Morgunblaðið - 07.07.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.07.1993, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1993 Hafnarfj. - 2ja herb. íbúð Nýkomin í einkasölu falleg 74 fm 2ja herb. íbúð á jarðhæð við Austurgötu. Allt sér. Laus strax. Verð 4-4,2 millj. Árni Gunnlaugsson, hrl., Austurgötu 10, sími 50764. Ölstofatil sölu Höfum fengið til sölu þekkta og vel staðsetta ölstofu í Reykjavík. Bein sala. Upplýsingar aðeins veittar á skrifstofunni. FYRIRTÆKJASTOFAN Varslah/f. Ráögjöf, bókhald, skattaðstoð og sala fyrirtækja Skipholti 5, Reykjavík, sími 622212 Bergstaðastræti Einbhús um 250 fm, ásamt 20 fm bílskúr. Húsið er tvær hæðir og kjallari. Mjög góð staðsetning í nágrenni Landspítal- ans. Gæti losnað fljótlega. Akurgerði Húsið er parhús, sem er kjallari og tvær hæðir eða um 129 fm og sérgarður. Húsið er í góðu ástandi og getur losnað fljót- lega. Staðsetning er mjög góð á friðsælum stað nálægt nýja miðbænum. Makaskipti möguleg. Fagrabrekka - Kóp. Einbýlishús, íbúðarhæð um 133 fm og í kj. eru 90 fm. 24 fm bílsk. Upphituð innkeyrsla. Skipti möguleg. Lögmannsstofan Síðumúla 1, Reykjavfk, sfmi 688444. Hafsteinn Hafsteinsson hrl., Hrund Hafsteinsdóttir hdl. Sýnishorn af veitingahúsum: • Hverfiskrá með skyndiréttum. Fjölmennt hverfi. • Lítill skyndibitastaður á Laugaveginum. • Matsölustaður með vínveitingaleyfi. • Gistiheimili með 25 herbergjum. • Smurbrauðsstofa og grill. • Kaffi- og matsölustaður. Ódýr leiga. • Einn glæsilegasti veitingastaður landsins. • Lítill skyndibitastaður á vinnusvæði. • Bjórkrá með karaoke-söngkerfi. • Pizzastaður með heimsendingaþjónustu. • Veislueldhús - smurbrauðsstofa. SUÐURVE R I SÍMAR 812040 OG 814755, REYNIR ÞORGRIMSSON. 911RH 01 T7fl LARUS Þ. VALDIMARSSON framkvæmdastjori (m I I vv'k I V I U KRISTINNSIGURiONSSON.HRL.loggilturfasteigmasali Nýkomnar í sölu - eignir sem vekja athygli: í gamla góða vesturbænum Parhús við Ránargötu með 6 herb. íbúð á tveimur hæðum. Nýtt eld- hús, nýtt bað o.fl. I kj. þvottahús, geymslur og sér eins herb. íbúð. Glæsileg eignarlóð. Teikn. og uppl. aðeins á skrifst. í lyftuhúsi við Þangbakka 2ja herb. íb. á 7. hæð 62 fm. Stóar svalir á suðurhlið. Húsið ný sprunguþétt og málað að utan. 40 ára húsnæðislán kr. 2,5 millj. Skammt frá Nýja miðbænum Endaíbúð 4ra herb. við Safamýri á 1. hæð. Tvennar svalir. Geymsla í kj. Sameign mikið endurn. Vinsæll staður. Einkasala. Endaíbúð - bílskúr - eignaskipti Stór og góð 5 herb. endaíb. á 2. hæð við Stelkshóla 116,1 fm. Sér- þvhús. 3-4 svefnherb. Góður bílsk. Skipti mögul. á 3ja herb. íb. í nágr. Skammt frá Hagaskóla Mjög góðar 4ra herb. íbúðir með miklum langtímalánum. Vinsæll stað- ur. Teikn. á skrifst. Leitið nánari uppl. Skammt frá Nýja miðbænum Endafbúð á 1. hæð 97,2 fm við Stórageröi. Nýl. eldhúsinnr. Sérhiti. Tvennar svalir. Mikil og góð lán. Útsýni. Frábært verð. Mosfellsbær - Reykjavík - eignaskipti Endaraðhús við Brattholt með nýl. rúmg. 3ja herb. íb. á hæð og i kj. Skipti æskil. á 3ja herb. íb. í borginni á 1. eða 2. hæð. Lyngmóar - útsýni - bílskúr Nýleg 4ra herb. íb. á 2. hæð við Lyngmóa í Garðabæ. 3 svefnherb. Sérþvaðstaða. Frág. lóð. Húsið lítur vel út. • • • Nokkrar ódýrar 3ja herb. íbúðir íborginni. Teikn. á skrifst. Opið á laugardaginn. AIMENNA FASTEIGNASALAN LAUGAVÉGn8 SÍMAR 21150-21370 Leitað að grafík Braga EINS og áður hefur komið fram í Morgunblaðinu vinnur Listasafn ís- lands nú að þvi að draga saman allar grafíkmyndir Braga Asgeirssonar myndlistarmanns til ljósmyndunar, sem er undirbúningur að yfirlitssýn- ingu á grafík hans í safninu á hausti komanda. Fyrir tilstilli almennings er mikill meirihluti eldri grafíkverka listamanns- ins nú kominn í leitirnar, en þó eru ekki öll kurl komin þar til grafar. Enn vantar um tylft eldri grafíkmynda upp á heild- ina, þar á meðal þær ijórar grafíkmynd- ir sem hér eru birtar og fylgdu á sínum tíma blaðagreinum um listamanninn og verk hans. Listasafnið vill biðja þá sem eru með þessi þrykk undir höndum, svo og aðra eigendur eldri grafíkmynda Braga sem enn ekki hafa látið vita af sér, vinsamlegast að hafa samband við Aðalstein Ingólfsson á Listasafni íslands. Nýjar bækur Ljóð eftir Olaf Tryggvason ■ Út er komin ljóðabók eftir Ólaf Trygvason, lækni. í bók- inni, sem ber heitið „Ljóð!, eru 35 frumort ljóð og tvær ljóðaþýð- ingar úr þýsku. Ljóðin eru samin á árunum 1956-1993. Hafa nokk- ur þeirrajairtst á prenti í Lesbók Morgunblaðsins og mörg tækifær- isljóðanna hafa verið sungin eða lesin á mannamótum. Flest ljóð- anna hafa þó aldrei verið birt áður. Höfundur bókarinnar fæddist 11. október 1913 á Víðivöllum fremri í Fljótsdal. Hann nam lækn- isfræði við Háskóla íslands og stundaði sérfræðinám í húðsjúk- dómum í Svíþjóð árin 1945-1947. Að námi loknu rak hann eigin lækningastofu í Reykjavík, allt þar til hann lét af störfum í árslok 1990. Hann lést 20. júní sl. Bókin er prentuð í Steinholti hf. Hún er 95 síður, bundin í Ólafur Tryggvason. harðband með kápu og kostar kr. 1482. Útgefandi er Steinholt hf., Reykjavík. Tónlistarfélag Akraness Tónleik- ar í Fjöl- brauta- skólanum TÓNLISTARFÉLAG Akraness gengst fyrir tónleikum í sal Fjölbrautaskólans á Akranesi í kvöld, miðvikudagskvöldið 7. júlí, kl. 20.30. Þar koma fram Ólafur Ami Bjamason tenór og Ólafur Vignir Albertsson píanóleikari. Á efnis- skrá tónleikanna eru margar af perlum íslenskra sönglaga, þar á meðal Heimir eftir Sigvalda S. Kaldalóns, Lindin og Bikarinn eft- ir Eyþór Stefánsson. Þá flytja þeir félagar aríur úr ópemm eins og La Bohéme, Tosca, Rigoletto og Sígaunabaróninum. Ólafur Árni hefur ekki áður sungið á Akra- nesi, en hann starfar um þessar mundir við óperuna í Gelsenkirc- hen í Þýskalandi. Auk þess syngur hann sem gestur við önnur ópem- hús víða í Þýskalandi. Ólafur Vignir Albertsson píanó- leikari hefur leikið með helstu ein- söngvumm okkar bæði hér heima og erlendis, s.s. í Bandaríkjunum, Kanada og í Evrópu. Það er nýbreytni í starfí Tónlist- arfélagsins á Ákranesi að halda tónleika á þessum tíma árs, en þar sem mikill íjöldi fólks er í sveitun- um í kringum Akranes er ekki ólíklegt að þessi tilraun geti leitt af sér fleiri slíkar uppákomur á sumrin. Evrópsku leik- skáldaverðlaunin Þijú íslensk verk tilnefnd SKILAFRESTUR á leikritum í evrópsku leikritasamkeppnina, sem leikhúsforlagið Bernd Bauer í Berlín hefur efnt til, rann út 31. mars sl. Hér á landi bárust 13 verk í keppnina og hefur dóm- nefndin, sem skipuð er Bríeti Héðinsdóttur og Hafliða Am- grímssyni, nú lokið störfum. Þau tilnefndu þrjú verk til verðlaun- anna: Gegnsætt fólk éftir Benóný Ægisson, Fjörbrot fuglanna eftir Elías Snæland Jónsson og Óvini eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson. Verkin verða nú öll þýdd á þýsku og að því loknu lesin af alþjóðlegri dómnefnd, sem mun væntanlega ljúka störfum í febrúar á næsta ári. Til fimm verðlauna er að vinna, en auk þess hafa borgarleikhúsið í Kassel, Þjóðleikhúsið í Weimar og ríkisleikhúsið í Meiningen í Þýska- landi komið til samstarfs við keppn- ina og munu taka verk úr henni til uppfærslu og leiklestra. Alls bárust um 1.000 verk í keppnina í 29 Evrópulöndum. Til verðlaunanna getur þó hvert land aðeins tilnefnt þrjú verk. Um er að ræða áður óbirt leikrit.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.