Morgunblaðið - 07.07.1993, Síða 7

Morgunblaðið - 07.07.1993, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1993 7 Kátir veiðimenn með laxa úr Ytri-Rangá. Morgunblaðið/RAX Veiðifréttirnar sem hellast inn þessa daganna eru yfirleitt hinar ánægjulegustu. Hvergi eru menn þó glaðklakkalegri en austur í Vopnafirði þar sem byrjunin hefur verið með slík- um eindæmum að ekkert annað en stórveiðisumar virðist fram- undan. Garðar H. Svavarsson á Vakursstöðum 1 í Vopnafirði sagði í samtali við Morgunblað- ið í gær að byrjunin jafnaðist á við sumarið 1987 sem var mjög gott. Horfur væru hins vegar nú til muna betri og sér- staklega ánægjulegt væri að sjá hvað laxinn kæmi vænn og fallegur úr hafi. Tveggja ára laxinn 12 til 16 pund og spik- feitur og sá smálax sem sést hefur 6 til 8 pund. Sjálfur var Garðar að koma úr Hofsá, hafði verið hálfan dag og dreg- ið þijá laxa, 12,14 og 17 punda. Miklar göngur... „Það eru miklar göngur og mikil ferð á laxinum. Þá er mikið vatn í ánum og eykur það á spennuna, því laxinn er oft að finna á óvenjulegum stöðum, stöðum sem eru jafnvel ekkert nema grynningarnar í venjulegu sumarvatni. Þetta er mjög skemmtilegt og raunar var ég búinn að spá því að þetta yrði algert metsumar í Vopnafirðin- um. Ég hef spáð Hofsánni í 3.000 laxa og stend við það þar til ann- að kemur í ljós,“ sagði Garðar, sem er með meiri veiðiklóm lands- ins. Er rætt var við Garðar voru komnir 130 laxar úr Hofsá og um 60 úr Selá. Seláin er brattari og úfnari og því erfiðari viðfangs er vatnsmagn er með mesta móti eins og verið hefur. Þá hefur Selá verið lituð síðustu daga. Þar er þó einnig mikill fiskur. Frábær byijun í Vesturdalsá Veiði hófst í Vesturdalsá í Vopnafírði á hádegi mánudags og fengust sjö laxar fyrstu vakt- ina. Aðeins er veitt á tvær stang- ir og voru veiðimenn ekki í ánni nema part af vaktinni. Allt var þetta vænn fiskur, frá 9 pundum og upp í 14 pund. „Það sást mik- ið af laxi og greinilegt að það hafa verið bullandi göngur að undanförnu," sagði Garðar H. Svavarsson. Sama júníveiði í Elliðaánum Jón Gunnar hjá SVFR sagði í gær að hann hefði tekið saman nokkrar tölur um Elliðaárnar um mánaðamótin og í ljós hefði kom- ið, að þrátt fyrir slaka bytjun fyrstu dagana, þá hefði veiðin tekið svo vel við sér áður en júní lauk, að sama júníveiði hefði náðst og í fyrra og var þó byijað fimm dögum seinna í sumar. Um er að ræða 94 laxa. Mikið hefur verið af laxi í neðri hluta Elliða- ánna síðustu sólarhringa, en að undanförnu hefur laxinn hert gönguna. í fyrrinótt fóru til dæm- is 100 laxar í gegnum teljarann. Þá hefur vakið athygli hversu mikill munur hefur verið á árdeg- is- og síðdegisveiði í Elliðaánum. Löngum hefur morgunvaktin þótt álitlegri, en nú virðist keyra um þverbak. Á sunnudaginn veiddust til dæmis 17 laxar í ánni, þar af 15 á morgunvaktinni. Nokkrum dögum fyrr veiddust 13 laxar einn daginn, þar af 12 á morgunvakt- inni. Kunnugir telja að svona lag- að eigi einkum við á meðan lax- inn er bunkaður neðst í ánni, því hann verður fyrir svo mikilli styggð er á daginn líður að ekki sé við öðru að búast en hann hætti að taka. Þegar laxinn fari að ganga fram ána og dreifa sér fari minna fyrir öfgum af þessu tagi og síðdegisvaktarveiðimenn geti glaðst. Þetta er laxinn ein- mitt að gera þessa daganna. Norðurá á fimmta hundraðið Norðurá í Borgarfirði er enn forystuáin og hún er nú komin á fimmta hundrað laxa. Góðar göngur hafa verið í ána síðustu misseri, en rysjótt veðurfar hefur verið til trafala. Þegar veiðin hef- ur virst á bullandi uppleið, hefur gjarnan gengið yfir slagveðurs- lægð og hleypt flóði í ána. Ekk- ert holl hefur þó enn verið svo ólánsamt að allur tíminn hefur farið í flóð og leiðindi, en mörg þau síðustu hafa misst úr dag og dag. Nágrannaáin Þverá er skammt undan, var með milli 360 og 370 laxa mjög nýlega. Veiði í báðum ánum byrjaði 1. júní og því er ekki víst að þær haldi forystunni út sumarið þó ljóst sé að þær verða báðar meðal efstu áa nema eitthvað mjög óvænt komi upp á. ASÍ kemur á fót öflugu verðlagseftirlití Abendingar um óeðlilega verð- hækkun skoðaðar FJOGURRA manna hópi hefur verið komið á fót hjá Alþýðusambandi Islands til að aðstoða starfsfólk ASÍ við að fylgjast með verðhækkun- um vegna nýlegrar gengisfellingar. Hervar Gunnarsson, sem er í for- sæti hópsins, sagði að ASI hefðu borist margar ábendingar um óeðli- lega miklar hækkanir. Eftirlitshópurinn mun beina sjónum að innflutn- ingsversluninni og meðal annars athuga hvort ábendingarnar eigi við rök að styðjast og ef svo er verður reynt að fá fram breytingar, að sögn Hervars. „Ætlunin er að skoða á hvern hátt innflutningsverslunin, og þá í prósentum, hefur brugðist við geng- isfellingunni. Það er ekki hægt að neita því að það er í tengslum við það að við höfum fengið ábendingar um að sum innflutningsfyrirtæki hafi notað tækifærið og hækkað vöruverð meira heldur en gengisfell- ingin gefur tilefni til,“ sagði Hervar. Fleiri ábendingar en áður Hervar sagði að enn væri ókannað hvaða ábendingar ættu við rök að styðjast og um það yrði ekki dæmt fyrr en sannana hefði verið leitað, sem væri einmitt starfsvið hópsins. Hann sagði að í mörgum tilfelium yrði auðvelt að sjá hvort óeðlileg hækkun hefði átt sér stað. Fleiri ábendingar um hækkanir hafa ekki borist til ASÍ síðan 1990 að sögn Hervars. Hann sagði að einstök félög innan ASI hefðu verið með verðiag- seftirlit frá 1990 og taldi að ekki síst þess vegna hefði verðlag verið nokkuð stöðugt undanfarin ár. Telja sig eiga inni Hervar sagði að ástæður þess að gengisfellingin hafi ekki komið af krafti út í verðlagið mætti bæði rekja til verðlagseftirlits verkalýðsfélaga og samkeppni. „Nú virðast ábend- ingarnar hniga í þá átt að menn séu að lauma inn í hækkun vegna geng- isfellingarinnar einhveiju, sem þeir telja sig eiga inni.“ Hervar sagði að ef upp kæmi að einhver hefði hækkað vöruverð óeðli- lega mikið þá myndi fýrst vera reynt að tala við viðkomandi, hvort sem um væri að ræða verslun, heildsala eða innflytjanda en ef það gengi ekki myndi líklega verða gripið til þess ráðs að auglýsa hækkunina. Hann sagði að ekki þyrfti að vera að verslunin sem slík bæri ábyrgð á þessum miklu hækkunum heldur mætti eflaust í mörgum tilfellum rekja þær til heildsala og innflytj- enda. Hervar sagði að eftirlitið yrði komið til fullra starfa undir lok vik- unnar. Sala á áfengi o g tóbakí minnkar SALA á áfengi og tóbaki fyrstu sex mánuði þessa árs hefur dregist saman miðað við sama tímabil í fyrra. Samkvæmt tölum frá Áfengis- og tóbaksverslun rikisins dróst sala á áfengi saman um tæp 3% mælt í lítrum og tæp 7% mælt í alkóhóllítrum. Sala á tóbaki dróst saman um 2,3% til 7,3% eftir tegundum. Tölur ÁTVR sýna að heildarsala á áfengi, bjór meðtalinn, nam 3,6 milljónum lítra á fyrrgreindu tíma- biii í ár miðað við 3,7 milljónir lítra í fyrra. Mælt í alkóhóllítrum var magnið 398.875 lítrar í ár miðað við 428.551 í fyrra. Minnkandi sala reyktóbaks I sölu á tóbaki var samdráttijrinn mestur í reyktókbakinu, eða 7,3%, fór úr 7.297 kg niður í 6.762 kg í ár. Sala á munn- og neftóbaki minnkaði minnst, eða um 2,3%, sala á vindlingum dróst saman um 5,6% og sala á vindlum um 4,7%. Tekið skal fram að inni í þessum tölum er ekki að finna innflutning á áfengi og tóbaki hjá áhöfnum skipa og flugvéla né það magn sem ferðamenn frá útlöndum taka með sér. UTSALA ÚTSALA ÚTSALAN byrjar í dag 1 ÚTSALA 2/; \ 'T/l />Z 1 ÚTSALA ÚTSALA / (Jvo 1 ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA stattur ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA a fataverslun % v/Nesveg, Seltjarnarnesi. W SÆ Wm WB J OPið da9lega frá kl. 9-18, / WwB wB HF laugardaga frá kl. 10-14.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.