Morgunblaðið - 16.07.1993, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1993
Steindir gluggar sett-
ir upp í Selfosskirkju
Selfossi.
STEINT gler hefur verið sett í
tíu glugga í kirkjuskipi Selfoss-
kirkju. Gluggarnir eru unnir af
Hollu Haraldsdóttur gler- og
myndlistakonu frá Keflavík.
Uppsetningu annaðist þýskur
aðili, dr. H. Oidtmann.
Gluggarnir eru á báðum hliðum
kirkjuskipsins. Á annarri hliðinni
sýna glerlistaverkin það guðlega,
sköpun þess og þróun. Fyrsti
glugginn, talið frá kórnun, á þeirri
hlið nefnist Upphafíð, næsti nefn-
ist Verði ljós, sá þriðji Sköpun lita
og himintungla, fjórði glugginn
nefnist Gróður skapaður, fuglar,
fískar og fjöll rísa. úr sæ og sá
fimmti nefnist Hvíldardagurinn.
Á hinni hliðinni sýna gluggarnir
hið mannlega, þróun líf og ævi.
Fyrsti glugginn nefnist Adam og
Eva, annar Bam, horft til framtíð-
ar, þriðji Unglingur, í blóma lífs-
ins, fjórði nefnist Fjölskyldan,
kærleikur og gróður og sá fimmti
Ævikvöld.
Halla Haraldsdóttir vann einnig
þá sex steindu glugga sem fyrir
voru í kirkjunni, en þeir voru sett-
ir upp 13. desember 1987. Fjórir
þeirra tákna stórhátíðirnar, jól,
páska, hvítasunnu og þrenningar-
hátíðina. Hinir tveir sýna Maríu
móður Jesú og Pétur postula. All-
ir gluggarnir setja sérstakan svip
á kirkjuna og er að þeim mikil
prýði.
Halla Haraldsdóttir var kosin
myndlistamaður Keflavikur á
þessu ári og er fyrsta konan til
að hljóta þá útnefningu. Eins var
hún fyrsta konan til að sýna á
Kjarvalsstöðum sem og í Keflavík
fyrir 20 árum. Hún hefur haldið
fjölda einkasýninga á verkum sín-
um og tekið þátt í samsýningum.
Ýmsar viðurkenningar hefur hún
fengið fyrir verk sín og myndir
Halla Haraldsdóttir ásamt þýsku handverksmönnunum sem settu glerið
í gluggana.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson.
Halla Haraldsdóttir við gluggann
sem táknar sköpun lita og himin-
tungla.
af þeim hafa verið valdar til birt-
ingar í bókum og á kortum hjá
Kiefel-forlaginu í Þýskalandi. Frá
1978 hefur Halla unnið gler- og
mósaíkverk sín á hinu virta verk-
stæði dr. H. Oidtmann í Þýska-
landi sem er elst sinnar tegundar
þar í landi. Gler- og mósaíkverk
Höllu eru á fjölmörgum opinberum
stöðum hér á landi.
„Steinda glerið gefur mjög
mikla möguleika. Mér hefur fund-
ist sérstaklega gaman að vinna
gluggana í Selfosskirkju. Hún er
mjög hlýleg og notaleg og ég vona
að fólkið njóti þess enn frekar að
dvelja í kirkjunni eftir að glugga-
rnir eru komnir í,“ sagði Halla
Haraldsdóttir listakona, sem var
viðstödd ísetningu glersins í
gluggana.
Sig. Jóns.
Norðurá heldur enn góðri
forystu í laxveiðinni, er komin
með nærri 900 laxa og þar veið-
ist vel þessa dagana. Holl sem
byrjaði eftir hádegi á mánudag-
inn hafði landað 90 löxum á
miðvikudagskvöld. Þar á undan
var holl sem veiddi 95 laxa og
þar á undan holl með 123 laxa.
Mikill lax er í ánni, mest af
honum frá Laxfossi og niður
úr, en síðustu daga hafa menn
orðið varir við vaxandi líf í upp-
ánni, fyrsti laxinn veiddist ofan
Glanna um helgina og menn
hafa séð laxinn stökkva i Króks-
fossi sem er við sporð Holta-
vörðuheiðar. Laxá í Aðaldal er
sú áin sem kemur næst Norð-
urá, áin var komin á sjöunda
hundrað laxa og Þverá ásamt
Kjarrá eru komnar í tæpa 600
fiska í þriðja sæti. Sums staðar
hefur glæðst verulega, en annar
staðar er enn tregt.
„Blátt“ neðan Æðarfossa
Orri Vigfússon formaður Lax-
árfélagsins sagði á miðvikudag að
áin væri komin yfir 600 laxa, þar
af væru komnir um 550 laxar af
svæðum Laxárfélagsins, en reyt-
ingur hefði veiðst á öðrum svæð-
um. „Ég var fyrir neðan Fossa í
morgun og áin var blá af fiski.
Við tókum 13 laxa á stangimar
tvær sem við vorum ánægðir með.
Það voru ef til vill skilyrði til að
taka kvótann á stangimar, en
þarna eru margir maðkastaðir og
við vorum eins mikið með fjuguna
og kostur var. Hlutföllin nú eru 2
smálaxar á móti hverjum tveggja
ára fiski. Við fengum nokkra
væna, þar af einn 17 punda," sagði
Orri.
„Meira en í fyrra...“
Árni Jónsson, formaður veiðifé-
lags að nafni Hængur sem leigir
út veiðileyfi í Laxá á Refasveit,
sagði á miðvikudag að áin væri
með meiri veiði nú en á sama tíma
í fyrra og var síðasta sumar þó
metsumar í ánni. „Þetta er engin
stórveiðiá, en það eru komnir 44
laxar á land. Allt síðasta sumar
veiddust 297 laxar. Það er tölu-
verður smálax að ganga þessa
dagana, en framan af var laxinn
vænni og þeir stærstu hafa verið
nokkrir 14 til 18 punda,“ sagði
Ámi.
Hér og þar...
„Þetta er enn rólegt hjá okkur,
við höfum séð fisk á ferðinni og
það er mikill lax á Breiðunni, 3-4
á lofti í einu, en hann hefur tekið
bölvanlega og veiðin er eiginlega
bara kropp," sagði Runólfur Ág-
ústsson við Langá á Mýrum. Hann
sagði heildarveiðina vera um 150
laxa í heildina. „Þetta hlýtur að
fara að skila sér, áin er mjög álit-
leg, góð vatnshæð og hitastig í
lagi. Það vantar bara að fiskurinn
fari af stað, en það er varla að
það sjáist lax fyrir ofan Skugga-
foss enn sem komið er,“ bætti
Runólfur við.
Mikil veiði hefur verið í Elliða-
ánum síðustu daga og laxinn dreif-
ir sér um alla á. Sem dæmi má
nefna, að á mánudaginn veiddust
26 laxar í ánni, 17 fyrir hádegi
og 9 eftir hádegi. Á þriðjudag var
aflinn 29 laxar, 21 lax fyrir há-
degi og 8 eftir hádegi. Á miðviku-
dagsmorgun veiddust síðan 24
laxar og voru þá tveir veiðimenn
með fullan kvóta, 8 laxa hvor. Að
kvöldi þriðjudagsins voru komnir
1.140 laxar um teljarann, en til
samanburðar má nefna að 7. júlí
voru þeir 504 talsins. Mikið er
veitt á flugu í efri ánni þessa dag-
ana, en aflinn er tekinn um alla á.
Veiði er loks að lifna í Set-
bergsá á Skógarströnd og að sögn
Eiríks S. Eiríkssonar, eins leigu-
taka árinnar, veiddust fyrir
skömmu 5 laxar á einum morgni
eftir marga magra daga. Voru þá
Morgnnveiðin
Kjartan Pétur Sigurðsson með
22 punda hænginn sem hann
veiddi í Soginu í fyrradag.
alls komnir 7 á land, en þeir sem
eiga næstu daga geta átt von á
góðu, því þeir sem drógu fímm
stykki sáu talsvert magn af laxi
víða um ána og var það allt sýni-
lega nýgenginn fiskur.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
Flugherinn á Keflavíkurflugvelli hefur látið breyta amerískum jeppa
í öfluga fjallajeppa, sem notaður verður við björgunarstörf. Jeppinn
er sá fyrsti sem Bandaríkjaher lætur breyta á þennan hátt.
Bílabúð Benna breytir
jeppa fyrir flugherinn
BANDARÍSKI flugherinn á Keflavíkurflugvelli hefur látið breyta
amerískum jeppa í sérútbúinn fjallajeppa, sem þyrlusveit varnarliðsins
mun hafa til afnota. Verður jeppinn notaður við björgunarstörf og
æfingar sveitarinnar, en hugmyndir eru uppi um að breyta fleiri jepp-
um á sama hátt. Það var Bílabúð Benna sem annaðist breytingarnar
fyrir flugherinn.
„Eg er sannfærður um að ef jepp-
inn reynist vel í höndum þyrlusveit-
arinnar gæti það vakið athygli víð-
ar. Bandaríkjaher vinnur við sams-
konar aðstæður í Kanada og Alaska
og hérlendis eru, þannig að mögu-
leikarnir eru fyrir hendi,“ sagði
Benedikt Eyjólfsson í samtali við
Morgunblaðið. Hann afhenti Chev-
rolet-jeppann Reid Anderson, yfír-
manni bíladeildar varnarliðsins, í
gær. „Þessi jeppi leysir vanda sem
við höfum átt við að glíma við æfíng-
ar og björgunarstörf, en til þessa
höfum við þurft að reiða okkur á
íslenska björgunaijeppa, sem hafa
haft okkur í togi á óbreyttum jepp-
um, þegar aðstæður hafa verið erf-
iðar. Jeppinn nýi verður notaður til
að fylgja þyrlunum eftir, með amer-
íska björgunarmenn og varahluti í
þyrluna. Munum við einnig sækja
sérstök námskeið í meðferð svona
öflugra jeppa á hálendinu," sagði
Reid.
Forsvarsmenn banka og sparisjóða
Ótímabært að segja
hvort tilefni sé til
lækkunar raunvaxta
FORSVARSMENN banka og sparisjóða telja ótímabært að segja til um
hvort lækkun ávöxtunarkröfu í viðskiptum með spariskírteini ríkis-
sjóðs muni gefa tilefni til einhverra raunvaxtalækkana. Ákvarðanir
þessa efnis verða væntanlega teknar á næstu vikum. Ávöxtun í viðskipt-
um með spariskírteinin á Verðbréfaþingi íslands hefur í júlí verið að
meðaltali 0,5 prósentustigum lægri en í júní, eins og fram kom í blaðinu
í gær.
Fylgst með hreyfingum
Brynjólfur Helgason, aðstoðar-
bankastjóri Landsbankans, telur ekki
tímabært að segja til um hvort og
þá hvaða afleiðingar lækkun ávöxt-
unarkröfu spariskírteina hafí á raun-
vexti hjá Landsbankanum. „Við
munum fylgjast með hreyfíngum á
markaðinum. Ég á ekki von á að
neinar ákvarðanir verði teknar um
þetta hjá okkur fyrr en undir mán-
aðamót," segir Brynjólfur.
Brynjólfur segist vekja athygli á
að raunvaxtastig hjá bönkunum sé
mjög mismunandi. „Raunvextir eru
lægri hjá okkur en öðrum bönkum
og sparisjóðum. Við teljum það því
standa öðrum nær að lækka hjá sér.
Það má jafnvel .velta því fyrir sér
hvort tilefni kunni að vera til hækk-
ana hjá einhveijum en lækkana hjá
öðrum með tilliti til jafnvægis á
markaðinum. Það kann að vera óeðli-
lega mikill munur á kjörum," segir
hann.
Ótímabært
Valur Valsson, bankastjóri ís-
landsbanka, segir það fagnaðarefni
ef um grundvöll fyrir varanlegri
lækkun raunvaxta sé að ræða en á
þessu stigi sé ekki hægt að slá þvi
föstu að svo sé. „Þessi lækkun hefur
verið að gerast á tiltölulega skömm-
um tíma, eða síðustu tveimur vikum.
í ljósi þess að búist er við nýjum
verðbólgutoppi næstu tvo mánuði
sem eykur eftirspum eftir verð-
tryggðum spariskírteinum er ótíma-
bært að slá því föstu að um varan-
lega raunvaxtalækkun sé að ræða,“
segir Valur. „Við hjá íslandsbanka
munum taka ákvörðun um það um
mánaðamótin hvort lækka beri raun-
vexti í ljósi þess sem gerist næstu
daga og vikur,“ segir hann.
Skýrist með haustinu
„Ástæða þessarar lækkunar er
aukin eftirspum eftir verðbréfum í
kjölfar gengisfellingarinnar. Við
munum bíða og sjá hver þróunin
verður en ef hún verður áfram í þessa
átt gæti hún leitt til raunvaxtalækk-
unar,“ segir Friðrik Halldórsson, for-
stöðumaður verðbréfamarkaðar
Búnaðarbanka. Hann segir það
væntanlega skýrast með haustinu
hvort lækkun ávöxtunarkröfunnar
leiði til lækkunar raunvaxta hjá Bún-
aðarbanka.
Mikil eftirspum ríkisins
Jónas Reynisson, sparisjóðsstjóri
hjá Sparisjóði Hafnafjarðar, telur að
lægri ávöxtunarkrafa spariskírteina
gefi ein og sér ekki svigrúm til al-
mennrar raunvaxtalækkunar.
„Þama er að meirihluta um að ræða
viðskipti með bréf sem em innleys-
anleg innan hálfs árs. Ástæðan fyrir
því að eftirspumin eftir þessum bréf-
um eykst er sú að menn vilja verð-
tryggja það fjármagn sem þeir hafa
Iaust á meðan verðbólguáhrif geng-
isfellingarinnar fjara út. Það er því
ólíklegt að þetta eitt og sér muni
leiða til almennrar raunvaxtalækk-
unar, sér í lagi þegar við höfum í
huga mikla eftirspurn ríkissjóðs eftir
sparifé á lánsfjármarkaði," segir
hann.