Morgunblaðið - 16.07.1993, Blaðsíða 1
56 SIÐURB
STOFNAÐ 1913
158. tbl. Sl.árg'.
FÖSTUDAGUR16. JÚLÍ 1993
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Fluga
í munn
Irökum
Bagdad, Manama, SÞ. Reuter.
ROLF Ekeus, formaður nefndar
á vegum Sameinuðu þjóðanna
(SÞ) sem sér um eyðileggingu
vopnaverksmiðja íraka, fór til
Bagdad í gær til að gera lokatil-
raun til að leysa deilu um eld-
flaugastöðvar í írak og afstýra
nýrri hernaðaríhlutun í landinu.
Ekeus kvaðst ætla að bjóða Irök-
um afnám refsiaðgerða gegn því að
þeir hlíttu vopnahlésskilmálunum
sem SÞ settu eftir stríðið fyrir botni
Persaflóa. Hann sagði að með því
væri flugu komið í munn írökum.
Viðræðum um að heimila írökum
að selja takmarkað magn af olíu í
fyrsta skipti frá innrás þeirra í
Kúveit árið 1990 var frestað í gær
á meðan stjórnvöld í Bagdad íhug-
uðu tillögur framkvæmdastjóra
Sameinuðu þjóðanna.
Tíðinda-
menn látn-
ir hætta
• /
Shimon Peres leggur til að viðræður hefjist um framtíð hernumdu svæðanna
Erfiðasti hjallinn að baki
KEPPNI í hjólreiðakeppninni um Frakkland, Tour de
France, var hálfnuð í gær. Jafnframt lauk erfiðasta
áfanganum, hjólað var um hæsta fjahveg Evrópu frá
Serre-Chevalier til Isola 2000. Tryggði svissneski knap-
inn Tony Rominger, sem hér fer fremstur, sér titilinn
„Konungur fjallanna" með áfangasigri annan daginn
í röð. Á hæla honum er Spánveijinn Miguel Indurain
sem hefur forystu í keppninni en honum er spáð sigri
{ hjólreiðakeppninni um Frakkland þriðja árið í röð.
Aðeins hálf gjarðarlengd skildi Indurain og Rominger
að á marklínunni í gær eftir 180 km harðvítuga keppni.
Lengst til vinstri er Alvaro Mejia, sem er annar í keppn-
inni. f dag fer lengsti áfanginn fram, frá Ölpunum til
Marseille, er hjólaðir verða 287,5 km.
Bömín
örvhent
vegna óm-
skoðunar?
London. Reuter.
SÓNARSKOÐUN barnshafandi
kvenna gæti leitt til þess að börn
þeirra verði örvhent, að því er
fram kemur í breska læknaritinu
British Medical Journal sem
kemur út í dag.
í rannsóknum norskra lækna,
sem skýrt er frá í breska læknarit-
inu, kom I ljós að hlutfallslega fleiri
börn kvenna sem fóru í sónarskoðun
á meðgöngutímanum fæddust örv-
hent en börn kvenna sem ekki voru
ómskoðaðar.
Norsku vísindamennirnir bera
upp þá spurningu í greininni hvort
hljóðbylgjur sónartækjanna kunni
að valda breytingum í heila fósturs
í móðurkviði.
Rannsókn Norðmannanna náði
til 2.000 barna. í greininni segja
þeir að ekki sé hægt að fullyrða
neitt um að samband sé á milli
ómskoðunar og þróunar hreyfi-
taugakerfisins. Hins vegar séu
skýringar ekki fyrir hendi á beinu
sambandi sem virtist vera milli
skoðunar af þessu tagi og hás hlut-
falls örvhentra. Þarfnist málið því
frekari rannsókna við.
njosnum
London. Reuter.
BRESKA stjórnin gerði frétta-
menn Reiiters-fréttastofunnar að
njósnurum á ofanverðri síðustu
öld, samkvæmt skjölum sem birt
voru í gær, en samningum við
fréttastofuna var rift þar sem
þeir stóðu ekki í stykkinu.
Fram kemur í opinberum skjölum
sem birt voru í gær í fyrsta sinn,
að ríkisstjórn Viktoríu drottningar
hafí gert samning við Reuters-
fréttastofuna og borgað 500 sterl-
ingspund á ári úr sjóðum leyniþjón-
ustunnar fyrir njósnir um heim allan.
Salisbury lávarður, þáverandi for-
sætisráðherra, rifti samningnum við
fréttastofuna árið 1889 þar sem
njösnaskýrslur fréttamannanna
reyndust óáreiðanlegar.
Viðunandi lausn í aug-
sýn eftir 100 ára deilur
segir Yossi Beilin aðstoðarutanríkisráðherra ísraeis
Jerúsalem, London. Reuter.
SHIMON Peres utanríkisráðherra Israels hefur lagt til við
samningamenn Israela og araba í viðræðum um frið í Miðaust-
urlöndum að þeir hefji viðræður um framtíðarskipan her-
numdu svæðanna, Vesturbakkans og Gaza-svæðisins, þar sem
gengið verði út frá því að þau verði palestínsk svæði í nánum
stjórnsýslulegum tengslum við Jórdaníu.
Erfðaþættir taldir
skýra samkynhneigð
Washington. Reutcr.
RANNSÓKNIR á samkynhneigðum bræðrum hafa
leitt í ljós að kynhneigð þeirra megi hugsanlega
rekja til erfðaþátta. í grein í nýjasta hefti vísinda-
ritsins Science um rannsóknir vísindamanna við
bandarísku heilbrigðisstofnunina (NIH) segir að
fundist hafi litningsbútur sem geymi eitt eða fleiri
gen sem leiði til samkynhneigðar.
Vísindamennimir rannsökuðu fjörutíu pör af sam-
kynhneigðum bræðrum. Hjá 33 þeirra vakti athygli
hluti X-litningsins, svokallað Xq28 svæði, og telja
vísindamennirnir að þar sé að finna genið eða genin
sem stjóma kynhneigð hommanna. Dean Hamer sam-
eindaerfðafræðingur sagði í gær að ekki væri vitað
hvers vegna þessi litningsbútur hefði aðra ásýnd hjá
sjö bræðratvennum en samkynhneigð þeirra kynni þá
að skýrast af genum á öðrum litningum eða af um-
hvei-físþáttum og ævihlaupi. Hamer og félagar hans
ákváðu að einbeita sér að X-litningnum, kynlitningn-
um, vegna þess að margt benti til þess að samkyn-
hneigð erfðist fremur frá móður en föður til sona.
Þeir eru nú á sama hátt að rannsaka hóp lesbía.
Richard Pillard, prófessor í geðlækningum við Bost-
on-háskóla, sagði í gær að reyndust niðurstöðurnar
réttar væri þetta í fyrsta sinn sem sýnt væri fram á
tengsl milli erfðaefnis og hegðunar manna.
ísraelsku blöðin Haaretz og
Jerusalem Post skýrðu í gær frá
þessum orðsendingum Peresar til
samningamanna en ekki kom fram
hvort Yitzhak Rabin forsætisráð-
herra styddi gerðir hans. Ummæli
talsmanns Rabins, Gads Ben-Ari,
þóttu hins vegar benda til þess að
þeir væru ekki samstiga því hann
sagði að í engu yrði vikið frá þeim
markmiðum sem sett hefðu verið í
samningaviðræðum í Madríd í októ-
ber 1991. Þá hefði samkomulag
orðið um að bytja viðræður um
takmarkaða heimastjórn Palestínu-
manna til bráðabirgða og hefja
ekki samninga um framtíðarskipan
hernumdu svæðanna fyrr en
þriggja ára reynsla væri fengin af
heimastjórn. „Allar tilraunir til að
víkja af markaðri leið væru á skjön
við Madrídar-samkomulagið,“
ságði Ben-Ari.
Yossi Beilin aðstoðarutanríkis-
ráðherra ísraels sagði í samtali við
Jerusalem Post að Peres hefði bor-
ið hugmynd sína um framtíð her-
numdu svæðanna upp við Dennis
Ross, fulltrúa Bandaríkjastjórnar,
sem freistaði þess um síðustu helgi
að koma sjálfstjórnarviðræðunum
úr þeirri sjálfheldu sem þær voru
komnar í, og hefði hann verið mjög
uppnuminn af hugmyndinni.
„Óvenjulegar aðstæður hafa
skapast og allir aðilar- Jórdanir,
Palestínumenn og ísraelar - gaum-
gæfa þessa lausn sem raunhæfan
möguleika. Í fyrsta sinn eftir ald-
arlangar deilur virðist viðunandi
lausn í augsýn,“ sagði Beilin.
Samninganefndir sameinaðar
Á mánudag sameinuðu Jórdanir
og Palestínumenn samninganefndir
sínar í friðarviðræðunum í eina og
litu stjórnmálaskýrendur á það sem
fyrsta skrefið í átt til ríkjasambands
Jórdana og Palestínumanna. Sögð-
ust fulltrúar beggja vonast til að
með sameiningu nefndanna yrði
komið í veg fyrir hugsanlegar til-
raunir Israela til að gera bráða-
birgðastjórn Palestínumanna á Vest-
urbakkanum og Gazasvæðinu var-
anlega. Vesturbakkinn var hluti af
Jórdaníu frá 1950 þar til ísraelar
lögðu hann undir sig í sex daga stríð-
inu 1967.
Hussein Jórdaníukonungur skor-
aði á samningamenn í gær að grípa
það sem hann sagði vera síðasta
tækifærið sem þeir hefðu til að semja
um frið fyrir botni Miðjarðarhafs.
Sagði hann að menn yrðu að leggja
sig fram af meiri einurð en áður og
hét liðveislu sinni í þeim efnum.