Morgunblaðið - 13.07.1993, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1993
Þrírjáta
hasssmygl
ÞRIR ungir menn hafa játað
smygl á rúmlega 700 grömmum
af hassi til landsins og hefur
mál þeirra verið sent til ríkis-
saksóknara. Mennirnir voru
handteknir 9. og 10. júlí sl.
Tollverðir á Tollpóststofu fundu
hinn 7. júlí 700 grömm af hassi í
pakka sem sendur hafði verið til
landsins og var stílaður á Reykvík-
ing um tvítugt.
Hann sótti pakkann 9. júlí og
var handtekinn. Við rannsókn
málsins bárust böndin að tveimur
mönnum um tvítugt og voru þeir
handteknir á heimili annars
mannsins. Þeir viðurkenndu að
hafa keypt 750 grömm af hassi
erlendis, sent 700 grömm með
pósti, smyglað 30 grömmum til
landsins er þeir komu og neytt 20
gramma erlendis. Mennimir hafa
ekki tengst fíkniefnamálum áður.
Mál þeirra hefur verið sent til ríkis-
saksóknara.
----» » ♦--
Skákmót á Korfú
Hannes og
Margeir í
5.-10. sæti
MARGEIR Pétursson og Hann-
es Hlífar Stefánsson enduðu í
5.-10. sæti á skákmótinu í Korfú
sem lauk um helgina. Sigurveg-
ari varð gríski stórmeistarinn
Kotronias.
Kotronias fékk Vh vinning af 9
mögulegum. í 2.-4. sæti urðu
Krum Georgiev frá Búlgaríu, An-
astasjan frá Armeníu og Nikcevic
frá Serbíu með 7 vinninga. Hann-
es og Margeir fengu 6V2 vinning
ásamt fjórum öðrum skákmönn-
um.
Hannes vann Djuric frá Serbíu
í næstsíðustu umferð og Margeir
vann Mohr frá Króatíu. í síðustu
umferð tefldu íslensku skákmenn-
irnir saman og gerðu jafntefli.
Þeir tefla báðir á móti í Aþenu sem
hefst í dag.
----♦ ♦ ♦-
Innbrotið í Héraðs-
dóm Reykjaness
Þjófuriiin lét
skjölin vera
BROTIST var inn í hús Héraðs-
dóms Reykjaness aðfaranótt
Iaugardags og stolið nokkrum
smáhlutum. Minni háttar
skemmdir voru unnar á tölvu
og símkerfi en skjöl sem geymd
voru í húsinu látin óhreyfð.
Að sögn Sveins Sigurkarlsson-
ar, héraðsdómara í Héraðsdómi
Reykjaness, var í fyrstu óttast að
málsskjöl hefðu verið tekin en við
rannsókn í gær kom í ljós að öll
skjöl voru óhreyfð.
WS W& Hi
Brottför 21. ágúst
8 dagar
Lúxemborg og Svartiskógur.
Gestrisni Sauter hjónanna á hótel
Baren í Titisee og náttúrufegurð
Svartaskógar er einstök.
Fararstjóri: Lilja Hilmarsd^ilií—»
rjjSjífjÍlS!
Brottför 20. ágúst
14 dagar
Mílanó, Gardavatn,
Verona,
Feneyjar og Lignano.
Fararstjóri:
Svavar f Ok
Lárusson. f |fp^l \
VvausJ
Brottför 11. október
20 dagar
Dvöl í Orlando, vikusigling meö
MS Windward, nýjasta skipi
NCI skipafélagsins og vikudvöl
á glæsihótelinu -
El San Juan & Casinar^ Q
á Puerto Rico. *
Fararstjóri: I
Helga Lára GuðmurK^ft^^
m m\
ei c
Brottför 2. október
7 dagar
Vínhátíðirnar í Mósel- og
Rínardalnúm eru engu líkar.
Sannkölluð
veisluferð.
Fararstjóri:
Friðrik G.
Friðriksson.
=tO
IJVUS
.'M
mi
iinai
Brottför 3. september
16 dagar
Tignarleiki Alpanna og
heillandi fegurð Rínar láta
engan ósnortinn.
Fararstjóri:
Lilja
Hilmarsdóttir.
Brottför 6. nóvember
18 dagar
Áhyggjulaust strandlíf og
spennandi kynnisferðir á vit
heillandi menningar Mayanna
- jólainnkaupin
í Orlando í ferðalok.
Fararstjóri:
Svavar Lárusson.
Brottför 20. desember
18 dagar
17 daga sigling með
hinu glæsilega skipi
Royal Viking Sun.
St. Lucia, Barbados,
Grenada, Tobago, Aruba,
Costa Rica, Mexíkó.
Einstakt
ævintýri.
; ;< ■ -V-
Brottför 6. september
15 dagar
Vikudvöl í Orlando og
skemmtisigling um
Karíbahafið. heillandi
hitabeltiseyjar og
munaður um borð
í MS Seaward^aQ*"
Fararstjóri:
Helga Lára
GuðmundsdóvL*^*
Brottför 14. ágúst
2 vikur
Mósel og Rínardalur,
Heidelberg, Freiburg
og Munchen.
Fararstjóri:
Friðrik G. Friðriksson