Morgunblaðið - 13.07.1993, Síða 5

Morgunblaðið - 13.07.1993, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1993 5 Krakkar úr Vinnuskólanum hanna leiksvæði eftir eigin höfði Sköpunargleð- in allsráðandi TVEIR hópar úr Vinnuskóla Reykjavíkur hafa í sumar haft sjálfdæmi um hönnun tveggja opinna leiksvæða í Reykjavík. Verkefnið, sem er tilraunasamstarf Vinnuskólans og gatnamála- stjóra, hefur gefist vel og forráðamenn Vinnuskólans segja að unglingarnir séu allt í senn hugmyndaríkir, duglegir og hrað- virkir. í hvorum hópi eru um tíu krakkar og í vor var þeim útdeilt opnu svæði sem þarfnaðist endur- bóta. „Okkar verkefni felst í því að endurskipuleggja svæðið og hanna þar leikvöll fyrir börn og unglinga," sagði Guðrún Vilborg Þórðardóttir, einn hönnuða ann- ars verkefnisins í íbúðahverfi í Sundunum. „Við munum einnig setja upp bekki og annast gróður- setningu þannig að svæðið er í raun ætlað fólki á öllum aldri.“ Að sögn Eyrúnar Magnúsdótt- ur hófst uppbygging svæðisins í byijun júní. „Við ræddum ýmsar hugmyndir í upphafi en gerðum því næst teikningar að svæðinu eins og það á að líta út,“ sagði hún. Þau hafa ekki látið þar við sitja heldur kom í ljós að einn úr hópnum, Sævar Þór Jónsson, hef- ur útbúið í tölvu þrívíðar hönnun- arteikningar af svæðinu. „Það var erfitt að teikna þetta á blaði þann- ig að einfaldast reyndist að teikna það í tölvu," sagði Sævar. Vélsleðabrekka Krakkarnir gera ráð fyrir því að á svæðinu verði þrír hólar en einn þeirra er hannaður sem vél- sleðabrekka. Þá verður reistur turn en úr honum verður hægt að renna sér í rennibraut. ofan í sandkassa. Mörgum öðrum leik- tækjum verður komið fyrir að sögn krakkanna og í flestum til- vikum fengu þeir að velja tækin sjálfir. Loks má ekki gleyma körfuboltavellinum en hann á sitt fasta pláss á vellinum. Krakkarnir eru sammála um að þessi vinna sé mun skemmti- legri en venjuleg unglingavinna og að hún sé aukinheldur þro- skandi. „Verkefni okkar eru mun fjölbreyttari en áður; nú fáum við að helluleggja, tyrfa, gróðursetja og vinna sjálfstætt," sagði Guð- rún. Krakkarnir standa sig vel Flokksstjóri krakkanna er Ingvar H. Olafsson og hann segir- þá hafa staðið sig mjög vel. „Við leggjum áherslu á að kenna þeim rétt vinnubrögð. Ég held raunar að þau hafi ekki gert sér grein fyrir hversu fjölþættar fram- kvæmdir á borð við þessar eru og ég efa ekki að þau hafa lært mikið af þessu,“ sagði Ingvar. Hann var heldur ekki í vafa um að krakkarnir ynnu hraðar og betur þegar þeir fá að vinna sjálf- stætt og skapa. „Þau eru 'greini- lega miklu ánægðari með starfið Ungir hönnuðir hvíla sig OLAFUR, Guðrún og Eyrún starfa í Vinnuskólanum og fengu það verkefni í sumar að hanna leiksvæði ásamt félögum sínum. Unnið hörðum höndum ÞEIR Sigurður og Sævar voru að tyrfa einn hólinn sem prýða mun leiksvæði krakkanna þegar að garði. en jafnaldrar þeirra í öðrum verk- efnum. Það má nefna að strax eftir tvo daga var búið að mynda svæðið. Ég veit það að minnsta blaðamenn Morgunblaðsins bar kosti að bæði fólk hér í kring og yfirmenn í Vinnuskólanum eru ánægðir með störf unglinganna hér,“ sagði Ingvar að lokum. Pilturinn á batavegi PILTURINN sem var hætt kom- inn er hann missti meðvitund við vinnu í bensíntanki í Mosfells- sveit er á góðum batavegi. Hann hefur fengið meðferð á Borgar- spítalanum og verður ekki fyrir varanlegu heilsutjóni. Pilturinn, sem er starfsmaður Olís, var að hreinsa affall neðst í tankinum á föstudag en þar var megn bensíngufa. Hann missti með- vitund en félaga hans tókst fljótlega að koma honum í ferskt loft. ---------»-»■■■♦- Náttúru- fræðingar ræða frek- ari aðgerðir FÉLAG íslenskra náttúrufræð- inga hyggur á frekari aðgerðir í launadeilu milli ríkisspítalanna og nokkurra náttúrufræðinga hjá Rannsóknastofu HÍ í veirufræði. Haraldur Ólafsson, varaformaður samningaráðs FÍN, segir að þolin- mæði félagsmanna sé aftur þrotin en ekki hafi gengið saman milli deiluaðila síðan FIN greip til að- gerða 1. júlí sl. og hindraði eðli- lega starfsemi við rannsóknastof- una. Til þeirra aðgerða var gi-ipið þegar félagið taldi samningaleið- ina ekki lengur færa. Haraldur sagði að engir fundir væru framundan milli deiluaðila en rætt væri innan FIN um frekari að- gerðir. Ef gripið yrði til aðgerða mundi bæði tímasetningin og aðgerð- irnar sjálfar verða óvæntar. Hann sagði að ekki yrði hjá því komist að koma hreyfingu á málið. 24. Ólympíuleikamir í eðlisfræði í Bandaríkjunum Fleiri þátttökuþjóðir en nokkru sinni fyrr Williamsburg, frá Viðari Ágústssyni fréttaritara Morgunblaðsins. YFIR 200 ungmenm frá 42 þjóðlöndum hvaðanæva úr heiminum eru samankomin hér í Williamsburg í Virginíu í Bandaríkjun- um til að keppa í eðlisfræði, fræðilegri og verklegri. Keppnin er árlegur vettvangur ungmenna 19 ára og yngri að glíma við verkefni sem háskólanemendur mættu vera fullsæmdir af að Ijúka. Meðal keppenda eru 5 íslenskir drengir, sem valdir voru til fararinnar eftir Landskeppni í eðlisfræði, sem Morgunblaðið styrkti í febrúar og mars síðastliðnum. Þeir eru Davíð Bragason og Arj Eiríksson frá MA, Arnar Már Hrafnkels- son og Styrmir Sigutjónsson frá MR og Guðjón Guðjónsson frá MS. Þeir hafa æft sig fyrir leik- ana undir stjórn fararstjóranna, Viðars Ágústs- sonar og Ingibjargar Haraldsdóttur, undanfam- ar 6 vikur hjá kennurum og starfsmönnum Háskóla Islands og Orkustofnunar. Ólympíuleikarnir, sem fara fram í College of William and Mary voru settir við hátíðlega athöfn í gær, en í dag var fyrsti keppnisdagur- inn - 3 fræðileg verkefni sem leysa átti á 5 klukkustundum. íslensku keppendumir voru sammála um að þeir hefðu nánast ekkert kom- ist áfram með dæmin sem aðallega voru úr nútíma rafsegulfræðum. En það á ekki að valda þeim áhyggjum því eins og Leon Ledeman, nóbelsverðlaunahafí orðaði það við setningarat- höfnina: „Þið hafíð nú þegar unnið mikinn sig- ur með því einu að hafa verið valdir til að koma hingað til að keppa á 24. Ólympíuleikun- um í eðlisfræði." Morgunblaðið/Þorkell Islensku keppendurnir PILTARNIR, sem keppa á ólympíuleikunum í Williamsburg í Virginíu í Banda- ríkjunum. 1.-23. okt. og 26. okt.-10. nóv. á vegum Samvinnuferða - Landsýnar og Kínaklúbbs Unnar. Hótel ísafjörður 14. júlí kl. 20.30. Hótel KEA, Akureyri 16.júlí kl. 20.30. Langisandur, Akranesi 18. júlí kl. 20.30. Fararstjóri: Unnur Guðjónsdóttir. Kynningarfundir B Rcykjavík: Austurstræti 12 • S. 91 - 691010 • Innanlandslerðir S. 91 - 69 10 70 • Simbrét 91 - 2 77 96 / 69 10 95 • Telex 2241 • Hótel Sögu við Hagatorg • S. 91 - 62 22 77 • Símbréf 91 - 62 24 60 Hafnarfjörðun Reykjavikurvegur 72 • S. 91 - 5 11 55 Kellavík: Halnargötu 35 • S. 92-13 400 • Sfmbréf 92 - 13 490 Akranes: Breiðargötu 1 • S. 93 - 1 13 86*Slmbréf 93 -111 95 Akureyri: Ráðhústorgi 1 *S. 96 - 27200-Slmbréf 96 -1 10 35 Vestmannaeyjar: Vestmannabraut 38 • S. 98- 1 12 71 -Slmbréf 98 - 1 27 92 QATLASí*

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.