Morgunblaðið - 16.07.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.07.1993, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1993 Yfirlýsing varðandi málefni Samtaka atvinnulausra eftir Reyni Hugason Mikið galdrafár ríður nú yfir í fjölmiðlum af litlu tilefni og minnir helst á galdraofsóknirnar á miðöld- um. Leit er hafin að glæpamanni ógurlegum sem steikja skal lifandi hvar sem til næst. Tilefni ofsóknanna er að lokað . var skrifstofu Samtaka atvinnu- lausra í Ármúla 38 þegar sýnt þótti að ekki væri unnt að afla fjár fyrir húsaleigu næsta mánuðinn. Skrifstofan hafði reyndar staðið auð í tvo mánuði, en símsvari verið í gangi allan tímann, þar sem tekið var við skilaboðum. Skilaboðin reyndust hins vegar teljandi á fingr- um annarrar handar og því tæplega frá miklu að hverfa. Undirrót þess að áhugi á Sam- tökum atvinnulausra fór hratt dvín- andi eftir áramótin var að mati undrritaðs sú að okkar ágætu sam- tök atvinnurekenda og launþega stofnuðu sambærilegt athvarf þar sem boðið var upp á mun betri þjón- ustu og af meiri efnum en við gát- um boðið. Samtök atvinnulausra voru stofnuð sem baráttusamtök og hafa alltaf starfað sem slík en Miðstöð fólks í atvinnuleit á erfítt með að starfa nema óbeint að hagsmuna- baráttu atvinnulausra. Aðalmarkmið samtakanna var, og er, að finna leiðir til að skapa meiri atvinnu í landinu. Annað aðal- markmiðið er að lagfæra það um- hverfi og aðbúnað sem atvinnulaus- . ir búa við og færa það nær því sem það er í nágrannalöndunum. Að þessum markmiðum var þrotlaust starfað. Árangur starfs okkar í Samtök- unum er því miður ekki enn mælan- legur í íjölgun starfa eða raunveru- lega bættum aðbúnaði atvinnu- lausra. Stjómmálamenn hafa allan tímann vikið sér fimlega undan að DEMPARAR Sendum í póstkröfu. Gott verð. Gæðaþjónusta. tsetning á staönum. Verslið hjá fagmanninum. Bíbvörubú&in Skeifunni 2, Sími 81 29 44 gera nokkuð sem raunverulega skiptir sköpum og við búum því við helmingi meira atvinnuleysi nú en þegar Samtökin voru stofnuð. Við í Samtökunum sprikluðum þó og reyndum að hafa áhrif. Það varð m.a. samkomulag um það inn- an stjórnar að nauðsynlegt væri að gera athugun á högum atvinnu- lausra á Norðurlöndum og skrifa um það greinargerð, til þess að við gætum haft einhveija viðmiðun í kröfum okkar um betri aðbúnað. Athugunin var gerð fyrir eigið fé og félagsfundur síðan haldinn 4. febrúar til þess að kynna helstu niðurstöður athugunarinnar. I framhaldi af fundinum var skýrslan „Hvað er gert fyrir atvinnulausa á Norðurlöndum" samin. Skýrslunni var dreift og hún seld til flestra verkalýðsfélaga, félaga atvinnurek- enda, fyrirtækja og stofnana í land- inu. Skýrslan hafði sennilega víð- tæk áhrif. I mars var ljóst að verkefnið hafði heppnast fjárhagslega þrátt fyrir að því væri sýndur lítill skiln- ingur í upphafi. Samtökin ætluðu einnig að efna til ráðstefnu ásamt félögum at- vinnurekenda og launþega og stofn- ana atvinnulífsins um nýsköpun. Byijað var á undirbúningi þeirrar ráðstefnu fyrir áramót. Markmiðið var að benda á leiðir til þess að fjölga störfum og auka fjölbreytni atvinnulífsins m.a. með frum- kvöðlanámskeiðum. Ein helsta rök- semdin fyrir því að stuðla skipulega að nýsköpun í atvinnulífinu með frumkvöðlanámskeiðum og aðstoð við frumkvöðla er að reynslan af sambærilegum aðgerðum á Norður- löndum sýnir að með því má skapa um 1.200 störf á 4 árum en það mótsvarar t.d. 2 álverum. Mætti ætla að við værum í þörf fyrir þau störf. Hér kom þó babb í bátinn þegar á átti að herða og hefja fram- kvæmdir. Það kom nefnilega í ljós að þessi ágætu félög og stofnanir vildu ekki leggja nafn sitt við sam- starf við atvinnulausa. Ekki var gefist upp en samin ný og vönduð áætlun og ítarleg rök- semdafærsla fyrir frumkvöðlanám- skeiðunum byggð á samböndum og gögnum sem formaður kom sér upp í Noregi og Bandaríkjunum. Þessi nýja áætlun var borin undir ráð- herra þriggja ráðuneyta. Reynir Hugason „Skyldu annars fjöl- miðlar og almenningur í þessu landi hafa gert sér grein fyrir því hve margir eru enn tekju- lausir, atvinnulausir og réttindalausir í þjóðfé- lagi okkar mánuðum og árum saman, eða til hvers konar afreka það fólk er líklegt? Ber það t.d. virðingu fyrir þjóð- félaginu, og hvernig fer þetta fólk að því að lifa?“ Ráðuneytin tóku við sér og sendu erindið áfram til einnar helstu stofnunar atvinnuveganna sem jafnframt stendur fyrir starfs- menntun. Þar var málið tekið upp og stofnunin komst -að því að þetta væri „gott mál, sem þeir vildu gjaman gera“. Stofnunin vildi gjarnan setja upp eigin frumkvöðla- námskeið. Þeir sannfærðust um að slík námskeið myndu eiga áfram- haldandi fylgi að fagna um fyrirsjá- anlega framtíð. — Þeir vildu bara ekki halda þau í samstarfi við undir- ritaðan. Hjólað frá Akureyri til Reykjavíkur Hleypur maraþon í Reykjavík á eftir FÖSTUDAGINN 16. júlí mun Eiður Aðalgeirsson, 38 ára gam- all þrautreyndur maraþon- og langhlaupari, leggja í mikla þol- raun til styrktar þeirri kristilegu hjálparhönd sem útvarpsstöð- in Stjarnan veitir hlustendum sínum með margþættri bæna- og sálgæsluaðstoð. Eiður hyggst í einni törn hjóla frá Akureyri til Reykjavíkur á tæplega 20 klukkustundum og hlaupa síðan strax á eftir 42 km maraþonhlaup á götum Reykjavíkur. Alls má gera ráð fyrir að þolraunin öll taki um sólarhring og er búist við því að talsverður fjöldi hjólreiðamanna og skokkara muni hvetja hann áfram með því að fylgja honum á einstökum hlutum leiðarinnar. Eiður leggur af stað frá Ráð- hústorgiriu á Akureyri kl. 17.30 og et búist við að talsverður fjöidi fólks verði viðstaddur auk þess sem hjólreiðamenn munu fylgja honum af stað fyrsta spölinn. í fylgdarliði Eiðs verða m.a. út- varpsmenn frá Stjörnunni, sjúkra- þjálfi, hjólreiðaviðgerðarmaður o.fi. Um hádegisbilið á Iaugardegi er búist við að Eiður komi hjól- andi í Sigtún 7 í Reykjavík þar sem Stjaman hefur aðsetur. Gert er ráð fyrir talsverðum fjölda hjól- reiðamanna sem fylgir honum inn til borgarinnar og sömuleiðis má búast við fjölmörgum velunnurum Stjörnunnar sem munu í senn bjóða Eið velkominn og hvetja hann af stað í maraþonhlaupinu sem þá bíður hans. Um kl. 17 má síðan búast við að Eiður ljúki þessu þrekvirki sínu með því að hlaupa síðustu metra maraþonhlaupsins inn á Lækjar- torg. Þar verður sérstök uppá- koma í tilefni dagsins, tónlistar- menn munu troða upp og Eiður að sjálfsögðu boðinn velkominn og tekinn tali. Hér var það orðið fullljóst að málefnið skipti ekki höfuðmáli. Hér var eitthvað alvarlegt að. Undirrit- aður hafði að því er virtist eyðilagt nafn sitt og orðstír á afskiptum sín- um af málefnum atvinnulausra. Við þessar viðtökur má segja að undirritaður hafi bæði misst móðinn og misst endanlega áhugann á að tengja nafn sitt framar við Samtök atvinnulausra. Dagsetningin var lok maí og undirritaður sneri sér að sínum fyrra starfsvettvangi, forrit- un. Sem áður segir var haldinn al- mennur félagsfundur í Samtökun- um 4. febrúar sl. Á fundinn mættu 20-30 manns. Boðað var að á fund- inum yrði bætt inn í stjórn og vara- stjórn nokkrum mönnum í stað þeirra sem fallið höfðu út. Stjórn samtakanna er fjölmenn eða 7 manns og varastjórn jafnst'ór. For- maður hafði einnig óskað eftir að losna úr sínu embætti því eðlilegt virtist í svona samtökum að menn stæðu stutt við þar sem vonandi fengju allir vinnu fyrr fremur en síðar. Félagsfundur fékkst hins vegar ekki til að kjósa menn í stjórn og var borið við fámenni á fundi. Formaður losnaði heldur ekki úr embætti sínu. Síðasti stjórnarfundur Samtak- anna var haldinn í byijun mars. Á hann mættu aðeins tveir fyrir utan formann af 7 og var fundurinn því tæplega ákvörðunarhæfur. Ljóst var að ef boðað værj til fundar á ný myndu enn færri mæta. Formað- ur var því kominn í vanda. Það væri sennilega hollt fyrir alla þá sem koma að málefnum atvinnulausra að sjá myndina Fall- ing Down með Michael Douglas sem nú er verið að sýna í bíó í Reykja- vík. Það er sterk ádeila og lýsir því í raun hvað gerist þegar menn eru búnir að vera lengi atvinnulausir. Þeir hætta þá að virða reglur samfé: lagsins og fara sínar eigin leiðir. í samtökum atvinnulausra hefur gef- ist gott tækifæri til að skoða menn og meta. Þar er það því miður þann- ig m.a. að þeir sem eru þaulsætn- astir við að mæta í athvarfið eru oft einnig atvinnuatvinnuleysingjar og eiga aldrei framar von um vinnu. Ég bið ágætt fjölmiðlafólk og almenning í landinu að hugleiða hvað þetta er ægilegur dómur. „Að fá aldrei aftur atvinnu.“ Allir lifa þó auðvitað í voninni um vinnu, til hinstu stundar jafnvel. Við erum svo mikið þróunarland ennþá í þess- um málum að hugtakið endurhæf- ing atvinnulausra og endurhæfing- armiðstöð hafa ekki náð eyrum okkar, þess vegna koma allar hræðilegu afleiðingar langtímaat- vinnuleysisins niður á okkur af full- um þunga. Hér þarf auðvitað að verða breyting á. Skyldu annars fjölmiðlar og al- menningur í þessu landi hafa gert sér grein fyrir því hve margir eru enn tekjulausir, atvinnulausir og réttindalausir í þjóðfélagi okkar mánuðum og árum saman, eða til hvers konar afreka það fólk er lík- legt? Ber það t.d. virðingu fyrir þjóðfélaginu, og hvernig fer þetta fólk að því að lifa? Úr könnun Félagsvísindastofn- unar frá því í apríl á högum atvinnu- lausra á íslandi sem Samtök at- vinnulausra áttu einnig frumkvæðið að, kom einmitt fram að sérstök ástæða væri til að hafa áhyggjur af þessu fólki. Þeir sem einu sinni lenda utan við kerfið á íslandi eru dæmdir til að vera utan þess að eilífu nema þeir fái vinnu. Sú von gerist sífellt daprari við núverandi efnahagsaðstæður. Það er leitt að meinfýsni nokk- urra félaga skuli hafa leitt þá út í þann forarpytt að ófrægja Samtök- in og formann þeirra. Tveir félagar hafa kosið að gera fjölmiðlafár mik- ið úr því þótt formaðurinn vilji ekki lengur vinna fyrir Samtökin eða borga fyrir þau húsaleigu úr eigin vasa. Þetta lýsir raunar hugar á- standi þeirra sjálfra best. Það er auðvitað helber heilaspuni að for- maður hafi lagt Samtökin niður. Það er í besta falli hugarburður eins af þessum félögum. Ég kann því miður ekki neina töfraaðferð við að breyta viðhorfum til atvinnuleysis og atvinnulausra. Ég er auðvitað bara mannlegur og hafandi verið atvinnulaus og tekju- laus í eitt og hálft ár tel ég mig ekki geta sinnt málefnum atvinnu- lausra frekar því mér ávinnst ekki annað með því héðan af en að eyði- leggja enn frekar möguleika mína á að fá vinnu. Ég vona samt að einhveijir kunni að meta það sem ég hef reynt að gera Samtökunum gott og kannski tekst einhveijum að rífa þau upp úr þeirri lægð sem þau eru nú i. Ég hef því miður brennt mig illa og nú verð ég að fá tækifæri til að sleikja sárin. Kannski verður einhver til að segja að ég sé ragur að hafa ekki komið fram strax og skýrt mála- vöxtu. Það verður bara svo að vera. Mér datt hins vegar ekki í hug að unnt væri að drífa upp slíkt galdraf- ár á stuttum tíma. Höfundur er verkfræðingur. ÁRNAÐ HEILLA HJÓNABAND. Gefin voru saman í hjónaband 17. júní í Bergen í Noregi Sigrún Guðlaugsdóttir Hendriksen og Petter Stokke. Með þeim á mynd- inni eru börn þeirra Hendrik og Rannveig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.