Morgunblaðið - 13.07.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.07.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1993 15 Hjúkrunarheimili - heimili eða sjúkrastofmin? eftir Sigurbjörn Björnsson Á síðustu áratugum hefur orðið veruleg fjölgun í hópi aldraðra bsSði hérlendis og í öðrum tæknivæddum ríkjum heims. Hinir yngri í hópi aldraðra búa nú við betri heilsu en jafnaldrar þeirra gerðu fyrir fáein- um áratugum. Hinum eldri og ekki síst hinum háöldruðu hefur einnig fjölgað umtalsvert og mun ekki síst einstaklingum í síðast talda hópnum fjölga á næstu áratugum. Þrátt fyrir batnandi heilsufar í þessum hópum aldraðra mun ekki fara hjá því að fjöldi þeirra sem sjúkir og háaldraðir eru mun fara vaxandi á komandi árum. Sú staðreynd er því viðurkennd að umönnun þessara einstaklinga mun leggjast á velferð- arkerfið af enn meiri þunga á næstu árum en það hefur gert til þessa. Jafnframt er ljóst að þrátt fyrir verulega uppbyggingu á heimaþjón- ustu til að mæta auknum umönnun- arþörfum mun ávallt verða allstór hluti þessara einstaklinga, sem þarfnast einhvers konar stofnana- þjónustu. Á tímabili ríkti sú stefna í ná- grannalöndunum og reyndar að ein- hverju marki hérlendis að aldraðir sjúkir skyldu undir nær öllum kringumstæðum vistast í heimahús- um nánast hvað sem það kostaði. Flestir sem að þessum málum starfa nú hafa þó horfið frá þessari óraun- hæfu stefnu. Ástæðan er sú að menn hafa gert sér ljóst að slík stefna leiðir einatt af sér meiri vandamál en henni er ætlað að leysa m.a. með óhóflegu álagi á aðstand- endur og einstaklingana sjálfa. Sá valkostur sem liggur beinast að taki við þegar möguleikar heima- þjónustu þrjóta eru því hjúkrunar- og umönnunarstofnanir ýmiskonar. Hjúkrunarheimili Á síðustu áratugum og jafnvel nú fram á síðustu ár hafa ýmsir áhrifaaðilar innan heilbrigðiskerfis- ins talið að aldraðir lasburða ein- staklingar væru best komnir innan veggja sjúkrahúsa til búsetu. Þessi stefna er þó um margt gagnrýni verð og á aðeins rétt á sér í undan- tekningatilfellum. Mun æskilegri valkostur, þegar greining á vanda sjúklings hefur farið fram innan veggja sjúkrahússins, er að viðkom- andi gefíst kostur á að flytja á heim- ili þar sem sérhæfðar aðstæður og fagfólk geta mætt þörfum hans og óskum. Ólikt því sem sjúkrahús- deildir með tilheyrandi andrúmslofti og innstillingu gagnvart sjúklingun- um geta boðið, með fullri virðingu fyrir góðum vilja stjórnenda og starfsfólks, geta hjúkrunarheimilin boðið heimilisfólki sínu heimilislegt umhverfí og andblæ, sem dregið getur úr tilfinningu þess og að- standenda þeirra fyrir þeim þung- bæra heilsubresti sem að steðjar. Hafa ber í huga að hér er um að ræða lögheimili viðkomandi ein- staklings. ÁR ALDRAÐRA í EVRÓPU 1993 „Megin forsenda fyrir starfsemi heimila fyrir aldraða á að vera virð- ing fyrir einstaklingn- um, þörfum hans og óskum. Oft krefst slík viðmiðun mikils af starfsfólki, bæði þolin- mæði og tíma, sem því miður er oft naumt skammtaður. Þá eru jákvæð samskipti við aðstandendur ekki síð- ur mikilvæg, ekki síst þegar alvarleg veikindi eða dauða ber að hönd- um.“ Gæðaeftirlit Miklar framfarir hafa orðið á undanförnum árum innan öldrunar- lækninga og hjúkrunar og umönn- unar aldraðra. Greiningu á hinum oft flókna og margþætta heilsufars- vanda hinna öldruðu hefur fleygt fram og samtímis hafa skapast auknir meðferðarmöguleikar. Jafn- framt hafa á síðari árum bæði vest- anhafs og austan verið teknar upp aðferðir til að mæla og fylgjast með að gæði þeirrar þjónustu sem upp á er boðið á hjúkrunarstofnunum séu fullnægjandi. Slíkar mælingar- aðferðir þjóna í raun margþættum tilgangi. Aðaltilgangur gæðaeftir- litsins er að sjálfsögðu sá að tryggja að skjólstæðingurinn fái ávallt þá bestu þjónustu sem kostur er á. Auk þess hefur slíkt eftirlit menntunar- legt gildi fyrir starfsfólk og hvetur það í starfi. Að auki bjóða slikar aðferðir upp á vísindalega úrvinnslu gagna til farald'sfræðilegra rann- sókna og jafnframt skapast hér verkfæri til kostnaðarmats fyrir ein- stakar hjúkrunarstofnanir og þar með mat á greiðslu einstaklinga, tryggingaaðila eða hins opinbera fyrir þessa þjónustu. Vonir standa til að við íslendingar getum hafið þátttöku í alþjóðlegu samstarfi hvað þess háttar gæðaeftirlit varðar innan fárra ára, en enn sem komið er er málið aðeins á umræðustigi. Innra andrúmsloft Þrátt fyrir ríkan vilja starfsfólks öldrunarþjónustu til að bjóða skjól- stæðingum sínum upp á faglega og góða þjónustu, m.a. með aðstoð mælitækja eins og nefnd voru hér að framan, má lengi bæta um bet- ur. Slík mælitæki geta seint mælt hina breytilegu þörf einstakling- anna fyrir mannleg samskipti, mælt sérþarfir heimilismanna í ljósi félagslegs bakgrunns, persónuleika og smekks. Til þess að svo megi verða þarf við hönnun heimilanna að gera ráð fyrir mismunandi þörf- um íbúanna, m.a. til einkalífs og þar með nægjanlegum fjölda einbýl- ishúsaherbergja fyrir þá sem þess óska. Jafnframt þarf að gera ráð hæfilega stórum innri einingum heimilanna og nægjanlegu rými í mat- og setustofum til að sem flest- ir geti komið þar saman þótt í hjóla- stólum séu. Þá er endurhæfingar- og afþreyingaraðstaða nauðsynleg- ur hluti þessara heimila. Nokkuð hefur hins vegar skort á skilning á þessum þörfum á síðustu árum hjá ráðamönnum. Virðing einstaklingsins Hið innra starf slíkra heimila er þó sá þáttur sem ráða kann úrslitum um velferð heimilismanna. Megin forsenda fyrir starfsemi heimila fyrir aldraða á að vera virðing fyr- ir einstakiingnum, þörfum hans og óskum. Oft krefst slík viðmiðun mikils af starfsfólki, bæði þolin- mæði og tíma, sem því miður er oft naumt skammtaður. Þá eru já- kvæð samskipti við aðstandendur ekki síður mikilvæg, ekki síst þegar alvarleg veikindi eða dauða ber að höndum. Ýmis atriði, sem mörgum kann að þykja smávægileg, eru þýðingarmikil og verð þess að gefa gaum. Sem dæmi má nefna mikil- vægi þess — að fá að taka með sér á heimilið Jos mun halda fyrirlestur um avataraðferðina, sem stuðlar að samstillingu huga líkama og sálar, tengingu hugsana og tilfínnginga samfara auknu persónufrelsi á áreynslulausan hátt, eins og segir í fréttatilkynningú. Þar segir ennfremur, að aðferðin hafi notið vaxandi virðingar og athygli meðal ólíkustu hópa fólks, svo sem sálfræðinga lækna, stjórnmála og vísindamanna, heil- Sigurbjörn Björnsson persónulega muni, húsgögn, myndir o.fl. — að barið sé að dyrum þegar gengið er um herbergisdyr. — að heimilismaður hafi sjálfs- ákvörðunarrétt yfir því hvort og/eða hvenær hann fer á fæt- ur, matast eða fer á salerni. — að leitast við að hlífa þeim sem betur eru á sig komnir hvað andlega getu varðar við að vera stöðugt undir áreiti þeirra sem valda truflun vegna heilabilun- arsjúkdóma. Og mætti þannig lengi áfram telja. Viðfangsefni heimilismanna og starfsfólks hjúkrunarheimila á næstu árum verður ekki síst að koma þessum atriðum ásamt fjöl- mörgum öðrum í betra horf, en verið hefur til þessa. Með því móti verður mögulegt að skapa það and- rúmsloft og þann heimilisbrag, sem mikilsvert er að ríki innan veggja hjúkrunarheimila. Höfundur er öldrunarlæknir. brigðisstétta, listamanna og allra áhugamanna um sjálfsrækt, sem og á sviði samskipta og viðskipta. Jos hefur starfað fyrir stórfyrir- tæki í Hollandi og ásamt konu sinni Mario Lijn hafa þau mikla reyslu við að miðla aðferðinni. Þau munu svara öllum spurning- um varðandi avataraðferðina, sem verður haldin 17. til 24. júlí næst- komandi. Kynningarfund- ur um Avatar KYNNINGARFUNDUR um Avatar, listina að lifa með ásetningi verð- ur haldinn miðvikudagkvöld 14. júlí klukkan 20:30 í Stjórnunarskólan- um við Sogaveg 69. Þar mun Soffía L. Karlsdóttir avatarkennari halda inngangsorð og kynna gestakennarana Marjo Lijn og Jos de Gast frá Hollandi ásamt Margarete Verwolf. íþróttagallar (fóðraðir) Verð kr. 3.990 Stærðir: S - XXL Sendum í póstkröfu 5% staðgreiðsluafsláttur »hummel^ SPORTBÚÐIN Ármúla 40 ■ Símar 813555 og 813655 BESTU KAIJPIN í LAMBAKJÖTI Grillveisla fyrir manns í einum poka af lambakjöti. Fæst í næstu verslun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.