Morgunblaðið - 13.07.1993, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1993
Boli hafði betur
SJÖ Spánveijar og þrír Bandaríkjamenn hafa orðið
að lúta í lægra haldi fyrir nautum sem hleypt hef-
ur verið út á götur borgarinnar Pamplona á Spáni
undanfama viku. Nokkrir þeirra slösuðust lífs-
hættulega er nautin ráku hornin á kaf í þá. Nauta-
hlaupin eru gömul hefð en alls er nautunum hleypt
átta sinnum út í öngstræti borgarinnar á svo-
nefndri San Fermin hátíð. í gær átti sjötta hlaupið
sér stað og lutu þrír menn þá í lægra haldi fyrir
nautunum. Myndin var tekin á sunnudag og má
sjá naut hafa mann á hornum sér í bókstaflegri
merkingu.
Fundið
handrit eft-
ir Shake-
speare?
New York. Reuter.
SKJALASÉRFRÆÐINGUR
segist hafa fundið týnt leikrits-
handrit frá árinu 1612 eftir
William Shakespeare. Verkið
heitir „Gardenio" og fannst í
skjalasafni British Museum á
Englandi. Þetta kemur fram í
nýjasta tölublaði tímaritsins
Newsweek.
Sérfræðingurinn, Charles Hamil-
ton, segir að hann hafi með því að
bera rithöndina á handritinu saman
við erfðaskrá Shakespeares tekið
af allan vafa um að verkið væri
eftir skáldið fræga. „Cardenio" mun
aldrei hafa verið sett á svið og var
talið glatað. Shakespeare mun hafa
skrifað það við annan mann árið
1612. Að sögn Newsweek hafa
bókmenntafræðingar fullyrt að
gæði þessa verks séu ekki í sam-
ræmi við annað sem skáldið skrif-
aði, en Hamilton segir skriftina
vera hina sömu og á öðrum verkum
þess. Haft er eftir honum að það
myndi ekki reynast neinn vandi að
fá réttarúrskurð um að verkið sé
eftir Shakespeare.
Deilt um vopnaeftirlit í Norður-Kóreu
Bjartsýnir á já-
kvæða niðurstöðu
CJenf, Panmunjom. Reuter.
NORÐUR-Kóreumenn spáðu því í gær að deilur þeirra og Banda-
ríkjamanna um eftirlit I meintum kjarnorkuvopnasmiðjum
myndu leysast farsællega en fulltrúar ríkjanna setjast að samn-
ingaborði í Genf á morgun.
Skila jarðneskum leifum
NORÐUR-kóreskir hermenn (nær) afhenda alþjóðlegum landa-
mæravörðum kistur með jarðneskum leifum bandarískra her-
manna í Panmunjom í gær.
Yfirlýsing aðalsamningamanns
Norður-Kóreumanna, Kangs Sok-
ju fyrsta aðstoðarutanríkisráð-
herra, siglir í kjölfarið á ummælum
Bills Clintons Bandaríkjaforseta á
sunnudag þess efnis að reyndu
Norður-Kóreumenn notkun
kjarnavopna yrði ríki þeirra gjö-
reytt.
Clinton heimsótti Suður-Kóreu
Gögn um
Opel-bíl
fundust
um helgina og lét þessi orð falla
í landamærastöðinni Panmunjom
er hann fór að vopnahléslínunni
er skiptir Kóreuskaganum í tvö
ríki.
Norðanmenn eru grunaðir um
að vinna að smíði kjarnorkuvopna
á tveimur stöðum skammt frá
höfuðborginni Pyongyang. Hafa
þeir ítrekað neitað að leyfa fulltrú-
um Alþjóðakjarnorkustofnunar-
innar (IAEA) að kanna staðina.
Afhenda jarðneskar leifar
í gær afhentu Norður-Kóreu-
menn jarðneskar leifar 17 banda-
rískra hermanna sem féllu í Kóreu-
stríðinu á árunum 1950-53. At-
burðurinn átti sér stað í Pan-
munjom og er sá fjórði frá lokum
stríðsins fyrir 40 árum.
Eftirlitsmenn SÞ yfirgefa Bagdad í skyndingu
Gore varar Sadd-
am við loftárásum
Bagdad. Reuter.
AL Gore varaforseti Bandaríkjanna varaði Saddam Hussein Ir-
aksforseta við á sunnudag og sagði að hann gæti allt eins átt von
á annarri loftárás á höfuðborgina Bagdad. Eftirlitsmenn Samein-
uðu þjóðanna (SÞ) yfirgáfu borgina í skyndingu á sunnudag er
Irakar hindruðu þá í að innsigla myndavélar á tveimur svæðum
utan Bagdad þar sem þeir hafa gert tilraunir með skammdræg
vopn. Bandaríkjamenn eyðilögðu aðalstöðvar írösku leyniþjón-
ustunnar þar í borg með eldflaugaárás fyrir þremur vikum.
hjáVW
Frankfurt. Reuter.
SKÝRT var frá því í gær að
fundist hefðu nákvæmar upp-
lýsingar um nýja gerð af Opel-
bíl í íbúð háttsetts starfsmanns
Volkswagen (VW).
Stjórnendur Opel, sem er systur-
fyrirtæki General Motors (GM) í
Þýskalandi, hafa haldið því fram
að fyrrverandi framkvæmdastjórar
GM, sem hófu nýlega störf fyrir
Volkswagen ásamt Jose Ignacio
Lopez de Arriortua, einum af æðstu
stjórnendum GM, hefðu tekið leyni-
leg gögn með sér til þýska bílafyrir-
tækisins. Þýskir saksóknarar stað-
festu í gær að þeir hefðu fundið
gögn frá Opel við húsleit hjá einum
af æðstu stjórnendum Volkswagen
en talsmenn Volkswagen vildu ekki
tjá sig um það mál. Samkvæmt
grein í Der Spiegel er hér um að
ræða upplýsingar í smáatriðum um
smábíl sem Opel hugðist setja á
markað fyrir aldamót.
írakar sögðu í gær að fulltrúar
SÞ reyndu vísvitandi að láta sker-
ast í odda og réttlæta þannig nýj-
ar hernaðaraðgerðir gegn írak.
íbúar írösku höfuðborgarinnar
búa sig undir það versta og efndu
nokkur hundruð þeirra til mót-
mæla fyrir utan aðsetur fulltrúa
SÞ í Bagdad í gær. í augum þeirra
er loftárás óumflýjanleg, hið eina
sem þeir veltu fyrir sér og spurðu
útlendinga um í gær var hvenær
hennar væri að vænta.
Eftirlitsmenn SÞ fóru fyrirvara-
laust úr landi á sunnudag eftir að
hafa verið hindraðir í að innsigla
myndavélar á tveimur tilrauna-
svæðum fyrir utan Bagdad. Þar
hafa írakar gert tilraunir með
vopn sem þeim er heimilt að fram-
leiða samkvæmt ákvæðum sam-
komulags ura vopnahlé í Persa-
flóastríðinu. Óttast er að írakar
reyni að heíja á ný smíði lang-
drægra eldflauga og vilja eftirlits-
menn SÞ tryggja að komið verði
í veg fyrir það..
Díana af-
neitar
stjúpmóð-
ur sinni
DÍANA prinsessa hefur afneit-
að stjúpmóður sinni, Raine
Spencer greifafrú, sem giftist
frönskum aðalsmanni í síðustu l
viku. Greifafrúin var gift föður
Díönu, en hann lést á síðasta
ári. Díönu kom alla tíð illa sam-
an við stjúpmóður sína og hafa
prinsessan og systkini hennar
ásakað hana um að hafa selt
verðmæta gripi fyrir millljónir
punda úr ættaróðali fjölskyld-
unnar. Díana er nú í heimsókn
í Zimbabwe og á myndinni sést
hvar hún er að heilsa upp á
holdsveikisjúklinga á sjúkrahúsi
í Harare.
Hitabylgja og
úrfelli í Banda-
ríkjunum
FIMM DAGA hitabylgja á aust-
urströnd Bandaríkjanna hefur
valdið dauða 48 manna, en í
miðríkjunum hafa úrfelli og flóð
leitt til dauða 17 manns og
þúsundir hafa yfirgefið heimili
sín. Veðurfræðingar hafa spáð
áframhaldandi rigningum a
svæðinu í kringum Mississippi-
fljót, sem hefur flætt yfir bakka
sína undanfama daga.
Sprengja
drepur 12 í
Sarajevo
SPRENGJA sem varpað var á
röð fólks sem beið eftir vatni í
Sarajevo í gær, varð tólf manns
að bana og særði 15 aðra.
Vatnskerfi borgarinnnar hefur
verið óvirkt um tíma og neyð-
ast íbúar borgarinnar, sem telur
um 380.000 manns, til að bíða
við vatnsból í borginni eftir
vatni. Leiðtogar stríðandi fýlk-
inga Serba og múslima hafa
samþykkt að koma vatni og
rafmagni í gagnið aftur, og
hafa lofað að tryggja öryggi
starfsmanna Sameinuðu þjóð-
anna sem munu vinna verkið.
Ættleiðingar-
lögnm breytt í
Bretlandi
VIRGINIA Bottomley, heil-
brigðisráðherra Bretlands, vill
að ættleiðingarlögum verði
breytt og þjálfun félagsfræð-
inga endurskoðuð eftir að hjón-
um af sitt hvorum kynþætti var
neitað um að ættleiða litað barn
á þeim forsendum að þau væru
„félagslega barnaleg". Hjónin,
en konan er Asíubúi og eigin-
maðurinn hvítur, voru sögð
óhæf til að ættleiða barnið því
þau höfðu aldrei orðið fyrir að-
kasti vegna ólíks uppruna síns.
Bottomley sagðist vera orðin
leið á þeirri pólitísku rétthugsun
sem hefði meira vægi en þörf
þúsunda barna sem vantaði
heimili.