Morgunblaðið - 13.07.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.07.1993, Blaðsíða 44
MORGVNBLADW, KRINGLAN I 103 REYKJAVlK SÍMI 091100, SlMBRÉF 091181, PÓSTHÓLF 1550 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson í sól og blíðu í Þórsmörk VETURINN virðist helst ekki vilja sleppa tökum sínum á óbyggðum landsins og kuldinn hefur víða sett strik í áætlanir ferðamanna. Tii dæmis urðu margir frá að hverfa í Kerlingafjöllum en á síð- ustu árum hefur þar verið fjöl- menni um þessa helgi. En sumar- ið er komið á suma staði. í Þórs- mörk var mikil veðurblíða um helgina og sóldýrkendur gátu bætt við brúna litinn á skrokkn- um. Þær Nanna Bryndís Snorra- dóttir og Gunnhildur Hlín Snorra- dóttir voru meðal þeirra fjölmörgu sem dvöldu í Þórsmörkinni. Næststærstu brugg- verksmiðjunni lokað Tveir menn voru handteknir og 1.200 lítrum hellt niður LÖGREGLAN í Grindavík og Breiðholtslögreglan létu til skar- ar skríða gegn bruggverksmiðju í Grindavík í gærkvöldi og er þetta næststærsta verksmiðja af þessu tagi sem fundist hefur hér- lendis. Tveir menn voru hand- teknir og 1.200 lítrum af gambra var hellt niður auk 50 lítra af spíra. Talið er að starfsemin hafí verið í gangi í tæpan mánuð, að sögn lögreglunnar. Sigurður Ágústsson, aðstoðaryf- irlögregluþjónn í Grindavík, segir að bruggverksmiðjan hafi verið í gömlu verbúðinni í austurhluta Grindavíkur, það er í Þórkötlustaða- hverfi, og talið að henni hafi verið komið á laggimar eftir 20. júní sl. er verbúðin komst í umsjá manna úr Reykjavík. Vakt frá föstudegi Lögreglan komst á snoðir um starfsemina á föstudag og vaktaði verbúðina frá þeim tíma þar til í gær að látið var til skarar skríða. Breiðholtslögreglan var kölluð til enda talið að bruggstarfsemin tengdist umfangsmikilli dreifingar- starfsemi á landa á höfuðborgar- svæðinu. í verbúðinni fundust, auk full- kominna og afkastamikilla eiming- artækja, sjö 200 lítra föt og vom sex þeirra full af gambra. Verk- smiðjan var mannlaus en fram- leiðsla í fullum gangi þegar lögregl- an réðst til inngöngu. Biðu lög- reglumenn eftir að einhveijir vitj- uðu verksmiðjunnar og handtóku tvo menn sem komu í húsið. Sigurður Ágústsson segir að þeir hafi náð að stöðva starfsemi brugg- verksmiðjunnar áður en dreifíng á landa frá henni hófst. Meðal þess sem lagt var hald á voru 450 kg af sykri, 100 lítrar af ávaxtasafa og átta stórar viðarkolasíur. „Það er ljóst að framleiðslan átti að fara á höfuðborgarsvæðið og því kölluð- um við til aðstoð frá Breiðholtslög- reglunni sem vinna mun málið áfram þar,“ segir Sigurður. Morgunblaðið/Júlíus •• Oflug verksmiðja SIGURÐUR Ágústsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í Grindavík við hluta af eimingartækjunum sem fundust í gamalli verbúð í Grinda- vík í gær. Á minni myndinni sést Pétur Sveinsson varðstjóri í Breiðholti baksa við 200 lítra bruggtunnu. Formaður Al- þýðuflokksins Fundarboð vegna óska kvenna ÁKVEÐIÐ hefur verið að flokks- stjórnarfundur Alþýðuflokksins verði haldinn sunnudaginn 18. júlí kl. 20.30 í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Á fundinum er ætlunin að kjósa nýjan varaformann flokksins. Samband Alþýðuflokkskvenna fundaði seint í gærkveldi og var m.a. rætt um hvort sambandið gæti sameiginlega komið með tillögu um næsta varaformann. Að sögn Jóns Baldvins Hanni- balssonar, formanns Alþýðuflokks- ins, stóð upphaflega til að efna til flokksstjómarfundar fljótlega eftir að tilkynnt var um afsögn varafor- manns. „Af því gat ekki orðið þar sem varaformaðurinn var þá erlend- is. Samtöl við flokksfólk leiddu í ljós að þetta er ekki heppilegasti fundar- tíminn, venjulega er ekki efnt til funda á þessum tíma vegna þess að fjöldi flokksstjórnarmanna er yfírleitt í sumarleyfum. En þar sem fáeinar forystukonur innan Alþýðu- flokksins hafa samt sem áður óskað eftir því þótti sjálfsagt að verða við þeim óskum," sagði Jón Baldvin. Konur óánægðar Oánægju hefur gætt á meðal kvenna í Alþýðuflokki um stöðuveit- ingar á vegum flokksins. Ymsum hefur þótt nauðsynlegt að kona verði áfram varaformaður flokksins og var fundurinn í gærkvöldi m.a. boðaður vegna þess. Ýmsar konur hafa verið nefndar sem arftakar Jóhönnu Sigurðardóttur og þar má nefna Valgerði Guðmundsdóttur, formann Sambands Alþýðuflokks- kvenna, Rannveigu Guðmundsdótt- ur, formann þingflokks Alþýðu- flokks, Margréti Bjömsdóttur, for- mann Fijálslyndra jafnaðarmanna, Lám V. Júlíusdóttur, framkvæmda- stjóra ASÍ, og Jónu Ósk Guðjóns- dóttur, forseta bæjarstjórnar í Hafn- arfírði. Færri nöfn karla hafa verið nefnd en þar má m.a. nefna Guð- mund Áma Stefánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Myndir Karólínu Lárusdóttur á sýningu Royal Academy of Arts „Mikil viðurkenning“ KARÓLÍNU Lárusdóttur myndlistarmanni hlotnaðist nýlega sá heiður að sýna á hinni árlegu sumarsýningu Royal Academy of Arts í Lond- on, en sýningin hófst í síðasta mánuði. Sýningin hefur verið haldin í 225 ár og er ein virt- asta sinnar tegundar. Meðlimir félagsins mega senda inn sex myndir hver, en síðan er öðr- um listamönnum frjálst að leggja þijú myndverk hver fyrir valnefnd, og bárust um tuttugu þúsund myndir, en á sýningunni eru 1.800 myndir sýndar. Tvö verk Karólínu voru valin á sýninguna, og hefur annað þeirra verið notað í auglýsingar sem birst hafa og munu birtast í helstu dag- blöðum og listatímaritum Eng- lands til loka sýningarinnar 15. ágúst næstkomandi. Óvæntur heiður MÁLVERK Karólinu Lárus- dóttur, sem birtist í auglýsing- unni. Önnur mynd Karólínu á sýning- unni nefnist Leyndarmálið og sýnir tvær konur á Hótel Borg. Sú mynd var valin til að nota í auglýsingar um sýningu Royal Academy of Arts, en hin kallast Teboð. í samtali við Morgunblaðið sagði Karólína að hún liti á valið á mynd- inni sem mikla viðurkenningu en jafnframt óvænta. „Það að myndin Karólína Lárusdóttir skuli hafa verið valin til kynningar á sýningunni er eitt hið ánægjuleg- asta en jafnframt skrýtnasta sem hefur komið fyrir mig og ég hlýt að álíta mig afskaplega lánsama að hafa orðið fyrir valinu.“ Sterkur loðnu- markaður í upp- siglingu í Japan HELGI Þórhallsson forstöðumaður skrifstofu SH í Japan segir að sterkur loðnumarkaður sé í uppsiglingu þar á næsta ári þar sem veiðar Kanadamanna á loðnu brugðust annað árið í röð. „Ég reikna með að mjög gott verð fáist fyrir loðnuafurðir okkar á þessum markaði,“ segir Helgi. Að sögn Helga hefur salan á loðnuafurðum frá Sölumiðstöðinni á Japansmarkaði numið 4.500 tonn- um í ár og er það aukning um 1.000 tonn frá því í fyrra. Hér er um heilfyrsta loðnu og loðnuhrogn að ræða. „Japanskir kaupendur á loðnuafurðum okkar voru ánægðir með stærðina á heilfrystu loðnunni og ef svo heldur sem horfir með markaðinn er ástæða til að hvetja menn til að framleiða á hann nú,“ segir Helgi. Aðeins 6.000 tonn Hvað varðar veiðar Kanada- manna i ár segir Helgi að þær hafi aðeins numið 6.000 tonnum og sé það annað árið í röð sem þær bregð- ast en í fyrra nam veiðin aðeins 11.000 tonnum. „Það eru helst Kanadamenn og Norðmenn sem keppa við okkur á þessum mark- aði. Því er staðan góð núna,“ segir Helgi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.