Morgunblaðið - 13.07.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.07.1993, Blaðsíða 23
I- MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1993 23 n helgina í blíðskaparveðri Hafnarsambandið vill mæta siávarútveginum ísafirði STJÓRN Hafnarsambands sveitarfélaga fundaði á ísafirði í gær með for- svarsmönnum sjávarútvegs og fiskvinnslu vegna breytinga á lögum um gjaldskrár hafna, sem gefín voru út í vor og fellir niður miðstýrða verð- lagsákvörðun og ætlar höfnum að bera sjálfum ábyrgð á verðlagningu, þjónustu og uppbyggingu hafna að mestu leyti. Menn bentu þó á það að samkvæmt sérstökum lögum hefði rikisvaldið lagt sérstakt 25% gjald á gjaldskrár hafna. A þessu ári næmi skatturinn um 100 milljónum króna, eða sömu upphæð og ríkissjóður leggur til hafnargerðar á Blönduósi, en sú höfn hefur verið gagnrýnd á þeirri forsendu að engin þörf sé fyrir hana. Helstu tekjuliðir hafna eru vöru- gjöld sem lögð eru á aðrar vörur en fiskafurðir og aflagjöld sem eru ákveðið hlutfall af verðmæti landaðs afla. Útvegsmenn vilja 50% lækkun á aflagjöldum, en fiskverkendur 25% lækkun á vörugjöldum. Kristján Ragnarsson formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna sagði að Hafnarsambandið vildi augljóslega halda miðstýringar- valdinu sem ríkisstjóm og Alþingi væru að leggja af. Nú væri ljóst að til væru öflugar hafnir sem gætu boð- ið betri þjónustu fyrir lægra verð. Þær hafnir ættu að fá að njóta sín. Aðrar hafnir yrðu að leita annarra leiða, til dæmis með sameiningu eða með því að draga verulega úr fjárfestingum. Gjaldskrár hækka Arnar Sigurmundsson fram- kvæmdastjóri Félags fiskvinnslu- stöðva sagði að hafnirnar hefðu verið að hækka gjaldskrár sínar á samá tíma og aðrir væru að draga saman og bæta rekstrarstöðu. Á sama tíma og hagur fiskvinnslu og sjávarútvegs færi versnandi leyfðu þeir sér að hækka álögur. Þá benti hann á það mikla ósamræmi sem víða væri í gjald- skrám, þannig væru hafnargjöld af olíu og hveiti 106 krónur á tonn en á lýsi og fiskimjöl 220 krónur á tonn. Sú lækkun sem Vestmannaeyjar væru nú að boða sé einungis lækkun úr 1% í 0,9%. Þannig að eftir lækkunina verði afíagjaldið hærra en á síðasta ári. Sturla Böðvarsson formaður Hafn- arsambands sveitarfélaga sagði %ð' afloknum sérstökum stjórnarfundi sem haldinn var eftir fundinn með fiskvinnslumönnum að stjórnin legði til að síðustu hækkanir yrðu dregnar til baka og að ríkissjóður felldi niður sérstaka 25% gjaldið. Ákvarðanir eru þó í hendi hverrar hafnarstjórnar og líklegt má telja eftir að hafa rætt við fundarmenn að framundan séu um- fangsmiklar og afdrifaríkar breyting- ar á hafnarmálum. Úlfar. rvöku. fir bænum Samgönguráðherra um fyrirsjáanlega samkeppni í símamálum Póstur o g sími stenst sam keppni best 1 einkarekstri HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra segir að sem einkafyrirtæki verði Póstur og sími í betra færi til að svara þeirri miklu samkeppni sem nú þegar væri farið að gæta og fyrirsjáanleg væri. íslensk símayf- irvöld vænta aukinnar samkeppni að utan á næstu árum. Ólafur Tómas- son Póst- og símamálastjóri segir að þessi mál séu skoðuð með opnum huga, þótt í augnablikinu liggi ekki fyrir ákveðnar áætlanir. Gústav Amar yfírverkfræðingur hjá Pósti og síma sagði í viðtali við Morgunblaðið síðasta sunnudag að íslensk símayfírvöld eigi allt eins von á aukinni samkeppni erlendis frá á næstu árum. Hann taldi tímabært að íslendingar fari að spá í framtíð- arþróun fjarskipta við útlönd og leiti jafnvel að alþjóðlegum samstarfsað- ilum. í viðtalinu lagði Gústav Amar áherslu á mikilvægi þess að íslend- ingar fylgdust vel með þróuninni erlendis og létu stóru þjóðunum eftir að prófa sig áfram að þeim stöðlum sem festust í sessi. fyrirtæki væri Póstur og sími í betra færi til að svara þeirri miklu sam- keppni sem nú þegar væri farið að gæta og fyrirsjáanleg væri. Einka- fyrirtæki væm næmari fyrir þeim hræringum sem væm á markaðinum og hefðu, fremur en opinberar stofn- anir, betri tök á því að mæta þeim auknu kröfum sem hin öra þróun í íjarskipta- og símamálum gerði. Menn átta sig á breyttum viðhorfum Halldór Blöndal minnti á það að í vor hefði hann kynnt ríkisstjórn og stuðningsflokkum ríkisstjómarinnar á Alþingi framvarp sem hefði miðað að einkavæðingu Pósts- og síma. Þetta fmmvarp hefði reyndar ekki orðið útrædd en það hefði verið ákveðið að hann heldi málinu vak-. andi. Samgönguráðherra sagði að það þyrfti að ræða málið betur og nánar við starfsgreinafélög Pósts- og síma. Einnig væri eðlilegt að nokkurn tíma tæki fyrir þingmenn að átta sig á breyttum viðhorfum en ráðherra sagðist gera sér góðar vonir um það að þeir myndu sann- færast og hann vonaðist eftir að Alþýðuflokkurinn myndi fallast á sínar hugmyndir og fmmvarpið myndi líta dagsins ljós í haust. Fjörug verslun á útimarkaði MARGIR notuðu tækifærið og versluðu á útimarkað- inum. Átali GUÐBRANDUR Vigfússon, fyrrverandi oddviti Ól- afsvíkur, og Bjarni Ólafsson, stöðvarstjóri Pósts og síma, spjölluðu saman í góðviðrinu. Með opnum huga í .samtali við Morgunblaðið í gær sagði Ólafur Tómasson póst- og símamálastjóri að menn hjá Pósti og síma væm með augum opin fyrir þessum breytingum og skoðuðu mál- in með opnum huga. Hann sagði sitt mat þeir yrðu taka upp samvinnu við aðra og jafnvel hugsanlega sækja á önnur mið; erlenda markaði. En Póst- og símamálastjóri sagði engar fastar áætlanir liggja fyrir nú í augnablikinu. Hann benti þó á að Póst- og símamálastofnunin væri í samstarfi um tæknilega uppbygg- ingu o.fl. við hin Norðurlöndin en hins vegar væri ekki hægt að tala um beina samvinnu. Viðurkennum staðreyndir Halldór Blöndal samgönguráð- herra lagði áherslu á nauðsyn þess að Islendingar fyigdust vel með þró- uninni. Samgönguráðherra sagðist hafa fyrir tæpum tveimur árum átt þess kost að sækja ráðstefnu og kaupstefnu um síma- og fjarskipta- málefni. Þar hefði verið til kynningar sú tækni og og tæknibúnaður sem nú væri markaðsvara, aðgengileg fyrir íslendinga. En samgönguráð- herra vildi jafnframt taka undir þau orð Gústavs Arnars að íslendingar ættu að láta öðmm þjóðum eftir að sem bestum stöðlum þessa búnað- ar. Halldór benti á að breytingar í þjóðfélagi nútímans væm mjög örar og margir hefðu dregist aftur úr eða hreinlega setið eftir vegna þess að þeir hefðu neitað að horfast í augu við staðreyndir, nýjar kröfur og nýja möguleika. Samgönguráðherra dró enga dul á þá skoðun að sem einka- Umræður um starfsréttindi leiðsögumanna 3 ára háskólanám skii-“ yrði fullgildingar í EES EES-SAMNINGURINN kveður á um að til að hægt sé að krefjast þess að erlendir ríkisborgarar uppfylli sömu menntunarkröfur og innlend- ir starfsmenn í ákveðinni grein, þurfi að vera um a.m.k. þriggja ára háskólanám að ræða. Nefnd á veguin samgönguráðuneytisins kannar nú hvernig starfsréttindum erlendra leiðsögumanna verði háttað hér á landi með hliðsjón af EES-samningnum, en eins og fram kom i sunnu- dagsblaði Morgunblaðsins vilja íslenzkir leiðsögumenn undanþágu frá EES-samningnum. Þeir vilja að krafizt verði leiðsögunáms á Islandi sem skilyrðis þess að menn fái að fara með ferðamenn um landið sem fararstjórar. I VII. viðauka EES-samningsins, sem fjallar um gagnkvæma viður- kenningu starfsréttinda, er vísað til tilskipunar Evrópubandalagsins, 89/48/EBE, þar sem kveðið er á um „almennt kerfi til viðurkenningar á prófskírteinum, sem veitt em að lok- inni sérfræðimenntun og starfsþjálf- un á æðra skólastigi sem staðið hef- ur í þrjú ár hið minnsta“. Samkvæmt þessu er vafasamt að leiðsögu- mannsstarfið geti notið löggildingar hér á landi, en Leiðsöguskólinn tekur nú eitt ár. Óvissa um réttarstöðu Að sögn Gunnars Sigurðssonar í félagsmálaráðuneytinu er í undir- búningi EES-löggjöf um gagn- kvæma viðurkenningu starfsrétt- inda, sem veitt em að loknu skemmra námi og er ætlunin að þar verði einn- ig um almennar reglur að ræða, en ekki sérstakar tilskipanir um ein- stakar starfsstéttir. Ekki er vitað hvenær þessar reglur taka gildi, en svo gæti farið, að sögn Guhnars,.*^ þær yrðu teknar fyrir strax eftir gildistöku EES-samningsins. Hann sagði að hugsanlega yrði því einhver óvissa um réttarstöðu leiðsögu- manna þar til nýju reglumar yrðu settar. „En markmiðið með þessum reglum er að auðvelda fólki förina á milli, ekki að setja upp nýjar hindran- ir,“ sagði Gunnar. Magnús Oddsson, formaður nefndar samgönguráðuneytisins um starfsréttindi leiðsögumanna, sagði að hlutverk neftidarinnar væri að gera tillögur að nýrri reglug^jð og/eða tillögum að breytingum á lögum um störf leiðsögumanna, með tilliti til EES. Magnús sagði að fram til þessa hefði nefndin einkum ein- beitt sér að söfnun gagna um það hvernig starfsréttindum leiðsögu- manna væri háttað í öðmm EES- ríkjum. Magnús sagði að nefndin hefði sett sér það markmið að ljúka störfum á þessu ári. ur reyndi svo sannar-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.