Morgunblaðið - 13.07.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.07.1993, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1993 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1368 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Kvikmyndagerð og meðferð almannafjár Ríkisendurskoðun hefur gert úttekt á fjárhagslegum tengslum Hrafns Gunnlaugssonar, framkvæmdastjóra Sjónvarpsins, við ýmsa opinbera aðila, sem fjalla um fjármögnun kvikmyndagerðar. Niðurstaða úttektarinnar er sú, að Hrafn Gunnlaugsson hafi ekki gerzt brotlegur í opinberu starfí og ekkert bendi til þess, að hann hafi fengið óeðlilega háa styrki úr opinberum sjóðum, miðað við aðra kvikmyndagerðarmenn. Raunar kemur fram, að a.m.k. tveir aðrir kvikmyndagerðarmenn hafí fengið áþekkar upphæðir og Hrafn Gunn- laugsson til kvikmyndagerðar. Þær ásakanir, sem fram voru bomar á hendur framkvæmdastjóra Sjón- varpsins hafa því ekki reynzt á rökum reistar og er það vissulega alvarlegt umhugsunarefni fyrir þá, sem báru þær ásakanir fram, m.a. úr ræðustól Alþingis. Hins vegar leiðir athugun Ríkis- endurskoðunar margt í ljós um styrkja- og stjómkerfíð, sem ís- lenzki kvikmyndaiðnaðurinn býr við. Ríkisendurskoðun sér ástæðu til að gagmýna fjölmörg atriði, stjórnsýslulegs eðlis, í starfsemi Kvikmyndasjóðs, menntamála- ráðuneytisins, Ríkissjónvarpsins og Menningarsjóðs útvarpsstöðva. Ríkisendurskoðun segir, að hjá Kvikmyndasjóði hafí hæfísreglna stjómsýsluréttar ekki verið gætt sem skyldi á undanfömum árum. Grundvallarreglan í þessu tilliti, eins og hún er sett fram í nýjum stjómsýslulögum, er að starfsmað- ur eða nefndarmaður sé vanhæfur til meðferðar máls, ef fyrir hendi em þær aðstæður, sem em fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans í efa með réttu. Ríkisendurskoðun segir, að fyrir liggi, að einstakir stjórnarmenn í Kvikmyndasjóði hafí tekið þátt í skipun manna í úthlutunamefnd, þrátt fyrir að þeir hafí sótt um eða ætlað að sækja um styrki úr sjóðnum. Ríkisendur- skoðun fínnur jafnframt að því, að hagsmunaaðilar skuli skipa fulltrúa sína í stjóm sjóðsins, með tilliti til þess hversu fáir kvikmyndagerðar- menn séu hér á landi. Ríkisendur- skoðun segir hættuna á hagsmuna- árekstmm blasa við. „Eins og mál- um er nú háttað taka hagsmunaað- ilar þátt í að setja reglur um úthlut- anir, velja menn til að ákveða hvaða verkefni eru styrkt og hafa loks sjálfír eftirlit með að skilyrðum sjóðsins sé fylgt,“ segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Ríkisendurskoðun gagnrýnir bæði stjórnarmenn í Kvikmynda- sjóði og menntamálaráðuneytið fyrir að hafa ekki gætt þess að halda hæfísreglur í heiðri, og átelur sérstaklega þá vanrækslu mennta- málaráðuneytisins, að hafa ekki gefíð út reglugerð um starfsemi Kvikmyndasjóðs, þrátt fyrir laga- ákvæði þar að lútandi. í skýrslu Ríkisendurskoðunar er fundið að því, að ekki hafí verið höfð sama framkvæmd á úthlutun- arreglum Kvikmyndasjóðs í ölium tilfellum. Sumir kvikmyndagerðar- menn hafí fengið úthlutað styrk þrátt fynr að hafa ekki gert grein fyrir fjármögnun mynda sinna með fullnægjandi hætti. Ríkisendur- skoðun tqlur áríðandi að þetta sé samræmt, „enda hlýtur það ávallt að valda tortryggni þegar fram- kvæmd reglna lítur út fyrir að vera mismunandi eftir því hver á í hlut“. Jafnframt gagnrýnir stofnunin að misbrestur sé á því að styrkþegar Kvikmyndasjóðs hafí skilað grein- argerðum, með endurskoðuðum reikningum, um það hvemig styrk frá sjóðnum hafí verið varið. Ríkis- endurskoðun telur þetta geta vakið tortryggni gagnvart störfum sjóðs- ins. Gagmýni Ríkisendurskoðunar á Kvikmyndasjóð verður að teljast réttmæt. Sjóðurinn úthlutar á þessu ári 112 milljónum króna af skattfé í styrki til kvikmyndagerð- ar. Frá því hann var settur á stofn 1979, hefur hann styrkt kvik- myndagerð um nærri einn milljarð króna. Skattgreiðendur hljóta að gera þá kröfu, að með fé sjóðsins sé farið án hlutdrægni, að allir styrkþegar sitji við sama borð og að styrkþegar geri nákvæma grein fyrir ráðstöfun sinni á almannafé. Fram kemur í skýrslu Ríkisendur- skoðunar að vissar umbætur í þess- um efnum séu hafnar hjá sjóðnum. Vonandi verður þeim fylgt fast eft- ir. Það er lágmarkskrafa, að fylgzt sé með því að þessir fjármunir gangi til þeirra verka, sem ætlazt er til. Ríkisendurskoðun segir í skýrslu sinni að jafnumfangsmikil viðskipti stofnunar við starfsmann sinn og Ríkissjónvarpsins við þáverandi dagskrárstjóra hljóti að skapa hættu á hagsmunaárekstri. Þá gagnrýnir Ríkisendurskoðun menntamálaráðherra fyrir að skipa þáverandi dagskrárstjóra formann stjómar Menningarsjóðs útvarps- stöðva, bæði út frá áðumefndum hæfísreglum og vegna þess að hann hafí verið dagskrárstjóri Sjónvarps og oft þurft að íjalla um umsóknir frá starfsmönnum þeirrar stofnun- ar til sjóðsins. Úttekt Ríkisendurskoðunar á litlum hluta stjómkerfisins leiðir í Ijós að þar er ótrúlega víða pottur brotinn. Hún staðfestir það, sem oft hefur verið haft á orði, að starfshættir hins opinbera ríkis- kerfís eru oft og tíðum alls ekki f samræmi við góða stjómsýslu- hætti. Ein ástæða þess er eflaust að skýrar reglur hefur skort og er vonandi úr því bætt að nokkru leyti með setningu hinna nýju stjórn- sýslulaga, sem taka gildi um næstu áramót. Hins vegar er einnig um að ræða ákveðinn hugarfarsvanda í stjórnkerfínu. Bæði löggjafínn, handhafar framkvæmdavaldsins og embættismenn í ríkiskerfínu verða að átta sig á því, að augljós hags- munatengsl, eins og bersýnilega hafa verið á ferðinni í sambandi við styrkveitingar til kvikmynda- gerðar, eiga að heyra til liðinni tíð. Þau hagsmunatengsl snúa hins vegar ekki að einum manni, heldur mörgum. Fyrsta Olafsvíkurvakan var haldin ur Grillveisla SKRAUTLEGIR grímubúningar barna settu skemmtilegan svip á grillveislu sem haldin var á Ólafsvíkui Hátíðarsvipur y Jöfn og góð þátttaka í öllum dag- skrárliðum á Ólafsvíkurvökunni Ólafsvík. MARGT fólk heimsótti Ólafsvík um helgina og skemmti sér með ýmsum hætti ásamt heimamönnum á Ólafsvíkurvökunni sem haldin var I fyrsta sinn. Blíðskaparveður var alla helg- ina og gerði það að verkum að hvert dagskráratriði naut sín að fullu. Fólk hafði úr nógu að velja og varð reyndin sú að jöfn og góð þátttaka var í hinum ýmsu þáttum dagskrár- innar. Var eftirtektarvert hve ljúft þessir dagar liðu og án nokkurrar yfirspennu eða vandræða. Hátíðarsvipur var yfir bænum. Vakan hófst á föstudag með opnun þriggja sýninga í Grunn- skóla Ólafsvíkur og gamla pakk- húsinu. Um kvöldið var svo skemmtidagskrá í félagsheimilinu á Klifí. Þangað komu nærri þijú hundruð manns. Þótti skemmtunin takast með ágætum. Á laugardag- inn var gönguferð um morguninn og á sama tíma var skemmtisigling á þremur vélbátum og var siglt inn með Vallnabjargi í blíðunni og fuglalífíð skoðað í nálægð. Ufsar og marhnútar Síðan tók við hvert atriðið af öðru og var meðal annars fjöl- mennt á biyggjumótinu þar sem böm innan 13 ára kepptu í veiði- mennsku. Þarna veiddust ufsar, kolar, marhnútar og krabbar og auk þess einn þorskur sem varð verðlaunafískur, rúmlega pund að þyngd. Síðar um daginn tóku böm- in þátt í hjólreiðakeppni og kassa- bflaralli. Dansleikur var um kvöld- ið. Á sunnudag var svo golfmót og önnur gönguferð, hátíðarmessa í Ólafsvíkurkirkju og hestamanna- mót. Sama góða veðrið hélst og blöktu fánar í hægum blæ. Var sá svipur Iíka yfír mannlífínu þessa helgi því allt fór fram með miklum sóma. Fólk tók þar þátt sem lysti og lét sér líða vel í veðurblíðunni. Eínstök vaka Guðmunda Wium sem sæti átti í undirbúningsnefnd staðfesti í stuttu spjalli að fólk hefði verið ánægt og þakklátt fyrir dvölina og skemmtunina um helgina. Ýmsir gestanna hefðu haft orð á að næsta sumar kæmi fjölskyldan öll. Guð- munda sagði að alít hefði lagst á eítt með að gera helgina ánægju- lega, veðrið, fólkið sjálft og vinna þeirra sem að stóðu. Ekki hefði orðið nokkur vandræði eða óhöpp og ekkert hefði þurft að leita til læknis eða lögreglu. Guðmunda sagði að aðstandendur Ólafsvíkur- vökunnar vildu þakka gestunum fyrir komuna og heimamönnum fyrir einstaka vöku sem vonandi yrði árlegur viðburður. Helgi Þrautakóng ÞRAUTAKÓNGUR á reiðhjólum Iega á einbeitinguna. Krabbi á lai UNGIR veiðimenn fengu aðstoð að gera að aflanum á bryggjun má veiddist einn krabbi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.