Morgunblaðið - 13.07.1993, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.07.1993, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1993 27 IÐNFRÆÐSLA —Vátryggingafélag íslands gaf bifvélavirkjadeild Iðnskólans í Reykjavík nú nýver- ið tjónbíl með nýtísku rafeindainnsprautun. Til þessa hefur deildina vantað bíl af því tagi til kennslu í við- gerðum á slíkum búnaði. Á myndinni eru (f.v.) Þorgeir Theodórsson, deildarstjóri bifvélavirkjadeildar, Guð- mundur Guðlaugsson, kennslustjóri málmiðnadeildar, Kristján G. Tryggvason hjá VÍS, Pétur Már Jónsson hjá VÍS og Ingvar Ásmundsson, skólameistari Iðnskólans. Flug Mikil fjölgun lítilla flug- félaga í Bandaríkjunum BOEING 727-vélin er dálítið lúin að sjá þar sem hún hefur sig á loft frá Newark-flugvelli en hún er þó á áætlun. Hún er merkt Kiwi-flugfé- laginu, einu af mörgum smáflugfélögum, sem skotið hafa upp kollinum í Bandaríkjunum á síðustu árum. Kiwi flýgur aðeins til fárra staða, Chicago, Atlanta, New York, Orlando og San Juan á Puerto Rico, og það freistar viðskiptavinanna aðeins með einu — verðinu. Flugmiðinn milli Newark og Atl- anta, aðra leiðina og án þess hann sé keyptur með einhveijum fýrirvara eða dvalist á staðnum í tiltekinn tíma, kostar 119 dollara, um 8.450 ísl. kr., en með Delta Air Lines kostar hann tæplega 26.500 kr. 15 á einu ári og 20 bíða Ætla mætti, að lítið vit væri í að fara út í flugrekstur nú á þessum síðustu og verstu tímum. Tvö stór félög, Pan Am og Eastem, hafa logn- ast út af og á síðustu þremur árum hafa hin stóru félögin sjö tapað átta milljörðum dollara. Enn er óvíst hvort það tekst að draga Northwest Airli- nes af gjaldþrotsbrúninni. Samt sem áður hafa 15 flugfélög hafið rekstur á einu ári fram í apríl sl. og hjá bandaríska samgönguráðuneytinu liggja fyrir umsóknir um 20 önnur. Það eru líklega tvær meginástæð- ur fýrir tilkomu þessara flugfélaga. Onnur er offramboð á menntuðu vinnuafli og hin er mikið framboð af ódýrum flugvélum. Þegar Pan Am og Eastem lögðu upp laupana misstu 30.000 manns atvinnuna og hin fé- lögin hafa einnig fækkað sínu starfs- fólki. Það voru fyrrverandi flugmenn hjá Eastem, sem áttu hugmyndina að Kiwi, og hver þeirra lagði fram 3,5 millj. kr í hlutafé. Nú starfa 400 manns hjá félaginu. Það er þó ekki aðeins, að nóg sé af hæfu fólki, held- ur er líka nóg af ódýrum flugvélum. Mörg nýju félaganpa nota til dæmis Boeing 727. eða 737 og aðeins eina tegund til að spara í viðgerðarkostn- aði. Leigukjörin em nú þannig, að hægt er að fá 727-200 fyrir um sjö milljónir kr. á mánuði. Möguleikar á markaði Markaðurinn er líka hliðhollur litlu félögunum. Verðstríð stóra félag- anna á undanfömum áram hefur gert fólk svo vant alls konar tilboðum og afsláttarkjöram, að það tekur lágt verð fram yfir þægindin í nýju flug- vélunum. Stóra félögin hafa svo einn- ig verið að hækka sin gjöld, einkum þar sem þau mæta lítilli samkeppni. Sem dæmi um það má nefna Delta, sem varð langstærst í Atlanta þegar Eastern féll og beið þá ekki boðanna með að hækka fargjöldin. Við slíkar aðstæður eiga lítil félög með lítinn rekstrarkostnað mikla möguleika. Á ýmsu hefur þó gengið hjá þeim en sum hafa verið rekin með hagnað frá byijun. Að kunna sér hóf Litlu félögin geta þrifist vel meðan þau sinna sínum ákveðna markaði Tvöfaldir laugardagar! .. því nú tökum við okkur frí á sunnudögum íjúíí. • Sérstakur afsláttur fyrir seljendur • kompudóts á laugardögum: Lftill bás - aðe/ns kr.: 2.450.- Stór bás - aðe/ns kr.: 3.150.- KOLAPORTIÐ MARKAÐSTORG Upplýsingar og bókanir sölubása frá kl 9-17 í síma 625030 en láti þau velgengnina stíga sér til höfuðs og krefjist fangbragða við stóru félögin getur illa farið. Gott dæmi um það er MarkAir, sem var með aðsetur í Anchorage í Alaska. Upphaflega var það aðeins í að flytja ýmsan búnað vegna olíuvinnslunnar en um miðjan síðasta áratug byijaði það á farþegaflutningum. Það gekk líka mjög vel eða þar til 1991 þegar félagið vildi verða enn stærra og hóf beina samkeppni við Alaska Airlines. Þá tók við grimmilegt verðstríð, sem lauk með því, að MarkAir varð gjald- þrota í júní á síðasta ári. AFBURÐA LASERPRENTARfl CL 600 A3 og A4 pappír 600x600 punkta upplausn (dpi) Intel 80960KB RISC örgjörvi Intel 82961KD grafískur örgjörvi Hárfínt duft (7 m(krón) Margföld minnisnýting Postscript, PCL5 og HP-GL/2 35 TrueType leturgeröir 13 HP-PCL5 leturgeröir Appletalk-, raö- og hliötengi Getur unniö á öllum tengjum samtímis SCSI tengi fyrir fontadisk Sjálfvirk skynjun á Postscript og PCL5 Tekur viö prentgögnum á meöan prentaö er Skaöar ekki Ozon lagiö <o> ■CalComp “LHE..R.JI. A lockheed Company Álltaf tknfi á undan Erlent Eru háhraðaferjur það sem koma skal? SÆNSKA ferjufélagið Stena Li- nes AB, sem er ein stærstu ferju- útgerða heims, hefur uppi áform um að kaupa tveggja skrokka, hraðgenga ferju af nýrri gerð. Nýju feijurnar munu geta siglt tvöfalt hraðar en hinar hefð- bundnu, eða á um 80 km hraða á klukkustund. Nýju skipin munu taka yfir 1000 farþega, og kosta meira en 1,3 milljarða króna. Finnska skipa- smíðastöðin Finnyards Oy þykir lík- legust til að fá samninginn ef af verður, en stöðin hefur áður smíðað nýtískulegt skemmtiferðaskip, Ra- disson Diamond, sem siglir á Karíbahafi. Nýju skipunum mun meðal annars vera ætlað að mæta samkeppni sem hlýst af opnun Erm- arsundsganganna á næsta ári. Finnair hættir við kaup á Boeing-vélum FINNAIR, finnska ríkisflugfé- lagið, sem rekið hefur verið með miklum halla, hefur hætt við áætlanir um að endurnýja flug- flota sinn að hluta og skipta út 10 McDonnell Douglas- og Air- bus-þotum fyrir Boeing 676 og 737. í apríl síðastliðnum undirrituðu forsvarsmenn Finnairs viljayfirlýs- ingu um kaup á Boeing-þotum í stað fyrrnefndra 10 flugvéla en fyrirhugað var að halda kaupunum áfram og endurnýja allan flotann, 44 flugvélar, fyrir aldamót. Fjár- hagsstaða Finnairs hefur hins vegar versnað mikið í kjölfar þrenging- anna í Finnlandi og tapið á síðasta fjárhagsári, sem stóð út mars, var helmingi meira en fyrir ári. Þá þyk- ir ljóst, að ekki muni ástandið batna á næstunni. An invitation to Earn Your American University Degree At A College in London Meet our College Admlssions Officer Wednesday, 14 July, at 19.00 the HóteJ Loftleiðir. Please join us for individual discussions, interviews and a video presentation. Study Business Administration, Commercial Art, Fashion Design and Marketing, Interior Design and Video Production. A large number of lcelandic students are currently studying at The American College in London. An international education could prepare you for your career, too. Our university puts emphasis on 'an education for your career with specialized courses, contacts with top professionals, famous guest lectures, and exposure to real world situations through our intership program. U.S. accredited and degree granting (university-level bachelor’s and associate degrees). Housing and job placement services available. Study abroad opportunities to our sister campuses in Atlanta and Los Angeles. English as a Second Language program (ESL) available. For further information or a prospectus, contact: Terms begin August 3, October 4, January 6. í boði er bandarísk háskólagráða frá háskóla í London Skráningarstjóri okkar verður tii viðtais miðvikudaginn 14. júlí kl. 19.00 á Hótei Loftleiðum. Þér er velkomið að koma og r»ða við hann einslega, mæta í viðtal 09 sjá kynningarmyndband um skólann. Hægt er að nema viðskiptafræði, grafíska hönnun, tískuhönnun og markaðssetningu, innanhússhönnun og myndbandaframleiðslu. Fjölmargir islendingar eru nú við nám I The American College í London. Alþjóðleg menntun gæti líka verið góður undirbúningur fyrir þinn starfsframa. Háskólinn okkar leggur áherslu á menntun sem mun nýtast þér í framtíðinni. Námskeið eru sérhæfð, komið er á tengslum við fólk, sem er í fremstu röð I sínu fagi, og boðið er upp á þekkta gestafyrirlesara. Einnig gefst tækifæri til starfsþjátfunar þar sem nemendur þurfa aö kljást við raunveruleg vandamál. Skólinn er viðurkenndur af bandarískum yfirvöldum og hefur réttindi til að veita bandarískar háskóiagráður (bachelor’s og associate gráöur). Veitt er aðstoð við að finna húsnæöi og atvinnu sé þess æskt. Þá gefst kostur á að nema einnig við systurskóla okkar í borgunum Atlanta og Los Angeles í Bandaríkjunum. Einnig er hægt að stunda nám í ensku í „English as a Second Langu- age“ (ESL) námskeiðum. Ef þú hefur áhuga á frekari upplýsingum, hafðu þá samband við: The American Cdkge in London 110 Marylebone High Street, London W1M 3DB Phone: (071) 486-1772 • FAX: (071) 935-8144 Námsannir hefjast 3. ágúst, 4. október og 6. janúar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.