Morgunblaðið - 07.07.1993, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.07.1993, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1993 Minning Hermann Jónsson Fæddur 13. ágúst 1913 Dáinn 27. júní 1993 Hann afi var alltaf mjög góður við okkur systurnar, hann gaf okk- ur alltaf nammi þegar við komum á Kleppsveginn til hans og Döggu ömmu. Síðast þegar ég hitti afa var hann hinn hressasti. Afi, ég hefði viljað að þú hefðir ekki farið svona snemma frá okkur, af því að ég hefði viljað kynnast þér miklu bet- ur. Og ég vona að þú sért hamingju- samur hjá ömmu á fallegum og friðsælum stað. Ég mun aldrei gleyma þér og mér mun alltaf þykja vænt um þig, elsku Hermann afi minn. Dagbjört Ólöf Sigurðardóttir. Eitt skal yfir okkur öll ganga og öll förum við þessa einu sömu leið að lejðariokum. Og þá er ekki spurt hvort hún sé tímabær eða ekki. Nú þegar við kveðjum vin minn Hermann Jónsson eins og hann var ávallt nefndur kemur þetta í huga minn, kveðjustundin var stutt og tímabær. Um ætt og uppruna Hermanns verða aðrir til frásagnar, en þegar ég kom í fjölskylduna fyrir u.þ.b. 30 árum og kynntist strax þeim öðlingshjónum Dagbjörtu Eiríks- dóttur fóstru og Hermanni var ég strax boðin velkomin sem tengda- dóttir á ská eins og þau sögðu, en Hermann var föðurbróðir mannsins míns og hann var þeim sérlega kær. Þeim Hermanni og Döggu varð ekki bama auðið, en ólu upp sem sitt bam systurson hennar Sigurð Pétur sem er giftur Kol- brúnu Gunnarsdóttur og eiga þau þrjár dætur og eru þær allar mikl- ir augasteinar og uppáhald hjá þeim. Auk þess að ala upp Tuma eins og hann er ætíð kallaður hafa systkinabörn þeirra beggja átt at- hvarf hjá þeim um lengri eða skemmri tíma. Þannig áttum við hjónin ávallt vísa gistingu fyrir okkur og börnin þegar við komum í bæinn að vestan. Það má segja að börn hafi verið mikið í kringum Hermann alla tíð og þá sérstaklega á meðan Dagga veitti forstöðu heimilinu á Silunga- polli þá vom börnin þar eins og hans. Þær em ófáar sögurnar sem hann kunni af börnum hvort sem er úr hans fjölskyldu eða annarra, hvað þau gerðu eða sögðu svo ég tali nú ekki um uppátækin þeirra og tilsvörin. Því miður er þetta ekki til á skrá, en það væri fjársjóð- ur fyrir fjölskylduna. Hermann hafði gaman af ferða- lögum bæði innanlands og utan, og lét hann sig ekki muna um að skreppa í heimsókn til fjölskyldunn- ar hvort sem var á Húsavík eða vestur á ísafjörð, þó að þær yrðu færri. Þegar árin færðust yfir og hann hætti að vinna átti að nota tímann og fara meira til útlanda. Mér er minnisstæðust ferð sem þau fóm fyrir fimmtán ámm til Kanarí til nokkurra vikna dvalar. Við hjón- in komum þangað út þegar þau höfðu verið í tvær vikur og geisl- uðu þau af gleði, en Hermann slas- aðist síðustu vikuna sem gerði það að verkum að utanferðirnar urðu ekki fleiri. Samheldni þeirra hjóna var mik- il og aðdáunarvert hvað Dagga var dugleg að umbera sérvisku hans og þijósku. Það var því stórt áfall fyrir hann þegar Dagga lést snögg- lega um jólin 1989 og var söknuð- ur hans mikill. Eftir það hafa systk- ini hans, Kjartan og Sigríður, heim- sótt hann reglulega, auk þess sem sonur og tengdadótúr hafa hugsað vel um hann og stytt honum stund- ir. Eins og fyrr sagði voru börnin í fjölskyldunni Hermanni mjög kær og vildi hann hafa myndir af þeim nálægt sér. Þegar ég hringdi í hann fyrir u.þ.b. mánuði og sagði frá nýjasta barnabarni mínu sem fædd- ist á Akureyri, spurði hann, strax hvort hann fengi ekki mynd af því í safnið, en því miður barst hún of seint. Ég vil að lokum þakka Her- manni fyrir góðvild og umhyggju í minn garð og barna minna í gegn- um árin. Ég votta syni hans, tengdadóttur, barnabömum, systk- inum svo og öðrum fjölskyldumeð- limum, mína dýpstu samúð. Þökk fyrir samveruna, Hermann. Far þú í friði. Kristjana (Kiddý). Nú þegar Hermann Jónsson hef- ir lokið jarðvist sinni viljum við fyrrverandi vinnufélagar á Skrif- stofu verðlagsstjóra minnast góðs vinar og félaga nokkrum orðum. Hermann Jónsson var fæddur 13. ágúst 1913 í Reykjavík. For- eldrar hans voru Jón Ólafur Jóns- son málari og kona hans Amfríður Ingvarsdóttir, en hann var alinn upp á Húsavík hjá móðursystur sinni, Sigríði Ingvarsdóttur, og manni hennar, Þórarni Stefánssyni bóksala. Árið 1943 kvæntist Her- mann Dagbjörtu Eiríksdóttur af hinni kunnu Karlskálaætt frá Eski- firði, en hún var fædd 26. júlí 1918. Dagbjört lést 31. desember 1989 eftir óvenjulega giftudijúgt ævi- starf sem fóstra, en síðast starfaði hún á geðdeild Bamaspítala Hringsins við Dalbraut (1971- 1984). Hermann og Dagbjört voru barn- laus en tóku í fóstur systurson Dagbjartar, þar sem báðir foreldrar hans voru berklasjúklingar. Hann heitir Sigurður Pétur Sigurðsson og er rennismiður að atvinnu og vinnur hjá ísienska Álfélaginu. Kona hans er Kolbrún Gunnars- dóttir og eiga þau þijár dætur. Hermann lauk stúdentsprófi 1935 frá Menntaskólanum í Reykjavík og prófi í forspjalllsvís- indum frá Háskóla íslands ári seinna. Síðan lá leiðin til Kaup- mannahafnar. Þar stundaði Her- mann fyrst nám í tryggingafræði við Hafnarhásksóla og síðan nám við Det Handelsvidenskabelige Læreanstalt. Eftir heimkomuna stundaði hann kennslustörf í nokk- ur ár við ýmsa skóla svo sem Versl- unarskólann, Kennaraskólann og við Námsflokka Reykjavíkur. Þjóð- málin voru ofarlega í huga hans og gerðist Hermann varaþingmað- ur fyrir Þjóðvarnarflokkinn árið 1954. Hermann starfaði sem inn- kaupastjóri hjá Skipaútgerð ríkis- ins í eitt ár en réðst síðan sem skrifstofustjóri á Skrifstofu verð- lagsstjóra 1943, þar sem hann starfaði óslitið til 1975 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir og heilsubrests. Á þessu rúmlega 30 ára tímabili sem Hermann starfaði sem skrif- stofustjóri á Skrifstofu verðalags- stjóra voru í gildi lög og reglugerð- ir um hámarksálagningu á flestöll- um vörum. Þurfti mikla vinnu og nákvæmni til þess að framfylgja þeim sem skyldi. Oft komu upp ýmiss konar vandamál sem leysa þurfti úr og var Hermann fljótur að sjá heppilegar lausnir. Hermann var mörgum kostum gæddur, vel menntaður og skarp- greindur, stærðfræðingur í besta lagi og ennfremur góður hagyrð- ingur að áliti þeirra sem þekktu, enda átti hann ekki lángt að sækja hagmælskuna þar sem föðuramma hans var Herdís Andrésdóttir, syst- ir Olínu Andrésdóttur þeirrar kunnu skáldkonu. Hermann var mikið prúðmenni í allri umgengni, léttur og spaugsamur, en grandvar í orðum. Heyrðum við starfsfélagar hans hann aldrei viðhafa hvefsni eða illmælgi um náungann, enda vandaður maður. Stundum þegar upp kom ágrein- ingur milli starfsmanna sá Her- mann gjarnan spaugilegar hliðar á málinu án þess þó að gera lítið úr nokkrum eða særa neinn og koma þannig deilduaðilum í betra skap og þá urðu málin auðleystari. Þarna var samstilltur hópur og í kaffitím- um var oft rætt um þjóðmál og það sem efst var á baugi hveiju sinni. Spunnust þá heitar umræður og var Hermann í þeim umræðum rök- vís og fljótur að átta sig á kjarna hvers máls sem hann hélt fram af hógværð en festu. Þó að stundum hitnaði í kolunum skildu allir sátt- ir. Hermann hafði gaman af að taka í spil og að tefla og var vel liðtækur í hvoru tveggja og veittu spila- og skákþrautir sem reikn- ingsþrautir honum marga ánægju- stund. Við fyrrum starfsfélagar Her- manns á Skrifstofu verðlagsstjóra minnumst hans með þakklæti fyrir að hann reyndist okkur sanngjarn og góður yfirmaður og ekki síst góður félagi og við. teljum okkur til tekna að hafa átt samleið með þessum ljúfa og vandaða manni. Við sendum innilegar samúðar- kveðjur til Sigurðar Péturs og fjöl- skyldu hans og annarra vensla- manna og vina. Blessuð sé minning Hermanns Jónssonar. Fyrrum samstarfsmenn á Skrifstofu verðlagssljóra. Árið 1920 kom til Húsavíkur frá Isafirði sjö ára sveinn, Jón Hermann Jónsson, en gekk lengst af undir nafninu Hermann Jónsson. Foreldr- ar hans voru Jón Ólafur Jónsson, málari á fsafírði, og Arnfríður Ingv- arsdóttir, blikksmiðs á ísafirði, Vig- fússonar. Þau hjón Ólafur og Arn- fríður eignuðust sex böm. Vegna stopullar vinnu húsbónd- ans og erfiðleika í heimilinu varð að ráði að Hermann færi til Húsa- víkur til fósturs hjá þeim hjónum Sigríði Ingvarsdóttur, móðursystur Hermanns, og Þórarni Stefánssyni bóksala. Nokkrum árum eftir komu Hermanns norður eignuðust þau Sigríður og Þórarinn þijú böm, Ingvar, Stefán og Margréti. Urðu þau ásamt Hermanni hinn ágætasti systkinahópur og bróðurkærleikur þar á milli eins og bestur getur orðið. Hermann naut mikils ástríkis fósturforeldra sinna alla tíð og var mjög kært með honum og Sigríði þótt hvorki tækist henni að gera Hermann að bindindismanni né Þórami að laða hann til fylgis við Sjálfstæðisflokkinn. Um 1920 þegar Hermann kom til Húsavíkur voru íbúar þar rúm- lega 600. Kynntist hann fljótt þorpsbúum og eignaðist þar marga góða vini á næstu árum, ekki síst innan íþróttafélagsins Völsungs þar sem hann iðkaði knattspyrnu um skeið. Hélst sá kunningsskapur, er þar var stofnað til, um langa ævi þótt vík væri milli vina. Á sumrum stundaði Hermann línuvinnu eins og þá var títt meðal unglinga á Húsavík. Þegar hann eltist starfaði hann um skeið sem afgreiðslumaður hjá Verslun Guð- johnsens. Á þeim árum var pólitíkin hörð á Húsavík og línur nokkuð skarpar og ákveðnum stefnum Minning Fæddur 26. október 1919 Dáinn 29. júní 1993 Elsku afi. Okkur langar til að þakka þér fyrir yndislegan tíma sem við áttum saman. Við vorum mjög heppin að geta búið í sama húsi og þú alveg fram á þennan dag. Þú sýndir ótrúlegan dugnað og hug- rekki í veikindum þínum og við vonum að þér líði vel núna. Fjóla, Sigurður og Pétur Steinn. Pétur Ágústsson fyrrv. vörubíl- stjóri, Kaplaskjólsvegi 50, Reykja- vík, andaðist á Landspítalanum 29. júní sl. eftir Iangvarandi veikindi, 73 ára að aldri. Hann var fæddur á Jófríðarstöðum við Hafnarfjörð 26. október 1919, en ólst upp á Litlalandi, þar sem nú er Kapla- skjólsvegur 50 í Reykjavík. Faðir haldið að mönnum. Þvi var það að Sigríður Ingvarsdóttir brá sér eitt sinn suður í Guðjohnsensbúð og spurði þar nokkuð hvasst hvort þeir ætluðu þar að gera drenginn að kommúnista. Svo fast fannst henni ákveðinni stefnu haldið að Hermanni og óttaðist að hann sner- ist öndverður gegn. Ekki hafði þetta þó nein áhrif eða afleiðingar varð- andi starf Hermanns við verslunina. Á skólaárum sínum vann hann í síld á sumrum á Siglufirði og varð þar mjög liðtækur í sveit. Árið 1937 tefldi hann í 1. flokki á Skákmóti íslands í Reykjavík og varð í 3. sæti með 6 Vi vinning af 10 mögu- legum. Þá varð Hermann þaulsæt- inn við spilaborð og þótti snjall í brids. Árið 1933 var Hermann í vega- vinnu í Ljósavatnsskarði, S.-Þing. Voru þar margir ungir menn og glatt á hjalla. M.a. voru þar Sigurð- ur Benediktsson, kenndur við Barnafell, og Þorgrímur Einarsson frá Hrauni í Aðaldal. Var Þorgrím- ur vel lærður í lögmálum bragfræð- innar og af honum lærði Hermann að yrkja og brá þeirri íþrótt oft fyrir sig og mjög haglega, félögum sínum og öðrum til mikillar ánægju og minnast ýmsir nemenda hans þess enn er Hermann í kennslu- stundum hafði yfír hnyttnar stökur er hann hafði ort. Var og við brugð- ið hve næmur Hermann var og skjótur að læra bundið mál, jafnvel heila Ijóðaflokka, vektu þeir athygli hans og hrærðu tilfinningar hans. Snemma kom í ljós að Hermann var góður stærðfræðingur. Að þeim hæfíleika hans er vikið í vísu sem ort var þegar Hermann var í vega- vinnunni sem áður getur. Hermann var á „tipp“ sem kallað var og hafði lítið að gera stundum er hægt gekk að losa möl úr gryfjunni og settist þá stundum á þúfu þegar bið varð á æki: Armi situr oft í hnút uppi á sömu þúfunni. hans var Ágúst Jóhannesson, kaup- maður, sonur Jóhannesar Jóhannes- sonar og Maríu ísaksdóttur. Móðir Péturs var Ágústa Eyjólfsdóttir. Hann ólst upp hjá Marin Pétursdótt- ur og Guðmundi Jónssyni, fóstra Péturs, sem var ættaður af Suður- nesjum. Sambýliskona Péturs, sem er lát- in fyrir mörgum árum, var Þórstein- unn Stefánsdóttir, fædd 5. júlí 1919, á Eskifirði. Þau eignuðust eina dóttur, Marin, sem er fædd 8. janúar 1949. Marin er gift Ás- geiri Sigurðssyni rafeindafræðingi og _eiga þau þijú börn. Ég sem þessar línur rita kynntist Pétri nokkru fyrir síðustu heims- styijöld 1939-1945 og hafa okkar kynni haldist síðan. Hann starfaði lengst af við vörubflaakstur frá Vörubílastöð Þróttar meðan heilsan leyfði, en síðustu árin var hann Er hann að reyna að reikna út radíusinn á skrúfunni. En Armi var Hermann kallaður af vinnufélögum sínum. Átti víst að vera stytting á Hermann og vís- ast upp á ensku. Á kvöldin sungu vegagerðarmenn í tjöldum, stund- um fjórraddað og mun Hermann hafa notið þess þótt ekki væri hann söngvari sjálfur. Hins vegar hafði hann yndi af tónlist og átti gott hljómplötusafn. Hermann sat einn vetur í Menntaskólanum á Akureyri en stúdentsprófi lauk hann frá Menntaskólanum í Reykjavík 1935. Hann lagði stund á tryggingafræði við Háskólann í Kaupmannahöfn 1936-1937 og við Det handelsvid- fenskabelige Læreanstalt í Kaup- mannahöfn 1937-1938. Hermann var stundakennari við Verslunar- skóla íslands, kenndi þar bók- færslu, stærðfræði og eðlisfræði 1935-1936 og 1938-1941. Við Námsflokka Reykjavíkur kenndi hann 1940-1950 og Kennaraskól- ann frá 1947-1956. Gegndi starfi skrifstofustjóra hjá Verðlagseftirlit- inu frá 1943-1975. Hermann var landskjörinn þing- maður 1955 og sat á þingi fyrir Þjóðvamarflokkinn. Hann þótti rök- fastur í ræðum sínum og setti mál sitt fram á ljósan hátt og skilmerki- legan. Hið sama mátti og segja um kennslu hans. Hermann var einn í hópi þeirra er gáfu út tímaritið Straumhvörf, sem út kom 1943-1944, og vakti athygli fyrir skeleggar greinar og málflutning. Þar átti Hermann hlut að. Hermann þótti skemmtilegur kennari, glaðvær og góður félagi. Reyndist afar tryggur fósturfor- eldrum sínum og uppeldissystkin- um. Kom flest sumur til Húsavíkur allt fram á 8. áratuginn enda römm sú taug er dró hann þangað. Hermann þótti skarpgreindur, að mati margra þeirra er honum kynntust, og vísast voru margir vegir honum opnir er hann hafði lokið stúdentsprófi. En minna varð úr námi fyrir honum en vinir hans höfðu vænst og efni stóðu til. Eng- an veginn óþekkt um þá sem margra kosta eiga völ og margt vill stundum stela geði guma. Hermann kvæntist 26. apríl 1943 Dagbjörtu Eiríksdóttur frá Eski- firði. Þar var glæsilegt par sem þau fóru, Dagga og Hermann. Hann dáði konu sína mjög enda varð hún honum hlíf á langri ævi, þegar margt mótdrægt steðjaði að. Hún lést 31. desember 1989. Þau eign- uðust ekki börn saman, en tóku í fóstur og ólu upp Sigurð Pétursson, systurson Dagbjartar. Hann kvænt- ist Kolbrúnu Gunnarsdóttur og eignuðust þau þijár dætur. Var Hermann umvafinn hlýju og ástúð þeirra, ekki síst á síðasta skeiði ævi sinnar þegar ekki naut lengur við ástríkrar eiginkonu. Blessuð sé minning Hermanns Jónssonar. Vinir fyrir norðan. starfsmaður Reykjavíkurborgar. Pétur var góður drengur og traustur vinur. Utför hans fór fram í kyrrþey. Ég votta aðstandendum samúð. Pétur Hannesson. _ * Pétur Agústsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.