Morgunblaðið - 07.07.1993, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JUU 1993
41
4
<
4
4
I
4
4
I
4
4
4
4
4
U
«
4
Aftur rusl í Skjaldbreiðargíg
Frá Reyni Eyjólfssyni:
LAUGARDAGINN 3. júlí fór ég í
skíðagöngn á Skjaldbreið úr norðri.
Gott veður og mikill snjór í fjallinu.
Stórkostlegt útsýni til allra átta.
Agætt skíðafæri og hægt að bruna
á fleygiferð fram og aftur um hlíð-
arnar á leiðinni niður. Skíðabrekkan
er rúmir 4 km að lengd og hæðar-
mismunur um 550 m. Frábær ferð
í alla staði.
Efst uppi leit ég niður í snævi
þaktan gíginn og sá þar dökkleitan
flekk, sem reyndist vera grillkola-
hrúga. Við lauslega athugun á
svæðinu kringum hana fann ég
tvær plastdósir undan gosdrykkj-
um, eitt flöskulok, sígarettustubba,
matarleifar og pappírsrusl (líklega
servíettur). — A gígbarminum sá
ég reyndar sígarettustubba og
hundaskítshaug..
Það er ekki í fyrsta sinn sem ég
rekst á rusl á þessum stað. Fyrir 2
árum hreinsaði ég þaðan 2 kg af
ógeðslegu drasli. Nú var magnið
mun minna, en þó samt þetta.
Ekki veit ég hverjir þar hafa
gert í bælið sitt. Þó er mér kunn-
ugt um að tiltekinn vélsleðaklúbbur
hélt þarna grillveislu í vor ásamt
seljendum vélsleðanna. Frétt í
Morgunblaðinu staðhæfði að um-
gengni hefði verið til fyrirmyndar.
Samt virðist eitthvað hafa orðið
eftir. Reyndar finnst mér grill-
veisluhald í snjó vera fáránlegt
uppátæki ef eitthvað á að huga að
góðri umgengni um landið. Allir
vita hve auðvelt er að týna hlutum
í snjó og misjafn sauður leynist oft
í mörgu fé.
Tvær plastdósir í risastórum
Skjaldbreiðargíg er kannski ekki
mikið. Við skulum samt minnast
þess að gífurlegt og óbætanlegt
skemmdarverk á Rauðhólunum (um
4.600 ára gömlum gervigígum ofan
Reykjavíkur) hófst með einni
skóflufylli. Hvernig hefur verið far-
ið með margar aðrar náttúruperlur
landsins, til dæmis hraunhella og
hveri? Hvernig verður umhorfs í
Skjaldbreiðargíg eftir nokkur ár,
áratugi eða aldir? Skjaldbreiður,
næst stærsta hraundyngja landsins
og ein af gersemunum í fjalla-
hringnum á Þingvöllum, er orðinn
í alfaraleið, m.a. vegna vélvæddra
ferðamanna á fjallabílum og snjó-
sleðum, sem þeysa þarna um „grá-
ir fyrir jámum“.
Eg vakti athygli á rusli í Skjald-
breiðargíg með stuttri blaðagrein
fyrir 2 árum í von um að vekja
menn til umhugsunar um þetta
mál. Ekki virðist sú viðleitni hafa
orðið til mikils. Hvað er til ráða?
Eg er ekki mjög hlynntur boðum
eða bönnum en vil frekar höfða til
skynsemi og ábyrgðartilfinningar.
Það er þó því miður oft til lítils.
Frá Atla Steinarssyni:
ÍSLENZK kona, Guðrún Ólafsdóttir
Newman, rekur sýningarsal lista-
verka á Armond-torgi á Lido Key
í Sarasota í Flórída. Armand-torgið
er helzta viðskiptasvæði þeirra sem
dvelja á hinum vinsælu og fjölsóttu
baðströndum Sarasota, en þær eru
í hópi þeirra beztu í heimi. Þar er
því oft fjörugt vipskiptalíf.
Guðrún opnaði gallerí sitt 1974
og sýnir þar og selur listmuni af
ýmsu tagi, en þó mest myndlistar-
verk sem að miklum meirihluta eru
samtímaverk.
Guðrún tjáði fréttaritara Morg-
unblaðsins að nokkur lægð hefði
verið í sölu listaverka undanfarin
ár samfara efnahagslægð í Banda-
ríkjunum, en nú væri þetta að breyt-
ast til hins betra. Guðrún hefur
Nú skora ég á stjórnvöld að friðlýsa
Skjaldbreiðargíg sem náttúruvætti
þannig að hann fái vonandi að vera
í friði eins og hann er, óbreyttur
og ómengaður af plastdósum og
grillkolarusli.
Sem fyrr sagði vakti ég athygli
á þessu máli fyrir 2 árum. Þótt
ótrúlegt megi virðast urðu tveir
aðilar til þess að andmæla þeim
skrifum. Skrif þeirra voru að miklu
leyti útúrsnúningar eins og títt vill
verða hjá þeim, sem taka að sér
að veija slæman málstað. Þau
sýndu aðeins, að því miður eigum
við enn langt í land með skilning á
að halda landinu okkar hreinu þó
dálítið hafi mjakast í rétta átt á
síðustu áratugum.
REYNIR EYJÓLFSSON
Lágholti 9, Mosfellsbæ
einnig góð sambönd við gallerí í
Mexíkó og þar hafa listaverk selst
eins og heitar lummur og engrar
efnahagslægðar gætt.
Guðrún hefur ekki haft til sölu
íslenzk listaverk fram til þessa, en
hefur mikinn áhuga á að komast í
samband við íslenzka listamenn til
að bæta úr því og ef úr yrði myndi
hún hafa þau til sýningar og sölu
bæði í Sarasota og í Mexíkó. Guð-
rún verður á íslandi frá 26. júli til
10. ágúst og dvelur þá hjá móður
sinni á Ölduslóð 18, Hafnarfirði.
Guðrún Ólafsdóttir Newman er
frá Hafnarfirði, dóttir Ólafs heitins
Arnlaugssonar (bróður Guðmundar
skólameistara Hamrahlíðarskól-
ans), og konu hans Rutar Guð-
mundsdóttur.
ATLI STEINARSSON
Flórída
Pennavinir
Kanadískur 28 ára karlmaður
sem hefur staðið í bréfasambandi
við pennavini um heim allan frá því
hann var 12 ára en aldrei eignast
íslenska pennavini:
Tom Kaczkowski,
9385 Francoeur Apt. 54,
Lasalle,
Quebec,
Canada H8R 2G5,
Frá Ghana skrifar 26 ára kona
með margvísleg áhugamál:
Rosemaru Asare,
P.O. Box A 108,
Cape Coast,
Ghana.
Tvítugur ástralskur tækniskóla-
nemi með áhuga á tungumálum og
tónlist:
Hamish A. Stewart,
4 Burrandong Cres,
Baulkham Hills,
New South Wales,
Australia 2153.
LEIÐRÉTTINGAR
Nafn féll niður
í minningargrein Harðar Valdi-
marssonar um Guðríði Hallsteins-
dóttur á blaðsíðu 43 í Morgunblað-
inu í gær féll niður í upptalningu
nafn eins af börnum Guðríðar og
Stefáns Jóhanns Valdimarssonar,
Önnu Stefánsdóttur, verslunar-
manns í Reykjavík. Hlutaðeigendur
eru innilega beðnir afsökunar á
mistökunum.
Einn á slysadeild
í frétt blaðsins um umferðarslys-
ið í Biskupstungum var ranghermt
að þrír lægju á slysadeild. Aðeins
einn af þeim sex sem fluttir* voru
þangað var þar enn í fyrradag.
Hinir fimm fengu að fara heim sam-
dægurs.
VELVAKANDI
ABENDING TIL
GARÐEIGENDA
SIGURÐUR hringdi til Velvak-
anda með þau tilmæli til íbúa í
Heimahverfi, þar sem hann býr,
þess efnis að hætta að úða garða
sína með eitri. Hann telur að
fuglarnir sjái um að halda maðki
og öðrum meindýrum í gróðri
niðri.
Hann segir að ef hluti íbúanna
eitri hjá sér þá stórauki það þörf
fyrir eitrun hjá öðrum vegna
þess að eitrunin flæmir fuglana
í burtu, eða hreinlega drepur þá.
Ef því er hins vegar sleppt að
eitra þá verður þetta smávægi-
legt vandamál. Hann er að hugsa
um umhverfið og börnin í þessu
sambandi.
ÞAKKIR
TIL SVR
EFTIR tveggja mánaða dvöl í
Reykjavík — maí og júní — lang-
ar mig að senda þakklæti mitt
til strætisvagnabílstjóranna. Þeir
hafa veitt mér svo góða hjálp og
verið svo liðlegir við mig, gamla
konu (80 ára), í alla staði.
Með kærri kveðju,
Guðrún Pedersen.
TAPAÐ/FUNDIÐ
Taska fannst
KVENTASKA úr bastefni með
axlaról fannst á tengivegi frá
Ártúnsbrekku og út á Breiðholts-
braut fyrir hádegi sl. laugardag.
í töskunni eru m.a. sundbolur og
handklæði og lítil budda með
lyklum. Eigandi má hafa sam-
band 18353 á vinnutíma og
heimasíma
María.
666363 á kvöldin.
Týnd taska
RAUÐ íþróttataska sem letrað
er á orðið „Smirnoff“ gleymdist
í strætisvagnaskýli við Lönguhlíð
þar sem m.a. leið 111 og 112
stoppa sl. miðvikudag. í töskunni
voru barnaföt og fleira. Allar
upplýsingar um töskuna eru vel
þegnar í síma 71178 og vinnu-
síma 684060. Jónas.
Gleraugn fundust
KVENGLERAUGU í dökkbláu
hulstri fundust á þjóðveginum
við Hlíðarvatn í Selvogi sl. laug-
ardag. Eigandi má hafa samband
í síma 651137 eftir kl. 19.
GÆLUDÝR
Týnd læða
GULBRÚN, bröndótt læða tap-
aðist frá Kjartansgötu fyrir
nokkrum dögum. Hún er eyrna-
merkt „G-3026". Hafi einhver
orðið hennar var er hann vinsam-
lega beðinn að hringja í síma
666813 og vinnusími er 667398.
Marín.
Læða fæst gefins
SJÖ MÁNAÐA gömul læða,
bröndótt með hvíta bringu og
livítar loppur, blíð og góð, fæst
gefins. Kassavön. Upplýsingar í
síma 670621.
Kettlingur fæst gefins
GULBRÓNDÓTTUR högni,
þriggja og hálfs mánaða, fæst
gefins. Upplýsingar í síma
684322 og 670467.
Vill íslenzk listaverk á
sölusýningar vestanhafs
Hef opnað tannlæknastofu á Stórhöfða 17
viðGuilinbrú.
Síml615060
Karl Guölaugsson, tannlæknir.
Hjartans þakkir til barnanna minna og
Jjölskyldna þeirra, einnig vina og vanda-
manna, bœði í Stykkishólmi og annars staðar,
sem gerðu mér 85 ára afmœlisdaginn minn,
14.júnísl., ógleymanlegan, meÖ gjöfum, skeyt-
um, ástúÖ og síÖast en ekki síst meÖ heimsókn-
um og veglegu samsœti.
Fyrir allt þetta biÖ ég góÖan GuÖ aÖ launa
ríkulega.
Kristín Davíðsdóttir,
Höfðagötu 4,
Stykkishólmi.
Tveir
lausir og
liðugir
Léttir og þægilegir
þráðlausir símar.
Telepocket 200
Lítill og léttur þráðlaus sími með skjá
Handtæki vegur aðeins 210 gr með
rafhlöðu • Aukarafhlaða i hleðslu meðan
handtæki er í notkun • 20 númera
skammvalsminni með
nöfnum*
Endurval*
Stillanleg
hringing.
Hagenuk
Sterkur og vandaður
þráðlaus sími með skjá
20 númera
skammvalsminni •
Endurval • Auka-
rafhlaða í hleðslu
meðan
handtæki er
í notkun •
Stillanleg
hringing •
100 stillingar á hringtóni.
PÓSTUR OG SÍMI
Söludeild Ármúla 27 s: 91-636680,
Söludeild Kringlunni s: 91-636690,
Söludeild í Kirkjustræti s: 91-636670
og á póst- og símstöðvum um land allt
GOTTFÓLK/‘|a