Morgunblaðið - 07.07.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JULI 1993
31
Þór Ai'imson bakara-
meistari — Mmning’
Fæddur 31. janúar 1947
Dáinn 22. júní 1993
Miðvikudaginn 23. júní sl. bárust
þau tíðindi að Þór frændi hefði dáið
daginn áður, þar sem hann bjó í
Omaha í Nebraska. Frétt þessi kom
sem reiðarslag, því að í huga mér
var Þór kraftmikill og hraustur og
á fullri ferð í lífinu við að byggja
upp og hlúa að fjölskyldu sinni.
Eins og svo oft áður er sá kallaður
burt, sem maður á sízt von á og
þeim mun sárari verður söknuður-
inn þeim, sem næstir standa. En
minningin um góðan dreng veitir
þeim vonandi þann styrk, sem þau
þurfa svo nauðsynlega á að halda
til þess að vinna bug á sorg sinni.
Við Þór vorum systrasynir, fædd-
ir sama árið, hann 31. janúar 1947
og ég rúmum mánuði seinna. Fyrstu
ár ævi okkar voru því samtvinnuð,
þar sem heimili foreldra Þórs, þeirra
Arna Guðmundssonar bakarameist-
ar og Karólínu Stefánsdóttur á
Bergþórugötu 6b, var eins konar
miðpunktur tilveru okkar á þeim
árum. Þór átti fjögur systkini, en
þau eru Stefán Oli, Guðmundur
(Gummi), Guðbjörg Sæunn
(Bogga), sem eru eldri, og Stein-
unn, sem er yngst. Heimili þeirra
Árna og Línu var alltaf öllum opið
og var þar oft margt um manninn,
því að Lína átti sex systur. Alltaf
þótti sjálfsagt að koma við á Berg-
þórugötunni þegar farið var í bæ-
inn, en Guðlaugur bróðir þeirra bjó
einnig í sama húsi ásamt Þórdísi
(Doddu frænku) konu sinni. Sjálf-
sagt hefur oft mikið gengið á hjá
okkur frændum á þessum árum, en
aldrei man ég eftir að amast hafi
verið við okkur þó að við ættum
það virkilega skilið að fá ærlegar
skammir.
Þór var hraustmenni og vel sterk-
ur, en óeigingjarn og eftirlátur,
sérstaklega við frænda sinn, og það
lýsir kannski vel skapgerð hans,
þegar hann lenti eitt sinn undir bíl,
sem verið var að ýta í gang, og
slasaðist illa á fæti, þá sýndi hann
mér stoltur sárin á fætinum, en
varaði síðan frænda sinn við því
að vera að þvælast fyrir bílum í
slíku ástandi.
Leiðir okkar Þórs skildu fljótlega
eftir að á unglinsgsárin kom. Hann
fór í Iðnskólann og lærði bakara-
iðn. Hann kvæntist ungur Ingveldi
Rósinkranz og eiga þau tvær dæt-
ur. Þær eru Elín Hulda, 29 ára, sem
nú á orðið tvö börn, og Margrét,
27 ára. Inga og Þór áttu vel saman
og eftir að hafa baslað í nokkur
ár hér heima, gerðu þau það sem
marga langar til, en færri láta verða
af, þ.e. að flytjast út í heim og reyna
fyrir sér á fjarlægðum slóðum. Þau
höfðu tækifæri til þess að flytjast
til Bandaríkjanna og gerðu það. Því
miður skildu leiðir þeirra fyrir
nokkrum árum. Þór giftist aftur
bandarískri konu, Patriciu, og átti
með henni tvö börn, Frank Jóhann,
sem er þriggja ára, og Elizabetu
Ann, aðeins 17 mánaða. Fyrir átti
Patricia þrjú börn. Missir þeirra er
mikill, því að Þór var þeim öllum
góður faðir og eiginmaður.
Þór hefði ekki verið það að skapi
að um hann væri skrifuð einhver
lofræða, en ég veit að hann hefur
getið sér góðan orðstír á þeim vett-
vangi sem hann valdi sér og við
munum öll geyma hann í minning-
unni sem hraustan og góðan dreng,
sem kvaddi alltof snemma. Megi
góður Guð styrkja börnin hans og
barnabörn, eiginkonu, móður og
systkini í sorg þeirra.
Stefán.
Þór Árnason bakarameistari lést
í Omaha, Nebraska, 22. júní. Þetta
voru sorgartíðindi sem bárust vest-
an úr Bandaríkjunum, banameinið
hjartaáfall. Þór var fæddur 31.
janúar 1947 og því aðeins 46 ára
þegar hann lést. Hann var jarðsett-
ur í Omaha.
Þær voru margar minningamar
sem sóttu á þegar ég heyrði að
bróðir minn Þór væri látinn vestur
í Bandaríkjunum. Ég minntist litla
stráksins sem var með þeim ósköp-
um gerður að hann gat ekki geng-
ið framhjá sófaborði öðruvísi en
að allt sem- á því var dytti í gólfíð.
Unglingsins sem óx heldur hraðar
og fyrr en jafnaldrar hans og var
með þeim stærstu og sterkustu af
félagahópnum um fermingu, enda
þótt þessir sömu félagar yrðu flest-
ir miklu hærri. Sama strák munaði
ekkert um það fjórtán ára að
st,anda allt að því þriggja sólar-
hringa törn við fískimjölsverk-
smiðju.
Eitt sinnið var þegar hann, með
Svenna vini sínum ,bjargaði stóra-
bróður, sem var að halda sjálfum
sér veislu og hafði fengið heilt
knattspyrnulið í heimsókn. Það var
drukkið stíft og þar kom að drykk-
inn þraut og þá komu þessir ungu
menn sakleysið uppmálað og færðu
mér tvo lítra af sénever í afmælis-
gjöf. Ég velti því dálítið fyrir mér
dagana á eftir hvar strákarnir
hefðu náð í vín svona nánast sam-
stundis. Það var heldur lítið um
svör svo að ég fór ekkert nánar út
í það, enda varla venja að spyija
hvaðan afmælisgjafir kæmu.
Fimmtán árum seinna var það
upplýst að þessar flöskur hefðu
verið í kassanum sem ég átti og
hafði ekki fundið annað í en tómar
flöskur.
Snemma gerðist Þór náttúraður
fyrir konur og þótti mér það skrýt-
ið hvað stelpur virtust sækja í
hann, enda þurfti hann undanþágu
til þess að kvænast aðeins sautján
ára. Kona hans var Ingveldur Rós-
enkranz eða Inga eins og hún var
jafnan kölluð. Ingu og Þór tókst
það sem fáum tekst. Þrátt fyrir
að þau settu saman bú svona ung,
þá héldu þau saman vinahópum
sínum. Það var líka oft þröng á
þingi hjá þeim í litlu íbúðinni á
Vitastígnum.
Þór fæddist á Bergþórugötu 6b,
heima hjá móðurbróður sínum og
konu hans Þórdísi sem hann var
skírður eftir. Hann var í sveit á
sumrum austur í Kerlingardal, rétt
austan Víkur. Þetta varð „sveitin
hans“ og talaði hann alltaf um það
að hann kæmi strax til landsins
þegar Katla bærði á sér. Þór fór
snemma að vinna fyrir sér. Var
það eitt af því fyrsta sem hann
starfaði þegar hann var einhvers
konar léttastrákur hjá Böðvari
bryta á Esju eða Heklu.
Þór lærði bakstur hjá Magnúsi
Árnasyni í Björnsbakaríi á Hring-
braut. Fljótlega eftir að sveins-
prófi lauk fór hann að starfa hjá
Brauð hf. suður í Kópavogi. Þar
unnu þeir saman Sigurbjörn Sigur-
bjartsson og Þór og var það upp-
hafið að löngu samstarfi og vin-
skap. Fyrst hjá Brauð og síðar
vann Þór í Grensásbakaríi hjá Sig-
urbirni allt til þess að Þór fluttist
vestur um haf með fjölskyldu sína.
Þar fór hann til starfa hjá íslensk-
um manni búsettum í Omaha,
Nebraska, vann hjá honum í nokk-
ur ár, en síðan hjá bandarískum
fyrirtækjum og reyndar eitt ár með
eigin bakarí. Nú síðustu árin var
hann með bakarí sem var starf-
rækt við háskólann í Omaha.
Þór var góður verkmaður og
röskur til vinnu. Það var alltaf
gott að hafa hann við hliðina á sér
ef hlutirnir þurftu að ganga hratt
og örugglega.
Þór var tvíkvæntur. Fyrri kona
hans var Ingveldur Rósenkranz,
fædd 29. maí 1945 og með henni
átti hann tvær dætur: Elínu Huld
Þórsdóttir Kayyem, fædd 1. apríl
1964, gift Munzer Kayyem og eiga
þau tvö börn, Rami Þór Kayyem,
fæddur 11. mars 1988, og Symone
Ingu Kayyem, fædd 16. september
1991. Onnur dóttir er Margrét
Arnþrúður Þórsdóttir, fædd 26.
apríl 1966. Ingveldur og Þór
skildu. Eftirlifandi kona Þórs er
Patricia Ann Arnason, fædd 24.
september 1955, og áttu þau tvö
börn. Frank Johann Amason,
fæddur 8. apríl 1990, og Elisabeth
Ann Amason, fædd 14. janúar
1993.
Þór hafði gaman af því að segja
frá og gerði það vel. Hann hafði
gott auga fyrir því sem var spaugi-
legt og var því gjarnan slegið á
þá strengina í bréfum sem fóru
okkar á milli. Það var því alltaf
gaman að fá bréf frá Þór og í því
síðasta er hann að segja frá því
þegar hann undirbýr húsbílinn fyr-
ir sumarið og átti nú að leggjast
í helgarflakk með konu og ungana
sína smáu um þetta stóra land sem
þau bjuggu í. Það varð ekki, Þór
fór í aðra ferð og hann fór einn.
Hafi hann þökk fyrir samfylgdina
og blessuð sé minning hans.
Stefán Óli Arnason.
Finnborg Ömólfs-
dóttir - Minning
efni af stofnun félagsins. Ekki man
ég það allt en nokkrar ljóðlínur
samt:
Nú Völvur eru vígðar
til verka hér í sveit,
að efla dáðir drýgðar
og dýr að vinna heit...
Fædd 22. nóvember 1918
Dáin 13. júní 1993
Sumarið 1937 var gott sumar,
sól og blíða hvern dag, eða þannig
er það í minningunni.
Minningin um hana Finnborgu
er umvafin sól frá þessum tíma.
Það var þá sem þær stöllur, Finn-
borg og Þórdís Kristjánsdóttir
frænka hennar, drifu í því að stofn-
að var kvenskátafélag í litla þorpinu
okkar.
Við vorum sjö telpur sem unnum
hluta og nú.
Það var verið að malbera þegar
fréttaritara bar að garði. Bæjar-
verkstjórinn, Högni Bæringsson,
lætur ekki sitt eftir liggja, fylgist
skátaheitið sunnudaginn 9. ágúst
1937. Á eftir bauð Finnborg okkur
heim til sín í súkkulaðiveislu.
Félagið okkar hlaut nafnið „Völv-
ur“ og fengum við það strax á til-
fínninguna að ekki dygði að kafna
undir nafni. Finnborg minnti okkur
oft á hvað svona félagsskapur væri
kjörinn til að rækta sinn innri mann.
Hún hafði líka þau áhrif að mann
langaði til að líkjast henni, fögur
var hún svo að af bar og framkom-
an tiginmannleg.
Sturla Jónsson orti lítið Ijóð í til-
af áhuga með og auðvitað lærist
margt um leið.
- Árni.
Þar fremst skal talin Finna
sem foringi í sveit,
hún starfíð stórt vill vinna
og stefnu rétta veit...
Já, Finna varð okkar fyrsti for-
ingi og við fengum oft samastað
heima hjá henni á því menningar-
heimili föður hennar Ömólfs Valdi-
marssonar og Ragnhildar Þorvarð-
ardóttur stjúpmóður hennar. Iðu-
lega enduðu fundirnir með því að
Finna setti plötu á fóninn. Ég man
að þar heyrði ég í fyrsta skipti
ungverska rapsódíu Lizt.
Nú er Finna „farin heim“ eins
og við skátar segjum. Henni fylgja
þakkir fyrir þau áhrif sem hún hafði
á líf unglingsstúlkna fyrir 56 árum.
Eiginmanni hennar, börnum,
tengdabörnum og systkinum henn-
ar, votta ég innilega samúð mína.
Edda Jónsdóttir frá Suður-
eyri, Súgandafirði.
Erfidrjiikjur
(ilæsilcgkaffi-
hlaðborð tallegir
salir og mjög
góð þjonusta.
Ipplýsingar
ísíma22322
FLUGLEIDIR
HÐTIL LÖFTIUIJK
Gatnagerðarmenn í Stykkishólmi.
Miklar gatnaframkvæmdir
Það verða miklar framkvæmdir við göturnar í Stykkishólmi á þessu
sumri. Allar holur frá sl. vetri verða fylltar olíumöl. Hefur Borgar-
verk hf. haft framkvæmdirnar með höndum eins og vinnu við höfn-
ina en þar hafa sjaldan eða aldrei verið jafnmiklar framkvæmdir
um tugi ára enda höfnin aldrei haft meira athafnasvæði til allra
t
Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi
og langafi,
PÉTUR ÁGÚSTSSON
vörubílstjóri,
Kaplaskjólsvegi 50,
lést í Landspítalanum þann 29. júní.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna.
Sérstakar þakkir til starfsfólks blóðskil-
unardeildar Landspítalans.
Marín Pétursdóttir, Ásgeir Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
KATRÍN ÁSGEIRSDÓTTIR,
Bogaslóð4,
Höfn í Hornafirði,
verður jarðsungin frá Hafnarkirkju fimmtudaginn 8. júlí kl. 14.00.
Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem, vildu minnast henn-
ar, er bent á slysavarnadeildirnar á Höfn.
Sigurður Lárusson,
Ásgeir Sigurðsson,
Guðmundur Sigurðsson, Vilborg Jóhannsdóttir,
Hilmar Sigurðsson, Guðrún Kristjánsdóttir,
Dagbjört S. Sigurðardóttir, Finnur S- Jónsson,
Aidis Sigurðardóttir, Guðmundur Eirfksson,
Karl Þ. Sigurðsson, Svava Eyjólfsdóttir,
Grétar L. Sigurðsson,
Sigríður K. Sigurðardóttir, Sæmundur Gislason,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir hlýhug, samúð og veitta aðstoð vegna
fráfalls og jarðarfarar
TORFHILDAR JÓSEFSDÓTTUR
frá Torfufelli.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Fjórðungssjúkrahússins
á Akureyri.
Angantýr Hjörvar Hjálmarsson,
Sigfríður L. Angantýsdóttir, Pétur Brynjólfsson,
Ingibjörg Angantýsdóttir, Haukur Karlsson,
Elínborg Angantýsdóttir, Haraldur E. Ingimarsson,
Sigurður Jósefsson, Svava Friðjónsdóttir,
barnabörn og fjölskyldur þeirra.