Morgunblaðið - 16.07.1993, Blaðsíða 23
22
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1993
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1993
23
JltanðttiiWbi&lfe
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1368 kr. með vsk. á mánuði
innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið.
Hagsljórnartæki í
þágn umhverfisins
Efnahagssamvinnu- og þróun-
arstofnun Evrópu (OECD)
hefur birt skýrslu um mat á stöðu
pg framkvæmd umhverfismála á
íslandi. Fyrir tveimur árum sam-
þykktu umhverfismálaráðherrar
OECD-ríkjanna „Umhverfísáætlun
OECD fyrir tíunda áratuginn“.
Umhverfismatið á íslandi er það
fyrsta í áætlun OECD, ásamt mati
á ástandi umhverfismála í Þýzka-
landi. Skýrslan er unnin af sér-
fræðingum frá Kanada, Noregi og
Sviss.
Sú staðreynd að OECD, sem
upphaflega var sett á laggirnar til
að vera vestrænum ríkjum til ráð-
gjafar um efnahagsmál, skuli nú
láta umhverfismál til sín taka í svo
ríkum mæli, er eitt dæmi af mörg-
um um aukinn skilning Vestur-
landabúa á mikilvægi umhverfis-
verndar. Á undanförnum árum
hafa menn áttað sig á því hversu
þungt ástand náttúrunnar vegur í
lífsgæðum okkar. Áherzla á hag-
vöxt er nú í auknum mæli sam-
þætt áherzlu á vemd umhverfisins,
þannig að þetta tvennt haldist í
hendur. Samþætting efnahags- og
umhverfísmála er því á stefnuskrá
flestra vestrænna ríkisstjórna. ís-
lenzka ríkisstjómin setti fram
stefnu í þessum anda í marz síðast-
liðnum undir yfírskriftinni „Á leið
til sjálfbærrar þróunar“.
Reynsla Vesturlandabúa hefur
sýnt að boð og bönn um vemd
umhverfisins hafa ekki skilað
jafnmiklum árangri og til var ætl-
azt. Sú stefna hefur því átt vax-
andi fylgi að fagna að beita hag-
rænum stjómtækjum til þess að
stuðla að umhverfísvernd. Segja
má að með þessu sé verið að verð-
leggja umhverfíð og nytjar manns-
ins af því. Hrein náttúra og fagurt
útsýni er til dæmis mikilla fjár-
muna virði í ferðaþjónustu. Víða
um lönd hefur verið lögð aukin
áherzla á mengunarbótaregluna,
þ.e. að sá, sem mengar umhverfið
skuli með einum eða öðrum hætti
greiða fyrir þann skaða, sem hann
veldur. Dæmi um aðferð til að
beita þessari reglu er að leggja
sérstaka skatta eða gjöld á elds-
neyti, sem mengar andrúmsloftið.
Þá gildir sú regla nú æ víðar að
sá, sem nýtir náttúruauðlindir sér
til ávinnings eða ánægju, greiðir
þann kostnað sem til fellur við
vernd auðlindanna, stjórnun og
rannsóknir.
í skýrslu OECD eru settar fram
skýrari og ýtarlegri tillögur um
beitingu hagstjórnartækja í þágu
verndar íslenzkrar náttúru en áður
hafa komið fram. Stofnunin telur
reyndar að nokkur árangur hafi
þegar náðst með því að taka mark-
aðsöflin í þjónustu umhverfis-
verndar. Til dæmis hafi mengun
af völdum gosdrykkjaíláta minnk-
að er skilagjald var lagt á þau,
lægra verð á blýlausu benzíni hafi
minnkað blý í útblæstri bifreiða
um þrjá. fjórðu hluta og sorphirðu-
gjald á fyrirtæki, mishátt eftir
magni og innihaldi úrgangs, hafi
hvatt þau til að draga úr sorp-
myndun.
Hins vegar telur OECD að mun
lengra megi ganga í þessa átt.
Stofnunin leggur þannig til að at-
huguð verði árleg skattlagning
kvóta eða afla, hugsanlega í
tengslum við lækkun á öðrum álög-
um. „Með því móti gæti stjórnunar-
kerfi fiskveiða staðið undir sér í
auknum mæli, meira fjármagn
fengist til rannsókna á lífríki sjáv-
ar og til varnaraðgerða gegn
mengun í sjó,“ segir í skýrslu henn-
ar. OECD leggur jafnframt til að
vernd hálendisins verði styrkt, til
að mynda með álagningu vegatolla
á svæðinu, sölu aðgangs að þjóð-
görðum og tjaldsvæðum, inn-
heimtu gjalds af sportveiðimönn-
um og skattlagningu torfærutækja
og raforkumannvirkja. „Slíkar að-
gerðir yrðu jafnt hvatar til að
draga úr álagi á umhverfið og leið
til að auka tekjur til fram-
kvæmda,“ segja sérfræðingar
OECD. Þeir segja að heildarstefnu
skorti til að draga úr mengun frá
bifreiðum og leggja til að íhugað
verði að taka upp aukaskatt á
benzín eða stóra bíla, og/eða meiri
stuðning við almenningsflutninga.
OECD telur einnig að sum laga-
ákvæði sem nú eru í gildi geti
ekki talizt í þágu umhverfisins. í
skýrslu stofnunarinnar segir:
„Gera þarf ráðstafanir til að raun-
verulegur kostnaður þjóðfélagsins
komi fram í verðlagningu, en einn-
ig þarf að gefa gaum að þeim
aðgerðum stjórnvalda sem þrengja
að umhverfínu. Þó að mjög hafi
dregið úr styrkveitingum til fram-
kvæmda af því tagi, er enn að finna
ákvæði um fjárhagslegan stuðning
við bændur sem vilja ræsa fram
votlendi. Háir tollar á innfluttar
landbúnaðarvörur kunna líka að
hvetja til offramleiðslu í íslenzkum
landbúnaði. Þetta á ekki sízt við
um sauðfjárbúskap þar sem ofbeit
veldur jarðvegseyðingu."
Morgunblaðið hefur áður viðrað
skoðanir sem eru mjög í anda þess
sem sérfræðingar OECD leggja nú
til. Hins vegar hefur blaðið einnig
varað við ýmsum hættum sem
kunna að leynast á þessari leið og
ástæða er til að endurtaka þær
viðvaranir hér. í fyrsta lagi verður
að tryggja að heildarskattbyrðin
aukist ekki, þótt sköttum og gjöld-
um sé beitt til að vernda umhverf-
ið, heldur verði skattar á umhverf-
isvænum vörum og vistvænni
starfsemi jafnframt iækkaðir. í
öðru lagi má innheimta ýmiss kon-
ar gjalda af þeim sem vilja nýta
náttúruna sér til ánægju ekki verða
hrein tekjulind opinberra aðila, ein-
staklinga eða félagasamtaka, í
stað þess að standa undir kostnaði
við verndarstarfsemi. Sé þess hins
vegar gætt að forðast hættumar,
getur beiting hagstjórnartækja í
þágu umhverfisins orðið til góðs.
Samþætting efnahagsþróunar og
umhverfísverndar er ein af undir-
stöðum framtíðarvelmegunar þjóð-
arinnar í víðum skilningi þess hug-
taks.
Atvinnuleysi minnkar
Batnar mest á Suðumesjum en er verst á Norðurlandi eystra
ATVINNULEYSI mælist nú 3,7% af áætluðum mannafla og
minnkaði það í heild að meðaltali um 3,8% milli maí og júnímán-
aða. Þess ber þó að geta að gert er ráð fyrir að fjölgi um 4.000
manns á vinnumarkaði milli þessara mánaða. Atvinnulausum
fjölgar í Reykjavík og atvinnuástand versnar víðast hvar á höfuð-
borgarsvæðinu. Hinsvegar batnar það mest á Suðurnesjum og í
öðrum landshlutum nokkuð ef undan er skilið Norðurland eystra
þar sem atvinnuleysi mælist nú mest á landinu eða 4,7%.
Atvinnuleysi I aprfl, maí og júní 1993
Hiutfall atvínnulausra af heildarvinnuafli.
Á höfuðborgarevæðinu standa
2.982 atvinnulausir á bak við
tðhjna3,8%Ijúníogfj6lg-
aði um 124 frá þvi í maí.
Alte voru 5.006 atvinnu-
tausir á landinu öHu í
Júníoghefur
fakkaðum194
fráþvíimai.
Samkvæmt upplýsingum frá
Vinnumálaskrifstofu félagsmála-
ráðuneytisins um atvinnuástandið í
júní er niðurstaðan í megindráttum
sú að talsvert dregur úr atvinnuleysi
allsstaðar á landinu nema á höfuð-
borgarsvæðinu og Norðurlandi eystra
þar sem atvinnuleysi eykst um 4% á
hvoru svæði um sig.
Atvinnuleysisdagar í júní jafngilda
að 5.000 manns hafí verið atvinnu-
laus, þar af 2.800 konur og 2.200
karlar. Þetta eru að meðaltali um
1.500 fleiri dagar en í júní í fyrra.
Suðurnes á uppleið
Af einstökum landshlutum batnar
atvinnuástandið á Suðurnesjum lang-
mest en þar var atvinnuleysi 4,1% í
júlí og hafði þá minnkað úr 6,4% í
maí og 7,6% í apríl. Góð aflabrögð í
júní skýra að mestu þessa uppsveiflu.
Á Norðurlandi eystra hinsvegar
er atvinnuleysið hlutfallslega mest
og hefur versnað um 3,8% frá maí.
Mesta auking atvinnuleysis er á Ak-
ureyri og mun margvíslegur sam-
dráttur í iðnaði það að undanförnu
vega þungt.
Gagnrýni iðnaðarmanna á langan vinnutíma í útboðum fyrir ríki og borg
Samningar við Reykjavíkur-
borg kveða á um dagvinnu
STEFÁN Hermannsson borgarverkfræðingur segir að ákvæði um
að verk verði eingöngu unnin í dagvinnu hafi í fyrsta sinn í sög-
unni verið sett inn í samninga við verktaka í sumar. Það hafi verið
gert til að tryggja sem flestum atvinnu í atvinnuleysinu. Gagnrýni
Grétars Þorsteinssonar, formanns Trésmiðafélags Reykjavíkur, um
óheyrilega langan vinnutíma þegar um útboð sé að ræða eigi því
ekki rétt á sér hvað borgina varðar. Steindór Guðmundsson, forstöðu-
maður framkvæmdadeildar Innkaupastofnunar ríkisins, segist ekki
kannast við mikla yfirvinnu vegna verka á vegum ríkisins en sum
verk séu þannig að þau verði að vinna utan dagvinnutíma.
„Það er auðvitað heppilegt að jöfnuð-
ur sé sem mestur en ég sé ekki hvern-
ig slík stýring eigi að koma ofanfrá,"
sagði hann. „Þá er búið að taka
ábyrgðina á verkinu frá verktakanum
og færa yfir á verkkaupann. Þar með
er útboðshugtakið dautt og órnerkt."
Ljósmynd/Ester Guðmundsdóttir
Á svifnökkva í Bláfjöllum
Á ÍSLANDI eru til sölu svifnökkvar, sem taka einn til tvo í sæti fyrir
utan stjórnandann. KjaiTan Steinarsson sölumaður nökkvanna segir að
þeir komist á allt að 80 km hraða við bestu aðstæður.
Sala hafin á svif-
nökkvum á Islandi
NÚ ER hægt að fá á íslandi svifnökkva, sem getur ferðast yfir bæði land
og sjó á allt að 80 km hraða á klukkustund. Ekki þarf sérstakt próf til
að nota nökkvann en lágmarksþyngd þess, sem stjómar nökkvanum verð-
ur að vera 55 kg. Engin öryggistæki eru um borð í nökkvunum að sögn
Kjartans Steinarssonar starfsmanns hjá Bílanesi í Njarðvík, sem selur
nökkvana. Þeir þola mjög mikið högg að sögn Kjartans og sökkva ekki
jafnvel þótt þeir fari í tvennt.
Kjartan segir að þegar hafi selst
einn svifnökkvi og er bjartsýnn á
framtíðina þar sem mikil viðbrögð
hafi verið við auglýsingu, sem birtist
í viðskiptablaði Morgunblaðsins í gær.
Nökkvarnir kosta frá 900 þúsund
krónum til 1300 þúsunda króna.
Þarf ekki próf
Vídeóspólur fylgja með, sem sýna
hvemig á að stjórna nökkvanum og
Kjartan segir að eftir að stjórnandinn
hafi fundið rétta jafnvægispunktinn
sé fremur einfalt að stýra honum.
Engin námskeið eru hér á landi, sem
kenna notkun svifnökkva en Páll
Hjartarson siglingamálastjóri segir að
þannig námskeið séu í Bandaríkj-
unum.
Það virðist vera mjög mikið á reiki
hvernig skilgreina eigi svifnökkva sem
farartæki. Páll segir að tilskilin leyfi
fyrir svifnökkvum hafi gengið að
mestu leyti í gegnum samgönguráðu-
neytið og segir að það hafi verið úr-
skurður ráðuneytisins að það væri
vafamál hvort svifnökkvar heyrðu
undir Siglingamálastofnun ríkisins.
Engin skilyrði
„Obbinn af þeim verkum sem unnin
eru á okkar vegum er boðinn út og í
stóru verkunum höfum við yfirleitt
ekki sett inn skilyrði um vinnutíma,“
sagði Stefán. „í vor settum við ein-
mitt svona ákvæði inn í útboðslýsing-
ar í fyrsta skipti í sögunni svo að sem
flestir fengju vinnu. Þetta var þegar
borgarráð samþykkti að veita á annað
hundrað milljónir í atvinnuskapandi
verkefni svo sem til viðhalds húsa og
í garðyrkju. Þetta eru ekki mörg verk-
efni eða stór en öll eldri verkefni sem
hafa verið boðin út eru án slíkra skil-
mála.“
Eðlilegur verktími
Steindór sagðist ekki kannast við
að unnið væri dag og nótt og allar
helgar hjá ríkinu eða að verktími út-
boðsverka væri óeðlilega skammur.
„Við höfum enga stjórn á því hvaða
samninga einstaka verktakar kunna
að gera við sína starfsmenn," sagði
hann. „Flest útboðsverkin eru unnin
á föstu tilboðsverði. Ef verktakar
kjósa að láta starfsmenn sína vinna
fleiri tíma og ráða færri menn til vinnu
þá er það fyrst og fremst þeirra mál.“
Stýring ofanfrá
Hann sagðist ekki vera sammála
Grétari um að verkkaupi ætti að setja
inn skilyrði um dagvinnu í verksamn-
inga. Sum verk væru þannig í eðli
sínu að þau yrði að vinna utan dag-
vinnu og nefndi hann sem dæmi múr-
brot eða smíðar og annað viðhald á
eldra húsnæði sem hefði truflandi
áhrif á umhverfið og vinnu annarra.
Míkíll verðmunur
á kleinuhringjum
NOKKUR bakarí á höfuðborgar-
svæðinu hafa nýlega tekið upp á
því að se(ja svokallaða ameríska
kleinuhringi og hafa þeir notið
mikilla vinsælda. Morgunblaðið
kannaði verð á slikum kleinu-
hringjum i þremur bakaríum í
Reykjavík.
Verðmismunur á ódýrasta og dýr-
asta kleinuhringnum er 23 kr. Bak-
arameistarinn í Suðurveri er með
ódýrasta kleinuhringinn og kostar
hann 55 kr. Þá selur Myllan kleinu-
hringana á 64 kr. og dýrastur er
kleinuhringurinn hjá Sveini Bakara,
en hann kostar 78 kr.
Kleinuhringirnir eru allir nokkuð
sambærilegir og eru fáanlegir með
mismunandi sykurbráð.
Sigurbjörg Sigþórsdóttir, verslun-
arstjóri í Bakarameistaranum í Suð-
urveri, segir að bakaríið sé nýlega
farið að selja ameríska kleinuhringi
og hafí salan gengið mjög vel. Hún
segir að framleiðslukostnaður sé ekki
nógu hár til að kleinuhringirnir þurfi
að kosta meira en það, sem hún sel-
ur þá á. Þetta hafí verið tilboðsverð,
sem eigi að haldast á hringjunum.
Sveinn Kristdórsson, eigandi
Morgunblaðið/Þorkell
Gómsætir kleinu-
hringir
KLEINUHRINGIRNIR, sem laus-
leg könnun Morgunblaðsins náði
yfir.
Sveins Bakara, telur að kleinuhring-
irnir sínir séu þeir stærstu og bestu
á markaðnum. Hann eigi einnig von
á því að meira efni sé í kleinuhringj-
unum sinum og því sé verðið svo
hátt hjá sér.
Fyrsti debetkortasamn-
ingurinn undirritaður
VISA ísland gekk frá sínum fyrsta debetkortasamningi við verslunina
Jón og Óskar á Laugavegi en að sögn Einars S. Einarssonar fram-
kvæmdastjóra Visa eru um 50 samningar við kaupmenn í burðarliðnum
nú. Gert er ráð fyrir að fyrstu debetkortin verði tilbúin fyrir korthafa
í september nk. en Einar segir að í millitíðinni verði reynt að ná sem
flestum samningum við kaupmenn. Kreditkort hf. hefur hafið undirbún-
ing að viðræðum við kaupmenn vegna debetkorta.
Jón Siguijónsson gullsmiður, eig-
andi verslunarinnar Jóns og Óskars
og formaður Laugavegssamtakanna,
segir að verslunin hafi hingað til kom-
ið til móts við þá sem staðgreiddu og
þeim veittur afsláttur. „Því finnst
okkur sjálfsagt að þeir sem taka upp
debetkort fái sömu þjónustu. Þar fyr-
ir utan verða debetkortin mjög örugg
og mun öruggari en ávísanir hafa
verið. Þó að við þurfum að greiða 1V2%
þjónustugjald til Visa þá er það mun
minna en gjald af kreditkortunum en
það getur verið á bilinu 2 V2-4 '/2%.“
Aukning staðgreiðsluviðskipta
Fram hefur komið að ýmsir kaup-
menn hafa verið ósáttir við þjónustu-
gjöld vegna debetkortanna. Aðspurður
hvort sú andstaða myndi ekki tefja
fyrir útbreiðslu kortanna sagðist Ein-
ar S. Einarsson búast við því „en þeg-
ar menn sjá hagræðið af þessu munu
margir þeirra gera hosur sínar grænar
fyrir kortunum."
Búist er við að kortin muni auka
staðgreiðsluviðskipti sem þýðir flutn-
ing frá kreditkortum og tékkum yfír
í debetkort. „Þar með spara kaupmenn
þjónustugjald af kreditkortinu sem
verður hugsanlega tvöfalt hærra en
af debetkortum. Það er hagkvæmt
fyrir þá auk þess sem þeir fá greitt
samdægurs fyrir úttektir með debet-
kortum.“
Ódýrara fyrir neytendur
Gjaldskrá fyrir korthafa vegna de-
betkortanna hefur ekki verið sett fram
en að sögn Einars hefur því verið lýst
yfir af hálfu bankanna að þau muni
kosta álíka og tékkhefti eða minna
og ódýrari en kreditkortaviðskipti,
þannig að þetta verði ódýrasti greiðsl-
umiðillinn á markaðnum fyrir
neytendur.
Einar sagði mikið hagræði felaát 1'
Samningur
yiÐ undirritun fyrsta debetkortasamningsins. Frá vinstri eru Óskar
Óskarsson úrsmiður, Jón Sigurjónsson gullsmiður en hann er formaður
Laugavegssamtakanna, Einar S. Einarsson framkvæmdastjóri Visa og
Leifur Steinn Elísson aðstoðarframkvæmdastjóri Visa.
notkun debetkortsins sem í raun væri
fjögur kort í einu þar sem kortið sé
hægt að nota sem alþjóðlegt greiðslu-
kort í viðskiptum, sem alþjóðlegt hrað-
bankakort til úttektar á reiðufé, sem
tékkaábyrgðarkort innanlands og sem
bankakort.
Debetkortin eru samstarfsverkefni
banka, sparisjóða og greiðslukortafyr-
irtækjanna tveggja. Kortin eru gefin
út á nöfnum bankanna. Áætlað er að
gefin verði út rúmlega 100 þúsund
debetkort á næstu tveimur árum.
AF INNLENDUM
VETTVANGI
ÓLAFUR Þ. STEPHENSEN
Veiðar dóminíkanskra togara harðlega gagnrýndar í Noregi
Réttarstaða Noregs
við Svalbarða er veik
VEIÐAR dóminíkönsku togar-
anna tveggja, sem veitt hafa
þorsk við Svalbarða og selt afl-
ann á íslandi, hafa verið harð-
lega gagnrýndar í Noregi. Því
er haldið fram að togararnir,
Zaandam og Atlantic Margaret,
séu í órétti og hafa norsk stjórn-
völd óskað eftir því við Þorstein
Pálsson sjávarútvegsráðherra
að hann taki fyrir landanir skip-
anna á Islandi. Til þess skortir
hins vegar lagaheimildir hér á
landi. Þetta er ekki fyrsta deil-
an, sem upp kemur vegna veiða
erlendra togara við Svalbarða.
Deilt hefur verið um veiðiheim-
ildir og yfirráðarétt á þessu
svæði í áratugi, og aðeins eitt
ríki utan Noregs hefur viður-
kennt fiskverndarsvæðið, sem
Norðmenn lýstu yfir við Sval-
barða 1977. Málið er afar flókið
og réttarstaða Norðmanna
gagnvart erlendum skipum,
sem sækja nú í auknum mæli í
fiskistofnana í Barentshafi, er
veik.
Svalbarði var formlega innlimað-
ur í Noreg árið 1925 eftir að hafa
verið nokkurs konar einskis manns
land um langan tíma. Fimm árum
áður hafði hins vegar verið undirrit-
aður alþjóðlegur samningur yfir
fjörutíu þjóða, Svalbarðasamkomu-
lagið, þar sem fullveldi Noregs á
eyjaklasanum og innan fjögurra
sjómílna landhelgi var viðurkennt.
Áftur á móti var kveðið á um al-
þjóðlegan aðgang að auðlindum á
Svalbarða. Utgerðarmaður dóm-
iníkönsku togaranna, Færeyingur-
inn Jörmund Vagadal, sem býr í
Seattle í Bandaríkjunum, heldur því
fram að samkvæmt þessum samn-
ingi sé togurunum leyfilegt að veiða
þorsk við Svalbarða.
Fiskverndarsvæði 1977
Norðmenn eru allsendis ósam-
mála þessari þjóðréttarlegu túlkun.
Þeir lýstu yfir fiskverndarsvæði,
200 mílur út frá ströndum Sval-
bárða, árið 1977. Sú ákvörðun var
hins vegar tekin einhliða og hefur
verið umdeild á alþjóðavettvangi.
Enn sem komið er hafa aðeins
Finnar viðurkennt fiskverndar-
svæðið. Það hefur því aðra stöðu
að þjóðarétti en norska efnahags-
lögsagan. Ein ástæðan fyrir óviss-
unni um rétt Norðmanna við Sval-
barða eru deilur þeirra við Rússa
(áður Sovétmenn) um yfirráðarétt
í Barentshafí, þar sem bæði eru
gjöful fiskimið og líklega miklar
olíu- og gasauðlindir undir hafs-
botninum. Evrópubandalagið hefur
heldur ekki viljað viðurkenna lög-
sögu Norðmanna, enda er hefð fyr-
ir veiðum skipa frá nokkrum EB-
ríkjum við Svalbarða.
Norðmenn segjast í orði hafa
fulla lögsögu yfir fiskverndarsvæð-
inu og norska strandgæzlan vaktar
fiskimiðin, fer um borð í erlenda
togara og kannar veiðarfæri þeirra
og afla. Á borði hafa Norðmenn
hins vegar aldrei treyst sér til að
færa togara, sem þeir telja vera í
heimildarleysi á Svalbarðamiðum,
til hafnar og lögsækja þá fyrir land-
helgisbrot. Strandgæzlan hefur lát-
ið nægja að veita viðkomandi skip-
stjóra áminningu, og sagt er að
rússneskir togaraskipstjórar hafi
hengt áminningarnar upp í ramma
í brúnni, sem nokkurs konar veiði-
leyfi! Réttarstaða Norðmanna að
þjóðarétti er því veik.
Norðmenn gefa út kvóta
Norsk stjórnvöld hafa um árabil
gefið út kvóta innan fiskverndar-
svæðisins. Hluti hans hefur farið
til Norðmanna, hluti til Rússa og
loks hafa „þriðju ríki“ fengið kvóta,
20.000 tonn af þorski á þessu ári.
Á svæðinu eru uppeldisstöðvar
stórs hluta af norska þorskstofnin-
um og það er því gífurlega mikil-
vægt fyrir Norðmenn að ofveiði
eigi sér ekki stað á Svalbarðamið-
um. Þau ríki, sem stunda hefð-
bundnar veiðar á Svalbarðamiðum,
hafa að nokkru leyti virt þær regl-
ur, sem Norðmenn hafa sett. Þann-
ig hafa norsk stjórnvöld fétt til að
stöðva veiðar, þegar kvóti er uppur-
inn. Norðmenn hafa einnig gripið
til skyndilokana á svæðum, þegar
mikið af smáfiski er í afla. Þegar
dóminíkönsku togararnir hófu veið-
ar á verndarsvæðinu í byijun mán-
aðarins, settu þeir fyrst út vörpurn-
ar í lokuðu hólfí. Norska
strandgæzlan benti þeim á að
svæðið væri lokað, og fluttu þeir
sig þá vestur fyrir Bjarnarey, þar
sem þeir veiddu þorskinn sem síðan
var seldur til vinnslu á Þórshöfn.
„Þriðjulandakvótinn“ við Sval-
barða er í raun ætlaður Öllum ríkj-
um, öðrum en Noregi og Rúss-
landi. í Fiskeridagbladet, sem gefið
er út í Harstad, kom fram í síðustu
viku að dóminíkönsku togararnir,
sem mannaðir eru Færeyingum,
veiddu í raun úr þessum kvóta og
gengju því á kvótann, sem ætlaður
væri Færeyingum og EB-ríkjum.
Harðari stefnu krafizt
Norðmenn líta svo á að þar sem
engin hefð sé fyrir veiðum skipa
frá Dóminíkanska lýðveldinu á
Svalbarðamiðum, eigi togararnir
tveir að hafa sig á burt. Enn hefur
hins vegar ekki verið gripið til
neinna ráðstafana til að stugga
þeim burt. Æ fleiri gagnrýna nú
þessa varkáru stefnu norskra
stjórnvalda og sumir vilja láta lýsa
yfír norskri efnahagslögsögu með
fullum réttindum við Svalbarða.
Þannig segir Jon Lauritzen, upplýs-
ingafulltrúi Norges Fiskarlag, í
samtali við Fiskeribladet að verði
dóminíkönsku togararnir látnir óá-
reittir, sé verið að skapa hættulegt
fordæmi. Ríki, sem aldrei hafi
stundað veiðar í Norðurhöfum, geti
sent þangað skip, byggt veiði-
reynslu og seinna meir gert kröfur
byggðar á hefðarrétti. Peter Ang-
elsen, varaformaður sjávarútvegs-
nefndar norska Stórþingsins, segir
einnig í Fiskeribiadet að sjávarút-
vegsráðuneytið verði að grípa til
aðgerða, annars geti allt fískveiði-
stjórnunarkerfíð á svæðinu hrunið.
Norska utanríkisráðuneytið hefur
hins vegar lagt til að hægt verði
farið í sakirnar.
Á undanförnum tveimur árum
hafa komið upp tvö deilumál vegna
veiða við Svalbarða. Árið 1991 sló
í brýnu með norskum varðskipum
og grænlenzkum togurum, sem
töldu sig eiga rétt til veiða sam-
kvæmt Svalbarðasamkomulaginu.
Sú deila var leyst með því að gefa
Grænlendingum kvóta í Norðursjó.
Fyrr á þessu ári komu svo tveir
kanadískir rækjutogarar á Sval-
barðamið og mótmæltu norsk
stjómvöld því af krafti.
Gegn hagsmunum íslendinga
Danir undirrituðu Svalbarða-
samkomulagið árið 1926, á meðan
þeir fóru enn með utanríkismál ís-
lendinga. ísland er því sennilega
aðili að samningnum. Jón B. Jónas-
son, skrifstofustjóri í sjávarútvegs-
ráðuneytinu, segir að sennilega
gætu Islendingar stundað veiðar
við Svalbarða og verið í sama rétti
og aðrar þjóðir, sem þangað senda
skip til veiða. Hins vegar sé ólík-
legt að slíkt gerist, þar sem það
myndi án efa valda kuldakasti í
diplómatískum samskiptum íslands
og Noregs. Þorsteinn Pálsson sjáv-
arútvegsráðherra lagði í samtali við.
Morgunblaðið áherzlu á að stefna
Norðmanna um fiskvemd við Sval-
barða væri í samræmi við stefnu
íslenzkra stjórnvalda, og það væri
því gegn hagsmunum íslendinga
að styðja við bakið á veiðum utan
aðkomandi skipa á verndarsvæð-
inu. Veiðar íslendinga við Sval
barða eru því fremur fjarlægur
möguleiki.