Morgunblaðið - 16.07.1993, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1993
t
Móðir mín, tengdamóðir og amma,
ANNAH. ROBERTS,
Stóragerði 24,
lést r Landspítalanum að morgni 14. júlí.
Annora K. Roberts, Jón Kr. Guðmundsson
og barnabörn.
t
Ástkœr móðir okkar,
ÁSTA G. BJÖRNSOIM,
áðurtil heimilis
i' Reynihlíð, Garðabæ,
lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, þann 15. júlí.
Guðmundur Björnson,
Gunnar Björnson,
Guðrún Humphrey.
t
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
MARÍA ÓLAFSDÓTTIR,
Tanaagötu 15a,
ísafirði,
verðurjarðsunginfrá ísafjarðarkapellu laugardaginn 17. júlí kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðmundur Halldórsson.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
JÓHANNES ÖRN ÓSKARSSON
forstöðumaður,
Vfðimel 35,
er lést föstudaginn 9. júlí, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni
föstudaginn 16. júlí kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlegast bent á Velunnara-
félag Borgarspítalans, hjartadeild.
Ólöf Erla Kristinsdóttir,
Laufey Erla Jóhannesdóttir, Hannes Sigurðsson,
Arndfs Birna Jóhannesdóttir,
Kristinn Örn Jóhannesson, Brynhildur Ólafsdóttir,
Þórhildur Ýr Jóhannesdóttir,
Einar örn Hannesson.
Útför móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
ÞURÍÐAR SÆMUNDSDÓTTUR
frá Túni,
Stokkseyri,
verður gerð frá Stokkseyrarkirkju laug-
ardaginn 17. júlí kl. 14.00.
Hörður S. Guðiaugsson, Hannelore Helga Jáhnke,
Sæmundur I. Guðlaugsson, Lilian Guðlaugsson,
Guðrún S. Guðlaugsdóttir, Bragi Óskarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar föður okkar, tengdaföður og afa,
LEIFS BLUMENSTEIN,
Brekkustfg 10,
Reykjavfk.
Bragi Blumenstein,
Sigfús Tryggvi Blumenstein,
Eiríkur Freyr Blumenstein,
tengdadætur og barnabörn.
t
Innilegar þakkir til þeirra, sem sýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og
útför eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
INGÓLFS PÁLS
BÖÐVARSSONAR,
Grýtubakka 6.
Sérstakar þakkír til Heimahlynningar
Krabbameinsfélagsins fyrir ómetanlega
aðstoð.
Sigrfður Unnur Ottósdóttir,
Svanhvít Gróa Ingólfsdóttir, Tryggvi Þór Aðalsteinsson,
Eðvarð Ingólfsson, Svanhildur M. Ólafsdóttir,
Jón Steinar Ingólfsson, Berglind H. Ólafsdóttir,
Dóra Ingólfsdóttir, Svavar G. Ingvason,
barnabörn og barnabarnabörn.
Olafur Ingvar Guð-
finnsson — Minning
Fæddur 4. nóvember 1908
Dáinn 9. júlí 1993
Mér er það bæði ljúft og skyit að
skrifa nokkur minningarorð um hann
afa minn, Ólaf Ingvar Guðfinnsson,
eða Ingvar eins og hann var oftast
kallaður, sem lést svo skyndilega 9.
júlí sl. Þó að hann væri 84 ára þá
var hann svo hress að engan óraði
fyrir því að hann væri á förum. Og
var það mér, svo og öllum öðrum í
fjölskyldunni, mikið áfall. En mikið
væri ég sjálfselsk ef ég gæti ekki
glaðst líka yfir því að hann skyldi
fá að fara svona á þennan friðsæla
hátt.
Afi var fæddur á Fossi í Vestur-
Hópi í Húnavatnssýslu. Sonur Marsi-
bil og Guðfinns. Hann átti fjögur
systkini og er eitt þeirra, Jóhannes,
enn á lífi. Árið 1942 hófu þau amma
mín Fjóla Gísladóttir frá Gauksstöð-
um í Garði búskap, en hún lést í
október 1967. Þau áttu saman fimm
yndisleg böm, sem eru: Steinunn
Gíslunn, gift Sverri Halldórssyni, þau
eiga þijú böm; Gunnar Randver,
kvæntur Jófríði Guðjónsdóttur, þau
eiga Qögur böm; Hólmfríður Aðal-
heiður, gift Stefáni Bjömssyni, þeirra
böm em fjögur; Guðfínnur, dáinn
janúar 1986, kvæntur Önnu Magnús-
dóttur, þau eignuðust þijú böm; og
Agnes, dáin í desember 1990, var í
sambúð með Jan Rooyackers. Einnig
gekk Ingvar móður minni, Angelu
Guðbjörgu, í föðurstað. Hún er gift
Einari G. Bjömssyni. Hjá þeim eyddi
afí mörgum helgunum í kyrrð suður
með sjó. Hann átti líka sínar góðu
stundir með börnunum sínum en
held ég að á engan sé hallað þó að
ég segi að Steinunn hafí verið mesta
hjálpin í gegnum tíðina.
Afí var hægur maður en með sín-
ar skoðanir á öllum hlutum og hik-
aði ekki við að láta þær í ljós og
stóð fastur á sínu. Eftir að amma
dó bjó hann einn, en hann var bara
þannig, honum þótti gott að vera
einn, þá fékk hann frið til að grúska
og dunda í ættfræði og í bókum sem
voru hans ær og kýr. Mestan starfs-
aldur sinn var hann til sjós sem bryti
hjá Ríkisskip og á Heijólfi. Einnig
rak hann veitingastaðinn Mánaborg
í Grindavík. Á þessum ámm vann
amma alltaf með honum og voru þau
mjög samrýnd. Starfsævina endaði
hann svo á Hótel Loftleiðum sem
birgðavörður og var mjög ánægður
með félagsskapinn sem hann hafði
þar af vinnufélögum sínum.
Ekki var lífíð alltaf dans á rósum
hjá afa. Áföllin hafa verið mörg.
Fyrst missti hann konuna sína á
besta aldri og svo tvö böm innan við
fertugt. Það var honum mikið áfall
og eftir það fór fyrst að bera á því
að afi væri að verða gamall því að
hann hefði svo gjama viljað skipta
Minning
Þorvaldur Kr. Þorvalds-
son frá Skerðingsstöðum
Fæddur 23. maí 1916
Dáinn 9. júlí 1993
Sl. helgi var í Grundarfirði haldið
ættarmót niðja þeirra hjóna Kristínar
K. Jakobsdóttur og Þorvalds Þórðar-
sonar, sem á sínum tíma bjuggu á
Skerðingsstöðum. Árla morgun þess
dags sem ættarmótið hófst andaðist
á Landspítalanum einn Qögurra eftir-
lifandi sona þeirra, faðir okkar, Þor-
valdur Kr. Þorvaldsson, eftir stutta
sjúkdómslegu. í stað þess að vera
sjálfur viðstaddur þetta ættarmót,
eins og ef til vill hefði orðið, var
hans minnst af hinum fjölmörgu þar
stöddum ættmennum hans.
Okkur systumar langar til að
kveðja hann með hluta úr hinu fagra
ljóði „Lótus" eftir Grétar Fells.
Er það ei, vinur, sem óséð hönd
einatt þér stijúki um vangann?
Sérðu ekki í anda þín langþráðu lönd
með litskrúð og angan,
litskrúð og angan?
Bæn, sem þylur hvert hjarta hrært,
hvað sem þeir segja og skrifa:
Allt, sem mínum og mér er kært,
megi það lifa,
megi það lifa, lifa.
Hræðstu ei, maður, þinn dauðadóm.
Draumamir halda völdum.
Veröldin öll er viðkvæmt blóm,
sem vaggast á öldum,
vaggast á eilífðaröldum.
Aðstæður höguðu því svo til að
við ólumst ekki upp hjá föður okkar
og því var samband okkar á milli
ekki eins náið og við öll hefðum
eflaust viljað.
Viku fyrir andlát hans sátum við
báðar um stund hjá honum á sjúkra-
húsinu. Hann var kátur og ræðinn
og sagði okkur ýmislegt frá gamalli
tíð, ýmislegt sem færði okkur nær
honum en áður og gaf okkur innsýn
fuppruna hans og uppvöxt. Við erum
þakklátar fyrir þessa stund og mun-
Minning
Guðni Lúðvíksson
Elsku Guðni bróðir, það er komið
skarð í systkinahópinn, skarð sem
aldrei verður fyllt. Ekkert okkar
bjóst við þessu skarði og það var
skyndilegt og sárt.
Það má með sanni segja að það
hafi „haustað snemma" í fjölskyldu
okkar, því að þá greindist þú með
krabbamein, sjúkdóm sem læknavís-
indi nútímans standa ráðþrota
Blómaskreytingar
viÓ öll tækifæri
frammi fyrir. Enginn veit af hveiju
og það eru ótal spurningar sem koma
upp’í hugann, en fátt um svör. Eftir-
sjá og sorg er það sem situr eftir
og það eru þungbærar tilfinningar.
En þú skilur eftir þig góðar minn-
ingar, sem koma okkur, sem eftir
lifum, að góðu gagni. Minningar sem
gera okkur ævinlega þakklát fyrir
þær samverustundir sem við áttum
með þér. Ég gæti riíjað upp nokkrar
minningar hér og nú, en ég veit að
það er óþarfí. Því þeir sem þekktu
þig vita að þú varst frábær vinur
og félagi, stoltur faðir og mikill lista-
maður, eins og myndirnar þínar eru
glöggt dæmi um. Myndimar sem
prýða veggi okkar og við erum stolt
af. Og þeir voru ófáir hlutirnir sem
þú einn gast lagað, breytt eða gert
eitthvað við. Þegar fólk lýsir manni
sem er handlaginn, er gjarnan talað
um að hann sé þúsundþjalasmiður.
I okkar fjölskyldu er slíkum manni
gjarnan lýst á þann hátt að hann
sé eins og Guðni bróðir.
Ég hélt að þú yrði alltaf til staðar
og að ég hafði alla ævina til að launa
þér allt sem þú hefur gert fyrir mig.
við þau. Og þá kynntist ég alveg
nýrri hlið á afa. Hann sagði aldrei
mikið um tilfínningar sínar, fannst
bara að þær skiptu ekki máli. En
eftir að Ágnes yngsta barnið hans
dó þá orti hann til mín ljóð. Það seg-
ir svo margt og er svo einstaklega
fallegt. Ég geymi það sem hinn
mesta dýrgrip.
Elsku Steinunn, Gunnar, Hólm-
fríður og mamma, ég sendi ykkur
mínar innilegustu samúðarkveðjur
og einnig tengdabömum, bamaböm-
um og öðrum fjölskyldumeðlimum.
Elsku afa mínum vil ég óska góðrar
ferðar til nýrra heimkynna, þar sem
ég veit að vel verður tekið á móti
honum. Þökk fyrir allt, elsku afí.
Fjóla.
um geyma hana alltaf í hugum okk-
ar.
Við vottum Steinunni, konu hans,
systur okkar Margréti og fjölskyldu
hennar, svo og stjúpbömum pabba
og fjölskyldum þeirra, samúð okkar
og þökkum þeim allt sem þau vom
honum. Við söknum þess sem var
og þess sem ekki varð.
Blessuð veri minning föður okkar
Þorvalds Kr. Þorvaldssonar.
Freyja og Auður.
En ævi hvers manns er misjöfn og
sannast það best í þínu tilfelli, því
að nú ert þú horfinn í annan heim
og ég veit að þar verður tekið vel á
móti þér. Öll endum við þarna.
Sjáumst síðar, elsku Guðni minn.
Þín systir,
Eygló Rut.