Morgunblaðið - 16.07.1993, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1993
Að ljúga um landbúnað
Stuðningur við landbúnað
sem hlutfall af framleiðsluvirði
1992
Island
Noregur
Sviss
Japan
Finnland
Svíþjóð
Austurriki
EB
Kanada
Bandarikin
Ástralía
Nýja-Sjáland
Heimildir: OECD, Agricultural Policies, Markets and Trade: Monitoring and
Outlook 1993 og Hagfræðistofnun Háskóla islands, Stuðningur íslenskra
stiómvalda við landbúnað (Skýrsla nr. 2/1993).
II.
eftirÞorvald
Gylfason
Fyrir skömmu kom út ný skýrsla
um ástand og stefnu stjórnvalda í
landbúnaðarmálum á vegum Efna-
hags- og framfarastofnunarinnar
(OECD) í París. Þessi skýrsla hefur
vakið nokkra athygli í Noregi og
Svíþjóð. Höfundar skýrslunnar
minna á það, að norsk og sænsk
stjórnvöld halda áfram að leggja
þungar byrðar á neytendur og
skattgreiðendur í þessum löndum
með miklum stuðningi við landbún-
að þrátt fyrir heitstrengingar um
að stuðla að hagkvæmari búskapar-
háttum til hagsbóta fyrir almenn-
ing. í skýrslunni eru birtar tölur,
sem virðast sýna, að kostnaður
neytenda og skattgreiðenda vegna
óhagfelldrar landbúnáðarstefnu sé
mestur í Noregi og litlu minni í
Svíþjóð. Þannig var sagt frá skýrsl-
unni í sænskum blöðum um daginn.
I.
ísland ekki með
Hvemig stendur á því, að Noreg-
ur er efstur á listanum yfir stuðning
stjórnvalda við landbúnað á OECD-
svæðinu, sem nær yfir öll iðnríki
heimsins? Skýringin á því er afar
einföld. Hún er sú, að tölur um Is-
land vantar í skýrsluna. Þær voru
ekki taldar fram. Þær hafa aidrei
verið taldar fram, þótt OECD hafi
birt skýrslur af þessu tagi á hverju
ári síðan 1988.
Við íslendingar erum engu að
síður fullgildir aðilar að OECD.
Viðskiptaráðherra fer til Parísar á
hverju ári til að gefa hagfræðingum
OECD skýrslu um íslenzk efna-
hagsmál, og sérfræðingar OECD
koma hingað heim með reglulegu
millibili til að afla sér upplýsinga.
Það er þó ekki að sjá af skýrslum
OECD um Ísland á liðnum árum
og af nýju skýrslunni nú, að land-
búnaðarmál hafi borið mjög á góma
á þeim fundum. Þó hljóta allir skyni
bornir menn að gera sér grein fyrir
því, að gerbreytt landbúnaðarstefna
er ein höfuðforsenda þess, að hægt
sé að koma efnahagslífi þessa lands
í eðlilegt horf á næstu árum og
koma í veg fyrir stórfelldan fólks-
flótta frá landinu.
Meðfylgjandi mynd sýnir tölurn-
ar úr OECD-skýrslunni um kostn-
aðinn, sem landbúnaðarstefnan er
talin leggja á neytendur og skatt-
greiðendur í aðildarlöndum OECD,
sem hlutfall af verðmæti búvöru-
framleiðslunnar. Stuðningur Norð-
manna við landbúnað beint og
óbeint nemur 77% af framleiðslu-
virðinu. Með beinum styrkjum er
átt við fjárframlög ríkisins til land-
búnaðarmála. Óbeinir styrkir eru
hins vegar aðallega fólgnir í við-
skiptahömlum, sem hækka verð
landbúnaðarafurða til neytenda.
Stuðningur Svía við landbúnað
nemur 57% af framleiðsluvirðinu á
sama mælikvarða. Þetta eru fjallhá-
ar tölur.
Evrópubandalagið ver hlutfalls-
lega minna fé í þessu skyni eða 47%
af framleiðsluvirðinu að meðaltali -
og kallar þó ekki allt ömmu sína,
þegar bændur eru annars vegar.
Tölurnar um Ástralíu og Nýja-Sjá-
land neðst á myndinni sýna þó, að
það er hægt að komast af þar suð-
ur frá að minnsta kosti án þess að
styðja landbúnað nema lítillega, ef
menn vilja.
Tölurnar eru til!
Sambærilegar upplýsingar um
ísland er að finna í nýlegri skýrslu
Hagfræðistofnunar Háskóla íslands
(Stuðningur íslenskra stjórnvalda
við landbúnað, marz 1993) og einn-
ig í vandaðri grein Vigdísar Jóns-
dóttur viðskiptafræðings í Fjár-
málatíðindum (2. hefti, 1992). Þess-
ar upplýsingar ríma vel við þau
gögn, sem ýmsir hagfræðingar inn-
an Háskólans og utan hafa birt á
undanförnum árum. Þær hafa ekki
verið vefengdar með skynsamlegum
rökum.
Samkvæmt skýrslu Hagfræði-
stofnunar nam stuðningur stjórn-
valda við landbúnað hér heima 97%
af verðmæti búvöruframleiðslunnar
í fyrra og 95% í ár. ísland er sem
sagt langefst á OECD-listanum,
eins og myndin sýnir. Þessar tölur
fela það í sér ásamt fyrri athugun-
um, að við íslendingar eyðum upp
undir 5% af síminnkandi þjóðar-
framleiðslu okkar á altari óhag-
kvæmrar landbúnaðarstefnu. Það
jafngildir að minnsta kosti 20.000
krónum á mánuði á hveija fjögurra
manna fjölskyldu í landinu. Til sam-
anburðar vörðu Norðmenn og Svíar
3,7% og 1,3% af þjóðarframleiðslu
sinni i stuðning við landbúnað í
fyrra samkvæmt skýrslu OECD og
Evrópubandalagið 2%.
Þessum upplýsingum hafa stjórn-
völd hér heima vanrækt að koma á
framfæri við OECD. Fyrrverandi
landbúnaðarráðherra hefur meira
að segja sakað mig opinberlega um
að halla réttu máli, þegar ég hef
kynnt samanburðartölur af þessu
tagi fyrir almenningi, en það var
að vísu áður en ráðuneyti hans varð
uppvíst að því að hafa komizt að
svipaðri niðurstöðu haustið 1990.
Það var samt ekki landbúnaðar-
Þorvaldur Gylfason
ráðuneytið, sem láðist að veita
OECD þau gögn, sem óskað var
eftir, að þessu sinni og reyndar all-
ar götur síðan 1987. Nei, það var
viðskiptaráðuneytið, enda ber það
ráðuneyti ábyrgð á samskiptum
stjórnvalda við OECD og tekur við
öllum óskum stofnunarinnar um
upplýsingar.
III.
Vanræksla
Efnahagsstofnanir ríkisins og
ráðuneytisskrifstofur hafa vanrækt
að safna gögnum um kostnað al-
mennings vegna landbúnaðarstefn-
unnar og kunngera þau opinberlega
á liðnum árum. Það er ámælisvert.
Þær hafa kosið að leiða landbúnað-
arvandann hjá sér. Þessi afstaða
þeirra hefur valdið skaða. Ráð og
skýrslur Þjóðhagsstofnunar hafa til
að mynda ekki komið að fullu gagni
á liðnum árum vegna þess, að stofn-
unin hefur ekki látið ástandið í Iand-
búnaðarmálum til sín taka. Að
leggja á ráðin um hagstjórn á ís-
Iandi án þess að fjalla um landbún-
aðarstefnuna er eins og að ráð-
►
fe
I
i
Í
I
i
Ágætt skref, en ekki nóg
eftirEinarK.
Guðfinnsson
Efnahagsráðstafanir þær sem
ríkisstjómin greip til í lok júní, voru
bráðnauðsynlegar og löngu tíma-
bærar. Viðvarandi hallarekstur
sjávarútvegsins gat augljóslega
ekki gengið til lengdar. Einfaldlega
af því að ekkert þjóðfélag fær stað-
ist það að höfuðatvinnuvegur þess
sé rekinn með milljarða halla um
lengri og skemmri tíma.
Með gengisfellingunni var ríkis-
stjórnin að bregðast við fyrirsjáan-
legu tekjutapi í þorskveiðum, koma
í veg fyrir að viðskiptahalli og þar
með erlend skuldasöfnun ykist og
acVskapa sjávarútveginum og öðr-
um samkeppnis- og útflutnings-
Sunnudaginn 18. júlí verður
messa í Viðeyjarkirkju kl. 14. Það
er sr. Hjalti Guðmundsson sem
mesar. Dómkórinn syngur og Mar-
teinn H. Friðriksson leikur á orgel-
ið. Sérstök bátsferð verður með
kirkjugesti kl. 13.30.
Kl. 15.15 verður svo staðarskoð-
un. Hún hefur verið afar vinsæl í
sumar, ekki síst af þeim, sem ekki
treysta sér í langar göngur. Þar er
kirkjan sýnd og gripir hennar, en
greinum nýja viðspymu.
Þá er ástæða til þess að fagna
því sérstaklega að ríkisstjórnin kaus
að nota Hagræðingarsjóð til þess
að jafna skellinn sem sjávarútveg-
urinn — og þjóðin — urðu fýrir með
skertum veiðiheimildum.
Mikilvæg skuldbreyting
Skuldbreytingar þær sem ríkis-
stjórnin hefur áður beitt sér fyrir
og stendur nú enn að, em líka liður
í því sama; að skapa skjól fyrir
útflutningsgreinarnar, auðvelda
þeim að komast í gegnum þær
miklu hremmingar, sem tekjubrest-
ur af völdum aflaminnkunar leiðir
af sér. Ég er þeirrar skoðunar að
einmitt þessi skuldreyting sé afar
mikilvæg til þess að snúa hjólum
atvinnulífsins. Þegar tekjur sjávar-
síðan gengið um næsta nágrenni,
örnefni rifjuð upp og sú saga, sem
þeim fylgir. Fornleifagröfturinn
verður skoðaður og loks útsýnið af
Heljarkinn.
Kaffisala verður í Viðeyjarstofu
báða dagana kl. 14-16. Bátsferðir
verða á klukkustundar fresti frá
kl. 13-17, á heila tímanum úr landi,
en á hálfa tímanum úr eynni.
Hestaleiga er starfrækt í Viðey
alla daga.
útvegsins minnka, fer æ stærri hluti
þeirra í greiðslur til sjóða og ann-
arra lánadrottna sem hafa traustust
veð fyrir sínum lánum. Þannig
verða til greiðsluvandræði í grein-
inni sem hitta fyrst fyrir almenna
viðskiptamenn hennar. Enginn vafi
er á því að þetta veldur uppsöfnun-
aráhrifum um allt hagkerfið. Þegar
fer að standa á greiðslum til við-
skiptaaðila A, kemst hann í vand-
ræði gagnvart viðskiptavini B, og
svo koll af kolli. Með skuldbreyting-
um og frestunum á afborgunum á
lánum nokkurra helstu sjóða sem
lánað hafa til sjávarútvegsins, lag-
ast lausafjárstaðan og allt sem því
fylgir. Það er því makalaust að
heyra forystumann Alþýðubanda-
lagsins kenna þessa sjálfsögðu og
þýðingarmiklu aðgerð við sjóða-
sukk. Þau orð hans verða lengi í
minnum höfð enda lýsa þau dæma-
fáu skilningsleysi hans á eðli og
umfangi þess vanda sem íslenskt
atvinnulíf er statt í.
Skorið niður til að lækka vexti
En þó svo að hér hafí verið fetuð
rétt slóð í öllu tilliti, er ljóst að
betur má ef duga skal. Fúslega ber
að viðurkenna að stjómvöld hafa
ekki öll ráð í hendi sér. Við búum
við versnandi ytri skilyrði. Afli
margra helstu nytjastofna okkar fer
minnkandi. Afurðaverð hefur lækk-
að og sölutregðu gætir. Skuldir
sjávarútvegsins era í heild sinni
alltof miklar og augljóst að miðað
við þær tekjuforsendur sem greinin
býr nú við ræður hún ekki við þær
byrðar. Við þær aðstæður skiptir
auðvitað öllu máli að vextir lækki.
Þar hefur þróunin því miður þó
verið í þveröfuga átt við það sem
að var stefnt með efnahagsstefnu
ríkisstjórnarinnar.
Það er kunnara en frá þurfi að
segja að ríkisstjómin tók við erfiðu
búi í ríkisfjármálum. Mikill uppsafn-
aður hallarekstur var viðvarandi á
ríkissjóði, hvort sem við bjuggum
við miklar tekjur eða lækkandi tekj-
ur. Verst var þó að ýmiss konar
kerfislægur halli var innbyggður í
ríkisfjármálin. Á þessum málum
hefur verið tekið. Þrátt fyrir gríðar-
lega erfiðar ytri aðstæður hefur
árangur náðst, sem tvímælalaust
mun skila sér til framtíðar litið.
Höfuðmarkmiðið með ráðstöfun-
um í ríkisfjármálum var að skapa
atvinnulífinu í landinu nýtt svigrúm.
Draga úr lánsfjárþörf hins opinbera
og skapa þannig svigrúm til vaxta-
lækkunar. Þetta er Iíka skiljanlegt.
Ekkert gæti verið nauðsynlegra
fyrir atvinnulífið en einmitt það að
vextir lækkuðu nú og það tafar-
laust. Það eru því mikil vonbrigði
hversu illa hefur miðað í þá átt.
Auðveldar fábrotinn
fjármagnsmarkaður
vaxtalækkun?
Mjög er nú talað um að fjár-
magnsmarkaður okkar sé svo van-
þróaður að hann bregðist ekki eðli-
lega við þeim efnahagslegu skila-
boðum sem hann fær. Og sjálfsagt
er það allt saman rétt. En má ekki
gagnálykta og spyija: Gerir hinn
fábrotni fjármagnsmarkaður það
ekki að verkum að miklu auðveld-
ara er með einföldum hætti að knýja
niður vexti? Höfum í fyrsta lagi í
huga hversu stór lántakandi ríkið
er. Og í annan stað, þá Iúta lífeyris-
sjóðirnir stjóm hinna margum-
ræddu „aðila vinnumarkaðarins".
Einmitt þeir ráða yfir um 40 pró-
sentum alls lánsfjár í landinu, eða
175 milljörðum króna, sem er hærri
upphæð en nemur innistæðum allra
Grasaskoðunarferð
og staðarskoðun
LAUGARDAGINN 17. júlí verður efnt til grasaskoðunarferðar um
Viðey. Þar hafa verið greindar 156 tegundir háplantna, þannig að
þar ber margt fyrir augu. Það er Eyþór Einarsson grasafræðingur,
sem ætlar að fara með þá, sem þess óska, í tveggja tima göngu um
hið auðuga plönturíki Viðeyjar. Ferðin hefst við kirkjuna kl. 14.15.
I
I
„Yið þurfum að stefna
að mun meiri raun-
vaxtalækkun, helst ekki
minna en 3% á hausti
komanda. Og til þess
eru tvímælalaust allar
efnahagslegar forsend-
ur.“
Einar K. Guðfinnsson
banka og sparisjóða. Varla væri
mótstöðu að vænta frá bönkunum
í landinu, svo oft hafa forsvarsmenn
þeirra svarið vaxtalækkun hollustu
sína. Nú er því lag til þess að breyta |
orðum í athafnir. Ef ekki með því
að leggja eyrað við jörð og hlýða á.
skrykkjótt boð markaðarins, þá með
því að knýja vextina niður með því
(hand)afli sem nú heldur þeim uppi
í efnahagslegum himinhæðum, }
langt ofan og utan við það sem
þekkist í siðuðum löndum.
Alltof lágreist markmið
Það er gott og vel að ríkisstjórn-