Morgunblaðið - 07.07.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.07.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1993 Evrópuráðið Loggjof í Eistlandi gagnrýnd Strassborg. Reuter. NEFND á vegum Evrópuráðsins gagnrýnir nýsett útlendingalög í Eistlandi og segir orðalag víða óljóst og ekki sé girt nægilega fyrir misbeitingu framkvæmda- valds. Lennart Meri, forseti Eist- lands, hafði óskað eftir áliti nefndarinnar á nýju lögunum en þau öðlast ekki gildi nema hann staðfesti þau. Setning nýju laganna fyrir tveim- ur vikum kaliaði á harkaleg við- brögð rússnesku stjórnarinnar. Eistnesk stjórnvöld segja að um misskilning sé þar að ræða. Sam- kvæmt lögunum verða allir útlend- ingar í landinu að sækja um dvalar- leyfi innan árs. Þeir sem gera það ekki verða að yfirgefa landið innan tveggja ára. Heimilt er að synja þeim sem ekki hafa vinnu um dval- arleyfi. Þeir sem sækja hins vegar um ríkisborgararétt verða að stand- ast próf í eistnesku þar sem krafist er 1500 orða forða. Reuter Sprengjutilræði á Norður-írlandi SPRENGJUSÉRFRÆÐINGAR gerðu 250 kg sprengju óvirka í miðborg Belfast í gær eftir að önnur sprengja, helmingi minni; hafði sprungið í smábænum Newtown- ards á Norður-írlandi. Miklar skemmdir urðu á verslun- um í götunni og 14 borgarar og fimm lögreglumenn særðust. Lögreglan fékk aðeins 11 mínútur til að koma fólki í burtu og írski lýðveldisherinn lýsti tilræðinu á hendur sér. Myndin er af götunni þar sem sprengjan sprakk. Clinton vill leiötogafund um atvinnulevsi í heiminum Tókýó, San Francisco. Reuter, The Daily Telegraph. í RÆÐU sem Bill Clinton Bandaríkjaforseti flutti í San Francisco áður en hann hélt til Japans í gær hvatti hann til þess að kallaður yrði saman við fyrsta tækifæri sérstakur leið- togafundur til að Ieggja drög að sameigin- legri baráttu gegn atvinnuleysi. Atvinnuleysi í Evrópubandalaginu, EB, er að meðaltali um 10% en mun minna í Bandaríkjunum, sjö af hundraði og atvinnuleysi hefur til skamms tíma verið afar lítið í Japan. Það sem einkum veldur áhyggjum í EB er að meira en helm- ingur atvinnulausra hefur verið án vinnu í meira en ár en samsvarandi hlutfall í Banda- ríkjunum er aðeins 11%. Clinton sagði að leiðtogar heims þyrftu að ræða á sérstökum bráðafundi „orsakir og hugs- anlegar leiðir til úrbóta vegna viðvarandi at- vinnuleysis" og með þessu yrði stigið fyrsta skrefíð í átt til nýsköpunar atvinnutækifæra. Hann benti á að einkafyrirtæki í Evrópu hefðu ekki bætt við neinum nýjum störfum undanfarin 20 ár, Bandaríkjamönnum og jafnvel Japönum gengi einnig erfiðlega að fjölga störfum. Sjöveldin sem funda í Tókýó eru Bandaríkin, Japan, Þýskaland, Frakkland, Ítalía, Bretland og Kanada. Komu leiðtogar þeirra allra til borg- arinnar í gær að undanskildum Francois Mitterr- and Frakklandsforseta sem kemur þangað í dag. Á morgun, fímmtudag, er Borís Jeltsín, forseti Rússlands, væntanlegur til viðræðna við leiðtogana. Sögðu talsmenn forsetans í Moskvu í gær að Jeltsín myndi leggja fast að viðmælend- um sínum að veita Rússum rýmri aðgang að mörkuðum iðnveldanna. Leiðtogar með vafasamt umboð Stjórnmálaskýrendur eru svartsýnir á að árangur verði mikill á G 7-fundinum þar sem leiðtogamir eru flestir í miklum vanda á heima- slóðum. Þeir benda m.a. á að Mitterrand Frakk- landsforseti hafí varla nokkurt umboð til að ræða mikilvæg efnahagsmál eftir hrun sósíalista- flokksins í kosningunum nýverið; Edouard Balladur forsætisráðherra Frakka segir að for- setinn muni ekki undirrita neina samninga í Tókýó. Stjórnarflokkur Miyazawa í Japan er einnig illa staddur vegna spillingamála og klofnings. Forsætisráðherrann er aðeins starfandi valda- maður fram að kosningum síðar í mánuðinum. Stjórnmálakerfi ítala er í rúst vegna spillingar- mála og hruns hefðbundinna flokka, leiðtogar Þýskalands og Bretlands eiga mjög í vök að veijast. Kim Campbell, forsætisráðherra Kanada og eina konan í hópnum, tók við embætti fyrir fáeinum vikum. Clinton, sem átti í erfiðleikum fyrsta hálfa árið í embætti, er líklega sá eini sem getur talað af nokkrum myndugleika en hann hefur bætt stöðu sína verulega síðustu vikurnar með sigrum á þingi. Utangarðsmaðurinn í Tókýó, Jeltsín, þykir einnig hafa styrkst verulega en efnahags- sérfræðingar eru nú mun bjartsýnni en fyrir hálfu ári á að Rússum takist að rétta úr kútnum á næstu árum og koma á markaðshagkerfí í landi sínu. Danielle Mitterrand hittir fangelsaðan andófsmann í Belgrad Milosevic hafnar að náða Draskovic Belgrad. Reuter, The Daily Telegraph. DANIELLE Mitterrand, forsetafrú Frakklands, hvatti í gær til að serbneska andófsmanninn Vuk Draskovic yrði sleppt úr haldi en hann hefur verið í hungurverkfalli frá því hann var handtekinn fyrir rúmum mánuði. Danielle Mitterrand kom til Belgrad á mánu- dag og heimsótti í gær Draskovic á spítalann þar sem hann er í haldi. Hún átti einnig fund með Slobodan Milosevic forseta Serbíu. Milosevic hafnaði kröfu hennar um að Draskovic yrði sleppt úr haldi. Vísaði hann til úrskurðar hæstaréttar Serbfu sem í gær hafnaði náðunarbeiðni lögfræðinga Draskovic. Kúbustjórn Hvatttil nýrrar hugsunar Havana. Reuter.^ KOMMÚNISTÁSTJÓRNIN á Kúbu hvatti landsmenn á mánudag til þess að tileinka sér nýjan hugsunarhátt og framkvæmdasemi til þess að bregðast við efnahags- og félagslegum vanda landsins. Þessi málaleitan kom fram í ríkisútvarpinu Rebelde, og þyk- ir augljós vísbending um að stjórnvöld séu reiðubúin til þess að fóma hugmyndafræðilegum kennisetningum fyrir raun- særri og sveigjanlegri viðhorf. „Nú er enginn tími til form- festu,“ sagði Rebelde. „ÖIIu má fóma, nema byltingunni sjálfri, sjálfstæði okkar og grundvallarhugsjón." Erlendir stjórnarerindrekar í Havana segja þetta nýja við- horf áreiðanlega vera viðbrögð við almennri óánægju. Vuk Draskovic og eiginkona hans Danica voru handtekin þann 2. júní eftir að til óeirða kom í borginni er fjöldi manns krafðist þess að stjóm Milosevic færi frá. Lést einn lögreglumaður og fjöldi mótmælenda særðust í óeirðunum. Herma heimildir að þeim hjónum hafi verið misþyrmt jafnt við hand- töku sem í fangelsi og er Vuk sagð- ur lífshættulega særður. Hópur níu lækna, sem haft hef- ur meðferð hans undir höndum, sagði í gær að heilsu hans færi hrakandi og væri mikilvægt að honum yrði sleppt úr haldi þannig að hægt yrði að halda meðferð hans áfram á heimili hans. Læknamir sögðu einnig að heilsu Danicu hefði hrakað og hvöttu til að henni yrði einnig sleppt. Úrskurður hæstaréttar Serbíu virðist benda til að för Danielle Mitterrand til Belgrad hafi mis- heppnast. Hún afhenti Milosevic bréf frá eiginmanni sínum Fran?o- is Mitterrand Frakklandsforseta en ekki hefur verið gefíð upp opin- berlega hvað stóð í bréfinu. Sagði hún að flugvél væri reiðubúin í París til að koma til Belgrad og sækja Draskovic-hjónin þannig að hægt yrði að koma þeim undir læknishendur í Frakklandi. Mitterrand er forseti frönsku mannréttindasamtakanna France- Libertes og hefur margoft sýnt að hún er óhrædd við að halda til átakasvæða í heiminum telji hún að hún geti látið eitthvað gott leiða af sér. Fyrir um ári munaði minnstu að hún týndi lífi í sprengj- utilræði er hún ferðaðist um kúrda- héruð íraks. Danielle Herlög settí Georg'íu EDÚARD Shevardnadze, leið- togi Georgíu, setti í gær herlög í Svartahafshéraðinu Abkhazíu vegna bardaga georgíska stjórnarhersins og aðskilnaðar- sinna í héraðinu. Herlögin gilda í tvo mánuði. ítalska heil- brigðiskerfið undir smásjá RANNSÓKN spillingarmál- anna á Ítalíu heldur áfram að hlaða upp á sig og í gær beind- ist athyglin að heilbrigðiskerf- inu eftir að saksóknarar sögðu að gmnur léki á því að embætt- ismenn í heilbrigðisráðuneytinu hefðu þegið mútur af lyfjafyrir- tækjum. Embættismennirnir eru sagðir hafa þegið peninga af fyrirtækjunum fyrir að sam- þykkja hækkun lyfja. Tveir stjórnendur auglýsingastofu voru einnig handteknir, en þeir eru sakaðir um að hafa greitt embættismönnum mútur til að tryggja sér auglýsingasamning við heilbrigðisráðuneytið vegna baráttunnar gegn alnæmi. Lettar fá gas- ið áfram LETTAR hafa greitt skuld sína við Rússa vegna gaskaupa þeirra, þannig að ekki verður af þeirri hótun Rússa að skrúfa fyrir gasleiðslurnar til Lett- lands. Fleiri Finnar hlynntir EB TÆPUR helmingur Finna, eða 48%, er hlynntur aðild að Evr- ópubandalaginu (EB), sam- kvæmt skoðanakönnun sem birt var í gær. 40% voru með aðildinni í febrúar. Andstæð- ingar EB-aðiIdar voru 37%, álíka margir og í febrúar. 116 bíða bana í S-Afríku AÐ MINNSTA kosti 116 manns hafa beðið bana í átök- um stríðandi fylkinga blökku- manna í Suður-Afríku frá því á föstudag, þegar ákveðið var að efnt skyldi til fyrstu kosn- inganna með þátttöku allra kynþátta 27. apríl á næsta ári. Átökin hafa aðallega verið milli stuðningsmanna Afríska þjóð- arráðsins og Inkatha-frelsis- flokksins. Sorgá Filippseyjum MIKIL sorg var í bænum Boc- aue á Filippseyjum í gær þegar um 279 pílagrímar, sem fórust þegar fljótandi musteri hrundi á fljóti á föstudagskvöld, voru bornir til grafar. Nokkrir ætt- ingja fómarlambanna hafa hót- að að höfða mál gegn skipu- leggjendum trúarhátíðar, sem fram fór í musterinu, vegna þess að of margt fólk var í því þegar það hrundi. Japanir í ör- yggisráðið? JAPANIR tilkynntu í gær að þeir hygðust óska eftir því að fá fastafulltrúa í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Ekki kom þó fram hvort þeir vildu fá neitunarvald eins og ríkin fímm sem nú hafa fastafulltrúa í ráð- inu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.