Morgunblaðið - 13.07.1993, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1993
RáÖstefna um
íþróttalæknisfræÖi
Fræðslunefnd KSÍ gengst fyrir ráðstefnu um
íþróttalæknisfræði í húsakynnum ÍSÍ í Laugardal
föstudaginn 16. og laugardaginn 17. júlí nk.
Fyrirlesarar á ráðstefnunni verða hin þekktu próf.
dr. med Heinz Liesen og dr. Birna Bjarnason frá
íþróttaháskólanum í Köln í Þýskalandi.
DAGSKRÁ:
Föstudaginn 16. júlí kl. 20.00:
íþróttalæknisfræði - stuttur fyrirlestur (Prof. Liesen).
Spurt og svarað um íþróttalæknisfræði og sérstök tengsl
íþróttalæknisfræðinnar og knattspyrnunnar.
Laugardagur 17. júlí kl. 10.00:
Fyrirlestur: Rannsóknir á knattspyrnumönnum.
(Prof. Liesen).
Niðurstöður úr könnun á íslenskum knattspyrnumönnum,
sem framkvæmd var daginn áður. (Dr. Birna Bjarnason).
Kl. 13.00:
Notkun og kynning á rannsóknatæki til mjólkursýrumæl-
inga o.fl. (Dr. Birna Bjarnason).
Kl. 14.30:
íslensk knattspyrna með tilliti til ársþjálfunar knattspyrnu-
manna (undirbúningstímabil - æfingamót - íslandsmót -
Evrópumót - hvíldartímabil). (Próf. Liesen).
Hvert ætti álag í þjálfun knattspyrnumanna á íslandi í
1. deild á keppnistímabilinu 1993 að vera í júlímánuði?
(Próf. Liesen).
Allir eru hjartanlega velkomnir á ráðstefnuna, en þjálfar-
ar, sjúkraþjálfarar, læknar og aðrir, sem starfa með íþrótta-
mönnum, eru sérstaklega hvattir til að mæta og hlýða á
hina kunnu fyrirlesara.
Ráðstefnugjald:
Fyrirlestur á föstudagskvöldi eingöngu: 500 kr.
Ráðstefnugjald föstudag og laugardag: 3.000 kr.
Innifalið í ráðstefnugjaldi er kaffi á föstudag og laugardag
og léttur hádegisverður á laugardag.
Gjaldið skal greiða við komu á ráðstefnu.
Þátttöku skal tilkynna á skrifstofu KSÍ í síma 814444 kl.
08.00-13.00 mánudag 12. júlí til fimmtudags 15. júlí nk.
Þar verða einnig veittar nánari upplýsingar.
Fræðslunefnd KSÍ.
Flokkur í sárum
eftir Ólínu
Þorvarðardóttur
„Svanur ber undir bringudúni
banasár“ segir í fallegu eftirmæla-
kvæði. Af einhveijum ástæðum
verður mér þessi ljóðlína æ hug-
leiknari nú í seinni tíð, einkum
þegar mér verður hugsað til Al-
þýðuflokksins og afdrifa hans á
síðustu misserum.
Ólíku er saman að jafna yfir-
bragði flokksins og fylgismanna
hans nú og fyrir þremur árum,
þegar ungt fólk flykktist til liðs
við „Jafnaðarmannaflokk Is-
lands“. Þá var Alþýðuflokkurinn í
sókn; hafði gerst brautryðjandi
nýrra og. ferskra hugmynda fyrir
borgarstjórnarkosningar í Reykja-
vík; myndað breiðfylkingu með
ungu, fijálslyndu fólki sem stóð
að framboði Nýs vettvangs; boðaði
breyttar áherslur í borgarstjórn
Reykjavíkur - andóf gegn spilltum
íhaldsöflum, sókn til nýrra tíma -
og uppskar þann mesta sigur sem
Alþýðuflokkurinn hefur orðið að-
njótandi í borgarstjórnarkosning-
um í hálfa öld. Það var þá.
Innanflokksátök - framganga
formanns og hótanir
Nú er hinsvegar svo komið að
Alþýðuflokkurinn á í alvarlegri
forystukreppu í kjölfar langvar-
andi skoðanaágreinings og sam-
starfsörðugleika tveggja helstu
forystumanna flokksins, formanns
og varaformanns. Þau átök náðu
hámarki fyrir skömmu, með af-
sögn varaformannsins Jóhönnu
Sigurðardóttur.
Aðdragandann má rekja til þess
er Alþýðuflokkurinn var teymdur
með fagurgala inn í ríkisstjórn
með Sjálfstæðisflokknum vorið
1991. Fljótlega eftir það tók gengi
flokksins að dvína, og stefnumið
hans að lúta í lægra haldi fyrir
einhverskonar „neyðarrétti" for-
ystumanna til þess að „bregðast
við erfiðleikum í efnahagslífi þjóð-
arinnar", eins og það var kallað.
Svigrúm til fijálsra skoðanaskipta
innan flokksins minnkaði mjög.
Vonbrigði, sársauki og tortryggni
tóku nú völdin í herbúðum jafnað-
mi//EL
KYNNING
Besti kosturinn i einangrun!
Tæknimenn frá þýska fyrirtækinu MISSEL eru nú staddir
hér á landi og af því tilefni höldum við kynningu á poly-
styrene einangrun miðvikudaginn 14. júlí í Hvammi á
HOLIDAY INN frá kl. 17 til 19.
Misselfix og Missellon eru afburða einangrunarefni, sem
innihalda engin eiturefni og eru sérstaklega gerð til einangr-
unar á pípum, tönkum, kæli- og frystiklefum.
Við hvetjum alla tækni- og iðnaðarmenn til að nota þetta
einstaka tækifæri til að kynnast því nýjasta og besta í ein-
angrunartækni.
Einkaumboð fyrir MISSEL á íslandi:
Hringás hf.,
Smiðjuvegi 4a, Kópavogi. Sími 67 78 78.
Ólína Þorvarðardóttir
„Hið eina sem hefur
hindrað fullkomið fylg-
ishrun Alþýðuflokksins
er vera Jóhönnu Sig-
urðardóttur í ríkis-
stjórninni og sú einurð
og alúð sem hún hefur
sýnt í störfum sínum
sem félagsmálaráð-
herra.“
armanna ... en formaðurinn fór
sínu fram.
Þau hugmyndafræðilegu átök
sem ríkisstjórnarþátttakan hefur
óhjákvæmilega kallað fram innan
Alþýðuflokksins hafa ljóslega
speglast í samskiptum formanns
og varaformanns. Forleikurinn að
þeim ágreiningi var raunar þegar
leikinn nokkru áður en ríkisstjórn-
in var mynduð, eða á flokksþing-
inu haustið 1990.
Öllum sem til þekkja er ljóst
að þrátt fyrir „sáttakossinn“ sem
þar gekk á milli, hefur kraumað
undir æði lengi, enda leyndi sér
ekki að Jóhanna Sigurðardóttir
gekk nauðug til sáttanna í nafni
flokkseiningar. Á flokksþinginu
1992 var líka grunnt á því góða
þegar Jón Baldvin hótaði því í
sturtuklefanum, að segja af sér
sem formaður ef flokkurinn féllist
á niðurstöðu 60 manna starfs-
nefndar þingsins sem hafði hafnað
þjónustugjöldum. Hótunin virkaði
- hann fékk sitt fram.
Ráðherraskiptin og
aðdragandi þeirra
Aftur fékk hann sitt fram við
ráðherraskipti Alþýðuflokksins nú
í sumar, þegar gengið var framhjá
Rannveigu Guðmundsdóttur, al-
þingismanni sem hefur árum sam-
an starfaði í Alþýðuflokknum og
gegnt ýmsum trúnaðarstörfum á
hans vegum. En þá sauð hinsveg-
ar uppúr með alkunnum afleiðing-
um.
Sú ákvörðun Jóhönnu Sigurðar-
dóttur að segja af sér varafor-
mennsku í kjölfar þessara atburða,
var vissulega reiðarslag fyrir
flokkinn. Hinsvegar er hún mjög
skiljanleg þegar atburðarás síð-
ustu vikna og missera er skoðuð
nánar. Þar gefur að líta bæði
valdahroka og sorglega óvirðingu
formannsins við varaformanninn
og aðrar konur í flokknum.
Jóhanna hefur upplýst það, að
þegar hún fór í sumarleyfi hafi
það verið fastmælum buridið 'milli
hennar og Jóns Baldvins að ekki
yrði gengið frá ráðherraskiptunum
fyrr en í júlímánuði. Annað kom
þó á daginn, því fimmtudaginn 10.
júní er Jón Baldvin kominn vel á
veg með að ná fram lyktum í
málinu. Þann dag heldur hann
fund með þeim Guðmundi Árna
og Össuri. Hann sér hinsvegar
ekki ástæðu til þess að ræða við
varaformanninn fyrr en laugar-
daginn 12. júní, eftir að málið er
búið að koma í fjölmiðlum. Tveim
dögum síðar eru „strákarnir" báð-
ir orðnir ráðherrar.
Lærdómsrík niðurstaða
Þessi atburðarás hlýtur að vera
verðugt umhugsunar- og áhyggju-
efni verðandi varaformanni flokks-
ins, hver svo sem það verður.
Skilaboðin eru sömuleiðis ugg-
vænleg fyrir konur í flokknum.
Þeim má vera það alveg ljóst að
þær mega einungis vera með svo
framarlega sem þær eru ekki fyr-
ir. Um leið og þær fara að tala
öðru máli en formaður flokksins,
eða stefna á stöður sem karlmenn
renna vonaraugum til, þá fá þær
sparkið.
Jón Baldvin Hannibalsson lýsti
því yfir í fjölmiðlum að ráð-
herravalið hefði verið „lýðræðis-
leg“ niðurstaða, fengin með at-
kvæðagreiðslu i þingflokknum.
Hrædd er ég um að Jón Baldvin
- jafn sjóaður og hann er í pólitík
- hefði vart farið með málið í at-
kvæðagreiðslu inn í þingflokknum
án þess að vita niðurstöðuna fyrir.
Þá væri Bleik brugðið. Atkvæða-
greiðsla þjónaði þeim eina tilgangi
að slá ryki í augu flokksfólks og
almennings.
I skoðanakönnun sem gerð var
skömmu síðar kom í ljós að 77%
Alþýðuflokksmanna töldu að
Rannveig Guðmundsdóttir hefði
fremur átt að verða ráðherra en
Össur Skarphéðinsson. Þar að auki
voru um 70% fylgismanna annarra
flokka sömu skoðunar.
Vonarljós í myrkri
Við þessa atburði alla lagðist
myrkur niðurlægingar og von-
brigða yfir Alþýðuflokkinn. Kon-
urnar í flokknum eru sem lamaðar
- jafnvel hörðustu stuðningskonur
Jóns Baldvins geta ekki leynt reiði
sinni og vonbrigðum. í vandræðum
sínum vita menn vart hvetju skuli
svarað þegar fjölmiðlar grennslast
eftir viðbrögðum við afsögninni.
„Þetta er slæmt - vissulega
slæmt“ er muldrað ofan í barminn.
Menn vita sem er, að síðustu
atburðir hafa dýpkað enn frekar
þá bresti sem komnir eru í for-
mannsímyndina. Staða hans er
veikari en fyrr og staða flokksins
sömuleiðis. Hið síðarnefnda er
raunar bein afleiðing af fram-
göngu og vinnubrögðum Jóns
Baldvins innan flokksins og ríkis-
stjórnarinnar.
Hið eina sem hefur hindrað full-
komið fylgishrun Alþýðuflokksins
er vera Jóhönnu Sigurðardóttur í
ríkisstjórninni og sú einurð og alúð
sem hún hefur sýnt í störfum sín-
um sem félagsmálaráðherra.
Sannir jafnaðarmenn vita vel að
Jóhanna er eina vonarglæta Al-
þýðuflokksins um þessar mundir,
enda ná vinsældir hennar og virð-
ing langt út fyrir raðir Alþýðu-
flokksmanna. Það sýndi sig í fyrr-
nefndri skoðanakönnun þar sem
83% Alþýðuflokksmanna lýstu
ánægju með störf Jóhönnu, og ríf-
lega 50% fylgismanna annarra
flokka. Það er verðugt umhugsun-
arefni.
Vogun vinnur - vogun tapar.
Jóhanna Sigurðardóttir tók djarfa
ákvörðun sem vonandi er einungis
fyrsta skrefið til nýrrar sóknar i
sögu Alþýðuflokksins. Nýrra tíma
þegar ,jafnaðar“ hugtakið fer aft-
ur að hafa þýðingu í heiti hans
og stefnu; tíma þegar sárin gróa
undir hvítum bringudúni „Jafn-
aðarmanna íslands".
Höfundur cr borgnrfulltrúi og
formnöur sveitnstjórnnrráðs
Alþýðuflokksins.