Morgunblaðið - 16.07.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1993
15
Áttu vasaljós?
eftir Sigurbjörn
Þorkelsson
Nú geri ég fastlega ráð fyriri
að flestir eigi vasaljps einhvers
staðar í sínum fórum. Ég geri einn-
ig ráð fyrir því að flestir geri sér
grein fýrir að vasaljósið þeirra
kemur að heldur litlum notum þeg-
ar farið er út í mikið myrkur, þang-
að sem lýsing er engin, ef vasaljós-
ið er geymt í skáp, þ.e.a.s. ekki
haft meðferðis og notað við slíkar
aðstæður.
Einnig hef ég nokkra vissu fyrir
því að Biblíu megi finna á flestum
heimilum íslendinga ef vel er leit-
að. Að minnsta kosti eiga flestir
landsmenn 10-15 ára Nýja testa-
mentið og jafnvel fleiri. Ekki er
ég þó alveg viss um að allir geri
sér grein fyrir að Biblíuna eða
Nýja testamentið þarf helst að lesa
svo bókin góða komi okkur að ein-
hveiju gagni í lífínu. Það er ekki
nóg að eiga hana einhvers staðar
í hillu eða Guð má vita hvar.
Orðið, lampi og ljós
„Þitt orð er lampi fóta minna
og ljós á vegi mínum.“ (Sálm.119:
105.) Til er ágæt saga af manni
nokkrum, sem þurfti að fara eitt
sinn út í mikið myrkur. Hann sá
ekki handa sinna skil í myrkrinu
en hélt samt af stað. Ekki leið á
löngu þar til hann gekk á eitt-
hvað. Hann skynjaði að hann færi
„Þannig er það einnig
með Biblíuna, Guðs orð.
Við þurfum að lesa í
bókinni góðu til þess að
hún komi okkur að ein-
hverju gagni og verði
sem lampi fóta okkar
og ljós á lífs vegi okk-
ar. Biblían kemur að
frekar litlum notum
rykfallin einhvers stað-
ar í hillu.“
nú ekki langt við þessar aðstæður.
Þá mundi hann allt í einu eftir því
að hann átti vasaljós í skáp í eld-
húsinu hjá sér, svo hann staulaðist
til baka og sótti vasaljósið. Hann
setti síðan vasaljósið í vasann og
hélt út á nýjan leik. Ekki hafði
hann gengið lengi þegar hann gekk
á eitthvað og datt og hruflaði sig.
Nú fauk í manninn. Hann sem var
með vasaljósið með sér. En viti
menn, hann áttaði sig ekki á því
að vasaljósið var alltaf í vasa hans
þar sem það kom að litlu gagni.
Hann hafði ekki áttað sig á því
að hann þyrfti að sjálfsögðu að
nota vasaljósið og láta það lýsa sér
þangað sem hann ætlaði að fara.
Þannig er það einnig með Biblí-
una, Guðs orð. Við þurfum að lesa
í bókinni góðu til þess að hún komi
okkur að einhveiju gagni og verði
sem lampi fóta okkar og ljós á lífs
vegi okkar. Biblían kemur að frek-
ar litlum notum rykfallin einhvers-
staðar í hillu.
Látum ekki fara fyrir okkur eins
Sigurbjörn Þorkelsson
og þessum annars ágæta manni
sem átti vasaljósið. Tökum Bibl-
íuna eða Nýja testamentið okkar
fram og höfúm þessa bók bókanna
á áberandi stað, þar sem okkur
reynist auðvelt að nálgast hana til
þess að lesa í henni svo að orð
hennar verði okkur örugg fótfesta
og ljós á lífs vegi.
Jesús sagði: „Hver sem drekkur
af þessu vatni mun aftur þyrsta,
en hver sem drekkur af vatninu,
er ég mun gefa honum, mun aldr-
ei þyrsta að eilífu. Því vatnið, sem
ég gef honum, verður í honum að
lind sem streymir fram til eilífs
lífs.“ (Jóh.4:13-14.)
Og Jesús sagði einnig. „Ég er
brauð lífsins. Þann mun ekki
hungra, sem til mín kemur, og
þann aldrei þyrsta, sem á mig trú-
ir.“ (Jóh. 6:35.)
Höfundur er framkvæmdastjóri
Gídeonfélagsins á íslandi.
Slökkviliðsæfing
GAMLI læknisbústaðurinn á
Stórólfshvoli brenndur og rifinn.
Gamli lækn-
isbústaður-
inn rifinn
Hvolsvelli.
NÚ ER búið að rífa gamla læknis-
bústaðinn á Stórólfshvoli. Húsið
hefur verið óíbúðarhæft í nokkur
ár, en það var byggt árið 1944
og teiknaði byggingameistari
ríkisins, Guðjón Samúelsson, hús-
ið á sínum tíma.
í gamla daga var ætíð staðarlegt
að líta heim að Stórólfshvoli enda
stendur húsið á fallegasta stað í
þorpinu og hefur sett svip sinn á
Hvolsvöll í gegnum tíðina. Víst er
að mörgum þykir það mikill sjónar-
sviptir að húsið skuli horfið.
Slökkviliðsmenn í Rangárvalla-
sýslu hugðust nota húsið til bruna-
æfínga og kveiktu í því. Ekki vildi
húsið brenna nógu vel, að þeirra
mati, enda rammgert steinhús og
var það að endingu brotið niður
með krana. Fyrirhugað er að ný
kirkjubygging verði reist á þessum
stað í framtíðinni.
------» ♦ ....
Tveggi a daea
tilboð í IKEA
föstudaginn 16. júlí §
og laugardaginn 17. júlí ■
Árekstur við
Kúagerði
ÞRENNT var flutt á Borgarspít-
alann eftir árekstur tveggja bif-
reiða við Kúagerði um miðjan
dag í gær.
Að sögn lögreglunnar í Keflavík
slösuðust báðir ökumenn og farþegi
í annarri bifreiðinni og voru fluttir
á slysavarðstofuna. Meiðsl þeirra
reyndust ekki alvarleg.
verð áður 7.400,-
verð nú
4.500,-
í I) .
.. < f. ’i
...fyrir fólkið
í landinu
KRINGLUNNI 7 ■ SIMI 91-686650
Vertu með
- draumurinn gæti orðið að veruleika !
GRAFÍSK HÖNNUN: MERKISUENN HF