Morgunblaðið - 13.07.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.07.1993, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C 155. tbl. 81.árg. ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Stj órnlagaþingið í Rússlandi Tillögnr forset- ans samþykktar Moskvu. Reuter. SÉRSTAKT þing fulltrúa frá 88 lýðveldum og sjálfsstjórnarhéruð- um Rússlands samþykkti i gær drög Borísar Jeltsíns forseta að nýrri stjórnarskrá með 433 atkvæðum af 585 alls og var það nægilegur meirihluti. Forsetinn kallaði þingið saman í andstöðu við harðlínumenn sem ráða lögum og lofum á fastaþingi landsins. gjafarvald, lagt niður en stofnað nýtt þing í tveim deildum er minnir á tilhögun Bandaríkjamanna. Völd heim í hérað Er úrslitin voru ljós viðurkenndi Jeltsín að enn væri mikil barátta eftir þar sem þingin í hverju héraði þurfa nú að fjalla um drögin. Óljóst er hve langan tíma það tekur en vitað er að Jeltsín vill nýjar þing- kosningar þegar í haust. Mörg héraðanna leggja áherslu á að fá sem mest vald í eigin málum. I sumum þeirra er því mótmælt að skatttekjur sambandsstjómarinnar séu notaðar um of til að aðstoða lýðveldin. Þau síðarnefndu eru flest lítil en hafa meira sjálfstæði enda mörg þeirra byggð öðrum þjóðum en Rússum. Jeltsín lét undan ýmsum kröfum fulltrúanna um breytingar á drög- unum til að tryggja framgang máls- ins. Umbætur á stjómarskránni, sem löngu er orðin úrelt enda að miklu leyti frá sovétskeiðinu, hafa verið í sjálfheldu vegna þess að harðlínuöfl á fastaþinginu hafa þæft málið. Samkvæmt drögunum verður vald forsetans stóraukið og fulltrúa- þingið, sem komið hefur saman tvisvar á ári og fer með æðsta lög- Snarpir skjálftar Kínveijar bíða eftir frelsi ÞRJÚ skip með hundruð kínverskra flóttamanna Á myndinni sigla bandarískir strandverðir að einu innanborðs biða nú við strönd Kaliforníu og banda- skipanna og flóttamennirnir halda á spjöldum þar sem rísk yfirvöld hafa neitað fólkinu um landvistarleyfi. þeir tjá þrá sína eftir frelsi. í Japan ítalir krefjast þess að hernaðaraðgerðum í Sómalíu verði hætt Tókýó. Reuter. AÐ MINNSTA kosti fjórir menn biðu bana í tveimur öflugum landskjálftum sem riðu yfir norðurhluta Japans í gær og miklum flóðbylgjum í kjölfarið. Fyrri landskjálftinn mældist 7,8 stig á Richters-kvarða og skjálfta- miðjan var á 50 km dýpi í hafinu norðvestur af eyjunni Hokkaido. Hinn skjálftinn mældist 5,4 stig og varð á svipuðum slóðum. Sjónvarpsstöðvar sögðu hættu á rúmlega þriggja metra háum flóð- öldum eftir skjálftana og hvöttu fólk í norður- og vesturhluta lands- ins til að fara frá ströndinni. Fréttamenn myrtir til að hefna árásar á Aideed Mogadishu, Róm. Reuter, The Daily Telegraph. TALIÐ er að a.m.k. 16 Sómalir hafi beðið bana í gær þegar banda- rískar herþyrlur gerðu árás á aðalstöðvar sómalska stríðsherrans Mohameds Aideeds. Reiðir Sómalir hefndu árásarinnar með því að myrða fjóra starfsmenn vestrænna fréttastofa. ítalir krefjast þess að hernaðaraðgerðum Vesturlanda í Sómalíu verði hætt. Söngleikur slærígegn íLondon NÝJASTI söngleikur Andrews Lloyds Webbers, Sunset Boulevard, hefur þegar slegið í gegn, ef marka má forsölu að- göngumiða, en söngleikurinn var frum- sýndur í London í gærkvöldi. Nú hafa selst aðgöngumiðar fyrir rúmlega fjórar milljónir punda, um 43 milljónir króna, jafnvel þótt miðaverð sé hærra en geng- ur og gerist í bresku leikhúsunum og kostar miðinn 32 pund, um 3500 krón- ur. Þetta er mesta forsala sem um getur í sögu leikhúsa í London. Söngleikurinn er byggður á samnefndri bíómynd frá sjötta áratugnum með Gloriu Swanson og William Holden í aðalhlutverki. Titil- lag söngleiksins hefur þegar náð tölu- verðum vinsældum en það er sungið af Barböru Streisand. Myndin er af Webber áður en frumsýningin hófst í gær. Reuter Skotið var eldflaugum og af vél- byssum á hús innanríkismálaráð- herra Aideeds, sem er í miðborg Mögadishu. Haft var eftir Sómölum að þar hefði staðið yfir fundur í rík- isráði Aideeds, en þær fregnir hafa ekki fengist staðfestar. Árásin var gerð í kjölfar viðvarana Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um að hersveitir Aideeds yrðu afvopnaðar með valdi ef þær létu ekki vopn sín af hendi í samræmi við alþjóðlega friðaráætl- un. Undanfarnar þijár vikur hafa sveitir SÞ hvað eftir annað orðið fyrir árásum leyniskyttna og manna sem beita vopnum gegn skriðdrek- um. Barðir til bana Eftir árásina í gær báru reiðir Sómalir lík 16 fórnarlamba að hót- eli sem vestrænir fréttamenn gista. Sagt var að alls væru líkin 29 tals- ins, og talsmaðúr Aideeds sagði að 74 Sómalir hefðu látist í árásinni og 200 særst. Ekki var unnt að fá þessar tölur staðfestar, þar eð Sóm- alir hindruðu aðgang fréttamanna að sjúkrahúsum í borginni. Sómalir, sern sögðust á vegum Aideeds, fengu tvo vestræna frétta- menn með sér til að skoða bygging- una sem ráðist var á og lofuðu þeim vernd. Þegar fréttamennirnir komu þangað réðust æfír Sómalir að þeim og börðu þá til bana. Tveir Kenýu- menn, sem störfuðu fyrir Reuters voru einnig myrtir í miðborginni. Hernaði verði hætt Varnarmálaráðherra Ítalíu, Fabio Fabbri, sagði eftir ríkissljórnarfund í gær, að þess yrði krafist að Banda- ríkin og SÞ létu af hernaðaraðgerð- um í Sómalíu til þess að draga mætti úr spennunni í landinu. „Við verðum að endurskoða markmiðið með aðgerðunum í Sómalíu,“ sagði Fabbri. „Reyna þarf að koma á við- ræðum á ný.“ ♦ ♦ ♦ PLO ræðir við Israela Túnisborg. Reuter. FORYSTUMENN Frelsissam- taka Palestínumanna (PLO) skýrðu frá því í gær að samtök- in hefðu efnt til fyrstu beinu viðræðnanna við ísraelsstjórn. Yasser Arafat, leiðtogi PLO, stað- festi að viðræður háttsettra fulltrúa samtakanna' og ísraelsstjórnar hefðu farið fram í Washington í júní en þær hefðu ekki borið árang- ur. ísraelsstjórn hefur bannað samningaviðræður við Frelsissam- tök Palestínumanna á þeirri for- sendu að þau séu hryðjuverkasam- tök sem stefni að því að tortíma Ísraelsríki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.