Morgunblaðið - 13.07.1993, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.07.1993, Blaðsíða 13
; moröunb£aíðí£>‘ ÞÍiÍÉÍjöb'ÁólÍR iá. jíj'ú' '1993 13 Argentína: Hvað brást? eftir Þorvald Gylfason Árið 1895 var Argentína eitt af auðugustu löndum heims. Þjóðar- tekjur á mann voru svipaðar og í Þýzkalandi, Hollandi og Belgíu og hærri en á Ítalíu og Spáni og í Austurríki, Noregi, Sviss og Sví- þjóð. Allar götur fram til ársins 1930 hélt Argentína sæti sínu við háborðið í heimsbúskapnum, enda var hagvöxtur í Argentínu eins mikill og hann var mestur annars staðar í heiminum þennan tíma, þótt fólkinu fjölgaði ört vegna inn- flutnings einkum frá Suður-Evr- ópu. íbúar landsins voru um 4 milljónir 1895, 8 milljónir 1914 og 12 milljónir 1930, en landið er á stærð við meginland Evrópu að flatarmáli og gjöfult með afbrigð- um. Höfuðborgin Buenos Aires var næststærsta borg á austurströnd vesturheims á þessum árum, næst á eftir New York. Margir áttu von á því, að Argentína myndi fljótlega státa af næstbeztu lífskjörum í heimi, á eftir Bandaríkjunum ein- um. Svo fór þó ekki. Eftir 1930 dróst Argentína langt aftur úr Evrópulöndum í efnahagslegu til- liti. Þetta gerðist smám saman og með rykkjum og skrykkjum. Annað veifið hljóp myndarlegur vöxtur í þjóðarbúskapinn og þá misstu menn sjónar á því, að þeir voru að dragast aftur úr öðrum smátt og smátt. Árið 1989 voru þjóðar- tekjur á mann í Argentínu orðnar fjórum sinnum lægri en á Spáni, tíu sinnum lægri en í Svíþjóð og fjórtán sinnum lægri en Sviss sam- kvæmt tölum Alþjóðabankans. Verðbólga mældist í tveggja og þriggja stafa tölum langtímum saman. Landið logaði í ófriði. Er- • lendar skuldir hrönnuðust upp í 120% af þjóðarframléiðslunni 1989. Eitt ríkasta land heims hafði þróazt í þriðjaheimsríki á nokkrum áratugum. Hvernig gat þetta gerzt? Hvað brást? Vanþroska stjórnarfar Mér sýnist einkum tvennt hafa farið úrskeiðis í Argentínu með nokkurri einföldun. Fyrri skýringin er sú, að stjórnmálaþróun landsins hélzt ekki í hendur við öran hag- vöxt og félagslegar framfarir á uppgangsárunum 1895-1930. Hag- þróun útheimtir eðlilegan stjórn- málaþroska, en Argentína hélt áfram að vera þróunarland að stjórnarfari. Efnahagur landsins hlaut að versna til samræmis við stjórnmálaástandið. Ojafnt eignar- hald á landi ásamt meðfylgjandi einokun í viðskiptum setti sterkan svip á þjóðfélagsþróun í Argentínu á nýlendutímanum, þegar Spánveij- ar réðu yfir landinu. Þessi skipan hélzt, eftir að Argentína varð sjálf- stætt ríki snemma á síðustu öld. Fámenn yfirstétt hafði tögl og hagldir í landinu í skjóli mikilla landareigna. Ójafnt eignarhald leiddi til ójafnra lífskjara og stóð í vegi fyrir lýðræðislegri valddreif- ingu og eðlilegri nýsköpun í at- vinnulífinu um leið til samræmis við atvinnuþróun í Evrópu, þar sem iðnaður, verzlun og þjónusta fengu svigrúm til að þróast eðlilega við hlið landbúnaðar. Hörð hagsmuna- átök landeigenda og borgarbúa ein- kenndu stjórnarfarið og efnahags- lífið í Árgentínu. Lýðræðislega kjörnir forsetar hegðuðu sér iðulega eins og einræðisherrar. Útflutningur landbúnaðarafurða, einkum kjöts og korns, til Evrópu var að vísu driffjöðrin á bak við uppsveifluna í efnahagslífi Argent- ínu 1895-1930. Einhæfni atvinnu- lífsins stuðlaði þó ásamt öðru smám saman að hnignandi lífskjörum al- mennings, sem kallaði síðan á rót- tækar aðgerðir til þess að rétta hag sinn. Perón, forseti landsins 1946-55, varð við þessum óskum með dyggilegum stuðningi sterkra verkalýðsfélaga, sem hann hafði hjálpað til við að byggja upp árin næst á undan. Perónistar beittu sér fyrir því að hækka kaup verkafólks langt umfram greiðslugetu fyrir- Þingið sitja rúmlega 500 skátar frá 112 löndum. Að þessu sinni bætast sjö nýjar þjóðir í hóp aðildar- landa og meðal þeirra eru Eistland, Lettland, Rúmenía og Ungveija- land, en skátastarf hefur nýlega farið af stað aftur í þessum löndum í kjölfar þeirra miklu breytinga sem átt hafa sér stað í Austur-Evrópu. Þema ráðstefnunnar er „Today’s challange — our future“. Aðalverk- efni ráðstefnunnar er að móta stefnu fyrir starfið næstu þijú árin. Áhersla verður lög á fræðslu og þjálfun til að takast á við breyttan heim. Alþjóðaráðstefnan er haldin þriðja hvert ár og mun hún nú að þessu sinni standa til 10. júlí. Meginmarkmið alþjóðasamtaka kvenskáta er að gefa stúlkum og ungum konum tækifæri til þjálfun- 5073 Pipar, salt & tannstönglastautar Verð: 5.500,- VARIST EFTIRLIKINGAR ALESSI KRINGLUNNI S: 680633 AFI/AMMA Allt fyrir minnsta barnabarnið ÞUMALÍNA 9093 Flautuketill Verð: 6.900,- VARIST EFTIRLIKINGAR ALESSI KRINGLUNNI S: 680633 tækjanna og þöndu ríkisútgjöld langt fram úr skatttekjum ríkisins, að nokkru leyti til að leyna auknu atvinnuleysi. Verðbólga og erlendar skuldir ruku upp úr öllu valdi. Her- inn steypti Perón af stóli 1955 og hrakti hann í útlegð. Vond hagstjórn Síðari skýringin á hnignun Arg- entínu er skyld hinni fyrri. Hún er einfaldlega sú, að efnahagsstefna stjórnvalda í landinu var röng í veigamiklum atriðum bæði fyrir og eftir 1930, þótt margar ríkisstjórn- ir, sumar þeirra kjörnar í lýðræðis- legum kosningum, færu með völd á víxl. Innflutningshömlur, hágeng- isstefna og skortur á heilbrigðri samkeppni beindu efnahagsþróun- inni í óhagkvæman farveg, drógu úr erlendum viðskiptum og bitnuðu á lífskjörum almennings. Orói með- al vinnandi fólks, verðbólga og vax- andi erlendar skuldir komu í kjölfar- ið vegna harðnandi þjóðfélagsátaka um tekjuskiptingu. Spilling var landlæg. Menntafólk flykktist úr landi tugþúsundum saman. Því hlaut að fara sem fór. Það dugir samt ekki að skella skuldinni á Perón einan, þótt stjórn hans ynni vissulega mikinn skaða. Nei, menn verða að velta því fyrir sér, hvers vegna Perón var kjörinn forseti með yfírburðum 1946 og síðan aftur 1973, þegar herinn hafði gefizt upp við að stjórna landinu. Lýðhylli Peróns var sprottin af stjórnmála- vanþroska landsins og rangri efna- hagsstefnu þeirra, sem stjórnuðu Argentínu á undan og eftir honum. Alvarlegustu mistökin voru trúlega þau að reyna að byggja upp iðnað í landinu innan verndarmúra upp Þorvaldur Gylfason „Nú er þjóðarfram- leiðslan í örum vexti og verðbólgan á niðurleið í bili, þótt skuldabyrðin sé níðþung áfram. Stefnan er rétt, en Arg- entína á langt í land.“ úr 1930, þegar ljóst var orðið, að Argentína gat ekki fleytt sér fram á landbúnaði einvörðungu þrátt fyr- ir mikil landgæði. Verndarstefnan varð til þess, að Argentínumenn tóku jafnvel að framleiða eigin bíla, sjónvarpstæki og ísskápa auk næst- um alls annars í stað þess að flytja sumt af þessu inn frá öðrum löndum og efla útflutning. Sjálfsþurftabú- skapurinn dró úr hagkvæmni í efna- hagslífi landsins. Argentína er enn- þá tiltölulega lokað hagkerfí borið saman við Evrópulönd. Útflutning- ur og innflutningur eru innan við 10% af þjóðarframleiðslu Argent- ínu, en fjórðungur í Bretlandi og Frakklandi, þriðjungur hér heima eins og í Danmörku og Þýzkalandi og meira en helmingur í Hollandi og Belgíu til dæmis. Argentinu tókst ekki að halda góðum við- skiptatengslum við Evrópu eða afla nýrra viðskipta í staðinn. Það reyndist afdrifaríkt. Þó er rétt að taka það fram, að nú eru Argent- ínumenn farnir að framleiða bíla til útflutnings. Fleira lagðist á sömu sveif. Þjóð- nýting ýmissa fyrirtækja á valda- tíma Peróns dró úr hagkvæmni í efnahagslífinu. Veldi verkalýðsfé- laganna gerði það líka, meðal ann- ars í gegnum óhóflegt starfsmanna- hald í ríkisfyrirtækjum. Einokun og fákeppni einkenndu mikinn hluta efnahagslífsins; næstum allur meiri háttar búvöruútflutningur var til dæmis í höndum ríkisverndaðrar einokunar. Stjórnvöld kynntu efna- hagsaðgerðir með reglulegu milli- bili, einkum gengisfellingar og auknar erlendar lántökur, en ástandið hélt áfram að versna. En nú þykist ríkisstjórn Argent- ínu hafa snúið vörn í sókn undir forustu Menems forseta. Hann hef- ur stjórnað landinu síðan 1989 og beitt sér fyrir róttækum efnahags- umbótum með aukin erlend við- skipti, aukna samkeppni, víðtæka einkavæðingu og átak gegn spill- ingu að leiðarljósi. Nú er þjóðar- framleiðslan í önim vexti og verð- bólgan á niðurleið í bili, þótt skulda- byrðin sé níðþung áfram. Stefnan er rétt, en Argentína á langt í land. Höfundur er prófessor í Viðskipta- og hagfræðideild H&skóla íslands. Alþjóða ráðstefna kvenskáta ALÞJÓÐA RÁÐSTEFNA kvenskáta var sett 1. júlí við Nyborg í Danmörku í 28. sinn. Hennar hátign Margrét Danadrottning, Benedikta prinsessa og Ingrid drottning voru viðstaddar setn- ingu ráðstefnunnar ásamt fleirum góðum gestum. Þess má geta að Benedikta prinsessa er formaður danskra kvenskáta. ar og þroska til að verða ábyrgir þjóðfélagsþegnar og efla vináttu og skilning þjóða á milli. í alþjóðasam- tökum kvenskáta starfa rúmlega átta nlilljón skátar. Frá Bandalagi íslenskra skáta eru þrír þátttakend- ur á alþjóðráðstefnunni, Anna G. Sverrisdóttir, Hafdís Óladóttir og Guðrún Nikulásdóttir. TÆLENSKUR MATUR TÆLENSKT UMHVERFI vAcBANTHAI KLB'N LAUGAVEGI 130, SlMI 13622 Fluabúxfin hf. vícf GuUinbrú býcfur 20% aplátt (25% otgr.) frá 8. tiL 16. júLí. Ath.: MLkuJ úrval á lager af nýjum góLf- og veggflídiun. Engar vörur með hækkað verð vegna gengisfellingar allar flísar á verði fyrir gengisfellingu Dæmi um verð: Áður : Nú: Stgr.: Gólfflísar 31,6x31,6 1.990 1.592 1.493 Gólfflísar 31,6x31,6 2.576 2.061 1.932 Veggflísar 20x20 2.088 1.670 1.566 Veggflísar 20x25 2.522 2.018 1.892 P5fl i’JI Stórhöfða 17 við Gullinbrú, sími 67 48 44

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.