Morgunblaðið - 13.07.1993, Síða 17

Morgunblaðið - 13.07.1993, Síða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1993 Morgunblaðið/Sverrir Þjóðdansar við Árbæjarsafn UM 1.200 manns komu saman við Árbæjarsafn á sunnu- daginn til að fylgjast með 300 dönsurum frá Norðurlönd- um og Austurríki sem þar sýndu þjóðdansa. Þjóðdansafé- lag Reykjavíkur stóð fyrir sýningunni sem nefnist „ísleik" og er haldin hér á landi á nokkurra ára fresti. Dagskráin hófst með því að dansaramir gengu fylktu liði frá Breið- holtsskóla inn á Árbæjarsafn. Þar sýndu þeir dansa frá eigin löndum. Að sögn Unnar Lárusdóttur, safnvarðar í Árbæjarsafni, tókst þjóðdansasýningin vel enda veður ákjósanlegt. Morgunblaðið/Ingvar Guðmundur Magnússon þjóðminjavörður Þjóðminjadagur verð- ur árlegur viðburður „FYRSTI þjóðminjadagurinn tókst vonum framar,“ segir Guðmundur Magnússon þjóðminjavörður. Guðmundur segir ljóst að þjóðminjadagurinn verði árlegur viðburður, vænt- anlega annan sunnudag í júlí ár hvert. Síðasta sunnudag var þjóð- minjadagur og var af því tilefni ókeypis aðgangur að fjölmörgum minjasöfnum, þ.m.t. Þjóðminja- safni íslands. Guðmundur Magn- ússon sagði að dagurinn hefði heppnast vonum framar. Þjóð- minjasafnið í Reykjavík hefðu 800 manns sótt heim. Þjóðminja- vörður sagði að þeir hefðu aðeins einu sinni áður náð slíkri aðsókn, þ.e. 17. júní síðastliðinn, en þá var safnið opið og tugþúsundir manna í nágrenninu. Guðmundur sagði að aðsókn að öðrum söfnum hefði líka verið mjög góð; um 150 manns hefðu hefðu komið í Lækningaminja- safnið í Nesstofu á Seltjarnar- nesi, og yfir 200 manns hefðu komið í Sjóminjasafnið í Hafnar- firði. Guðmundur var ekki með fyrirliggjandi tölur um aðsókn að söfnum úti á landi en fyrstu Heilbrigðisráðherra ræður sér aðstoðarmann JÓN H. Karlsson framkvæmda- stjóri Teppabúðarinnar hf. hefur verið ráðinn aðstoðarmaður heil- brigðis- og tryggingamálaráð- herra frá og með 1. júlí 1993 að telja. Jón sagðist gera sér grein fyrir að verkefnin væru mörg sem biðu í ráðu- neytinu. „Mörg þeirra eru erfið við að glíma en það er áðeins skemmti- legra,“ sagði hann. „Vonandi kemur reynslan úr einkageiranum - að ein- hverju gagni í opinbera geiranum en tíminn á eftir að leiða það í ljós.“ Jón er fæddur í Neskaupstað 24. janúar 1949. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1969 og viðskipta- og hagfræðiprófí frá Háskóla íslands 1975. Hann var framkvæmdastjóri Teppalands frá 1975 til 1988 og framkvæmdastjóri Teppabúðarinnar frá 1988. Hann sit- ur í stjóm Knattspymufélagsins Vals og er í stjóm Handknattleikssam- bands íslands. Jón hefur setið í tjölda nefnda fyr- ir Alþýðuflokkinn og m.a. starfað Jón H. Karlsson fyrir Félag íslenskra stórkaupmanna. Eginkona hans er Erla Valsdóttir og eiga þau sex börn. fréttir væru af góðri aðsókn þar. Talsverður fjöldi hefði líka heim- sótt Stöng í Þjórsárdal, en þar hefði verið boðin sérstök leið- sögn. Árlegur viðburður Þjóðminjavörður sagði hinar góðu undirtektir benda ótvírætt til þess að sú stefna væri rétt að helga íslenskum þjóðminjum, minjum um líf og starf þjóðarinn- ar, einn dag á ári. Þjóðminjavörð- ur tilgreindi eða dagsetti sem árlegan þjóðminjadag annan sunnudag júlímánaðar. vyciftcitfi/ kr. 59. S. agú&b tTiTiTB Einstakt tækifæri. Við höfum fengið viðbótargistingu þann 5. ágúst á Las Perlas hótelinu í Cancun á hreint ótrúlega hagstæðu verði. 10 herbergi á þessu frábæra verði. Njóttu lífsins í ágúst í þessari heillandi paradís í Karíbahafinu. * Verð kr. 59.900 m.v. 2 í herbergi 5. ágúst. Flugvallarskattar: kr. 3.879.- HEIMSFERÐIR hf. Austurstræti 17, 2. hæð • Sími 624600

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.