Morgunblaðið - 07.07.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.07.1993, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1993 Unnur Finns- dóttir — Minning Fædd 6. apríl 1931 Dáin 30. júní 1993 Þar sem þjáningin er að baki uppskerð þú ljósið þar sem það lýsir skærast þar ert þú. Kærleikurinn einn þar rikir og Jesús þig nærir og Guð þig geymir ^ þar ert þú. (S.K.) Á vegamótum þar sem leiðir skilj- ast. óskum við hvort öðru góðs geng- is. Óhjákvæmilega fylgir söknuður- inn kveðjustundinni og mörg orð brenna á vörum okkar, en svörin láta bíða eftir sér. Okkur sem eftir erum hefur Unnur kennt og sýnt að vonin og bjartsýnin leiða okkur ávallt rétta leið. Unnur g'erði ætíð lítið úr veikind- um sínum og þjáningum, oft fundum við vanmátt okkar gagnvart lífi hennar. Hún stóð ávallt svo sterk að maður dáðist að henni. Við viljum þakka Unni þær stund- ir sem við áttum saman og biðjum í.lgóðan Guð að geyma hana og fjöl- skyldu hennar sem henni þótti svo vænt um. Erna og dætur. Þegar Unnur lagðist inn á spítala til rannsóknar í janúar datt okkur aldrei í hug að hún ætti ekki aftur- kvæmt þaðan. En þegar Iíkami henn- ar loks gafst upp eftir rúmlega fimm mánaða þrotlausa baráttu við ill- kynjaðan sjúkdóm varð okkur Ijóst hve mikið við höfðum misst. Elsku amma Unnur er horfín frá okkur. Að sjálfsögðu erum við full reiði í garð almættisins. Unnur átti svo mikið að gefa. Hennar gleði voru barnabörnin hennar. Af hveiju fékk hún ekki að sjá þau vaxa upp? Hvers vegna mátti hún ekki njóta þess að geta loks unnið úti eftir áratuga baráttu við nýmasjúkdóm? Hvers vegna þurfti þetta að gerast? Slíkar spurningar leita á hugann og við vitum að enginn getur svarað þeim. Hins vegar viljum við trúa því að Unnur sé enn hjá okkur og nú líði henni vel. Okkur langar að færa henni hinstu þakkir fyrir allt sem hún hefur gefið okkur. Elsku Unnur, ég vil fullyrða að betri tengdamóður hefur enginn átt, þú tókst mér eins og væri ég dóttir þín. Þegar ég sat í eldhússkotinu þínu og maulaði heimabakað fransk- brauð sem enginn annar en þú gast búið til fann ég þann frið og ró sem oftast býr hjá góum sálum. Og alltaf varstu svo góð við Silju dóttur mína og gerðir engan mun og henni og hinum barnabörnunum þínum, enda var hún strax farin að kalla þig „ömmu Unni“ eins og hin barnabörn- in þín gerðu. Og þegar Sunna Rut litla fæddist, yngsta ömmubarnið þitt, varstu svo glöð og vildir allt fyrir hana gera. Mesta gleði sem ég gat veitt þér á spítalanum var að koma með hana í heimsókn. Og síð- asta skiptið sem ég sá þig vakandi, þá var ég með Sunnu Rut með mér. Þú leist á hana og brostir þrátt fyrri þjáningamar og sagðir: „Það er fjör í henni.“ Við kveðjum hér elskulega móður og tengdamóður, yndislega ömmu og hlýlega og skemmtilega konu, Unni Finnsdóttur, og minnumst hennar sem veitt hefur okkur svo mikinn yl og birtu. Elsku Doddi, Hulda, Stebbi og böm, guð gefi ykkur styrk og blessi ykkur í þessari miklu sorg. Garðar, Adda og dætur. Okkur langar að minnast í fáum orðum elsku frænku okkar sem nú hefur kvatt þennan heim alltof fljótt. Við vissum að hún væri mikið veik, en vonuðumst til að henni myndi t Móðir okkar og tengdamóðir, JÓNA VILHJÁLMSDÓTTIR frá Vestmannaeyjum, lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, mánudaginn 5. júlí. Ásta Vigfúsdóttir, Adolf Óskarsson, Lára Vigfúsdóttir, Jóhann F. Guðmundsson. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SVEINBJÖRN HAFSTEINN PÁLSSON vélsmíðameistari, lést mánudaginn 5. júlí á heimili sínu, Jökulgrunn 22, áður Lang- holtsvegi 144, Reykjavík. Guðrfður Guðmundsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, VIKTORÍA KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR, Björk, Sandvfkurhreppi, sem lést þann 26. júní, verður jarðsungin frá Selfosskirkju fimmtudaginn 8. júlí kl. 13.30. Jón Gfslason, Guðrún Jónsdóttir, Sigrfður Jónsdóttir, Ólaffa Jónsdóttir, Guðmundur Jónsson, Gréta Jónsdóttir, Erlendur Danfelsson, Ragnheiður Jónsdóttir, JóhannV. Helgason, Sigurður Jónsson, Anna Kristín Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg móðir mín og frænka, GUNNÞÓRA GÍSLADÓTTIR, Kleppsvegi 132, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 8. júlí kl. 13.30. Hafliði Þór Olsen, Hulda Sigurðardóttir. batna. Það er sárt að hugsa til þess að eiga ekki eftir að sjá hana aftur í þessu lífþ en minningin um góða frænku býr ætíð í hjarta okkar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Elsku Doddi, Hulda, Garðar og fjölskyldur. Við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Við kveðjum þig nú í hinsta sinn, kæra frænka, en minningin um þig lifir. Hallfríður og Sigrún. Fallin er í valin, langt fyrir aldur fram, kær vinkona mín, búin að heyja sitt dauðastríð sl. sex mánuði. Við Unnur kynntumst á Landspít- alanum í febrúar árið 1971. Þá lág- um við báðar á deild 11A. Og með okkur tókst góð vinátta, sem ég er þakklát fyrir. Mig langar að þakka henni fyrir allar góðu samverustundirnar og alla hennar tryggð og vináttu frá fyrstu kynnum. Eg sendi eiginmanni, börnum, tengdabömum og barnabörnum og öðrum ástvinum, einlægar samúð- arkveðjur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fýrir allt og allt. (V.Briem) Vertu sæl, Unnur mín. Þín vinkona, . Henný. í dag verður til moldar borin tengdamóðir mín Unnur Finnsdóttir frá Skriðuseli í Aðaldal. Hún var fædd 6. apríl 1931, næst yngst af níu systkinum, fimm bræðrum og fjórum systrum. Þrír bræðra hennar eru látnir. Foreldrar þeirra voru Finnur Indriðason og Hallfríður Sig- urbjörnsdóttir. Unnur var aðeins 12 ára þegar hún missti móður sína, það var mikill missir. Sigrún sem var elst þeirra systra sá um heimilið eftir fráfall móður sinnar. Unnur giftist eftirlifandi eigin- manni sínum Halldóri Garðarssyni frá Rifkelsstöðum í Eyjafirði 13. júní 1955. Þau fluttust suður til Reykjavíkur sama ár og hafa búið þar síðan. Þau eignuðust tvö börn, Huldu, fædda 30. rióvember 1954 sem undirritaður er giftur og eiga þau 4 börn: Unni, Arndísi, Halldór Ása, Ósk, og Garðar fæddan 4. ág- úst 1963, hann er í sambúð með Öddu G. Siguijónsdóttur og eiga þau eina dóttur, Sunnu Rut, en Adda á fyrir dótturina Silju. Unnur átti við mikil veikindi að stríða í mörg ár. Annað nýrað var tekið úr henni fyrir 30 árum. Árið 1982 var hitt nýrað orðið það lélegt að hún varð að fara í nýrnavél tvisv- ar til þrisvar í viku. Svo kom hin stóra stund í lífi hennar 20. júní Friðrik Hafsteinn Sig- urðsson - Miiming Ég horfi yfir hafíð um haust af auðri stönd, í skuggaskýjum grafíð það skilur mikil lönd. Sú ströndin stijála og auða, er stari ég héðan af, er ströndin striðs og nauða, er ströndin hafsins dauða, og hafíð dauðans haf. En fýrir handan hafíð þar hillir undir land, í gullnum geislum vafíð það girðir skýjaband. Þar gróa í grænum hlíðum með gullslit blómin smá, í skógarbeltum blíðum í blómsturlundum fríðum má alls kyns aldin sjá. Ég hljóður eftir hlusta, ég heyri klukkna hljóm. Hve guðleg guðsþjónusta er Guðs í helgidóm! Ég heyri unaðsóma og engla skæra raust, um Drottins dýrðarljóma, um Drottins verk þeir róma um eilífð endalaust. (V. Briem) Nú hefur Hafsteinn hennar Stellu frænku yfirgefið ströndina stijálu, sem bauð bara upp á sjúkdóma og þjáningar. Loksins líður honum vel, í landinu fagra handan við hafið - landinu sem hann trúði að væri til og sem ég trúi að hann hvílist nú í eftir erfið ár hér á jörðu. Fyrir um 20 árum dvaldist ég, 17 ára stelpugopi austan af landi, einn vetur hjá Stellu og Hafsteini í Ból- staðarhlíðinni. Þennan vetur kynntist ég Hafsteini vel, kostum hans og göllum. Hann var kærleiksríkur og umhyggjusamur maður og naut ég þess eigi síður en hans nánustu. Það fór aldrei framhjá honum ef mér leið illa, þá kom hann, tók utan um mig og sagði: „Æ, dóttla mín, hvað er að? Segðu mér það.“ Svo voru málin rædd, líðanin batnaði og í kjölfarið fylgdi svo oftar en ekki gullin lífs- regla a la Hafsteinn Sigurðsson, og vælukjóinn tók gleði sína á ný. Á þessum tíma var ég mjög forvit- in um andleg málefni og hjá Stellu og Hafsteini var ekki komið að tóm- um kofunum í þeim efnum. Við gát- um setið tímunum saman og rætt þessi mál fram og til baka, hvað var rétt og hvað rangt, trúlegt og ótrú- legt, er Guð til? Mér verður oft hugs- að til þessara stunda með þakklæti, því að þar lærði ég að taka ekki öllu sem að mér er rétt gagnrýnislaust og veitir ekki af í dag á svokölluðum „nýaldartímum". í gegnum árin stóð heimili Stellu og Hafsteins mér og fjölskyldu minni alltaf opið og gistum við oft hjá þeim þegar við þurftum til Reykjavíkur, t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HALLDÓR J. BLÖNDAL, Bauganesi 25, Reykjavík, lést 28. júní síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Guðrún Blöndal, Þórunn Blöndal, Pálmar Ogmundsson, Aðalsteinn Blöndal, Petrfna Pétursdóttir, Kristján B. Blöndal, Halla Svavarsdóttir, börn og barnabörn. 1987 er kall kom frá Danmörku um að hún ætti að koma í nýrnaí- græðslu. Gekk sú aðgerð vel, þrátt fyrir öll veikindin var Unnur alltaf tilbúin að hjálpa öðrum. Hún var lífs- glöð og mikið fyrir barnabörnin sem voru hennar líf og yndi og vildi hún helst hafa þau sem oftast hjá sér. Verður hennar sárt saknað í þeirra hópi. Mér er minnisstætt er við fórum í júlí í fyrra til Akureyrar og ætluð- um að eiga þar viku saman. Unnur veiktist nokkrum dögum áður, en hún ætlaði samt norður, það kom ekki til greina að hætta við ferðina. Þó að hún væri mikið veik lét hún sig hafa það að fara á æskuslóðir sínar heim í Skriðusel. Þetta sýnir hve sterk og baráttuglöð manneskja Unnur var. Hún var í Múlalundi hluta úr degi og hafði mikla ánægju af því, þar til hún lagðist inn á Land- spítalann í byijun janúar sl. og átti ekki afturkvæmt þaðan. Ég vil þakka tengdamóður minni fyrir samfylgdina. Hennar verður sárt saknað af okkur, þó sérstaklega af Huldu dóttur hennar, en þær voru mjög samrýndar. Elsku Halldór, missir þinn er mikill, ég bið guð að styrkja þig í þinni sorg. Ég votta Garðari, Öddu og börnum og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning Unnar Finns- dóttur. Hvíli hún í guðs friði. Stefán Ásgrímsson. Nú er hún elskulega amma mín dáin og er erfitt að sætta sig við það. Alltaf vildi ég fá að sofa hjá ömmu og afa. Þar var mitt annað heimili og alltaf var jafn gott að koma og vera hjá þeim. Maður fór aldrei svangur frá henni, hún sá allt- af til þess að manni liði vel, en hugs- aði minnst um sjálfa sig. Hún var alltaf hress og kát þrátt fyrir henn- ar miklu veikindi. Ég á margar góðar minningar um ömmu og vil þakka henni fyrir öll góðu árin sem ég fékk að vera með henni. Guð blessi minningu hennar. Unnur Stefánsdóttir. áttum við þá margar góðar stundir saman, en eftir því sem árin liðu fækkaði heimsóknunum og sam- skiptin minnkuðu. Hafsteinn var tvíkvæntur. Fyrri kona hans vár Jóna Þorfinnsdóttir, þau slitu samvistir. Seinni kona hans var Stella frænka (Kristín Ásta Frið- riksdóttir). Þeim varð ekki barna auðið, en með Jónu átti hann þijú börn, Beggu, Fríðu og Sigga, bama- bömin em níu og bamabarnabörnin fimm. Hafsteini þótti mjög vænt um barnahópinn sinn og talaði oft um þau. Hann gladdist þegar þeim gekk vel og leið að sama skapi illa ef eitt- hvað bjátaði á. Það var honum óbæri- leg raun þegar Árni Jón sonur Beggu lést fyrr á þessu ári, en nú vil ég trúa að Hafsteinn afí sé búinn að taka elsku drenginn sinn í faðminn og jieim líði vel saman. Eg þakka Hafsteini fyrir allt sem hann gerði fyrir mig og fjölskyldu mína gegnum árin og sendi Stellu frænku, bömum hans og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur og styrki. Ásta Magnea Sigmarsdóttir. BLÓMIÐ Blóm - Skrcytingar - Gjafavara Kransar - Krossar - Kisluskreytingar Úrval af servíettum OPIÐFRÁ KL. 10-21 GRENSÁSVEGI 16-SÍMI 811330

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.