Morgunblaðið - 16.07.1993, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1993
Hluti flytjenda á „...góðra vina fundi.“ Morgunbiaðið/Sverrir
Tuttugu íslensk
sönglög án söngs
ÚT ER komin geislaplatan og
snældan „... góðra vina fundur ...“
þar sem er að finna 20 íslensk
sönglög sem flest eru í söngbók-
inni „Hvað er svo glatt“ sem gefin
var út í tilefni af Ari söngsins, og
eru lögin „instrúmental."
Platan er hugsuð sem undirleikur
við söng og eru lögin valin úr hópi
flölmargra vinsælla sönglaga. Fylgja
textar bæði plötunni og snældunni
ásamt upplýsingum um lögin á
ensku. Framkvæmdanefnd um Ár
söngsins hefur unnið að útgáfu þess-
ari um nokkurt skeið, en sem kunn-
ugt er var Ár söngsins haldið skóla-
árið 1991-1992, til að efla söngá-
huga íslendinga. Símon H. ívarsson,
formaður framkvæmdanefndarinnar,
segir að í tengslum við bókina hafi
mikið verið spurt um undirleik á
snældu til að styðja við sönglögin
þar sem ekki væri hljóðfæri við hönd-
ina, og eigi útgáfan að koma til
móts við þær óskir. Hann segir útgáf-
una skera sig frá flestum sambæri-
legum plötum með íslenskum söng-
iögum, þar sem lögin eru eingöngu
leikin á hljóðfæri en ekki sungin.
„Aðrar útgáfur einkennast meir af
söngvurum sem eru í tísku hveiju
sinni, en útsetningamar á plötunni
eru þannig hannaðar að þær henta
hvort tveggja til söngs og hlustunar
og jafnvel sem hljóðfærakynning í
skólum því þarna er fjöldi hljóðfæra
saman komin. Verkin eru leikin af
misstórum hópum, þannig að heildar-
svipurinn á plötunni er í senn breyti-
legur og sígildur."
Tuttugu hljóðfæraleikarar koma
við sögu á plötunni: Á flautu og picc-
olo: Hallfríður Ólafsdóttir,' óbó og
englahorn: Daði Kolbeinsson, klarí-
nett: Einar Jóhannesson, fagott:
Hafsteinn Guðmundsson og Rúnar
H. Vilbergsson, horn: Joseph Ogni-
bene; trompet: Eiríkur Öm Pálsson
og Ásgeir H. Steingrímsson, túbu:
Bjarni Guðmundsson, altsaxófón:
Sigurður Flosason, slagverk: Steef
van Oosterhout og Reynir Sigurðs-
son, fiðlur: Martin Frewer og Agústa
Jónsdóttir, víólu: Helga Þórarinsdótt-
ir, selló: Guðrún Th. Sigurðardóttir,
bassa: Richard Korn, gítar: Símon
H. ívarsson og Sigurður Rúnar Jóns-
son, harmónikku: Reynir Sigurðsson
og á píanó og hljómborð: Elías Dav-
íðsson. Útsetningar annaðist Elías
Davíðsson, Jón Stefánsson stjórnaði
flutningi níu laga, en upptökur ann-
aðist Sigurður Rúnar Jónsson.
Skíp á hjólum
Myndlist_____________
Bragi Asgeirsson
Listaspírur frá Akureyri sækja
stíft fram um þessar mundir sem
er ánægjuleg þróun, auk þess
sem mikilla
tíðinda er að
vænta að norð-
an á næstunni
er listasafnið
verður vígt.
Það mun
væntanlega
verða fyrsta
alvöru lista-
safnið utan
Reykjavíkur,
en annars eni
málverkagjafir
yfirleitt til
húsa í byggða-
söfnum og
bera sum full
mikinn keim
af j)eim.
I listahúsinu
Úmbru heldur
um þessar
mundir Guð-
ríður Pálmars-
dóttir sýningu
á vatnslita-
myndum og
stendur hún til
21. júlí. Hún
er fædd á Ak-
ureyri 1961 og
nam fijálsa
myndlist og
vefnað í Finnlandi í tvo vetur.
Síðan lá leið hennar í Myndlista-
og handíðaskóla íslands, þar sem
hún nam í 4 ár og útskrifaðist
úr grafíkdeild 1990.
Þetta er frumraun Guðríðar á
sýningavettvangi, í öllu falli hvað
einkasýningu snertir, svo að
segja má að hún fari sér hægt,
sem bendir svo aftur á að hún
geri sér ljósa grein fyrir umfangi
þess að gerast alvarlega þenkj-
andi myndlistarmaður.
Það má einnig sjá á myndum
Guðríðar, að hún er að leita fyrir
sér og kann ýmislegt til verka,
þannig nær hún eftirtektarverðu
form- og litrænu samræmi í sín-
um bestu myndum. Að auki er
augljóst að hún gengur út frá
einhverri lifun í hverri einustu
mynd, og skýra þessi rituðu orð
hennar sitthvað um inntak þeirra:
„í þessum verkum eru mér hug-
leiknar hinar sífelldu umbreyt-
ingar sem eiga sér stað með öllu
sem lifir, hægfara eða hraðar.
Svo sem hvernig fræið verður
jurt og hvernig leit manneskjunn-
ar leiðir hana í óþekkta farvegi
og opnar henni nýja sýn á sjálfa
sig og umheiminn."
Þessi sjálfsafhjúpun og stefnu-
yfirlýsing getur minnt á ýmislegt
í skrifum Paul Klee, hins mikla
meistara draumkenndra mynd-
veralda og vissulega minna sum-
ar myndir Guðríðar einnig svolít-
ið á hann, t.d. myndirnar þijár
af skipum á hjólum (nr. 7, 8 og
9). Jafnframt er eitthváð fjarrænt
og austurlenzkt í myndum henn-
ar, sem getur í senn minnt á
trúarbrögð og yfirskilvitlega
hluti.
Bak við þessar einföldu mynd-
ir leynast nokkur átök við mynd-
efnið og þær afhjúpa er best
lætur þroskaðar tilfínningar fyrir
hinum ýmsu lögmálum mynd-
skipunar. Einkum kemur það
fram í hinni einföldu mynd nr.
4, sem byggir á skreytikenndum
ríkdómi sem lifír eigin lífí og hitt-
ir í mark.
Hið athyglisverðasta við sýn-
inguna er kannski, að Guðríður
er ekki að rembast við að vera
frumleg og það getur einmitt
orðið til þess að hún nálgist það
mikið svið einn góðan veðurdag.
Frumleiki dagsins er of oft eitt-
hvað sem ungt fólk heldur að það
geti höndlað á næsta horni, og
það gerir hlutina svo yfírmáta
útjaskaða og hversdagslega.
Þar sem nám hennar er fyrst
og fremst á sviði grafíklistarinnar
saknar maður þess, að engin
grafíkmynd er á sýningunni, en
kannski kann vinnsla þeirra að
skara grafíktæknina að einhveiju
leyti.
Dregið saman í hnotskurn er
þetta frumraun sem gefur fyr-
irheit um átakameira framhald.
Ein mynda Guðríðar af skipi á hjólum.
Norræni menningarsjóðurinn
Fimmtíu o g sjö
milljónum úthlutað
Góð aðsókn
HELGI Skúlason ásamt Pálma Gestssyni og Jóhanni Sigurðarsyni í Hafinu eftir Ólaf Hauk Simonar-
son, sem sýnt var 50 sinnum í vetur og tæplega 18 þúsund manns sáu.
Þjóðleikhúsið
Mesta aðsókn í 14 ár
LEIKÁRI Þjóðleikhússins Iauk
með leikferð um allt land í júní.
Alls komu 106.782 áhorfendur á
sýningar leikhússins í vetur og
þarf að fara 14 ár aftur í timann
til að finna sambærilegar aðsókn-
artölur.
Sýningar urðu alls 437, þar af 57
utan leikhússins. Verkefni voru 14
talsins auk tveggja gestaleikja:
Svanavatnsins frá Rússiandi og leik-
sýningarinnar Togað á norðurslóðum
frá Bretlandi. Flestir áhorfendur
komu á barnaleikritið Dýrin í Hálsa-
skógi eða 25.263 á 58 sýningum og
næstflestir komu á leikritið Hafíð
eftir Ólaf Hauk Símonarson eða
17.643 á 50 sýningum og söngleikinn
My Fair Lady, sem sýndur var 43
sinnum fyrir 16.262 áhorfendur. Öll
þessi verk voru sýnd á stóra sviðinu.
Mestum sýningarfjölda náðu leik-
ritin á litlu sviðunum: Ríta gengur
menntaveginn var sýnt 85 sinnum
fyrir 8.909 gesti og Stræti 75 sinnum
á Smíðaverkstæðinu fyrir 10.333
gesti.
Leikritið Kæra Jeleria var sýnt 33
sinnum á leikárinu og eru sýningar
þá alls orðnar 161 og heildaráhorf-
endafjöldi 21.117.
Aðrar sýningar á leikárinu voru:
Kjaftagangur eftir Neil Simon, sem
frumsýnt var í leikárslok og Stund
gaupunnar eftir Per Olov Enquist,
Dansað á haustvöku eftir Brian Fri-
el, Drög að svínasteik eftir Raymond
Cousse (í samvinnu við Egg- leikhús-
ið), Áhorfandinn í aðalhiutverki eftir
Gísla Rúnar Jónsson og Eddu Björg-
vinsdóttur, sem sýnt var í skólum,
fyrirtækjum og víðar alls 21 sinni
fyrir 2.693 áhorfendur. Þá var Emil
í Kattholti sýndur nokkrum sinnum
fyrri hluta leikárs.
NORRÆNI menningarsjóðurinn
úthlutaði 5,3, miHjónum danskra
króna til rúmlega 50 verkefna á
fundi sínum í Skinneskatteberg í
Svíþjóð nýverið, eða tæpum 57
milljónum íslenskra króna. Þar af
fóru 5 styrkir til málaflokka á
íslandi eða því tengt. Hæstu styrk-
irnir fóru til viðburða utan Norð-
urlanda.
Meðal þeirra mála sem fengu styrk
hérlendis er ráðstefna sem Norræna
húsið í Reykjavík hyggst halda í til-
efni af aidarfjórðungsafmæli starf-
semi hússins. Hún var styrkt um 60
þús d.kr., sumarráðstefna Norræna
húsmæðrasambandsins um 13 þús
d.kr. og einnig fengu tónleikar nor-
rænna jazztónlistarmanna styrk upp
á 10 þús. d.kr., Einnig fékk sænsk-
íslenska félagið í Lundi styrk upp á
30 þús. d.kr. til að geta boðið til sín
þremur íslenskum skáldum.
Af samnnorrænum verkefnum
sem voru styrkt má nefna danskt
skólaverkefni er kallast „Kaospilot-
erne“ og miðast að því að mennta í
Árósum nemendur frá öllum Norð-
urlöndum. Það hlaut 500 þús d.kr.
Sænska fjöltæknisýningin, „Vart
biáser vinden för vindarnas folk“
fékk 250 þús. d.kr. í sinn hlut.
Sex menningarviðburðir utan
Norðurlanda fengu háa styrki, eða á
aðra milljón danskra króna, en sam-
anlagt fengu málaflokkar utan Norð-
urlanda hæstu styrki Norræna menn-
ingarsjóðsins að þessu sinin. Skand-
inavísk hátíð í Berlín fékk styrk upp
á 500 þús d.kr. og sömuleiðis útgáfa
bókar með sýningunni„„Reflexions
Design Festival" í Lundúnum. Ljós-
myndasýningin „Tourism: Scandina-
via Looks at the World" í New York
fékk vilyrði fyrir 200 þús. d.kr., svo
og listamannahópurinn „POLARIS"
sem mun sýna í Slóvakíu og Tékk-
landi, eða gömlu Tékkóslóvakíu.
Norræna menningarhátíðin „Les
Boréales de Normandie“ hlaut 150
þús. d.kr. og bókmenntaþing í
Múnchen 100 þús d.kr.
Norræni menningarsjóðurinn
kemur næst saman til fundar í Kaup-
mannahöfn 22. september næst kom-
andi.
Nýlistasafnið
Tvær
sýningar
TVÆR sýningar verða opnaðar í
Nýlistasafninu, Vatnsstíg, á morg-
un, laugardaginn 17. júlí, kl. 16.00.
í neðri sölum hússins sýnir Gunn-
ar Magnús Andrésson verk sem unn-
in eru með blandaðri tækni. Efnivið-
ur verkanna er m.a. blóð, blý og
cellulósafílterar. Gunnar nýtir sér
sérhæfða ljósmyndatækni á borð við
smásjárljósmyndun og röntgentækni
við gerð verka sinna. Gunnar útskrif-
aðist úr Fjöltæknideild Myndlista-
og handíðaskóla íslands vorið 1992
og hélt sýningu í Borgarkringlunni
sl. febrúar.
I efri sölum hússins sýnir Victor
Guðmundur Cilia myndraðir unnar
með gouach á pappír. Victor útskrif-
aðist úr Málaradeild Myndlista- og
handíðaskóla íslands vorið 1992.
Sýningin verður opin daglega frá
kl. 14.00-18.00 og stendur til sunnu-
dagsins 1. ágúst.