíma í sömu húsakynnum. Áhugi hinna mörgu er slíkur að þeir hafa lítið hugleitt hvort æskilegra sé að sameina kraftana, skapa betri yfirsýn, efla hið raunverulega frum- kvöðulsstarf og ná enn betri árangri með áherslum okkar. Það er hinn eini tilgangur samtaka okkar. Með sameiningu eða auknu samstarfi má án efa ná fram markvissari vinnu- brögðum á okkar mikilvæga vett- vangi. Höfundur er framkvæmdastjórí Stjómunarfélags íslands. Forseti norska Stórþingsins í heimsókn í boði Alþingis Málgleði ekki vandamál hjá norskum þingmönnum FORSETI norska stórþingsins, Jo Benkow, var á íslandi í síðustu viku í boði Alþings. Norski þingforsetinn sagði málgleði norskra þingmanna ekki vera vandamál í Stórþinginu norska. Menn geri samkomulag um lengd umræðna og við það sé staðið. Þingforseti lagði þó áherslu á að allir þingmenn fengju að segja sitt álit. Benkow var hér á ferð dagana 28. júní til 2. júlí. Hann er fæddur árið 1924. Hann hefur verið framá- maður í flokki norskra hægrimanna og var kosinn á Stórþingið fyrir þann flokk árið 1965. Forseti Stór- þingsins hefur hann verið síðan 1985. Jo Benkow er kvæntur Ann- elise Höegh sem einnig er stór- þingsmaður í flokki hægri manna og var hún með í þessari íslands- ferð. Við lok heimsóknar norska þing- forsetans var fréttamönnum boðið að eiga við hann orð. Benkow lýsti ánægju með heimsókn sína hingað til lands og kvaðst hann hafa átt ánægjulegar viðræður við starfs- systur sína Salome Þorkelsdóttur forseta Alþingis, m.a. um starf þingforseta. Strangur þingforseti íslenskrir alþingismenn hafa ver- ir stundum gagnrýndir fyrir að vera fulllangorðir. Benkow var inntur eftir því hvort það sem e.t.v. mætti nefna „óhóflega málgleði" þing- manna ylli vandræðum í starfi norska Stórþingsins. Benkow kvað þetta ekki vera svo mikið vandamál í Noregi. Stórþingsforseti ræddi við flokksleiðtoganna og væri sam- komulag um ræðutíma í umræðum um flest stærri mál, og við það væri stæðið. Benkow tók fram og Iagði áherslu á að það væru ekki einungis flokksleiðtogamir sem töluðu heldur fengju allir þingmenn sem teldu sig hafa eitthvað til málanna að leggja, að segja sitt álit. Þingforseti var inntur eftir því hvernig þingmönnum gengi að halda sig innan tilskilinna tíma- marka, s.s. hálftíma við fyrra skipti og einungis 3 mínutur í síðara skipti. Benkow sagði það vera al- mennt álit stórþingsmanna að hann væri mjög strangur og ekki væri gengið gegn hans valdi í þingsal. Heppilegt fyrirkomulag Nú er svo ákveðið í Noregi að ekki er hægt að ijúfa þing og boða til kosninga áður en kjörtímabil er liðið. Forseti Stórþingsins lýsti stuðningi við þetta fyrirkomulag; reynslan sýndi að tiðar kosningar leystu ekki hin pólítísku vandamál. Að ekki væri hægt að boða til kosn- inga legði mönnum þá skyldu á herðar að leita lausna á vandamál- unum. Einnig forðaði það ríkis- Morgunblaðið/Einar Falur Forseti Stórþingsins JO Benkow telur sig vera strang- an þingforseta. stjórn frá þeirri freistingu að ijúfa þingið og boða til kosninga á hag- stæðum tíma fyrir stjómarliðið. AGU REGNFATNAÐUR í miklu úrvali. 100% vind- og vatnsheldur. TRAVEL - st. S-XL Verð kr. 7.795,- AGU - st. XS-XXL Verð kr. 4.990,- Sendum í póstkröfu. Mikið úrval af regnfatnaði. nhummél^P SPORTBÚÐIN, ÁRMÚLA 40. SÍMAR 813555 OG 813655. Difflarion Reykjavíkurvegi 64 - Hafnarfirði - Sími 651147 Bómullarfötin komin aftur Kjólar............................kr. 2.900,- Síð pils...................kr. 2.400,- Bolir.............................kr. 1.700,- Stuttbuxur........................kr. 1.400,- Riflaðar leggingsbuxur upp í stærð XXL kr. 3.500,- Bómullarlegging upp í stærð XXL kr. 1.500,-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.