Morgunblaðið - 13.07.1993, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.07.1993, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1993 33 Guðríður Hallsteins- dóttir - Minning Fædd 18. ágúst 1925 Dáin 29. júní 1993 Síminn hringir, Stebbi er í sí- manum og segir að Gauja sé dáin. Ég verð orðlaus, allt hringsnýst. ■ • Getur þetta verið satt? Aðeins daginn áður mánudag- inn 28. júní höfðu þeir vinirnir verið að veiða saman í Blöndu eins og svo oft áður og Gauja hafði haft áhyggjur af heilsu Stebba, en hún vonaði að allt gengi vel og hann ofreyndi sig ekki. Um nóttina 29. júní komu veiði- mennirnir heim og tók Gauja hress og kát á móti þeim að vanda, kvaddi Gulla og sagði: „Sjáumst Bagga mín, mikill er söknuður þinn og ykkar afkomenda, en minningin um góðan og hjartahlýj- an vin er huggun harmi gegn. Eg hef þá trú að seinna meir eigum við eftir að hittast aftur, við Steini, og þá spilum við á harmonikurnar og þú dansar við káta gesti. Þar sem ég finn að ég er líka að eldast með öllum hinum og hef ég þar af leiðandi í minningu Steina viljað telja upp þá menn sem ég kynntist á árunum 1950- fljótt.“ En stutt er milli gleði og sorgar. Gauja vaknaði ekki aftur. Fyrir stuttu töluðum við saman um sumarfrí sem við báðar vorum að fara í. Loksins passaði allt sam- an og nú skyldi eitthvað skemmti- legt gert. Við hjónin minnumst allra samverustundanna með þeim Gauju og Stebba með hlýju, ferð- arinnar til Ungverjalands og allra rauðu rósanna sem við fengum þar, þér fannst þær ilma svo yndis- lega, og margra skemmtilegra ferða okkar út úr bænum, þegar kíkt var inn í kaffi og talað sam- an, málin rædd, ekki endilega sam- mála. 1970 sem spiluðu á harmoniku í Borgarfirði. Þessum mönnum spil- aði ég með mörgum sinnum, sum- um mikið, en öðrum minna. Þessir menn eru: Marinó Sigurðsson Borgarnesi, Ásgeir Sverrisson, Hvammi, Magnús Bjarnason, Skáney, Ólafur Guðmundsson, Hvanneyri, Aðalsteinn Símonar- son, Laufskálum, Benedikt Egils- son, Kópareykjum, Jóhannes Benj- amínson, Hallkelsstöðum, Helgi Kolbeinsson, Stórhálsi, Bjarni Pét- Með stolti og hlýju sagði hún mér þegar hún varð langamma og töluðum við oft um barnabörnin okkar. Mér fannst ég hafa séð barnabörnin hennar á Nýja-Sjá- landi, svo lifandi voru lýsingar hennar á þeim. Fjölskyldan og börnin voru henni allt, og hún hélt vel utan um þau. Elsku Stebbi, við biðjum algóð- an Guð að styrkja ykkur öll. Þið hafið misst mikið, en lífið verður að halda áfram þótt erfitt sé. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Þorbjörg og Gunnlaugur. ursson, Grund, Sigurður Guð- mundsson, Kirkjubóli, Bjami Guð- rásson, Nesi, Jakob Magnússon, Samtúni; Jóhannes ðlafsson, Ásum, Óli. H. Þórðarson, Klepp- járnsreykjum, Eðvarð Friðjónsson, Akranesi, Bjarni Aðalsteinsson, Akranesi, og Magnús Magnússon, Norðtungu. Með þessum orðum lýk ég að sinni hugleiðingum mínum um vin minn Steina og okkar sameigin- lega áhugamál, harmonikuna, tímabilið 1950-1970 í Borgar- firði. Það mætti margt segja og skrifa um það tímabil, meira en orðið er, en það verður að bíða betri tíma. Blessuð sé minning Aðalsteins Símonarsonar. Með vinarkveðju. Ámundi Ámundason frá Kleppjárnsreykjum. Minning Aðalsteinn Símonar- son, Laufskálum Minning Auður Þorláksdóttir Fædd 26. október 1930 Dáin 29. júní 1993 Auður var fædd í Reykjavík og ólst þar upp. Hún var dóttir Magneu Einarsdóttur og Þorláks Jónssonar. Auður giftist Gunnari Má Torfasyni vörubílstjóra 5. marz 1949 og eignuðust þau sex börn og 12 barnabörn. Einnig ólst upp hjá þeim hjónum um tíma systur- sonur Gunnars. Lengst af bjuggu þau í Grænukinn 17 í Hafnarfirði. Hjá þeim bjó einnig Magga, móðir Auðar. Árið 1957 kynntist ég og fjöl- skylda mín Auði og fjölskyldu hennar er við fluttum í Grænukinn 17, þar sem við bjuggum í tæp 10 ár. Margs er að minnast og þakka frá þeim árum. Samgangur milli hæða var mikill og dvaldist ég hjá þeim um tíma er móðir mín var á sjúkrahúsi. Gerðum við Gunni þá oft hávaða, en hann tók í nefið, og snýttum við okkur þá hrustlega og með miklum hávaða. Á eftir fengum við okkur svo ást- arpunga og mjólk. Mörg fleiri atvik geymi ég í minningunni frá þessum árum. Að lokum þakka ég Auði og fjöl- skyldu hennar frábæra vináttu við mig alla tíð. Magga, Gunni og fjölskylda, ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur á þessari erfiðu stund. Þú ljós, sem ávallt lýsa vildir mér, þú logar enn, í gegnum bárur, brim og voðasker. Nú birtir senn. Og ég finn aftur andans fögru dyr og engla þá, sem bam ég þekkti fyr. (Matthías Jochumsson.) Sigurður Þ. Jónsson, Hafnarfirði. BLÓMIÐ + Blóm - Skreytingar - Gjafavara Kransar - Krossar - Kistuskreytingar Úrval af servícttum OPIÐ FRÁ KL. 10-21 GRENSÁSVEGI 16 • SÍMI 811330 1 Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SKAPTI ÁSKELSSON, Reynivöllum 8, Akureyri, er lést laugardaginn 3. júlí, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 15. júlí kl. 13.30. Blómastofa Hallgrímur Skaptason, Heba Ásgrímsdóttir, Brynjar Ingi Skaptason, Sigrún Sveinbjörnsdóttir og fjölskyldur. FHAfinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 + Opið öll kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. v*v’ ' % Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við fráfall og útför GUNNÞÓRU ÞÓRÐARDÓTTUR, Reykjalundi, Mosfellsbæ, og heiðruðu minningu hennar. Sérstakar þakkir til Sigurðar Björnssonar læknis og starfsfólks Landakotsspítala, Heimahlynningar Krabbameinsfélags íslands svo og samstarfsfólks á Reykjalundi og Soroþtimistaklúbbs Kjalar- nesþings. Friðrik Sveinsson, Guðrún Friðriksdóttir, Rósa Friðriksdóttir, Þorsteinn Óli Kratsch, Jóhanna Friðriksdóttir, Sigurður Jónsson, Þóra Friðriksdóttir, Guðmundur Ragnarsson, Hildur Kristfn Friðriksdóttir, Sigurður Reynisson og barnabörn. Kjaftshögg fyrir kon- ur, segja ungliðar slj órnarandstöðunnar UNGLIÐAHREYFINGAR Sam- bands ungra framsóknarmanna, ungar Kvennalistakonur, Verð- andi og Æskulýðsfylking Alþýðu- bandalagsins lýsa vanþóknun sinni á því hvernig gengið var fram hjá hæfri konu við ráð- herraskipti í Alþýðuflokknum nýverið. Ljós er að væri Rannveig Guð- mundsdóttir þeim eiginleikum gædd að vera karlmaður væri hún ráð- herra í ríkisstjórn íslands. Það er óþolandi, segir í ályktun þessara aðila, að þeim fáu konum sem kom- ist hafa áfram innan gömlu flokk- ana sé sýnd slík lítilsvirðing af körl- um sem þar eru fýrir, og að þeir komist upp með það. Þetta er kjafts- högg fyrir íslenskar konur en má þó' ekki verða til þess að draga kjark úr þeim sem vilja láta til sín taka í stjórnmálum. Við skorum á konur að láta at- burð þennan ekki slá sig út af lag- inu, heldur þvert á móti, snúa vörn í sókn, sýna samstöðu og sjá til þess að konur verði aldrei aftur fótum troðnar á þennan hátt. í lok ályktunarinnar segir: „Þess má geta að Sambandi ungra jafnað- armanna og Sambandi ungra sjálf- stæðismanna var boðið að rita und- ir þessa yfirlýsingu en því var hafn- að.“ ★ Rcropriinit TIIVIE RECORDER CO. Stimpilklukkur fyrir núti6 og framtíð OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 • 105 Reykjavík Símar 624631 / 624699 ★ HSM Pappírstætarar og pressur Ýmsar stærðir og gerðir ► Nýtisku hönnun ► Öryggishlíf ► Litaval ►Þýsk tækni og gæði OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 -105 Reykjavík Símar 624631 / 624699 t Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTVEIGAR KRISTVINSDÓTTUR, Miðtúni 2, Reykjavík. Björn Guðmundsson, Guðmundur Hlíðar Björnsson, Anna Hlín Guðmundsdóttir, Birna Björnsdóttir, Björn Karlsson, Stefanfa Björnsdóttir, Jón Helgason, Haraldur Björnsson, Ingibjörg Gísladóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum einlægan hlýhug við andlát og jarðarför VALDEMARS SÖRENSEN. Þuríður Jónsdóttir Sörensen, Jórunn Sörensen, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, GUÐMUNDAR V. STEINSSONAR, Hólavegi 8, Sauðárkróki. Fyrir hönd vandamanna, Stefanía Jónsdóttir. t Innilegt þakklæti til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför JÓNS TRAUSTA ÚRANUSSONAR. Jórunn Lilja Magnúsdóttir, Viktor Þór Úranusson, Hulda Jensdóttir, Pálína Úranusdóttir, Gylfi Þór Úranusson, Skúli Úranusson, Oddgeir M. Úranusson, Lilja Kristinsdóttir, Kristinn Þór Ágústsson, Þóra Sif Kristinsdóttir, Úranus Ingi Kristinsson, Sigríður Diljá Magnúsdóttir, Viktor Björn Viktorsson, Karen Sif Viktorsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.