Morgunblaðið - 13.07.1993, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.07.1993, Blaðsíða 35
35 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1993 Janet leikur ungt ljóðskáld í fyrstu kvikmynd sinni. STJORNUR Frumraun Janet Jackson á hvíta tialdinu Janet Jackson gerir allt hvað hún getur á listasviðinu til að öðl- ast frægð og viðurkenningu, þó ekki væri nema að komast með tærnar þar sem bróðir hennar Michael Jackson hefur hælana. Oft- ast hefur henni tekist vel upp, með- al annars seldist platan hennar „Control" í átta milljónum eintaka, sömuleiðis „Rhythm Nation 1814“. 'Nýlega gaf hún út geisladiskinn „Janet" sem hefur fengið misjafna dóma. í tímaritinu People segir til að mynda að því miður sé Janet sjálf það minnst áhugaverða á disk- inum. Henni takist nokkuð vel upp í rólegu lögunum en hörðu og hröðu lögin séu ómöguleg. í lokin segir að þrátt fyrir hið jákvæða sé of mikið af „ekki nógu góðum“ atrið- um á geisladiskinum. Hvað sem því líður hefur hún gert samning við Virgin Records um þijár nýja geisladiska. I aðalhlutverki Fróðlegt verður að fylgjast með hvernig henni gengur á hvíta tjald- inu, því nú í júlí verður frumsýnd kvikmyndin „Poetic Justice“, þar sem Janet leikur eitt aðalhlutverk- anna. Hún leikur fagurt fljóð sem yrkir ijóð, auk þess að starfa sem hárgreiðslukona. Janet er sögð ákaflega feimin, en sagt er að leik- urinn í kvikmyndinni hafi hjálpar henni að losna við feimnina. Janet er svo sem ekki á flæði- skeri stödd fjárhagslega því hún keypti nýlega húseign í Malibu í Los Angeles, sem kostaði hana 4,5 milljónir dollara. Janet ásamt leikstjóra sínum, John Singleton. VEITINGAHUS Planet Hollywood opnað í Englandi Testosterone-þrenningin, eins og bandaríska tímaritið US kallar leikarana Sylvester Stall- one, Bruce Willis og Arnold Schwarzenegger opnaði fyrir skömmu fjórða veitingastað sinn í veitingahúsakeðjunni Planet Hollywood. Að þessu sinni var farið til Evrópu, nánar tiltekið Piccadilly Circus í hjarta Lund- únaborgar. Meðal gesta voru Patrick Swayze, Boy George, Michael J. Fox, Jim Belushi, Christopher Reeve, Don Johnson ásamt eiginkonu sinni Melanie Griffith. Opnun veitingastaðarins vakti verulega athygli og söfnuð- ust á bilinu 20-40 þúsund manns fyrir framan veitingahúsið og á nærliggjandi götum, þrátt fyrir rigningarsúld. Demi Moore og Bruce Willis, sem eiga von á sínu þriðja bami, sögðu að hinn nýopnaði Planet Hollywood-staður væri sá besti hingað til. Cary Elwes, Charlie Sheen og Theresa Russel ræddu eitthvað af mikilli innlifun. Reuler Bill Clinton fór í þriggja daga frí til Hawaii. SAMVERA Clinton og fjölskylda í fríi Skyldi Clinton Bandaríkjaforseti vera farinn að æfa sundfim- leika til að komast í sýningarlið fyrir landið sitt? Ja, það er aldrei að vita, en fæturnir sem hann styð- ur við á meðfylgjandi mynd tilheyra dóttur hans, Chelsea, sem að minnsta kosti er að æfa sig að GAMLA VERDIfl Engín verðhækkun. Alll á gamla góða bónusverðinu. $L ÞUMALÍNA Leifsgötu 32, s. 12136 __lZ------------------ standa á höndum neðansjávar. For- setahjónin tóku sér þriggja daga frí á Hawaii eftir heimkomuna frá Jap- an, þar sem leiðtogar iðnríkjanna sjö hittust. m STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Verð kr. 1.295 Teg: RABECA Stærflir: 36-41. Litur: Hvítur. Stærðir: 36-41. Litur: Hvitur. Stærðir: 36-41. Litir: Hvítur og drappaður. Stærðir: 36-41. Litir: Hvítur, drappaður og blár POSTSENDUM SAMDÆGURS • 5% STAÐGREIÐSLUAFSLATTUR STEINAR WAAGE jr SKOVERSLUN ^ SÍMI 18519 <P Ioppskórinn 1 VUTUSUHOI ■ SÍMI: . STEINAR WAAGE > 21212 SKOVERSLUN SlMl 689212

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.