Morgunblaðið - 07.07.1993, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.07.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1993 5 Metafli í júní á úthafskarfanum Aflinn í júní var yfir 12.000 tonn AFLINN á úthafskarfanum í júní- mánuði nam samtals 12.200 tonn- um og er það mesti aflamánuður á þessum veiðum undanfarin tvö ár. f bráðabirgðatölum sem Fiski- stofa og Fiskifélag íslands hafa tekið saman var heildaraflinn á Kjötvörur eiga enn eft- ir að lækka SAMKEPPNISSTOFNUN hefur að undanförnu kannað fyrir Alþýðusamband íslands hvort verð á búvörum í versl- unum hafi lækkað samkvæmt því sem kjarasamningar gerðu ráð fyrir. Að sögn Guð- mundar Gylfa Guðmundsson- ar, hagfræðings Alþýðusam- bandsins, hafa flestar mjólk- urvörur lækkað en enn eiga kjötvörur eftir að lækka. Samkeppnisstofnunin gerði úttekt á lækkun búvara í maí og júní og ætlar á næstunni að taka saman verð á þeim búvör- um, sem ekki höfðu lækkað áður. „Við eigum von á að kjöt- ið eigi eftir að koma betur út í næstu úttekt en það hefur verið allur gangur með kjötvörur, enda er það vara, sem geymist miklu lengur í verslununum og var til þar fyrir,“ segir Guð- mundur Gylfí. Hann segir að verslanir með mikla veltu hafi riðið á vaðið með að lækka kjötvörur í júní og að hann eigi von á því að fleiri verslanir fylgi í kjölfarið. úthafskarfa um síðustu mánaða- mót kominn í 22.240 lestir en á sama tíma í fyrra nam aflinn 6.900 lestum. Úthafskarfinn er aðallega veiddur á tímabilinu apríl til ágúst á hverju ári og í fyrra nam heildaraflinn allt árið tæplega 14.000 lestum. Eins og kunnugt er af fréttum Morgunblaðs- ins er áætlað að aflinn ríflega tvöfald- ist í ár en samkvæmt þessu tölum gæti hann farið hátt í að þrefaldast því júlí hefur hingað til verið mesti aflamánuðurinn. Þannig veiddust 4.000 tonn af úthafskarfa í júlí í fyrra en 2.000-2.900 tonn hina sumar- mánuðina. Þegar skoðaðar eru töl- ur yfir þróun aflamagnsins á þessu ári kemur í ljós að það hefur stigið ört frá því í apríl. Þannig var aflinn í apríl 2.300 tonn, í maí varð hann 7.700 tonn og í júní yfir 12.000 tonn. Verði sama þróun í aflamagninu í júlí nú eins og í fyrra stefnir heildar- aflinn í ár að verða vel yfir 40.000 tonn. Morgunblaðið/Bjarni Hreiðrað um sig við íbúðarhús ÞESSI þröstur hefur hreiðrað vel um sig og ungana sína fimm, sem eru rúmlega viku gamlir, í blóma- skál við inngang að íbúðarhúsi í Hvassaleitinu. Ungamamman fær dyggilega aðstoð barnanna, sem búa í húsinu, við að fæða ungana og ná í orma til að gefa þeim. Þeim virðist öllum líða vel þarna í hreiðrinu sínu og láta ekki umgang heimilisfólksins á sig fá. Opinberir aðilar ganga eftir kröfum í Reykjavík o g nágrannasveitarfélögum Gjaldþrotum fjölgaði um ríflega helming frá 1992 GJALDÞROTAURSKURÐUM hjá Héraðsdómi Reykjavíkur á fyrstu sex mánuðum þessa árs hefur fjölgað um ríflega helming frá sama tíma í fyrra. Héraðs- dómurinn nær til höfuðborgar- innar og sveitarfélaganna Sel- tjarnarness, Mosfellsbæjar, Fjárframlög til atvimiuuppbyggingar á Suðurnesjum Um 20 mál bíða afgreiðslu EIGNARHALDSFELAG Suður- nesja, Hitaveita Suðurnesja og íslenskir aðalverktakar munu taka ákvarðanir í þessari viku um frekari fjárframlög til at- vinnuuppbygginar á Suðurnesj- um. í heildina bíða um 20 mál afgreiðslu að sögn Sigurðar Vals Asbjarnarsonar bæjar- sljóra í Sandgerði. Ekki er ljóst hversu miklu fjármagni verður ráðstafað í þessari viku. Ragnar Halldórsson stjórnarfor- maður íslenskra aðalverktaka sagð- ist eiga von á því að stjórnarfundur félagsins yrði haldinn í vikunni og á þeim fundi yrðu teknar ákvarðan- ir um fjárframlög. „Ég er að vona að það geti orðið verulegar upphæðir þó það verði ekkert í líkingu við bátakaupin," sagði Ragnar en í síðustu viku gerðu íslenskir aðalverktakar tilboð upp á 170 milljónir króna í fiskiskip- ið Eldeyjarboða. Gengið frá kaupum á Eldeyjarboða Að sögn Ragnars" verður nú í vikunni væntanlega gengið frá samningi um kaupin á Eldeyjarboða sem er í eigu Eldeyjar hf. Leigja á skipið til Stakksvíkur, en tilboðið er háð því að Stakksvík kaupi Eld- eyjar-Hjalta af Eldey. Enn á eftir að taka bæðin skipin í slipp til að kanna ástand þeirra en það verður gert í vikunni. Að því loknu verður líklega gengið frá samningum. Kjósar og Kjalarness. Um síð- ustu mánaðamót voru úrskurð- irnir í ár samtals 233 en á sama tíma í fyrra voru þeir 97 talsins. Astæða fjölgunar er sú að opin- berir aðilar halda ekki lengur að sér höndum vegna trygging- arinnar sem þarf að leggja fram í gjaldþrotabeiðnum. Kolbrún Sævarsdóttir, fulltrúi hjá Héraðsdómi Reykjavíkur, segir að af þessum 233 gjaldþrotum séu 155 hjá lögaðilum, það er fyrirtækj- um og hlutafélögum og 77 séu hjá einstaklingum. Mun fleiri karlmenn en konur voru úrskurðuð gjaldþrota eða 69 karlmenn á móti 8 konum. Kolbrún segir að á öllu árinu 1992 hafi gjaldþrotafjöldinn í heild verið 271 og þar af hafi hlutfallið milli lögaðila og einstaklinga verið svipað og í ár eða 163 lögaðilar og 108 einstaklingar. Um 90% beiðna frá opinberum aðilum Aðspurð um ástæðurnar fyrir því að gjaldþrotum fjölgi nú eftir að þau snarminnkuðu milli áranna 1991 og 1992 segir Kolbrún að opinberir aðil- ar setji trygginguna ekki lengur fyr- ir sig. Og um 90% af gjaldþrota- beiðnum koma frá opinberum aðil- um, það er Gjaldheimtunni og toll- stjóra. „Sem kunnugt er breyttust reglumar um gjaldþrot í fyrra þann- ig að nú ber að setja fram 150 þús- und króna tryggingu fyrir beiðni um gjaldþrot,“ segir Kolbrún. „Þetta leiddi til þess að gjaldþrotabeiðnum fækkaði mjög eða úr 675 árið 1991 og í 271 í fyrra. Ástæðan var m.a. sú að opinberir aðilar héldu að sér höndunum í byijun vegna trygging- arinnar." í máli Kolbrúnar kemur fram að opinberir aðilar séu hættir að láta trygginguna hafa áhrif á beiðni um gjaldþrot og því fari þeim fjölgandi á ný.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.