Morgunblaðið - 16.07.1993, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 16.07.1993, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1993 41 Þakkir frá Síberíu Frá séra Robert Bradshaw: Ágæti lesandi. Sóknin sem ég þjóna liggur lengst inni í hjarta Síberíu. Þetta er stór sókn. Um það bil 3.000 kíló- metrar á lengd og 1.050 kílómetrar á breidd. íbúar svæðisins eru um þijár og hálf milljón manns. Ég bý í -borginni Krasnayarsk, með um eina milljón íbúa. Margskonar erfiðleikar heija hér. Fjöldi fólks, sérstaklega eldra fólk, hefir mjög litla peninga og lítinn mat. Drykkjusýki er ■almenn, og því fá margar konur litla peninga frá drykkjusjúkum mönnum sínum til að fæða og klæða börnin. Það eru því börnin, sem þjást mest, vegna vannæringar og skorts á skjólfatn- aði. Þetta er svo ástæða þess að hlutfall sjúkra og illa farinna barna er mjög hátt. Hinn gífurlegi vetrar- kuldi eykur svo á eymd þeirra. Pyrir nokkru síðan fór ég fram á aðstoð almennings á Islandi, gegnum vin minn, séra Franz van Hooff. Bað ég ykkur í gegnum blöð- in ykkar að vera svo elskuleg að hjálpa fátæku fólki hér í Síberíu, sérstaklega með fatasendingar. Svarið frá íslandi var sannarlega stórkostlegt. Lúterskt og kaþólskt fólk, sem og aðrir, sameinuðust í LEIÐRÉTTINGAR Rangt nafn á listaverki í frétt í Morgunblaðinu í gær um minnisvarða um Odd Ólafsson lækni á Reykjalundi misritaðist nafnið á minnismerkinu. Verkið er eftir Sig- uijón Ólafsson myndhöggvara og heitir Lífslöngun. „Fast þeir sóttu sjóinn“ Nokkur brengl urðu í birtingu greinar Siglaugs Brynjólfssonar, „Fast þeir sóttu sjóinn“, sl. þriðju- dag. Réttur er lokakafli greinarinnar svo: „Samanburðarkenningar um Ný- fundnaland benda til stöðugt vax- andi útflutnings saltaðs þorsks frá Nýfundnalandi á tímabiiinu 1675- 1784 meðan útflutningur héðan stóð í stað. „Útflutningur íbúa Nýfundna- lands á fiski“ átti sér varla stað. Ibúar Nýfundnalands voru sárafárir, 1683-84 töldust þeir 120, 1754 3.400 og 1774 12.000. Það hljóta að hafa verið afturgengnir íbúar eða alþýða, sem verkaði allt það fisk- magn sem barst þaðan til Englands, Hollands, Spánar og Miðjarðarhafs- landa á þessu tímabili. En svo var ekki. Nýfundnaland var verstöð, aðstaða gafst fyrir árstíðabundna dvöl meðan vertíð stóð, en megin- hluti þorskaflans var verkaðum um borð í duggum og skipum á miðunum við landið og fluttur beint á markað. Heimildir um veiðar á Nýfundna- landsmiðum eru gloppóttar. En í skrám frá 1773 eru „taldar 264 franskar duggur (25.000 tonn með 10 þúsund manna áhöfn). Frá 1975 eru talin 400 ensk fiskiskip (36.000 tonn og 25.000 fiskimenn) og 665 „amerísk“ fiskiskip (-25.000 tonn og 25.000 fiskimenn). Samtals verður þetta 1.329 skip og veiðin var áætl- uð um 80.000 tonn af fiski. Með því að bæta við hollenskum fískimönn- um og fiskimönnum frá fleiri Evr- ópuríkjum, þá verða skipin á Nýfundnalandsmiðum um 1.500 og aflinn alls um 90.000 tonn“ (Fern- and Braudel: Les Structures du Qu- otidien - Civilisation materielle, Ec- onomie et Capitalisme Tome I Paris 1979). Svo af þessu leiðir að allur samanburður við Nýfundnaland og Nýja England er út í hött hvað afla- verkun íbúanna snertir. Það var ís- lenzk valdastétt og landeigendur, sem voru íslenzkir bændur og sjávar- bændur jafnframt, sem stuðluðu að því að þjóðin lifði af og það voru sömu aðilar, sem áttu frumkvæðið þegar um hægðist". samkirkjulegu átaki og söfnuðu tuttugu þúsund kílóum af fötum, sem flutt voru hingað í fjórum stór- um gámum, með skipi og járnbraut- arlest. Þar sem við erum svo langt inni í landi, í Síberíu, gera margir í hinum stóra heimi sér enga grein fyrir tilveru og aðstæðum okkar. Því höfum við aldrei fyrr fengið svona myndarlega aðstoð. Gjafmildi ykkar var því ekki aðeins umræðu- efni blaðanna, heldur einnig útvarps og sjónvarps. Fjöldi fólks naut góðs af þessu. Við skipulögðum dreifingu fatnaðar á þann hátt að ekki var möguleiki á að láta neitt hverfa (stela) af þeim. Þannig varð engin rýrnun. Við gátum hjálpað fátækustu börn- unum í ellefu skólum. Þeim sem áttu við mesta fátækt að beijast af gamla fólkinu og bömum á mun- aðarleysingjahæli borgarinnar. Þá var einnig flogaveiku fólki hjálpað, þremur bamaheimilum, meðlimum Blindrafélagsins og fátæku fólki sem er á skrá hjá Rauða kross- félagi Krasnoyarsk. Böm fjöl- skyldna í „Misericordia“-félags- skapnum (en það em mjög fátækar fjölskyldur) og einnig fátæku fólki frá þremur þorpum í nágrenninu. Fjölskyldu sem missti allt sitt er GÓÐ ÞJÓNUSTA HJÁ GÖTUGRILLINU FYRIR nokkm fórum við tvær saman að borða á Götugrillinu í Borgarkringlunni. Smávægileg mistök urðu við afgreiðslu á pöntun minni og var þjónustu- stúlkunni bent á þau. Það skipti engum togum að mér var borgað til baká það sem ég hafði greitt fyrir matinn og að auki afhentur boðsmiði fyrir mat að eigin vali á Götugrillinu þegar mér hentaði. Þetta kalla ég góða þjónustu og það ber að þakka. Einnig er vert að geta þess að þama í Götugrillinu er seldur mjög góður matur og á vægara verði en víða annars staðar. Ánægður viðskiptavinur. ÞAKKIRTIL RÍKISSJÓNVARPS MIG langaði að þakka ríkissjón- varpinu fyrir firnagóðan um- ræðuþátt um ungt fólk sem sýnd- ur var sl. þriðjudagskvöld. Um- sjónarmaður þáttarins stóð sig alveg frábærlega vel. Mér finnst að sjónvarpið mætti sýna meira af ungu fólki, um störf þess og áhugamál. Bestu þakkir fyrir góðan þátt. Rúnar. TAPAÐ/FUNDIÐ Köttur í óskilum í GÆR var minnst á gulbröndótt- an fress, þriggja mánaða sem fannst við Keldur sl. föstudag en annað símanúmerið var rangt. Rétt númer eru 71015 eða 674700. Gleraugu fuku út úr bíl í GLERAUGNASÖLUNA Fókus, hús þeirra brann var einnig hjálpað og nokkram fleiri einstökum tilfell- um. Allir þessir aðilar h_afa beðið mig að flytja hinum góðu íslending- um sínar einlægustu þakkir. Sérstaka þökk færum við Rauða krossi íslands. Án hjálpar þeirra hefði þetta stóra hjálparverkefni ekki verið framkvæmanlegt. Við þökkum ekki aðeins fólkinu, sem sendi föt, heldur einnig þeim sem sendu séra Franz peninga svo hægt væri að borga flutninginn á þessari stóra sendingu. Við þökkum einnig hinum kærleiksríku Karmel- systram, sem gerðu söfnunina mögulega með því að lána húsnæði í klaustri sínu til að safna fatnaðin- um saman og aðgreina og geyma hann uns hann var sendur. Þannig koma margir sem hjálpa bak við tjöldin. Við þökkum öllum, sem á einhvern hátt réttu hjálparhönd. Megi Guð launa öllu því íslenska fólki, sem þama lagði hönd á plóg- inn og veita því blessun. Megi Guð blessa Vigdísi forseta ykkar og fóst- uijörð. Sjálfur á ég margar sælár minningar frá áranum sem ég dvaldi á íslandi. Nú er ég jafnvel enn stoltari af íslandi en nokkru sinni áður. SÉRA ROBERT BRADSHAW Lækjargötu 6b, kom maður með herragleraugu í gráu hulstri sem hann hafði séð detta eða ijúka út úr bíl sem var að aka undir brúna í Kópavogi á leið til Hafn- arfjarðar. Þetta var rauður bíll en því miður náði hann ekki niður númerinu. Upplýsingar um gler- augun er að fá í versluninni og síminn þar er 15555. Fólksbílakerra tapaðist FÓLKSBÍLAKERRA tapaðist aftan úr bíl sl. sunnudag á leið- inni frá Laugavatni um Lyngdals- heiði að Gjábakka. Það er vitað að beislið af kerrunni var á vegin- um fyrir neðan Gjábakka. Hafi einhver orðið var við kerruna og/eða beislið er hann vinsamlega beðinn um að láta vita í síma 30983. Týnt úr KVENÚR (stál) með spöng og svartri skífu tapaðist í Elliðaár- dal, á leiðinni í Gróðrarstöðina Mörk, mánudaginn 12. júlí sl. Skilvís finnandi vinsamlega hafi samband í síma 77001 eða 621755. Steinunn. GÆLUDÝR Tobba er týnd TOBBA er þriggja ára smávaxin læða, blendingur af síðhærðu kyni, þrílit, mest hvít, með grátt skott og gula og gráa bletti á höfði og baki. Hún hvarf frá homi Ránargötu og Garðastrætis sl. laugardag og hefur ekki komið heim síðan. Hafi einhver orðið hennar var er hann vinsamlega beðinn að láta vita í síma 620118. Sömuleiðis eru Vesturbæingar og Gijótaþorparar vinsamlega beðn- ir að athuga í geymslur og kjall- ara hvort hún gæti hafa lokast þar inni. VELVAKANDI Ferðamenn - sumarbústaðaeigendur Matargerðarmenn okkar bjóða ykkur velkomin í • glæsilegt fiskihlaðborð alla sunnudaga á •• Hótel Ork Golfvöllur, tennisvöilur, púttvöllur, sparkvöllur. Góö sólbaðsaöstaöa - stutt I Tívolí Sundlaugin er opin alla daga - jarðgufubað á svæöinu, barnabusllaug, vatnsrennibraut og heitir pottar. HÓTEL ÖDK HVERAGERÐl• SÍMl 98-34700 Margir veiðimenn halda því fram að betri hjól en hin sígildu Ambassadeur hafi enn ekki verið framleidd. Þetta kemur okkur ekki á óvart, því Ambassadeur hefur verið í stöðugri þróun síðustu 40 ár og verður betra með hveiju ári. Gerðu þér ferð og kynntu þér 93 módelin og þær nýjungar sem í þeim er að finna, það gæti skipt sköpum í næstu veiðiferð. Lengi getur gott batnað Gafcia Tegund drifhlutfall magn Ifnu m/mm verö kr. *5500 C3 6,3:1/3,8:1 180/0,35 12.352,- *6500 C3 6,3:1/3,8:1 190/0,40 13.903.- 5500 C3 5,3:1 180/0,35 11.390,- 6500 C3 5,3:1 190/0,40 12.395,- 6000 C3 5,3:1 190/0,40 10.720,- 7000 *tveggja hraða 4,1:1 250/0,45 15.913,- Umhoðsmenn Abu Garcia eru um land allt. HAFNARSTRÆTI 5 ■ REYK)AV1K • SÍMAR 91-16760 & 91-14800 wwwwvwwwwwwwvwwV

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.