Morgunblaðið - 07.07.1993, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1993
21
Handtaka tveggja þýskra hryðjuverkamanna
Ríkissaksóknari
missir embættíð
Bunn. Reuter.
DÓMSMÁLARÁÐHERRA Þýskalands lýsti því yfir í gær að ríkissak-
sóknari landsins, Alexander von Stahl, yrði leystur frá embætti.
Hefði forseta landsins, Richard von Weizsácker, verið ritað bréf
með ósk þessa efnis. Von Stahl hefur undanfarið verið gagnrýndur
harðlega fyrir misvísandi yfirlýsingar um handtöku tveggja þýskra
hryðjuverkamanna sunnudaginn 27. júní síðastliðinn. I fyrradag
sagði Rudolf Seiters innanríkisráðherra af sér vegna sama máls.
Þýska rannsóknarlögreglan lýsti því yfir í gær að hryðjuverkamað-
urinn Wolfgang Grams hefði verið skotinn í höfuðið á stuttu færi
en tveir sjónarvottar hafa einmitt haldið því fram í fjölmiðlum að
undanförnu að sérsveitarmenn hafi tekið hann íif lífi.
Atlögunni gegn Grams og unn-
ustu hans Brigitte Hogefeld var í
fyrstu fagnað ákaft því í fyrsta sinn
í sjö ár hefði tekist að höggva skarð
í innsta kjarna Rauðu herdeildar-
innar. Grams og Hogefeld hafa
verið í hópi eftirsóttustu hryðju-
verkamanna Þýskalands, þau töld-
ust til 10-12 manna kjama Rauðu
herdeildarinnar. En sá flokkur
manna er talinn bera ábyrgð á
fjölda hryðjuverka undanfarin átta
ár, m.a. morðunum á Alfred Herr-
hausen, bankastjóra Deutsche
Bank, árið 1989 og forstjóra Treu-
hand, Detlev Karsten Rohwedder,
árið 1991. En smám saman hefur
ýmislegt gagnrýnisvert komið í ljós
og yfirlýsingar yfírvalda fyrstu dag-
ana eftir atvikið virðast einkennast
af því að reynt hafi verið að hylma
yfir það sem raunverulega hefði
gerst.
Leidd í gildru
Samkvæmt þýska vikuritinu Der
Spiegel voru Grams og Hogefeld
leidd í gildru. Uppljóstrari lögregl-
unnar átti fund með þeim í veitinga-
húsi á lestarstöðinni í Bad Kleinen,
smábæ í norðausturhluta Þýska-
lands. Á meðan fundur þeirra stóð
var lestarstöðin umkringd tugum
löggæslumanna úr röðum rann-
sóknarlögreglu, landamæralög-
reglu og sérsveitarinnar GSG-9,
sem öðlaðist heimsfrægð er gíslum
í Lufthansavél á flugvellinum í
Mogadishu var bjargað giftusam-
lega árið 1977.
Enn er atburðarásin þennan
sunnudag fyrir rúmri viku óljós.
En þegar allt var um garð gengið
lá Grams í valnum auk eins lög-
reglumanns. Tvö vitni, annað þeirra
lögreglumaður sem ekki hefur viljað
koma fram opinberlega, segja að
lögregla hafi skotið Grams þar sem
hann lá varnarlaus. í yfirlýsingu
þýsku rannsóknarlögreglunnar frá
því í gær segir að krufning og
skýrsla óháðra sérfræðinga frá
Múnster-háskóla staðfesti að bana-
skotið hafí komið úr afar lítilli fjar-
lægð. Hins vegar segði síðari
skýrslan að skotsárið kæmi ekki
heim og saman við þau vopn sem
lögreglan notar.
Úr innsta hring
ÞAÐ þótti í fyrstu mikill sigur
fyrir þýsk lögregluyfirvöld að
hafa handsamað tvo af leiðtogum
Rauðu herdeildarinnar, Wolf-
gang Grams og Brigitte Hoge-
feld.
Ýmsu ósvarað
Draga má ýmsar ályktanir af
þessari yfirlýsingu. Grams gæti
hafa svipt sig lífi með eigin byssu,
hann kynni að hafa verið skotinn
með eigin vopni og vera kynni að
lögregla hafí notað annað skotvopn
en hún er vön að nota. Reuters-
fréttastofan segir að það hljóti að
kalla á viðbrögð að rannsóknarlög-
reglunni skuli ekki enn hafa tekist
að leiða í ljós úr hvaða byssu bana-
skotið kom né hver hafi haldið þar
um skefti.
Vangaveltur hafa verið uppi um
það að lögreglumaðurinn hafí fallið
fyrir skoti félaga sinna. í skýrslu á
vegum innanríkisráðuneytisins seg-
ir að átta sjónarvottar séu á einu
máli um að Grams hafí orðið lög-
reglumanninum að bana.
Talið er að mistökin við handtöku
Grams og Hogefeld eigi eftir að
hafa víðtækar afleiðingar. Menn
óttast að Rauðu herdeildirnar eigi
eftir að hefna Grams grimmilega.
í fyrrakvöld vörpuðu fimm óþekktir
menn sprengju á tvær lögreglu-
stöðvar í Berlín. Ekki er talið útilok-
að að þar hafi Rauða herdeildin
verið að verki.
Einnig velta menn því fyrir sér
hvort sérsveitin GSG-9 verði lögð
niður ef í ljós kemur að meðlimir
hennar hafi haldið upplýsingum
leyndum fyrir yfírmönnum sínum.
Tilraunadýr?
BANDARÍSKIR hermenn með gasgrímur á æfingu í Saudi-Arabíu fyrir Persaflóastríðið. Vísinda-
menn segja að dularfull veiki, sem herjar nú á fyrrverandi hermenn í stríðinu, kunni að stafa af því
að þeir voru látnir taka inn tilraunalyf til að veijast efna- og sýklavopnaárásum. Áhrif lyfjanna
hafi ekki verið fullkönnuð og hermennirnir hafi því verið notaðir sem „tilraunadýr".
Bandarískir hermenn í Persaflóastríðinu tóku inn tilraunalyf
Dularfull veiki hrjá-
ir „tilraunadýrin“
KOMIÐ hefur i Ijós að dularfull veiki hijáir marga bandaríska
hermenn sem sendir voru í stríðið fyrir botni Persaflóa árið
1991. Líklegast þykir að veikin eigi rætur að rekja til lyfja sem
hermennirnir fengu til að veijast hugsanlegum efna- og sýkla-
vopnaárásum íraka, að sögn breska dagblaðsins The Independ-
ent.
Alls hafa um 73.000 Bandaríkja-
menn sem tóku þátt í stríðinu geng-
ist undir einhvers konar læknis-
meðferð án þess að vera lagðir inn
á sjúkrahús. Þar af hafa að minnsta
kosti 4.000 fengið sömu einkennin,
sem lýsa sér í vöðva- og liðaverkj-
um, eymslum, þreytu, minnistapi,
iðra- og hjartameinum sem lækn-
um hefur ekki tekist að sjúkdóms-
greina.
Einn af þessum mönnum er
Steve Buyer, fyrrverandi höfuðs-
maður og nú þingmaður í Indiana.
Mánuði eftir að hann sneri heim
frá Persaflóa var svo komið að
hann hafði ekki lengur orku í að
skokka á morgnana. Næstu tvö
árin fékk hann lungnabólgu tvisv-
ar, flensu fjórum sinnum og var
með þrálátt kvef. Læknar hafa
ennfremur komist að því að Buyer
hefur fengið ofnæmi fyrir öllu
grænu í náttúrunni, svo sem blóm-
um, tijám og grasi. „Persaflóa-
styrjöldin breytti lífí mínu og
heilsu,“ sagði hann þegar hann
kom fyrir nefnd öldungadeildar
Bandaríkjaþings sem rannsakar
þetta mál.
Gasárás íraka eða úran?
Nokkrir fyrrverandi hermenn í
stríðinu telja sig hafa orðið veikir
vegna þess að þeir hafí orðið fyrir
gasárás íraka. Bandaríska varnar-
málaráðuneytið vísar því hins vegar
á bug að írakar hafí gert gasárás
en ásakanir hermannanna fyrrver-
andi og yfírheyrslur þingnefndar-
innar hafa orðið til þess herinn
hefur neyðst til að kanna hvað olli
veikindunum.
Margir hermannanna fyrrver-
andi telja að þeir hafi orðið fyrir
mengun af völdum úrans í skotfær-
um, sem notuð voru í bandarískum
skriðdrekum og flugvélum. Sam-
kvæmt könnun, sem herinn gerði,
bendir hins vegar ekkert til þess
að þetta sé ástæða dularfullu veik-
innar.
Tóku inn tilraunalyf
Líklegast þykir þó að mótefni
sem hermennimir fengu til að veij-
ast hugsanlegum efnavopnaárás-
um íraka kunni að hafa skaðað
heilsu hermannanna varanlega.
Ronald Blanck undirhershöfð-
ingi segir að leyniþjónusta hersins
hafí varað við því að írakar kynnu
að beita efna- og sýklavopnum og
herinn hafí því látið hermennina
taka inn ýmis bóluefni, til dæmis
gegn miltisbrandi. Hermennirnir
fengu einnig lyfíð pyridostigmine,
sem er yfirleitt notað gegn tauga-
lömun.
Bandarískir vísindamenn höfð-
uðu mál til að koma í veg fyrir að
tilraunalyf yrðu notuð á hermönn-
um án samþykkis þeirra. Málinu
var hins vegar vísað frá skömmu
áður en stríðið hófst.
Hjúkrunarkonan Carol Picou,
sem var á hersjúkrahúsi í Saudi-
Arabíu, segir að þegar landhernað-
urinn hófst hafí öllu hjúkmnarlið-
inu verið skipað að taka inn Pyri-
dos-tigmine vegna hugsanlegrar
efnavopnaárásar. „Innan við
kiukkustund eftir að ég tók lyfið
inn fann ég fyrir alvarlegum auka-
verkunum, svo sem óstjórnlegum
kippum í augum, blóðnösum, mik-
illi froðu úr munni, verkjum í hálsi
og öxlum.“
„Áhrif þessara lyfja hafa ekki
verið sönnuð,“ sagði Patricia Ax-
elrod, sem hefur rannsakað lyfið.
„Þegar þetta lyf er notað á heil-
brigðu fólki getur það verkað á
margvíslegan hátt, bæði haft lam-
andi og örvandi áhrif á miðtauga-
kerfið," sagði hún.
Blanck undirhershöfðingi sagði
að hætta væri á minniháttar auka-
verkunum en réttlætanlegt væri
að nota lyfið til að verjast „banvæn-
um efna- og sýklavopnum".
Axelrod sagði hins vegar að her-
inn hefði látið hermennina taka inn
lyfið án þess að gefa nægilegan
gaum að langtímaverkunum þess.
„Eg myndi ekki einu sinni nota
þetta lyf á kanínu í tilraunaskyni,“
sagði Steve Buyer.
NÝUA BÍLAHÖLLIN FUNAHÖFÐA 1 S:67227T
Honda Civic CRX, árg. '88, ek. 80 þ. km.,
rauður, álfelgur, sóllúga. V. 830.000,- stgr.
Ath. skipti.
MMC Space Wagon 4WD, árg. ’87, ek. 90
þ. km., grár, 7 manna. V. 790.000,- stgr.
Ath. skipti.
MMC Colt GLXi, árg. ’91, ek. 34 þ. km.,
hvttur. V. 940.000,- stgr. Ath. skipti.
Subaru Legasy 1,8, árg. ’91, ek. 56 þ.
km., grásans. V. 1.350.000,- stgr.
Ath. skipti.
Subaru ST, érg. ’89, ek. 82 þ. km., blár,
sjálfsk. V. 890.000,- stgr. Bein sala.
Nlssan Sunny 1600 SLX, árg. '92, ek. 10 Renault 19 RT Chamade, árg. '93, silfur- MMC Pajero turbo diesel Intercooler, árg. MMC Galant 2000 GLXI, árg. '91, hvitur, Mazda 323 1500 GLX, árg. '88, hvitur, *
þ. km. 4ra dyra, silfurgrár, 5 gíra, álfelgur. grár, sóllúga, rafdrifnar rúóur, ek. 7 þ. km. '89, blár, 33" dekk, 5 gíra, ek. 105 þ. km. sjálfsk., m/öllu. Góð kjör V 1 180 000- vökvast. Fallegur bíll. V. 550 000- §
V. 990.000,- V. 1.350.000,- V. 1.590.000,- ' ' s