Morgunblaðið - 13.07.1993, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.07.1993, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1993 ©1986 Univefsal P>e»» Syndiole yjcmn k-eypti- st-tingcxhjoL og honj />vt eLkl ó gang. " Með morgnnktiffinu Hefur þú aldrei hugsað um að fara í framboð? Kíktu í einhvern af pokun- um. Barnið hlýtur að vera einhvers staðar hérna. HÖGNI HREKKVÍSI BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Ferð að Laxárglj úfri helgina 16.-18. júlí nk. Frá Gunnari Hólm Hjálmarssyni: Á föstudagskvöld verður ekið austur að Kaldbak í Hrunamanna- hreppi, efsta bæ vestan Stóru- Laxár, og tjaldað þar. Litlu ofar með^ ánni er eyðibýlið Hrunakrók- ur. í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns segir að talið sé að þar hafi Hruni staðið áður og býlin austan ár átt þangað kirkju- sókn. Á þeim tíma, sem þeir voru á ferð, var Hrunakrókur í eyði en hann bygðist aftur og var búið þar fram um síðustu aldamót. Guð- mundur frá Miðdal og félagar hans reistu veiðikofa í Hrunakróki fyrr á öldinni og stendur hann enn. Stóra-Laxá skiptir sveitum. Vestan hennar er Hrunamanna- hreppur en að austan Gnúpveija- hreppur. Innar er Hrunamanna- afréttur vestan ár og Flóa- og Skeiðamannaafréttur að austan. Á að hlaut að koma að því, að einhver lýsti áhuga á að koma upp grafreit fyrir gæludýr, eins og skýrt var frá hér í blaðinu sl. laugar- dag. Slíkir grafreitir eru þekktir í Bandaríkjunum og eftir öðru, að sá ameríski siður verði tekinn upp hér. Þetta verður áreiðanlega fínn bísness fyrir þá, sem við sögu koma. Sala legsteina á eftir að stóraukast og alls konar tildur í kringum þetta. Það er um að gera að taka upp siði Bandaríkjamanna í þessu sem öðru. Við megum alls ekki láta okkar hlut eftir liggja! XXX að höfum við heldur ekki gert eins og sjá má á þeim brúð- kaupssiðum, sem nú eru að ryðja sér til rúms hér á íslandi. Bílar með Hrunamannaafrétti hafa verið grafin upp forn bæjarstæði og munnmæli eru um fjölda býla allt inn í Árskarð í Keríingarfjöllum. Ofan Hrunakróks fellur Stóra- Laxá í stuttu klettagljúfri. Þar skiptast á flúðir og djúpir silf- urtærir hyljir sem flestir eru góðir veiðistaðir en lax gengur upp ána langt inn á afrétt. Stangaveiðifé- lag Reykjavíkur hefur haft Stóru- Laxá á leigu í mörg ár og selur veiðimönnum leyfi til stangaveiði í henni. Á milli þessa gljúfurs og hins eiginlega Laxárgljúfurs renn- ur áin á eyrum á kafla og þar eru ármót hennar og Skillandsár. í Skillandsá er fallegur foss litlu ofar og blasir hann vel við af þess- um stað. Litlu ofar hverfur Stóra- Laxá inn í hálendisbrúnina og þar byija hin eiginlegu Laxárgljúfur. Þetta er tilkomumikið gljúfur um slaufum eru orðnir fastur liður í borgarlífmu, brúðhjón akandi um í nokkrar klukkustundir í glæsibif- reiðum og annað eftir því. Ætli þessi gervimennska sé til orðin fyrir áhrif sjónvarps? Er óhugsandi að halda brúðkaup sam- kvæmt gömlum og.góðum íslenzk- um siðum? Af hveiju verðum við að apa yfirborðsmennsku og sýnd- armennsku eftir öðrum þjóðum og þá ekki sízt vinum vorum vestan hafs? Það er tími til kominn að æskufólk rísi upp gegn þessari vit- leysu. xxx Verðlag á neyzluvörum æðir upp þessa dagana. Víkveija brá mjög í brún, þegar hann sá um helgina, að ein dós af grænum 10 kílómetra langt og allt að 200 metra djúpt. Það er víðast hvar ógengt en þó má komast niður í það all víða. Á laugardeginum er reiknað með að ganga frá línuvegi sem er inni á Hrunaheiðumn, 15-20 kílómetra leið niður í Hrunakrók. Umhverfi Stóru-Laxár á þessu svæði er ákaflega tilkomumikið og fallegt. Áin sjálf er bergvatnsá og liðast víða silfurtær í lygnum á milli strengja í hrikalegu gljúfri. Á sunnudagsmorgun gefst tækifæri til að skoða nágrenni Hrunakróks og Stóru-Laxár á þessu svæði nánar eða slappa af áður en ekið verður aftur til Reykjavíkur síðdegis á sunnudag- inn. GUNNAR HÓLM HJÁLMARSSON, fararstjóri hjá Útivist. milli sjúkrahúsrekstrar og plast- verksmiðju Reykjalundar kemur einnig fram, að löggiltur endur- skoðandi, sem jafnframt er trún- aðarendurskoðandi ríkisendur- skoðunar, hafi greint frá því, að náið sé fylgst með því að daggjöld sjúkrahússins blandist ekki í rekst- ur og fjárfestingar plastverksmiðj- unnar. Hefur ríkisendurskoðandi stað- fest þetta við Samkeppnisstofnun. Órökstuddar dylgjur Félags ís- lenskra iðnrekenda, sem þeir bera á Reykjalund fyrir hönd aðildar- fyrirtækis í félaginu, sem telur sig vera í samkeppni við Reykjalund, fá því ekki staðist. Frá þessum málalokum hirti Ríkissjónvarpið ekki að greina, heldur setti þetta fram sem æsi- frétt um hugsanlegt misferli þrátt fyrir ábendingar um hið rétta áður en fréttin var flutt og hafnaði síð- an tilmælum fulltrúa Samkeppnis- stofnunar um leiðréttingu. Þetta er slæm fréttamennska. BJÖRN ÁSTMUNDSSON forstjóri Reykjalundar. baunum, sem hingað til hefur kost- að um 64 krónur var í einni verzlun komin upp í 82 krónur. Fljótleg athugun benti til þess, að slík verð- hækkun væri ekki einsdæmi. Mikil er ábyrgð þeirra, sem stóðu fyrir gengisbreytingunni á dögunum. xxx Fjölmörg fyrirtæki á sviði verzl- unar og þjónustu standa frammi fyrir því, að gengisbreyting- in kallar yfir þau kostnaðarauka, sem veldur því, að áætlaður hagn- aður þessa árs er horfinn út í veður og vind. Það kemur sér ekki bara illa fyrir fyrirtækin sjálf heldur rík- issjóð einnig, sem þarf ekki að bú- ast við miklum tekjuskattsgreiðsl- um þessara fyrirtækja á næsta ári. Athugasemd vegna fréttar um Reykjalimd Frá Birni Astmundssyni: I fréttum Ríkissjónvarpsins miðvikudaginn 7. júlí sl. var sagt frá þeim úrskurðum, sem Sam- keppnisráð hefði fellt frá því ný samkeppnislög tóku gildi í mars síðastliðnum og meðal annars vik- ið að úrskurði ráðsins varðandi málefni Reykjalundar. Þrátt fyrir ábendingar undirrit- aðs við fréttamann um staðreynd- ir málsins, áður en fréttin var les- in, tókst henni að gera fréttina þannig úr garði að beinlínis er skemmandi fyrir Reykjalund. Þá hafnaði sjónvarpið þeim ummæl- um fulltrúa Samkeppnisstofnunar, í samtali við fréttastofu daginn eftir að fréttin var lesin, að birta leiðréttingu og greina frá öllum þáttum þessa máls til enda. Því er okkur nauðsyn að koma eftirfarandi á framfæri: í fréttinni segir orðrétt: „Að töluvert hafi borið á kvörtunum um að opinberir eða hálfopinberir aðilar hafi misnotað samkeppnis- aðstöðu sína.“ (Með þessum orðum er birt yfirlitsmynd af sjúkrahúsi Reykjalundar.) I fyrsta lagi skal það skýrt tek- ið fram, að Reykjalundur er hvorki opinber né hálfopinber stofnun, heldur einkafyrirtæki í eigu Sam- bands íslenskra berkla- og bijóst- holssjúklinga (SÍBS), rekið á veg- um sambandsins og á ábyrgð þess. í öðru lagi hefur Reykjalundur ekki misnotað samkeppnisaðstöðu sína, enda kemur fram í úrskurði Samkeppnisstofnunar, að athugun stofnunarinnar benti ekki til þess að opinber framlög til reksturs sjúkrastofnunar Reykjalundar hafi verið notuð til að greiða niður framleiðslu eða fjárfestingu í plastverksmiðju fyrirtækisins. í bréfi því, sem inniheldur til- mæli Samkeppnisstofnunar um algeran fjárhagslegan aðskilnað á Víkverji skrifar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.