Morgunblaðið - 07.07.1993, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 07.07.1993, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1993 KNATTSPYRNA FOLK H SIGURPÁLL Árni Aðalsteins- son, sem lék með Þór í 1. deildinni í handknattleik í vetur, verður í hópn- um hjá knattspyrnuliði félagsins, þegar það mætir ÍBK í bikarkeppn- inhi annað kvöld. ■ EINAR Jóhannsson varð í sjötta sæti á alþjóðlegu þríþrautarmóti sem haldið var í Ecthernach í Lúxem- borg á laugardaginn, en þátttakend- ur voru fimmtíu talsins. Bl KEPPENDUR syntu 1500 metra, hjóluðu 40 km og hlupu 10 km. Einar fékk tímann 2 klst. 10,54 mínútur. Simon Lessing frá Bret- landi sigraði í Evrópumeistara- keppninni sem haldin var á sama stað daginn eftir, en hann fór braut- ina á einni klst. 54,04 mínútum. ■ UM næstu helgi mun Einar keppa á stórmóti í Þýskalandi sem heitir Biggesee. Þess má geta að Einar er auk þess að vera núverandi íslandsmeistari í þríþraut, íslands- meistari í hjólreiðum og fjallahjóla- keppni. H BJARNI Frostason sem verið hefur milli stanganna í marki HK í handknattleik undanfarin ár, hefur ákveðið að ganga til liðs við Hauka. H ÞORVALDUR Örlygsson þarf að bíða í sex vikur enn áður en hann getur gengið frá endanlegum samn- ingi við 1. deildarliðið Stoke City. ■■BHI Félagið hefur enn Frá ekki fengið atvinnu- Bob leyrfi fyrir Þorvald Hennessy og er gkki von á því i Englandi fyrr en j fyrs);a ]agj eftir sex vikur. H STOKE er óðum að hefja undir- búning fyrir næsta tímabil, og fer • 'iðið að öllum líkindum til Austur- "Íifríku í æfingabúðir. H MARKVÖRÐURINN Peter Fox, sem leikið hefur með Stoke City sl. 15 ár, er á leið til Exeter og mun þjálfa þar og leika með félag- inu. H BRIAN Deane, miðherji Sheff. Utd., var í gær seldur til Leeds fyr- ir 3 millj. punda og er hann þar með orðinn næst verðmesti leikmaður Englands. Biackburn keypti Alan Shearer frá Southampton á 3,5 millj. punda í júní 1992. Þess má geta að Deane fæddist í Leeds. H OSSIE Ardiles hefur rekið Ray Clemens frá Tottenham, eftir tólf ára farsælt starf hjá félaginu. Eftir að ljóst var að Steve Perryman, fyrrum leikmaður Tottenham myndi verða aðstoðarframkvæmdastjóri hjá félaginu, tilkynnti Ardiles Clemens að ekki væru lengur not fyrir hann hjá Spurs. H DOUG Livermore verður hins vegar áfram hjá Tottenham og mun sjá um varalið félagsins. H WATFORD hefur þegar hafíð leit að nýjum framkvæmdastjóra eft- ir að Steve Perryman yfírgaf félag- ið. Harry Redknapþ framkvæmda- stjóri Bournemouth og Dennis Smith, fyrrum leikmaður Sunder- land, hafa báðir verið nefndir til sögunnar sem eftirmenn hans. H WEST Ham hefur keypt Dale Gordon frá skoska liðinu Glasgow Rangers fyrir 800 þús. pund. Gor- don lék áður með Norwich. H RUEL Fox, tuttugu og fimm ára gamall kantmaður hjá Norwich, hefur skrifað undir nýjan fjögurra ára samning við félagið. Þórsari aðalvítnid gegn Mickey Thomas Richard Laughton, Englend- ingurinn sem nú leikur með Þór Akureyri í 1. deild karla í knattspyrnu, bar vitni í gær í dómsmáli sem höfðað var á hend- ur Mickey Thomas, fyrrum leik- manni með velska landsliðinu, fyrir að dreifa fölsuðum peninga- seðlum meðal ungra knattspymu- manna hjá Wrexham þegar hann var unglingaþjálfari hjá félaginu. Laughton er aðalvitni ákæru- valdsins í málinu, án hans vitnis- burðar hefði málið verið ónýtt og 8áu bresk yfirvöld því um allan kostnað vegna ferðar hans frá íslandi til Englands, og aftur til baka til íslands, en hann á að leika með Þór gegn ÍBK í bikar- keppninni annað kvöld. Mickey Thomas, sá hinn sami og setti upp „apagrímu" fyrir leik íslands og Wales fyrir nokkrum árum, var handtekinn þegar hópur af ungum leikmönnum hjá Wrex- ham notaði falsaða peningaseðla í næturklúbbi, fyrir um einu og hálfu ári síðan. Hann er ákærður fyrir að hafa dreift fölsuðum pen- ingaseðlum, samtals að verðgildi 840 pund, til sex unglinga meðan hann var unglingaþjálfari hjá Wrexham. Haft er eftir Gordon Cole saksóknara að Thomas hafi iátið piltana borga sér sex pund fyrir hvem tuttugu punda seðil sem þeir fengu, og fímm pund fyrir 10 punda seðlana. Thomas hefur neitað öllum ásökunum og sekist saklaus af ákæmnni, sem er í fjórum liðum. Laughton sagði í dómsalnum í gær að hann hefði komið í félags- heimilið hjá Wrexham eftir leik í janúar 1992, og séð þá tvo félaga sína með búnt af tíu punda seðl- um. Hann sagðist hafa farið til Thomasar og ætlaði að biðja hann um. nokkra tíu punda seðla, en ekkert hefði orðið af því þar sem fleiri hefðu verið í búningsklefan- um. Hann hefði hins vegar heyrt samtal annars leikmanns í ungl- ingaliðinu og Thomasar skömmu síðar, þar sem fram kom að Thom- as ætlaði að útvega leikmanninum falsaða peninga. Fleiri fyrrum leikmenn með unglingaliði Wrexham báru vitni í réttarhöidunum í gær, og bar þeim saman um að peningarnir hefðu verið illa falsaðir og því erfitt að nota þá. Von er á Laughton til landsins í dag, og mun hann leika með Þór gegn IBK annað kvöld í Kefla- vík. Bikarkeppni kvenna: Blikar náðu hefndum Stefán Stefánsson skrifar BIKARDRAUMAR Valsstúlkna urðu að engu í Kópavogi ígær- kvöldi þegar Breiðabliksstúlk- ur slógu þær útúr bikarkeppni KSÍ með öruggum og sann- gjörnum 3:0 sigri og hefndu þar með fyrir 2:3 tap í deildar- keppninni fyrir stuttu. Blikastúlkur náðu fljótlega yfir- höndinni, voru mun sneggri og spiluðu boltanum oft á tíðum mjög vel á meðan Valsstúlkur virkuðu staðar. Á 28. mínútu fékk Olga Færseth boltann rétt utan vítateigs Vals og lagði fyrir Helgu Ósk Hannesdóttur sem skaut yfír hendur Guðbjörgu Ragnarsdóttur í marki Vals. Aðeins tveimur mínút- um síðar átti Olga stórkostlega stungusendingu í gegnum vöm Vals, beint fyrir Ástu B. Gunn- laugsdóttur sem kom Blikum auð- veldlega í 2:0 því Guðbjörg mark- vörður hrasaði í markinu. Guðrún Sæmundsdóttir átti gott skot að marki Blika tveimur mínútum síðar og hinu meginn bjargaði hún eftir þvögu inní markteig. Olga fékk skömmu síðar gott færi fyrir opnu marki, eftir frábæra fyrirgjöf Ástu, en hitti ekki rammann. Seinni hálfleikur var daufari. Blikar fengu tvö færi og á síðustu mínútu leiksins lék Kristrún Daða- dóttir boltanum í gegnum vörn Vals og renndi mjög óeigingjarnt á Helgu Ósk, sem innsiglaði sigur Blika með öðru marki sínu. „Ég er mjög ánægður með liðið; stelpurnar gerðu eins og þeim var sagt að gera en þær hafa lítið gert af því undanfarið. Mér er sama hverja ég fæ næst en ég hef oft sagt að best sé að slá bestu liðin út fyrst,“ sagði Steinn Helgason þjálfari UBK eftir leikinn. Olga og Ásta voru stórkostlegar í framlín- unni og Vanda Sigurgeirsdóttir ásamt Sigrúnu Óttarsdóttur í vörn- inni, að öðrum ólöstuðum. Valsstúlkur virkuðu mjög þungar og Guðrún Sæmundsdóttir og Arn- ey Magnúsdóttir báru af. Jónína skoraði tvö Jónína Víglundsdóttir skoraði tvö mörk, 2:0, fyrir bikarmeistara ÍA með fimm mín. millibili — 58. og 63. mín. og Sigbór tryggði Skagastúlk- Eiríkssin um r®tt til að leika skrifar í undanúrslitum. Jónína skoraði fyrra markið með bogaskoti utan af kanti og það síðara eftir að hún komst ein inn fyrir vörn ÍBA. Akureyrar- stúlkur voru. óheppnar að skora ekki í leiknum — rétt eftir að Jón- ína skoraði fyrra markið, átti Arn- dís Ólafsdóttir skot í stöng og síðan átti Steinunn Jónsdóttir skot sem hafnaði á stöng ÍA, beint úr auka- spyrnu. Jónína Víglundsdóttir, Hall- dóra Gylfadóttir og Ásta Benedikts- dóttir voru yfirburðamenn í liði ÍA, en Ingibjörn Ólafsdóttir og Valgerð- ur Jóhannsdóttir voru bestar í IBA- liðinu. Dalvíkingar fögnuðu á Egilsstöðum Stúlkurnar í Dalvíkurliðinu gerðu góða ferð til Egilsstaða, þar sem þær fögnuðu sigri, 2:3, í framleng- ingu. Það var ekki fyrr en í seinni hluta framlengingarinnar sem þær náðu að knýja fram sigur með tveimur mörkum. Þórunn Sigurðar- dóttir og Aðalheiður Reynisdóttir skoruðu mörkin, en það var Þórunn sem tryggði Dalvík framlengingu, með því að jafna, 1:1, rétt áður en venjulegur leiktími rann út. 'K MJÓLKURBIKARKEPPNIN ó 16 lióa úrslit o\ ;o ^ FYLKISVOLLUR FYLKIR Í KVÖLD KL. 20.00 Frftt fyrir börn 10 ára og yngri Ársmiðar og boðsmiðar gilda ekki á bikarleiki ■ Morgunblaðið/Bjarni Ásta B. Gunnlaugsdóttlr skorar annað mark Breiðabliks eftir frábæra sendingu Olgu Færseth. Guðrún Sæmundsdóttir náði ekki að stöðva Ástu. URSLIT Bikarkeppni kvenna 8-liða úrslit: Breiðablik - Valur.................3:0 Helga Hannesdóttir 2, Ásta B. Gunnlaugs- dóttir Akranes - ÍBA......................2:0 Jónína Víglundsdóttir 2. Höttur - Dalvík....................2:3 Birgitta Birgisdóttir, íris Sæmundsdóttir — Þórunn Sigurðardóttir 2, Aðalheiður Reyn- isdóttir. ■Staðan var 1:1 eftir venjulegan leiktíma á Égilsstöðum. ■Stjarnan, Breiðablik, Akranes og Dalvík eru komin í undanúrslit. HJOLREIÐAR Nelissen efstur ^Vjamolidine Abdoujaparov frá Úsbekisthan sigraði á þriðja legg Tour de France hjól- reiðakeppninnar í gær, þegar hjólaðir voru 189,5 km frá Van- nes. Belginn Wilfried Nelissen kom annar í mark, og er hann því enn með besta heildartímann í keppninni. Nelissen er tuttugu og fimm sekúndum á undan íta- lanum Mario Cipollini, sem er nú í öðru sæti. Tap gegn Hollandi Islenska landsliðið skipað leik- mönnum 16 ára og yngri tapaði í gær fyrir Hollandi 0:2, á Ólympíu- dögum æskunnar, sem haldnir eru í Hollandi. Island, sem er í riðli með Lúxemborg, Úkraínu og Hollandi, sigraði lið Lúxemborgar 6:0 á mánudaginn, og leikur gegn Úkra- ínu í dag, og um sæti á morgun. Tveir riðlar eru á mótinu, í hinum riðlinum leika Spánn, Portúgal, Georgía og Malta. Stúlkurnar neðstar á NM íslenska stúlknalandsliðið skipað leikmönnum sextán ára og yngri hafnaði í neðsta sæti á Opna Norð- urlandamótinu sem lauk í Hollandi um helgina. Liðið tapaði öllum leikj- um sínum á mótinu, þeim síðasta gegn Finnum með engu marki gegn tveimur. Svíar urðu Norðurlanda- meistarar. iilf ÍIHilIiUi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.