Morgunblaðið - 16.07.1993, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1993
Hjólar og hleyp-
ur í sólarhring
ÞRJÁTÍU og átta ára gamall Húsvíkingur, Eiður Aðalgeirs-
son, leggur í dag af stað hjólandi frá Akureyri til Reykjavík-
ur og mun strax að þeirri ferð lokinni hlaupa maraþonhlaup
um götur borgarinnar. Þessa þolraun þreytir hann til styrkt-
ar kristilegu starfi útvarpsstöðvarinnar Sljörnunnar.
Eiður er vanur maraþon- og
langhlaupari. Hann hefur um ára-
bil dvalist í Suður-Afríku og með-
al annars tekið þátt í Comrades-
hlaupinu sem er rúmlega tvöfalt
maraþon.
Á þjóli til Reykjavíkur
Eiður leggur af stað hjólandi frá
Ráðhústorgi á Akureyri í dag
klukkan 17.30. Hjólað verður rak-
leitt til Reykjavíkur, en Eiður ætl-
ar sér um 20 klukkustundir til
þess. Nálægt hádegi á morgun
gerir hann ráð fyrir að renna upp
að höfuðstöðvum útvarpsstöðvar-
innar Stjörnunnar.
■ Föstudagur 16. júlí.
Einþáttungurinn Tilbrigði
við önd eftir David Mamet í
þýðingu Áma Ibsen sýndur í
Café Karolínu klukkan 21.00.
Dúótón, Hulda Björk, Sig-
urður og Reynir. Tvísöngur með
píanóundirleik í Blómahúsinu,
tvisvar um kvöldið.
■í Café Karolínu stendur yfir
sýning á myndverkum Laufeyj-
ar Margrétar Pálsdóttur.
■í Deiglunni stendur yfir sýn-
ing á verkum sjö aldinna Akur-
eyringa, Ólafar Baldvinsdóttur,
Katrínar Jósepsdóttur, Þórhöllu
Björgvinsdóttur, Brigitte Ág-
ústsson, Irene Gook, Jóhanns
Ingimarssonar og Finns Daní-
elssonar.
Maraþon um Reykjavík
Ekki ætlar Eiður sér hvíld að
lokinni hjólreiðaferð að norðan
heldur hyggst hann bregða sér á
sprett um götur Reykjavíkur og
hlaupa eitt maraþon. Þessu sólar-
hringslanga þrekvirki er ætlað að
ljúki á Lækjartorgi um klukkan
17 á laugardag.
Ferð Eiðs tengist fjáröflun til
styrktar kristilegu starfi hjá út-
varpsstöðinni Stjörnunni og verða
ýmsar leiðir farnar til að afla fjár,
meðal annars verður reiðhjól kapp-
ans selt hæstbjóðanda við komuna
til Reykjavíkur.
--------------------
■Um helgina verður í Blómahús-
inu á Akureyri sýning á búnaði
fyrir sjósport af öllu tagi, jafnt
bátum og viðlíka tækjum og ör-
yggisbúnaði. Það eru siglinga-
klúbburinn Nökkvi og Þórsham-
ar hf sem standa að þessari sýn-
ingu í samvinnu við Blómahúsið.
Opið verður á föstudag klukkan
14 til 18 og laugardag og sunnu-
dag klukkan 13 til 18.
■í kvöld verða tónleikar í Dyn-
heimum. Þar koma fram hljóm-
sveitimar Hún andar, Júmbóflex
og gleðitríóið Ásar. Tónleikarnir
hefjast klukkan 21.
■Á vegum Listasumars á Akur-
eyri verður uppákoma á Ráðhú-
storgi klukkan 14 í dag. Þar verð-
ur afhjúpað útilistaverk eftir Jóh-
ann Ingimarsson, leikin tónlist
og sitthvað fleira spennandi gert.
■Hljómsveitin SSSól mun í dag
leika á útitónleikum á Dalvík ef
vel viðrar. I kvöld leikur hljóm-
sveitin á dansleik í Víkurröst og
á morgun leikur hún fyrir dansi
í Miðgarði í Skagafírði.
Málverkasýning
í listhúsinu Þingi
LAUGARDAGINN 17. júlí
klukkan 16 verður opnuð í list-
húsinu Þingi á Akureyri sýning
á málverkum eftir Jónas Viðar
Sveinsson.
Þetta er fjórða einkasýning
málarans en hann hefur verið
búsettur á Ítalíu undanfarin 3 ár.
Þau verk sem hann sýnir að þessu
sinni eru máluð erlendis og gefst
sýningargestum nú tækifæri til
að sjá list hans, sem getið hefur
sér gott orð meðal ítalskra list-
unnenda.
Skáldlegar freistingar
Það eru fyrst og fremst skáld-
legar freistingar á holdlegum
grunni sem Jónas fæst við að
mála um þessar mundir og því
ber sýning hans yfírskriftina
„Tentazioni Erotiche".
(Fréttatilkynning.)
Jónas Viðar
LISTAMAÐURINN við eitt
verka sinna.
Morgunblaðið/Beiyamín Baldursson
Snyrtimennska í Eyjafjarðarsveit
GUÐRÚN Egilsdóttir frá umhverfisnefnd Eyja-
fjarðarsveitar afhendir Sigurlínu Örlygsdóttur
og Jóni Ólafi Jónssyni í Syðra-Felli blómakörfu
sem viðurkenningu fyrir snyrtilegasta býlið í
sveitinni. Jón Ólafur heldur á verðlaunaskildi sem
settur verður upp við heimreiðina að bænum.
Snyrtilegasta býlið
Ytri-Tjörnum
Umhverfisnefnd Eyjafjarðar
verðlaunaði síðastliðinn
sunnudag snyrtilegasta býlið í
hreppnum. Fyrir valinu varð
Syðra-Fell, sem áður heyrði til
Hrafnagilshreppi.
Syðra-Fell hlaut 94 stig af af
100 mögulegum í stigagjöf nefnd-
arinnar. í Syðra-Felli búa hjónin
Jón Ólafur Jónsson og Sigurlína
Örlygsdóttir.
I hófi sem haldið var á skrif-
stofu hreppsins á Laugalandi til-
kynnti Páll Ingvarsson formaður
umhverfisnefndar um úrslitin.
Hann sagði að nefndin hefði ekið
oft um sveitina á undanfömum
vikum og á endanum valið úr sex
snyrtilegustu bæina. Þeir voru
auk Syðra-Fells Espihóll, Holtss-
el, Hvammur, Stón-Hamar og
Arnarfell.
Batnandi umgengni til sveita
Guðrún Egilsdóttir, sem á sæti
í umhverfisnefnd, sagði í stuttu
spjalli að nefndinni hefði þótt já-
kvætt að koma þessari verðlauna-
veitingu á og kosið þá leið fremur
en að setja út á slæma um-
gengni, sem enn fyndist. Því mið-
ur væri pottur víða brotinn í sveit-
um landsins, „en með aukinni
ferðamennsku í dreifbýlinu er
brýnt að laga þessa hluti. Með
þessari verðlaunaveitingu er verið
að vekja athygli á þessum málum
og hvetja menn til að gera betur
og sýna að það er verið að fylgj-
ast með allri umgengni," sagði
hún.
Guðrún taldi ástandið fara
batnandi og vildi að nokkru þakka
það auknu eftirliti umhverfis-
nefndar. Benjamín
Morgunbiaóiö/uolli
Björgunaræfing í Akureyrarhöfn
í GÆR fór fram við Torfunefsbryggju á Akureyri björgunaræfing með
þyrlu Landhelgisgæslunnar. Þetta var liður í fjögurra daga námskeiði sem
Slysavarnaskóli sjómanna hélt með áhöfninni á togaranum Sléttbaki.
Að sögn Hilmars Snorrasonar er að ljúka árlegri sumarsiglingu um
landið á skólaskipinu Sæbjörgu, en frá því í maí hefur skipið komið við á
10 stöðum. Haldin eru fjögurra daga námskeið auk tveggja kvölda nám-
skeiða fyrir trillusjómenn, en námskeiðin eru opin öllum þeim sem áhuga
hafa á að kynnast slysavömum á sjó og vötnum. Slysavamaskólinn tekur
aftur til starfa í ágústlok og þá verður á ný komið í Eyjafjörð, að sögn
Hilmars.
Flestir með
beltin spennt
ÞESSA dagana stendur yfir
átaksvika hjá lögreglunni á
Norðurlandi þar sem sérstak-
lega er könnuð bílbeltanotk-
un. Samkvæmt upplýsingum
lögreglunnar á Ákureyri
virðist beltanotkun í þokka-
legu lagi og umferð gengur
vel og slysalaust þessa dag-
ana.
Að sögn Ólafs Ásgeirssonar
aðstoðaryfírlögregluþjóns á Ak-
ureyri höfðu í gærmorgun verið
stöðvaðir um 650 bílar í átak-
svikunni, til jafns innnan sem
utan bæjar. Aðeins um 40
manns hefðu verið beltislausir í
þessum bílum, sumpart öku-
menn og sumpart farþegar.
Þetta hlyti að teljast mjög
þokkaleg notkun belta.
Ökuhraðinn enn of mikill
Ólafur sagði að nokkrir hefðu
verið teknir fyrir of hraðan akst-
ur, þó ekki fleiri en í meðalum-
ferð. Einhveijir hefðu verið skír-
teinislausir og fáeinir með ljósin
slökkt. Slíkt virtist í flestum til-
fellum gleymska og menn
kveiktu ljósin við minnstu
ábendingu.
í heild sagði Ólafur að um-
ferðin gengi vel og hefði sem
betur fer verið slysalaus að und-
anfömu.