Morgunblaðið - 16.07.1993, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1993
29
Minning
Stefán Grétar
Ágústsson
Fæddur 25. júli 1940
Dáinn 6. júlí 1993
Það birti yfir Sveinsbænum (Lækjar-
götu 6) hinn 25. júlí 1940, þegar
fyrsta barnabarn Stefáns Bach-
manns fæddist og sem að sjálfsögðu
hlaut að bera nafn afa síns. Skyndi-
lega iðaði allt og allir af gleði og
eldmóði. Það var eins og veggirnir
í gamla bænum hefðu einnig öðlast
nýtt líf og húsgögn og myndir voru
ekki lengur dauðir hlutir. Það marr-
aði á annan hátt í stigaþrepunum
og hljómfallið í þakinu virtist hafa
breyst.
Þessi frumburður Þóru Bachmann
og Ágústs Ottó Jónssonar breytti til
muna öllu lífsmynstri í Sveinsbæn-
um þar sem þau systkinin Sveinn
Viggó, Þóra og Súsanna höfðu hald-
ið heimili fyrir föður sinn og þann
sem þessi eftirmæli ritar um frænda
sinn og að miklu leyti uppeldisbróð-
ur.
Heimilið hafði fengið meiri vídd
og lífið meiri fyllingu og í raun ann-
an tilgang. Það var hásumar og
heimilisgarðurinn skartaði sínu feg-
ursta. Hin sterku bernskutengsl
sækja á hugann við fráfali frænda
og löngu liðnar myndir framkallast
nú hver af annarri.
Strax á fyrsta ári fór að bera á
mótstöðuleysi hjá Stefáni gagnvart
eðlilegum barnasjúkdómum og þær
urðu æði margar andvökunæturnar
hjá Tótu frænku, gangandi um gólf
nótt eftir nótt með litla frænda í
fanginu. Það voru erfiðir tímar, því
að oftar en ekki gerðist þetta þegar
pabbinn var á sjónum.
En drengurinn óx eðlilega og virt-
ist dafna vel, lauk sinni skólagöngu
frá Barnaskólanum og Flensborg,
tók þátt í íþróttum, knattspyrnu og
handknattleik hjá FH og var hinn
glæsilegasti í öllu fasi og fram-
göngu. Hin síðari ár heillaðist hann
af golfi og stundaði það af sama
áhuga og annað sem hann lagði fyr-
ir sig.
Stefán starfaði hjá Olíuverslun
íslands (Olís) yfir 30 ár, fyrst sem
bílstjóri, þá skrifstofumaður, síðan
sjálfstæður rekstraraðili og að lokum
sem verslunarstjóri.
Hinn 23. apríl 1964 kvæntist hann
Sjöfn Jónasdóttur og eignuðust þau
þijú börn: Þóru, f. 1966, í sambúð
með Kristni Marteinssyni; Silju, f.
1969, í sambúð með Jóni Ingva
Geirssyni; og Jónas, f. 1976.
Á þessum árum hafði Stefán oft
fundið fyrir þeim sjúkdómi sem búið
hafði um sig allt frá fæðingu, þó
að hann hafi ekki í raun uppgötvast
fyrr en 1982. En þrátt fyrir dvín-
andi þrek ljómaði hann ætíð af lífs-
gleði og alltaf var stutt í kímnina.
Hann var söngmaður góður, eins og
hann átti kyn til og starfaði um 20
ára skeið með Karlakórnum Þröst-
um. Þó fannst mér hann njóta sín
best við hlið föður síns í hinum frá-
bæra Grófarkór.
Stefán var náttúruunnandi og
stangveiðimaður góður. Enda átti
hann því láni að fagna að dvelja
nokkur sumur hjá þeim sæmdarhjón-
um Sigríði Halldórsdóttur og Krist-
jáni Guðjónssyni á Ferjubakka í
Borgarfírði. Þar komst hann í nána
snertingu við það stórkostlega lífríki
sem okkar fagra náttúra býr yfir
og þar nemur hann sín fyrstu hand-
tök í stangaveiði.
Það er undursamleg guðsgjöf,
með svo þungbæran sjúkdóm sem
nýrnaveiki er, að búa yfir því æðru-
leysi og því andlega atgervi er ein-
kenndi Stefán frænda.
Þegar Veiðiklúbburinn Strengur
var stofnaður árið 1959, af nokkrum
veiðifélögum, þá kom það í hlut
hvers að velja sér félaga. Ég þurfti
þá ekki að hugsa mig um, það kom
enginn annar til greina en Stefán.
Hann starfaði síðan ötullega að
uppbyggingu Strengs og gegndi þar
ýmsum trúnaðarstörfum, einkum því
ábyrgðarmesta, gjaldkerastarfinu,
enda traustur og stálheiðarlegur.
Þrátt fyrir margra ára nær óbæri-
leg veikindi var Stefán ætíð hrókur
alls fagnaðar á árshátíðum klúbbsins
og aðalfundum. Hann hafði frábæra
frásagnarhæfileika og var sjálfsagð-
ur forsöngvari við slík tækifæri.
Ekki brást það að Stefán segði
nokkra brandara á mánaðarlegum
fundum klúbbsins í þessi 33 ár. Það
skarð sem nú hefur myndast í þenn-
an sérstæða en samhenta hóp verður
vandfyllt.
Stefán átti góða að í langvarandi
og erfiðum veikindum. Þar var þátt-
ur Sjafnar Stærstur og mun aldrei
gleymast þeim sem til þekktu. Það
'var farið meira af vilja en mætti í
síðustu veiðiferðina í uppáhalds ána,
Selá í Vopnafirði, árið 1991. En
hann hafði traustan og dyggan lífs-
förunaut sér við hlið og því gat þessi
óskastund ræst á svo eftirminnileg-
an hátt. Aðeins eitt orð „Fossbreiða“
var nægjanlegt til að kalla fram
veikt bros og lífsbjarma í augum í
éinni af mínum síðustu heimsóknum
til Stefáns á Landspítalann.
Félagarnir í Streng sakna þessa
mæta drengs, þakka 33ja ára sam-
starf og votta Sjöfn og öðrum að-
standendum innilega samúð. Sjálfur
þakka ég óijúfanlega 53ja ára vin-
áttu og óska honum velfarnaðar á
þeim brautum sem hann nú hefur
lagt út á.
Elsku Tóta, Sjöfn, Þóra, Silja,
Jónas og Jonný, og aðrir aðstand-
endur, ég bið vemdara alls lífs að
gefa ykkur styrk á erfiðri stundu
og vaka yfir vegferð ykkar.
Rafn Hafnfjörð.
Komið er að kveðjustundu ástríks
sonar. Minningin um hann knýr
mig til að tjá hug minn í ljóði Guð-
mundar Guðmundssonar skóla-
skálds. Finnst mér það táknrænt
og segja svo margt:
Oft eg sit við lága leiðið þitt,
látni vinur, suður’ í kirkjugarði;
þegar stormar þjóta’ um höfuð mitt
þinn mér skýlir langbezt minnisvarði.
Oft eg raula æskuljóðin þín
úti þar og minnist fyrri daga,
ber þá ávallt augu fyrir mín
æfí þinnar stutt, en fógur saga.
Oft er mér sem andi líði þinn
um mig þar í morgunblænum svala.
Mér er sem þú viljir, vinur minn,
við mig eitthvað blítt í hljóði tala.
En þú sefur, - allt er kyrrt og hljótt,
aldrei þó eg hætti þín að minnast!
Sofðu’ í friði, góða, góða nóttí
Guð á himnum láti okkur fínnastí
Elsku Sjöfn, þú varst syni mínum
ómetanleg eiginkona alla tíð. Það
fann hann svo vel. Ég fæ þér aldr-
ei fullþakkað ástúðina og styrkinn
sem frá þér hefur streymt í erfið-
leikum hans síðustu árin. Megi Guð
veita þér og elsku Þóru, Silju og
Jonna huggun í þessum raunum.
Elsku vinur minn, sorg mín er
mikil. Að þurfa að sjá á eftir þér
yfir móðuna miklu er mér þungbær
raun, en minningin lifír. Guð veri
með þér.
Mamma.
í dag kveð ég í hinsta sinn ást-
kæran bróður, en skortir orð til að
tjá tilfimíingar mínar. Hann sem
var svo traustur og hlýr og mitt
eina systkin. Á hugann leita ótal
spurningar. Af hveiju þurfti hann
að þjást svo mikið? Hvers vegna
var slökkt á þessum mikla lífsneista
nú, þegar batahorfur höfðu aldrei
verið betri og framtíðin bjartari á
öllum sviðum? Mér verður svarafátt.
Hann var búinn að beijast í ell-
efu ár harðri baráttu við þann sjúk-
dóm sem hijáði hann. Óhætt er þó
að segja að Stebbi bar ekki vanda-
mál sín á torg, Ef ég vildi fá að
vita hvernig heilsa hans væri, varð
ég oftar en ekki að ganga fast eft-
ir því.
En jafnvel þótt farinn væri að
heilsu og kröftum voru spaugsyrði
hans og glettni aldrei langt undan.
Þannig var bróðir minn og þá minn-
ingu mun ég geyma í hugskoti
mínu.
Margt er það, margt er það,
sem minningamar vekur,
og þær eru það eina,
sem enginn frá mér tekur.
(Davíð Stefánsson)
Ég vil sérstaklega þakka þér,
elsku Sjöfn, alúðina og umhyggjuna
fyrir Stebba, og þar sem þið voruð
svo náin, veit ég að hann bar ótak-
markað traust til þín í einu og öllu.
Ég bið algóðan Guð að styrkja
þig, Sjöfn mín, Þóru, Silju, Jonna
og mömmu á þessari erfíðu stundu.
Elsku Stebbi, þú varst ljósið í lífi
okkar allra.
Hvíl í friði.
Systir.
Dáinn, horfinn! - Harmafrep!
Hvíhkt orð mig dynur yfir.
Allt okkar líf er samofið sökn-
uði, gleðinni og voninni. Öll von-
umst við til að geta glaðst að kveldi
að vel unnu verki. Séð það rætast
sem við settum okkur að morgni
og með viljann í fyrirrúmi eru flest-
ir vegir færir. En vonimar bresta
fyrirvaralaust, ljósið slokknar. Öllu
er lokið, söknuðurinn sest að, en
vonin vaknar á ný, — vonin um
endurfundi á öðrum stað í öðrum
heimi.
Það var mér mikil harmafregn
er mér var tilkynnt lát Stefáns
frænda míns. Hann, sem var búinn
að beijast svo hetjulega við hinn
erfiða sjúkdóm árum saman. Alltaf
var Stebbi jafn æðrulaus og hug-
prúður, lítið jgefinn fyrir að ræða
sín veikindi. I febrúar síðastliðnum
gekkst hann undir nýmaígræðslu,
þá aðgerð hafði hann bundið miklar
vonir við. Allt virtist ganga sam-
kvæmt bestu vonum, en skyndiiega
tóku veikindin sig upp að nýju og
á mjög skömmum tíma tók atburða-
rásin stefnu sem enginn mannlegur
máttur fær við ráðið.
Svo örstutt er bil milli blíðu og éls,
og brugðist getur lánið frá morgni til belds.
En gott átt þú, sái hver, sem Guð veitir frið,
þó gæfan þín sé hverful um veraldar svið.
Hve sæl, ó hve sæl er hver leikandi lund,
og lukkan hún er eilíf, þótt hverfi um stund.
(Matt. Joch.)
Það er erfitt að trúa að Stebbi
sé ekki lengur með okkur, látinn,
löngu fyrir aldur fram. Hann hefði
orðið 53 ára hinn 25. júlí nk. En
minningarnar lifa, minningar frá
bernsku okkar og fullorðinsárum.
Ég minnist ættarferðalaganna, oft
var haldið upp á afmæli hans og
móður minnar í þeim ferðum og var
mikið sungið um „bjarta, heiða júlí-
nótt“. En síðasta minningin er mér
einkar kær, er við spjölluðum saman
í fermingarveislu hjá systur hans í
apríl sl., hann geislaði af gleði og
hamingju, sóibrúnn og hraustlegur
útlits. Fáeinum dögum síðar var
hann lagður inn á sjúkrahús — ég
sá hann ekki framar.
Elsku frændi.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir alit og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi, /
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elsku Sjöfn, þú sem varst honum
ætíð hin styrka stoð og vaktir yfir
honum. Guð blessi þig og styrki.
Sendi mínar dýpstu samúðarkveðj-
ur til ykkar allra.
Jóna Ólafsdóttir.
Við viljum með fáeinum orðum
minnast góðs vinar sem lést á Land-
spítalanum eftir erfið veikindi.
Við viljum þakka Stebba fyrir
allar góðu samverustundirnar sem
við áttum með honum. Það er erfitt
að sjá á eftir slíkum manni sem
Stebbi var, ávallt svo hress og létt-
ur í lund. Það var hann sem sagði
brandarana og skemmtisögumar,
enda var hann í góðra vina hópi
kallaður „djóki“. Sérstaklega nut-
um við léttleika hans á Rhodos þar
sem við vorum saman í ógleyman-
legri ferð.
Kynni okkar hófust fyrst fyrir
25 árum þegar báðar fjölskyldurnar
fluttust í Krókahraunið. Samgang-
ur var niikill milli fjölskyldnanna
og dætur okkar léku sér saman sem
systur væru.
Veikindi sín bar Stebbi af slíku
æðmleysi að aðdáunarvert var.
Ekki var Sjöfn síðri í stuðningi sín-
um við hann, þvílíkur kraftur og
þvílíkur dugnaður.
Elsku Sjöfn, Þóra, Silja, Jónas
og aðrir ástvinir, megi Guð og góð-
ar minningar um yndislegan dreng
styrkja ykkur öll í þessari miklu
sorg.
Snorri, Elísabet og fjölskylda.
í dag er góður drengur kvaddur.
Stefán G. Ágústsson vann hjá Olíu-
verzlun íslands mestan hluta
starfævi sinnar og nú síðast sem
umsjónarmaður benzínstöðvarinnar
í Hafnarfirði. í gegnum árin starfaði
hann í ýmsum deildum fyrirtækisins
og þekkti því vel hina margþættu
starfsemi þess. Hvarvetna vann
hann sér traust félaga sinna og sam-
starfsmanna með prúðmannlegri
framkomu og samviskusemi.
Stefán hafði átt við langvarandi
veikindi að stríða, en lét það ekid
aftra sér frá því að sinna starfi siifu
af alúð og samviskusemi. í gegnum
öll veikindi sín naut hann mikillar
hlýju og styrks eiginkonu sinnar og
fjölskyldu. Nú á vordögum virtist
sem loks sem væri að birta til hjá
honum. Hann fór í erfiða aðgerð sem
tókst þó vel og gleðin var mikil. En
líkaminn brást og hann var kallaður
burtu frá okkur á besta aldri.
í hugum okkar, sem fengum að
kynnast Stefáni og starfa með hon-
um hjá Olís, lifir minningin um góð-
an félaga, hæglátan en glettinn, sem
vann störf sín af alúð.
Við þökkum samfylgdina við Stef-
án og biðjum Guð að styrkja fjöl-
skyldu hans.
F.h. samstarfsmanna í Olís,
Ragnheiður Björk
Guðmundsdóttir.
Áskrifendagetraun
Bókaklúbbs
barnanna
Dregið hefur verið £ áskrifendagetraun Bókablúbbs bamanna.
Fyrstu verðlaun voru ferð fyrir tvo til Kaupmannahafnar með Urvali-
Útsýn. Einnig voru veittir 20 aukavinningar sem sendir verða til
vinningshafa á næstu dögum.
Jéf
Kaupmannahafnarferð
Fyrstu verðlaun hlaut Ágúst H. Sigurðsson, Birtingaholti 4
| Bókaklúbbur bamanna óskar honum innilega til hamingju.
Aukavinningar
1
2-21.
Andri G. Elvarsson,
Borgarfirði.
Anton S. Gunnars-
son, Reykjavík.
Ásgerður Gunnars-
dóttir, Reykjavík.
Ásthildur Margrét
Hjaltadóttir, Keflavík
Bjarki Svanþórsson,
Reykjavík.
Dóra R. Kristjáns-
dóttir, Fnjóskadal.
Elsa I. Egilsdóttir,
Reykjavík.
Ester Björk og
Ert pú félagí í Bókaklúbbi barnanna?
Vaka-Helgafell, Síðumúla 6,
Reykjavík. Sími:6883Q0
Magnús Magnúsar-
böm, Akranesi.
Hildur M.Brynjólfs-
dóttir, Grindavík.
Guðmundur H.
Harðarson, Selfossi.
Gunnar Óli Gústafs-
son, Reykjavík.
Hafdís J. Stefáns-
dóttir, Reykjavík.
Jóhanna Rut Hauks-
dóttir, Kópavogi.
Kristbjörg Sigur-
bjömsdóttir, Borgar-
nesi.
Sól Skarphéðins-
dóttir, Reykjavík.
Sólveig Gunnars-
dóttir, Garðabæ.
Sigurður Óskar
Sigurðsson, Vest-
mannaeyjum.
Sigurlaug Grétars-
dóttir, Vestmanna-
eyjum.
Tinna Jónsdóttir,
Selfossi.
Þorsteinn A. Har-
aldsson, Reykjavík.
KLuueu