Morgunblaðið - 13.07.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.07.1993, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1993 Fyrirtæki Þörunga vinnslan með 20 milljóna tap á sl. árí Miðhúsum. Þörungaverksmiðjan á Reykhólum var rekin með 20,4 milljóna króna tapi á árinu 1992. Þetta kom fram á aðalfundi verksmiðjunn- ar í síðustu viku. Tekjur minnkuðu á milli ára um 10,6%. Seldar afurðir 1992 voru upp á 67,9 milljónir króna en 1991 var salan upp á 76 milljónir. Helstu eigendur Þörungaverksmiðjunnar eru Norðmenn, Byggðastofnun og Reykhólahreppur. Það kom fram á aðalfundinum að einstaka garðyrkjubændur keyptu allmikið af þörungamjöli, en Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins hefði sýnt lítinn áhuga á þessum fjölþætta áburði og ekki hefðu ver- ið gerðar þar rannsóknir varðandi notagildi hans, en hann er nauðsyn- legur í menningarþjóðfélagi. Einnig kom tii umræðu hvort sæeyru ættu framtíð hér sem rækt- unardýr, en tekist hefur að rækta þau hér og látið þau fjölga sér. Fæða þeirra er þari og söl, en á Reykhólum eru öll skilyrði til stað- ar. Ásgeir Eiríkur Guðnason hefur sýnt þessari atvinnugrein mikinn áhuga og er hann að kanna markað- BUVELAR — Frá búvélasýningu á ísafirði í júní. Frá vinstri, Jóhann Haraldsson, Sigdór Rúnarsson, Arngrímur Pálmason frá Ing- vari Helgasyni, og Magnús Jóhannsson. SKÁLINN BRAUTARHOLT 3, 105 REYKJAVfK S(MI 91-621420, FAX 91-621375 INVITA Þitt persónulega eldhús inn, en sæeyru þykja herramanns- matur. Fundarstjóri var Stefán Skarp- héðinsson sýslumaður, en stjórn verksmiðjunnar skipa nú: Jón Birg- ir Jónsson verkfræðingur og Stefán Magnússon oddviti Reykhóla- hrepps, en þeir eru fulltrúar Byggðastofnunar. Fulltrúi Reyk- hólahrepps er Bergsveinn Reynis- son á Gróustöðum og fulltrúar Norðmanna í stjórn eru Bjami Ax- elsson, Reykjavík, og Ivar Thon Lossins, Noregi. Framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar er Páll Ágúst Ásgeirsson. Sveinn Landbúnaður Búvélasýn- ing á Isafirði VIÐAMIKIL búvélasýning var haldin á Isafirði síðustu helgi júnímánaðar. Bílaleigan Ernir á Isafirði stóð fyrir sýningunni,' þar sem menn gátu kynnt sér margvísleg landbúnaðartæki. Sýning þessi var ein sú stærsta sem haldin hefur verið á Vest- fjörðum. Meðal þess sem sýnt var, var dráttarvél frá Massey Ferguson, rúllupökkunarvél frá Uner Hang, rúllubindivél frá Claas og sláttuvéí og tætla frá Kuhn og P-Setan. Aðstandandi sýningarinnar var Bflaleigan Emir, en bflaleigan er umboðsaðili Ingvars Helgasonar á ísafirði. Við fyrirtækið hefur verið stofnuð sérstök búvörudeild, sem ætlað er að sinna sölu og þjónustu á landbúnaðarvélum. Ráðinn hefur verið starfsmaður, Jóhann Haraldsson, til að sinna þessum þáttum. Hann mun starfa á verkstæði bílaleigunnar og á velútbúinni þjónustubifreið, sem er nýjung á þessu svæði. Bílaleig- an Emir mun leggja metnað sinn í að veita góða og persónulega þjónustu við bændur á svæðinu. Gunnar. SAMDRATTURIVERSLUN! Heíldarvelta í verslunangreinui janúar til apríl 1992 og 1993 (í millj.kr. án vsk.) Heíldsöludreifing áfengis og tóbaks, smásala áfengis Heildsölu- og smásöludreifing á bensíni og olíum Byggingavömverslun Sala á bilum og bílavörum Önnur heildverslun ■ <as jan.-apr. 1992 jan.-apr. 1993 Veltu- breyting 3.005,6 2.872,1 -4,4% 6.041,4 6.788,8 12,4% 2.720,9 2.547,4 -6,4% 4.383,1 4.487,8 2,4% 18.507,7 17.996,7 -2,8% Heildverslun samtals: Fiskverslun Kjöt- og nýlenduvöruverslun, mjólkur- og brauðsala Sala tóbaks, sælgætis og gosdrykkja Blómaverslun Sala vefnaðar- og fatavöru Skófatnaður Bækur og ritföng Lyf og hjúkrunarvara Búsáhöld, heimilis- tæki, húsgögn Úr, skartgripir, Ijós- myndavömr, sjóntæki Snyrti- og hreinlætisvörur Önnursérverslun, s.s. sportvömr, leikföng, minjagripir, frímerki Blönduð verslun 34.658,8 34.692,9 0,1% 179,3 210,7 17,5% 7.756,6 7.770,3 0,2% 2.337.6 447,8 1.496.7 153,7 844,3 1.129,4 2.347,0 414,3 1.407.5 203,9 822,0 1.111.6 0,4% -7,5% -6,0% 32,6% -2,6% -1,6% 2.316,6 2.287,2 -1,3% 333,7 308,9 -7,4% 169,5 155,5 -8,3% | 997,2 957,0 -4,0% 11.016,1 10.580,4 -4,0% Smásöluverslun samtals: 29.178,5 28.576,1 -2,1% SAMTALS: 63.837,3 63.269,0 -0,9% VELTA í verslunargreinum dróst saman um 0.9% fyrstu fjóra mánuði þessa árs samanborið við sama tima í fyrra, samkvæmt nyju yfirtiti Þjóð- hagsstofnunar sem byggt er á virðisaukaskattsskýrslum. I heildverslun stendur veltan nánast í stað að krónutölu en þar vegur veltuaukning olíu- félaganna vegna verðhækkana upp á móti samdrætti í almennri heildversl- un og áfengissölu. Hvað smásöluna snertir varð 2,1 % samdráttur og minnkuðu umsvifin í flestum greinum. Rétt er að taka tölur yfir veltu í ein- stökum greinum með fyrirvara. Þannig getur míkil veltuaukning (fiskversl- un og skóverslun vart staðist og skýrist væntanlega af tilfærslum milli flokka á virðisaukaskattsskýrslum. Loks er rétt að benda á að tölumar eru á verðlagi hvors árs. Ef tekið er mið af hækkun framfærsluvísitölu hefur samdrattur í verslun orðið 3,9% að raungildi en 5,1 % i smásöluverslun og 3,1 % í heildverslun. Jafnréttismál Starfshópur skipaður vegna jafnréttisviðurkenningar Rafsuðuvél rafstöð Eigum á lager sambyggða rafsuðuvél 30-300 amp. með 80 v. kveikjuspennu og rafstöð 5,4 kw ein fasa og 6,4 kw þriggja fasa, á frábæru verði kr. 521.655,- m/vsk. Pallar bf. Dalvegi 24, 200 Kópavogi, símar42322 og 641020. JAFNRÉTTISRÁÐ hefur skipað starfshóp til að undirbúa veitingu jafnréttisviðurkenningar á árinu 1993. Slík viðurkenning var veitt í fyrsta sinn sl. haust og varð Akureyrarbær þá fyrir valinu. Hugmyndin er á bak við viðurkenninguna er að verðlauna þann aðila sem með einhveijum hætti hefur lagt lóð á vogarskálina til að jafna metin milli kynjanna. Jafnréttisráð beinir einkum sjónum sínum til atvinnulífsins þó viðurkenningin geti fallið einstaklingi, félagsamtökum eða sveitarfélagi i skaut. Starfshóp Jafnréttisráðs skipa að þessu sinni þau Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir, Andrea Gylfadótt- ir, Hörður Sigurgestsson og Stef- án Jón Hafstein. Frá Jafnréttisráði eru í starfshópnum þau Lára V. Júlíusdóttir, formaður ráðsins, Gylfi Arnbjömsson, fulltrúi ASÍ í ráðinu og Hrafnhildur Stefáns- dóttir, fulltrúi VSÍ í ráðinu. Með hópnum starfar slðan fram- kvæmdastjóri Jafnréttisráðs, Elsa Þorkelsdóttir. Þegar valið fór fram á sl. ári þótti, auk Akureyrarbæjar, koma til greina að veita viðurkenning- una Sambandi íslenskra banka- manna, Pósti og síma og Skýrslu- - ódýrgisting um allt land vélum ríkisins og Reykjavíkur- borgar. Akureyrarbær var talinn skara fram úr þar sem yfirvöld á Akureyri hafa unnið markvisst starf að jafnréttismálum sl. 10 ár. Jafnréttisnefnd var skipuð eftir sveitarstjórnarkosningar 1982 og var mikil virkni í nefndinni þegar frá upphafí. Þá var samnorræna verkefnið um kynjaskiptingu vinnumarkaðarins „Bijótum múrana" staðsett á Ákureyri. Þetta samstarf þykir hafa skilað árangri á margan hátt. M.a. hefur verið efnt til námskeiða fyrir kon- ur um stofnun og rekstur fyrir- tækja og námskeiða fyrir kennara um náms- og starfsfræðslu í grunnskólum. Jafnframt fór fram rannsókn á stöðu kvenna í stjórn- unarstöðum á Akureyri auk þess sem gerð var jafnréttisáætlun fyr- ir Akureyrarbæ. Þá var ráðinn jafnréttisfulltrúi á Akureyri haust- ið 1991 til að fylgja eftir jafnrétt- isáætluninni og vera starfsmaður jafnréttisnefndarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.