Morgunblaðið - 16.07.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1993
19
Veruleg aukning
bókana í sérferðir
Urvals-Utsýnar
MORGUNBLAÐINU hefur bor-
ist eftirfarandi fréttatilkynning
frá Ferðaskrifstofunni Urvali-
Útsýn:
„Sérferðir Úrvals-Útsýnar víða
um lönd í fylgd sérfróðra íslenskra
fararstjóra njóta stöðugt aukinna
vinsælda. Þegar hafa tæplega 700
manns bókað sig í sérferðir okkar
í ár. Nú er svo komið að haustferð-
ir eru óðum að fyllast og aðeins
eftir örfá sæti í nokkrar ferðir.
Þær ferðir sem uppselt er í eru
Sumar í Svartaskógi undir farar-
stjórn Lilju Hilmarsdóttur og Feg-
urstu héruð Þýskalands undir leið-
sögn Friðriks G. Friðrikssonar.
Lilja og Friðrik hafa árum saman
farið fyrir svipuðum ferðum og
komast ávallt færri að en vilja.
Perlur Norður-Ítalíu er ný ferð
en fyrir henni fer Svavar Lárusson
sem sannarlega er einn reyndasti
fararstjóri okkar Islendinga en
Svavar var einmitt fararstjóri á
Norður-Ítalíu árum saman. Nú eru
aðeins tvö sæti laus í þessa ferð
sem sérsniðin er fyrir ferðalanga
sem komnir eru af léttasta skeiði.
Alparnir og Rínarlönd er önnur
ferð sem fyrst og fremst er ætluð
þeim sem vilja fara hægt yfír og
hvílast og slappa af á einhveijum
fegurstu reitum Alpafjalla. Lilja
Hilmarsdóttir leiðir þessa ferð að
venju og aðeins eru þijú sæti laus.
A haustdögum bíður Úrval-
Útsýn upp á tvær ferðir er tengj-
ast vínuppskerunni. Friðrik G.
Friðriksson fer að venju um Rín-
ar- og Móseldali (ávallt er langur
biðlisti í þær ferðir) og í haust
mun Einar Thoroddsen vínsér-
fræðingur. leiða forvitnilega og
stórskemmtilega ferð um helstu
vínræktarhéruð Frakklands.
Loks er ástæða til að nefná
haustferðir er styðjast við
skemmtisiglingar um Karíbahafið.
Hin fyrsta leggur upp 6. sept. og
hin næsta 11. okt. Helga Lára
Guðmundsdóttir fer fyrir báðum
þessum ferðum en Helga hefur
margoft stjórnað slíkum hópferð-
um og þekkir skipin og áfanga-
staði eins og lófann á sér.
Loks minnum við á einhveija
glæsilegustu ferð sem íslenskum
ferðalöngum stendur til boða í ár
sem er áramótasigling Royal Vik-
ing Sun um Karíbahafið en marg-
ir telja „Sólina“ stórfenglegasta
skemmtiferðaskip er nú siglir um
heimsins höf.
Kvennakirkja:
Júlímessa í
Þykkvabæ
JÚLÍMESSA Kvennakirkjunnar
terður haldinn í Þykkvabæjar-
kirkju í Rangárvallasýslu
sunnudaginn 18. júlí kl. 20.30.
Guðrún Guðlaugsdóttur blaða-
kona prédikar og talar um tryggð-
ina. Elísabet Þorgeirsdóttir les ljóð
og séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir
þjónar fyrir altari og fræðir um
kvennaguðfræði.
Elín Þöll Þórðardóttir syngur
einsöng og sönghópur Kvenna-
kirkjunnar leiðir almennan söng
undir stjórn Sesselju Guðmunds-
dóttur.
Ferðin austur í Þykkvabæ tekur
um eina og hálfa klukkustund og
verður rútuferð frá Umferðarmið-
stöðinni á vegum Kvennakirkjunn-
ar. Lagt verður af stað kl. 18.30.
Þar sem óðum fyllist í síðustu
sæti í ofangreindum ferðum — og
raunar fleirum sem ekki hefur
gefist tóm til að greina frá hér —
hvetjum við alla þá sem áhuga
hafa á upplyftingu áður en
skammdegið tekur völdin á ný að
hafa samband við Úrval-Útsýn hið
fyrsta.“
Páll sýnir 1 Kvenna-
bragganum
PÁLL Guðmundsson ljósmyndari hefur opnað sölusýningu á 21
mynd á Hótel Djúpuvík (Kvennabragganum) í Reykjafirði á Strönd-
um. Sýningin stendur út júlimánuð. Þessi sýning er sú hin sama og
hann var með á Upplýsingaskrifstofu ferðamanna á Akranesi fyrir
skemmstu.
Páll Guðmundsson
Páll, sem er 32 ára gamall inn-
fæddur Skagamaður, hefur síð-
ustu sjö árin lagt stund á ljós-
myndun sem áhugamál samfara
vinnu sinni og hafa myndir hans
vakið æ meiri athygli. Þær hafa
birst í fjölda blaða og tímarita, svo
og á dagatölum og í kynning-
arbæklingum hvers konar.
Hótel Djúpavík hefur verið rek-
ið frá árinu 1985 af þeim Evu
Sigurbjörnsdóttur o Ásbirni Þorg-
ilssyni. Gestum þar fer stöðugt
fjölgandi ár frá ári.
ÓTRÚLEGT ÚRVAL A F TJÖLDUM
50
FERÐAST ÞUINNAN
. OtR°//V
i sumar:
35.000. stgr.
J m-~~ *
8.900.- stgr.
9.400.- m. greiðslukorti
5 MANNAtjakl Lapbnd
2SVEFNPOKAR Ntestar-5°
32Lkæix»í Afft í einum pakka
19.200. stgr.
4 stólar og borð á 3.990.-
4 HANNA Fteking 180
2 SVEFNPOKAR Ntestar-5°
Aikídmfm pakka
Einlitir frá 1.900 - Þykkri frá 2.990.-
SVEFNPOKAR -5° TJALDASÝNING TJALDSTQLAR KÆLISOX
FRÁ KR. 3.990.- ALLA DAGA FRÁ KR. 990.- Á ÚTSÖLU
POSTSENDUM SAMDÆGURS
opið laugardag kl. 10-16
sunnudagkl. 13-16
...þar sem ferðalagið byrjar!
SEGLAGERÐIN
ÆGIR
EYJASLOÐ 7 101 REYKJAViK S. 91 -62 1 780