Morgunblaðið - 07.07.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.07.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1993 Bergþór Erlingsson umdæmisstjóri Flugleiða Þjónusta við Akureyr- inga verður óbreytt BERGÞÓR Erlingsson hefur verið ráðinn nýr umdæmisstjóri Flugleiða á Akureyri, en svæðið sem hann hefur umsjón með nær frá Blönduósi í vestri að Vopnafirði í austri. Hann tekur við starfinu af Gísla Jónssyni. „Það leggst vel í mig að koma aftur til starfa á heimaslóðum," sagði Bergþór, en hann er Akur- eyringur og hefur starfað hjá Flugleiðum frá árinu 1978. Fyrst sem afgreiðslumaður og af- greiðslustjóri á Akureyrarflug- Ljósmyndir í Súlnabergi LJÓSMYNDASÝNINGIN Lífið í landinu hefur verið sett upp í veitingasalnum Súlnabergi á Hótel KEA á Akureyri. Sýningin verður þar fram eftir næstu viku. Lífið í landinu er sýning á ljósmyndum sem hlutu verð- laun og viðurkenningar í ljós- myndasamkeppni Okkar manna, félags fréttaritara Morgunblaðsins á landsbyggð- inni. Á henni eru 28 myndir og myndraðir frá árunum 1991 og 1992. Myndirnar eru fjölbreyttar og sýnir fólk í leik og starfi, þær sýna lífið í landinu í hnot- skurn, segir í fréttatilkynr.ingu um sýninguna. víkur, líkt og gert hefði verið milli Reykjavíkur og Egilsstaða annars vegar og Vestmannaeyja hins vegar. Það yrði félaginu mjög til bóta ef það kæmist inn á þá leið. Þá er að sögn Friðriks afar mikið að gera í leiguflugi hvers konar. Gengur vel á Grænlandi Friðrik Adolfsson sagði að mjög mikið væri að gera í flugi félagsins á Grænlandi en þar eru tvær flug- vélar í miklum verkefnum fram undir ágústlok. Hins vegar væri flugvélaeign félagsins óþarflega mikil ef miðað væri við vetrarum- ferðina eina. Því hefði verið afráðið að setja elstu Twin-Otter vél FN á söluskrá í haust þar sem það virtist hagkvæmara að leigja vélar til að taka af kúfinn á álagstíma um hásumarið. Ef úr rættist og félag- inu bættust verkefni vonuðust menn þó til að ekki þyrfti að koma til uppsagna og jafnvel ekki sölu flugvéla. velli, en síðustu tvö ár hefur hann starfað sem umdæmis- stjóri Flugleiða á Austurlandi. Bergþór hefur búið á Egils- stöðum og sagð- ist hann koma norður til starfa um helgina, en flytja sig alfarið síðar í sumar. Bergþór Þjónusta ekki minnkuð Samdráttur á áætlunarleið- um Flugfélags Norðurlands Fimm starfsmönnum hefur verið sagt upp vegna óvissu um verkefni NOKKUR samdráttur hefur orðið í farþegafjölda á áætlunarleiðum Flugfélags Norðurlands að undanförnu. Af þeim sökum, svo og vegna óvissu um verkefni þegar haustar, hefur Flugfélagið sagt upp 5 starfs- mönnum. Flugfélagsmenn segja það varúðarráðstöfun eingöngu. Mjög mikið er að gera í Grænlandsflugi félagsins í sumar og einnig á suður- leiðum félagsins svo og í leiguflugi. Nú um mánaðamótin tóku gildi uppsagnir fimm starfsmanna Flug- félags Norðurlands. Að sögn Frið- riks Adolfssonar hjá FN er þar um að ræða einn flugmann, tvo flug- virkja, hlaðmann og aðstoðarmann á verkstæði. Hann sagði að upp- sagnirnar væru hreinar varúðarráð- stafanir félagsins. Vegna óvissu í þjóðfélaginu væri talsverður sam- dráttur í farþegafjölda á styttri áætlunarleiðum og ef ekki rættist úr væri fyrirsjáanlegt að draga yrði seglin eitthvað saman með hausti. Hins vegar kvað hann vonir standa til að úr rættist og ekki þyrfti að koma til uppsagnanna, en uppsagn- arfrestur er úti um mánaðamót september-október. Gengur vel á lengri leiðum Að sögn Friðriks er mjög mikið að gera hjá FN á leiðinni Akureyri- Húsavík-Reykjavík í sumar. Flugfé- lag Norðurlands hefðu þar 20% af sætaframboði en í raun annaðist félagið flutning um helmings far- þega á leiðinni Húsavík-Reykjavík þar sem Flugleiðir drægju mjög úr sætaframboði yfir hásumarið. Á leið- inni Akureyri-Keflavík sagði Friðrik að gengi afar vel í sumar. Á báðum þessum leiðum væri hins vegar reksturinn afar erfiður yfir vetrar- mánuðina. Hann sagði að FN biði eftir því að samgönguráðuneytið auglýsti til umsóknar hluta af sæta- framboði milli Akureyrar og Reykja- Bergþór sagði engar stökkbreyt- ingar í vændum í rekstrinum, en vissulega myndi samdráttur í rekstri fyrirtækisins kalla á ein- hveijar breytingar. „Við munum fylgja eftir stefnu fyrirtækisins í aðhaldsmálum, en það eru ekki uppi neinar hugmyndir um að minnka þjónustu við Akureyringa hvað flugið varðar,“ sagði Bergþór. Bergþór Erlingsson er fertugur, kvæntur Heiðdísi Þorvaldsdóttur og eiga þau fjögur börn. Morgunblaðið/Rúnar Þór Þriggja vikna rigningarferð um Island ÞJÓÐVERJARNIR Ulrike Kriiger og Rainer Kuhlmann voru að hlýja sér á tesopa á tjaldstæðinu á Akureyri á mánudagsmorgun. Þau sögðust hafa verið á ferð vítt og breitt um landið í þrjár vikur og ekki hefði sólskinið elt þau. Lengst af hefðu þau verið í rigningu og sudda og ekki laust við að þeim hefði á tíðum orðið hálfkalt. Þau létu þó ekki illa af ferð sinni, hún hefði verið ævin- týraleg og fegurðin væri ekki fólgin í sólskininu einu. Rigningin kallaði fram sérstaka fegurð og hrikaleika landsins. Morgunblaðið/Rúnar Þór Fyrsta skip leggstað Tangabryggju ÞÝSKA rannsóknaskipið Walther Herwig varð fyrsta skipið til að leggjast að hinni nýju Tangabryggju á Akureyri síðastliðinn sunnudag. Bryggjan er sérstaklega gerð til að taka við stórum vöruflutningaskipum, 70 m langur viðlegukantur með minnst 8 m dýpi. Að sögn Gunnars Arasonar hafnarvarð- ar er bryggjusmíðinni ekki lokið. Eftir er að setja á bryggjuna þekju og ganga frá ýmsum lögnum, m.a. vatni og rafmagni. Stefnt er að því að Tangabryggja verði fullgerð fyrir haustið. Fallið frá kæru á Þorvald Baldvinsson, kaupmann í Sælandi, vegna sölu á hvalkjöti Ekki lengur talinn glæpamaður ÞORVALDUR Baldvinsson, kaupmaður í Sælandi á Akureyri, sem kærður var í júníbyijun fyrir að veiða og selja hrefnur og höfrunga, hefur fengið lausn sinna mála og fallið hefur verið frá kæru á hendur honum. Þorvaldur segir að hann muni áfram selja kjöt af þessum skepnum ef það berist sér með leyfilegum hætti. Hins vegar telur hann Iög og reglur um veiðar þessara sjávardýra líkari vitlaflsum trúarbrögðum en skynsamlegu viti og jafnvel geti af þeim leitt stórhættu fyrir lífkeðju hafsins. Ríkissaksóknari hefur fallið frá kæru á hendur Þorvaldi Baldvinssyni fyrir meint hrefnudráp og sölu á hrefnukjöti, sem sagt var frá í júníbyijun. Ekki þótti sannað að hann hefði brotið lög eða reglugerð um hval- veiðar. Þorvaldur sagðist ósköp glaður yfir úrslitum mála. „Málinu var vísað frá og þeir eru búnir að skila kjötinu. Eg er auðvitað glaðastur yfir því að vera ekki talinn glæpa- maður lengur. Ég skil málið þannig að mér sé í það minnsta heimilt að selja kjötið, það sé aðallega kveðið á um að megi ekki drepa dýrin með ákveðnu móti. En það er nú ein- faldlega svo að þetta kemur í net og önnur veiðarfæri hjá sjómönnum. Nú, ef þeir myndu einfaldlega henda þessu þegar það kemur að borði, væru þeir þá ekki að þverbijóta rtfengunarlögin? Það virðist stangast allt hvað á annað í þessum reglugerðum," sagði Þor- valdur. Sel áfram það sem mér berst Þorvaldur sagði að mest væri um að hrefna og höfrungur slæddist í veiðarfæri á vorin en þó mætti alltaf búast við að eitthvað af þessum dýrum, sérstaklega þeim smærri, þvældist í net eða slíkt. „Ég get nánast ekk- ert sagt um það hvað ég fæ af þessu en ég þekki marga menn sem eru í þessu og þeir hafa samband við mig ef þeir rekast á eitt- hvað ög færa mér það. Eftirspurn eftir þessu er þónokkuð mikil. Það sem mig langaði til að gera ef maður fengi eitthvað að ráði af þessu kjöti eða ef leyft yrði að veiða þetta eins og hjá siðmenntuðu fólki væri að fá hingað matreiðslumann og halda kynningu á þessu. Herramannsmatur og röskun lífkeðjunnar Þetta er- herramannsmatur, og ekki bara það, þetta er það sem íslendingar eru búnir að lifa á í gegnum tíðina, þetta var eina nýmetið sem maður fékk á vorin þegar mað- ur var að alast upp og mér finnst að það ætti að vera hefð fyrir karla eins og mig og fleiri sem erum vanir þessu að mega drepa þetta okkur til matar. Og þó að ég sé enginn vísindamaður finnst mér augljóst að það er orðið alltof mikið af hval í sjónum við land- ið. Þessi hvalavernd er trúarbrögð en trúar- brögðin eru komin út í öfgar þegar þau valda skaða. Of mikill hvalafjöldi er ein af orsökum þess að bolfíski fækkar við landið. Ég tel að þessi hvalavernd og hvalafjölgun geti ef þetta heldur svona áfram raskað lífkeðjunni í sjónum við lándið og hvar erum við stödd þá?“ sagði Þorvaldur að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.