Morgunblaðið - 07.07.1993, Blaðsíða 35
35
MORGÚNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1993
ORKA
FESTIR
ÁSIG
ÝMSA
HLUTI
Njáll Torfason kom á ritstjóm
Morgunblaðsins í vikunni
til að sýna fram á að það væri
ekki eingöngn Rússi sem gæti
fest hluti við sig eins og skýrt var
frá í Fólki í fréttum föstudaginn
2. júlí sl. Satt að segja gerðu
blaðamenn sér það til gamans að
birta þá frétt og sáu í anda hvem-
ig Rússinn hefði límt áhöldin við
sig. „Þegar ég las um manninn í
Morgunblaðinu langaði mig til að
vita hvort þetta væri hægt, því
ég hélt eins og þú að þetta væri
með lími eða einhverju. Eg upp-
götvaði að þetta var ekkert mál
fyrir mig,“ sagði Njáll.
Hann segist hafa þreifað sig
áfram með aðra hluti eins og
undirskálar, kveikjara og litla
barnabók, en hlutir úr áli hentust
frá. Síðan sýndi hann blaða-
manni, ljósmyndara og framköll-
unarstúlku hvemig hann færi að.
Áhöldin athuguð
Á meðan Njáll var að ná ró og
einbeitingu var gengið úr skugga
um að áhöldin væm ekki smurð
með neinu sem gæti fest þau við
líkamann. Sömuleiðis eftir sýning-
una voru áhöldin skoðuð aftur og
ekki fór milli mála að þau vom
hrein.
Fyrst þegar Njáll reyndi að
festa við sig hlutina féllu þeir svo
til strax af líkamanum, en smám
saman eftir því sem hann varð
rólegri og gat náð meiri einbeit-
ingu fóm hlutimir að festast. Og
þar kom að straujám, postulíns-
diskur, skeið og gafflar sátu fastir
á líkamanum. Eitt sinn missti
hann skeiðina og eðliieg viðbrögð
voru að kippast við, en samt sat
straujárnið og diskurinn föst. Þeg-
ar sýningunni var lokið bað blaða-
maður um að fá að taka annan
gaffalinn af og var ekki að fínna
að neitt væri á honum sem hugs-
anlega gæti fest hann við ennið.
Tilfínningin var heldur ekki eins
og um segulmagn væri að ræða.
Ekki segnlorka
„Þetta er ekki segulorka, því
segull heldur postulíni ekki föstu,“
útskýrði Njáll. „Ég veit ekki hvað
þetta er, en ég hef alla tíð verið
umvafínn sérstakri orku. Þegar
ég prófaði að setja einn gaffal á
ennið fann ég að ég gat magnað
orkuna þannig upp að hann sat
blýfastur, að ég gat hreinlega
dansað með hann. Ég finn verk
yfír ennið — eins og ég sé með
húfu — og aftur fyrir eyru, þann-
ig að þetta er einhver orka eða
orkusvið. Ég veit ekki hvaða orð
ég á að nota.“
— Hvenær fannst þú fyrst fyr-
ir þessari orku?
Eftir nokkra einbeitingu tókst
Njáli Torfasyni að láta strau-
jám, postulínsdisk, gaffla og
skeið hanga utan á likamanum.
„Þegar ég uppgötvaði fyrir
nokkrum árum að ég gæti gengið
á nýbrotnum glerbrotum án þess
svo mikið sem að fá sár.“
— Hvemig datt þér í hug að
prófa það?
„Ég er bara þannig, að ég hef
gaman af að prófa eitthvað nýtt
og öðruvísi en aðrir eru að gera.
Ég hef verið skyggn frá því ég
var krakki og það hefur háð mér
alla tíð.“
— Þú hefur ekki beint hæfíleik-
unum í þá átt?
„Nei, ég hef ekki áhuga á því.
Hins vegar veit ég af 90% af öllum
slysum sem verða hér við land
áður en þau gerast. Eftir því sem
þau em stærri og meiri þeim mun
skýrari eru þau fyrir mér. Ég er
mjög tengdur sjóslysum, kannski
af því ég var sjálfur á sjó, og
verð mjög var við þau.“
Setti tvö heimsmet
Njáll hefur verið að sýna afl-
raunir víða um land, segist reynd-
ar hafa ætlað að hætta því um
síðustu áramót, en það hafí ein-
hvern veginn undið upp á sig.
Hann er alltaf að uppgötva nýjar
aðferðir og endurbæta þær gömlu,
þannig að þær verða sífellt hættu-
legri. Fyrr í sumar setti hann tvö
heimsmet sem skráð verða í næstu
íslensku útgáfu af Heimsmetabók
Guinnes. Þau afrek voru að tæta
í sundur tíu símaskrár á 1,16
mínútu og í öðru lagi að ganga á
grófum glerbrotum, sem eru brot-
in á staðnum og því gjörsamlega
óslípuð.
Njáll segist hafa orðið fyrir
undralegri reynslu í mars sl. þeg-
ar hann var að sýna í Reiðhöll-
inni. „Ég var að labba yfír gler-
brot sem bensíni hafði verið hellt
(Segnl)magTi-
aður kroppur
F^yari'C 'KrSSaSsC
«i»lun »f ýmsu Ugi. Mrt»n kroppnum og dr«g»»t h* »«
sumir »kyrg» thrif t&lvuskji* honum milmkennd\r hlutir.
o« ört>yl5uofn» 4 kroppi sln- Hvort þessi hMfiWd kenwr
um eru »ftrir ftnsemir fyrir Suvorov »«
Fréttin sem birtist I Morgun-
blaðinu og varð til þess að Njáll
fór að kanna hvort áhöld fest-
ust við hann.
yfír og kveikt í. Eldurinn náði
mér upp í mitti og ég labbaði fram
og til baka nokkrar umferðir. Lík-
amshárin brunnu ekki og ýmislegt
annað furðulegt kom í ljós. Þræl-
vanur ljósmyndari tók myndir og
þegar þær voru framkallaðar var
ég ekki á neinni myndinni bara
eldurinn," sagði Njáll. „Kannski
var þetta bara tilviljun,“ bætti
hann við.
„Ég get t.d. rokkað með blóð-
þrýstinginn upp og niður á 20-30
sekúndum án þess að hreyfa mig.
Það er það sama og jógarnir hafa
gert.“
Þá má geta þess, að tveir dul-
sálfræðingar hafa athugað meint
yfírskilvitleg fyrirbæri sem komið
hafa fram hjá Njáli.
— Hvað finnst þér sjálfum
skemmtilegast við þetta?
„Mér fínnst gaman þegar ég
sé að fólk hefur gaman af þessu,
hvort sem því fínnst of langt
gengið eða ekki,“ sagði Njáll
Torfason.
MORCUNBLAÐIÐ WISTUDAOUR 2 JÚLl l99>
TRÚSEM VITER í
Ef þú lest Biblíuna sjálf(ur), munt þú sjá að ekki
þarf prest né kirkjubyggingu til að tilbiðja Guð í.
Biblían segir að aðeins einn Guð sé til (ekki „þrenn-
ing“) og að Jesú muni bráðum endurfæðast til að
koma á konungsríki Guðs á jörðu.
Skrifið til að fá ókeypis Biblíunámskeið og bækling.
The Christiadelphians, Wild Hedges, Dunsley Road,
Kinver, W. Midlands DY7 6NA, Englandi.
V_________________________________________/
---i «■ ■ QLBI MJLM llCBlVe J
i _ V of norway/
W SUMARTILBOÐ %r
^ * í JÚLÍ
Sæng Hollofil 4
Sæng Hollofil 4
Sæng Hollofil 4
Sæng Hollofil 4
140x200 cm jk4tf0
100x140 cm &6Ú0
80x100 cm 2/5Ö0
65x 80 cm 1.900
5.120
2.880
2.000
1.520
Koddi Hollofil 4 50x 70 cm 2.500 1.840
Koddi Fiberfill 40x 60 cm 1.250 1.000
Koddi Fiberfill 35x 40 cm , 900 720
LÍlQtöLtíúUlf
FÁLKINN gS&iðU
Síðumúla 22, Suðurlandsbr. 8, s. 814670 Skólavörðust. 21a,
sími 812244. Mjóddinni, sími 670100. sími 14050.
Góður matur á góðu verði
hringinn í kringum landið
TILBOÐSRETTIR
TOURIST MENU
Fjölmargir veitingastaðirlhótel um land allt innan
Sambands veitinga-og gistihúsa bjóöa TILBOÐSRÉTTISVG
þar sem lögö er áhersla á staÖgóÖan mat á góðu verði.
TILBOÐSRÉTTIR SVG gilda allt árið. Fáið upplýsingar um
þátttakendur á nœstu upplýsingamiðstöð.
Hádegisv. Kvöldverður
Forréttur eöa súpa kjöt- eöa fiskréttur, kaffi 800-1000 kr. 1100-1700 kr.
Börn 0 til 5 ára: Ókeypis Börn 6 til 12 ára: 50% afsláttur
BESTU KAUPIN í
LAMBAKJÖTI
1/2 skrokkur af fyrsta
flokks lambakjöti í poka.
Ljúffengt og gott á grillið.
Fæst í næstu verslun.