Morgunblaðið - 16.07.1993, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1993
33
Spurningar vakna
Hver eru svörin?
eftirJakob Gunnar
Pétursson
Hvers vegna eru náttúruöflin
svona illskeytt kann sá að spyrja
sem mátt hefur þola langvarandi
ótíð í eigin landi og auk þess hlýða
á sífelldar, fregnir víðsvegar að úr
veröldinni ef fellibyljum, jarðskjálft-
um, eldgosum og ýmiskonar vist-
fræðilegri óáran vítt og breitt um
heimbyggðina?
Hvers vegna er mannlífið svona
mengað makalausri lágkúru og ljót-
leika vítt og breitt um veröldina,
eins og stöðugt fréttaraus í máli
og myndum upplýsir fólk um?
Hvers vegna er eymd og órétt-
læti farið að ögra okkur í hraðvax-
andi mæli í landi æskilegra og
óþijótandi auðlinda?
Hví gerist það hjá þjóð í slíku
landi, þar sem hávaðaöflin æpa
stöðugt út til fólksins með orð-
skrúði og í gleðivímu, að hér
blómstri menning, tækniþróun,
hagspeki og hugvit í svo ríkum
mæli að nýta megi þá andlegu yfir-
burði sem útflutningsverðmæti, að
samhliða því sé ótrúlegum fjölda
þegnanna afmarkað lifibrauð er
vart nægir til aumrar framfærslu?
Samtímis skuli viðgangast að
launamagn flestra forræðisstjórn-
enda og valdaráðenda fari hlutfalls-
lega síhækkandi og sé tekið að
gnæfa mun hærra á einum mánuði
en hinna yfir allt árið?
Svona má sífellt spyija og er æði
oft gert með ýmsum hætti. En hver
eru svörin? Hvar er þau helst að
finna? Hjá stjórnvöldum? Hjá há-
skólastimpluðum sérfræðingum?
Hjá embættisnjörvuðum guðspek-
ingum? Eða máski bara hjá kynn-
ingarglögðu fjölmiðlafólki?
Nei. Vilji einhver fá svar við
mikilvægri spurningu þá leiti hann
í eigin barm. Nái hann að ýta burtu
áhrifum tilfinninga og sérgæðaóska
og um leið að þjálfa með sér óháða,
orkumikla íhugun, þá eru miklar
líkur á að honum heppnist að finan
‘marktæk og mikilvæg svör við flest-
um forvitnilegum spumingum.
Upphaf þess viðfagns er viljinn.
Árangurinn mótast af styrkleika
áhugans. En þó er meginforsenda
þess að vilji og áhugi gagnist í
mikilvægri hugarfarslegri leit sú,
að jákvæðar óskir búi að baki í sem
nánustu tengslum við mannkær-
leika og réttlætiskennd.
Þetta ættu allir að vita þó að
fáum eða engum hafi líklega verið
kennt neitt um það. Því eins og
flestum mun ljóst vera flokkast það
ekki undir menntun og menningu,
að fólk sé hvatt til að beina hugar-
orku sinni í forgang að því er mestu
varðar fyrir velgengni þess sem
heildar.
í nútímanum snýst meginviðfang
orðaflaumsaðila í stjórnkerfinu í
aðalatriðum um seíjandi áróður,
sem ætlast er til að trekki upp hjá
fólki margs konar ímyndanir, oft í
mikilli íjarlægð við raunsannan
veruleika.
Fólkið velur sér valdstjórn með
krossakroti á blaðmiða inni í til
þess afmörkuðum skúmaskotum,
sem látin eru hylja þessar mikil-
vægu athafnir. Sú aðferð við um-
boðsafhendingu telst hápunktur
hins bókaða lýðræðis.
Síðan gerist það æðioft að lítið
samræmi reynist á milli þess er
orsakaði hvar meginhluti krossanna
lenti á bréfmiðunum í hulinsheimi
klefanna annars vegar og þess sem
á sér stað í ráðabruggi umboðs-
þiggjenda á hins vegar. Enda virð-
ist sem umboðshafar telji það litlu
máli skipta, þar sem reikna megi
með, að minni margra þeirra er
fólu þeim forræði sitt sé nokkuð
ótraust.
Svona gerast hlutirnir í samfé-
laginu. Kæruleysi gagnvart því
hvort saman fari orð og efndir má
líklega telja mesta orsakavald þeirr-
ar vaxandi lágkúrumennsku, sem
of víða blasir við í nútímanum.
Sé litið vítt og breitt um veröld-
ina virðist vart annað vera í augsýn
en að mannlífið sá á allhraðri niður-
leið og stefni jafnvel í útrýmingar-
hættu. Svartsýni, munu einhvetjir
segja. En varla ætti samt að þurfa
að færa viðtæk rök fyrir því að
horfurnar eru ekki góðar í heimi
mannveranna. Suma vantar vilja til
að líta raunhæft á þá hluti. Aðra
skortir málefnalegan skilning. Hinir
fyrrnefndu líta einungis sáttfúsir á
hvert eitt það augnablik er vel hent-
ar þeirra lífsgæðum og sérhags-
munum og láta sig annað lítt varða.
í upphafi þessara orða var spurn-
ingu beint að ólmum og illskeyttum
náttúruöflum. Varla verður fallist á
að órói þeirra stafi af mannavöld-
um. Um það eru þó engar fullyrð-
ingar öruggar.
En svör við spurningum um or-
sakir fyrir hinu lágkúrulega mann-
lífí, sem í vaxandi mæli sýnir sig
vera mengað óréttlæti, ofbeldi og
öðrum ljótleika, lánast þeim einum
að verða sér úti um, sem kunna að
líta yfir hið mennska lífríki með
opnu og óháðu hugarfari.
Til skilningsauka í þeim efnum
gagnast lítið að styðjast eingöngu
við ályktanir og niðurstöður bók-
aðra sérfræðinga hér og þar. Enn
síður að lúta kenningum embættis-
fjötraðra hagsmunamanna í trúmál-
um. Þeir tala oftast útfrá kerfis-
bundinni boðskipun og verður það
æðioft á að lita framhjá kjarna
kenninganna eða þynna hann út
með áherslulausu — jafnvel innan-
tómu orðaflæði.
Þetta ætti þeim íbúum okkar litla
eylands að vera ljóst, sem hafa vilja
og dug í sér til að hugleiða veruleik-
ann út frá innbyggðri óskhyggju
um aukið réttlæti og samfélagslega
velferð.
En því miður sýnir reynslan að
svo virðist sem búið sé að sefja lýð-
inn til lágkúrumennsku og labb-
rabbferils niðurávið. í síauknum
mæli leitast fólk við að upptrekkja
persónuleikann með glysi og glingri
og leikgleði með keppnisbaráttu,
oft grimmri, þar sem meginmark-
mið hvers og eins er að troða sér
skrefi framar en annar.
Keppni, streð og spenna er orðin
hin heilaga þrenning meðal þess.
Þetta er menningarlegur niður-
gangur, hvað sem hver telur sig
hafa um það að segja.
Fólk ætti að vita að allir spennu-
og keppnisleikir móta sér einungis
jákvæðan tilgang innan hóflegra
takmarka, en neikvæðan utan
þeirra. Og stressið hefur lamandi
áhrif á fólk, eins og flestum mun
kunnugt. En of fáir virðast gefa
því gaum hversu spennan er þar
mikill orsakavaldur ef hún gengur
of langt.
Þegar stjórnunarhættir taka að
mótast í auknum mæli af um-
hyggju fyrir sérhagsmunum ein-
staklinga eða fámennra hópa rýrna
kjör og hagsmunir almennings.
Þetta hljóta allir að vita þó að ein-
ungis sumir viðurkenni það en aðr-
ir ekki. Og þegar slík útþensla á
sér stað sýnir það og sannar að
mannlífið er á niðurleið. Engu
breytir það um í veruleikanum þó
að sífellt sé reynt að fegra ásýnd
hvers augnabliks með falskri
ímynd.
Ekki vantar að oft er mikilli
gagnrýni ausið út gegn ýmiskonar
ranglæti er á sér stað í samfélags-
legri stjórnun. Þær orðarunur nýt-
Bókagjöf til Háskólabókasafns
HEIMSÞING um réttarheim-
speki og félagslega heim-
speki, það sextánda í röðinni,
var haldið hér á landi, 26.
maí til 2. júní sl. og bar það
heitið Réttur, réttlæti og rík-
ið.
í tengslum við þingið sýndu
nokkur bókaforlög útgáfurit sín,
sem beint eða óbeint fjölluðu um
efnisvið þingsins (réttarheimspeki,
réttarsögu, siðfræði, stjórnmála-
fræði, félagsfræði, hagfræði
o.s.frv.). Undirbúningsnefnd
þingsins hafði frumkvæði að því
að bækur þessar yrðu færðar Há-
skólabókasafni að gjöf að þinginu
loknu. Eftirfarandi forlög gáfu rit
sín: Routledge, Kluwer, Oxford
University Press, Tilburg Univers-
ity Press og Giappichelli. Auk þess
gáfu nokkrir einstaklingar verk
sín.
Um er að ræða merkar bækur
og nýjar af nálinni, samtals rúm-
lega hundrað rit og er unnendum
heimspeki og háskólamönnum al-
mennt mikill fengur að þessari
gjöf.
Bækurnar verða til sýnis í af-
greiðslu Háskólabókasafnsins í
aðalbyggingu Háskólans út júlí-
mánuð.
Guðlaugur Tryggvi Karlsson.
Með bókagjöf
MIKAEL Karlsson, formaður undirbúningsnefndar heimsþingsins,
með hlut af bókagjöfinni sem Háskólabókasafni var færð að þinginu
loknu.
Jakob Gunnar Pétursson
„Líklega mun það seint
gerast að reynt verði á
markvissan hátt að
kenna fólki almennt
eða fullvissa það rök-
fræðilega um að sönn
vellíðan hvers og eins,
sem ekki líður líkam-
legar þjáningar, bygg-
ist umfram allt á tillits-
semi við náungann.“
ast þó ekki allar eins og til er ætl-
ast. Margt virðist benda til að of
algengt sé að bak við margvíslega
umfjöllun í þeim dúr standi það
höfuðmarkmið málshöfunda að
upphefja eigin persónuleika. For-
kólfar mannlífsbaráttu í réttlætisátt
þurfa umfram allt að búa yfir opn-
um skilningi á hinu sannverðuga
samhengi sem ríkir milli náunga-
kærleika og þeirra eigin velfarnaðar
sé til framtíðar litið.
Líklega leynist nokkuð örugg
vissa um þá hluti í undirvitund sér-
hverrar mannveru þó að sá vísdóm-
ur nái sjaldan að skila sér upp á
yfirborðið. Það eitt að upphefja
þann skilning ætti í ríkum mæli að
viðurkennast sem grunnflötur alls
þess sem verðskuldar að teljast til
menningar og mannlegrar framþró-
unar.
í veruleika nútímans ríkja allt
aðrir hættir. Þar á sér sífellt stað
að stjórnvöld, hver sem þau eru,
flagga stöðugt fögrum orðum um
velferðarmál af ýmsum toga og
boða góðar fyrirætlanir, enda þótt
flestar athafnir þeirra snúi hlutun-
um í gagnstæðar áttir. Því má
spyija hvort flestir stjórnendur og
forræðisfurstar í nútíma samfélög-
um ættu ekki umfram allt að spara
sér málæðið, en þess í stað leggja
megináheslu á að þegja og hugsa.
Til er sértrúarhópur, síst öðrum
lakari, sem gæti bent þeim á að
við ýtarlega íhugun mundu þeir
máski komast að því sm líklegri
niðurstöðu að tilvera þeirra sé ekki
í eitt skipti fyrir öll innifalin í hinum
hátitluðu embættum og hinni um-
fangsmiklu sjálfsdýrkun á líðandi
stundu. Að þeim gæti lánast að
grilla inní myrka framtíð síns eigin
veruleika, langt utan nútíma tilveru
sinnar sem gerði þeim trúverðugt,
að þeir ættu fyrir höndum í ein-
hverri framtíð að upplifa sjálfír ýt-
arlegar prófraunir í öllu því amstri
og volæði er þeir kynnu að hafa
orsakað meðal þegna sinna eða lát-
ið viðgangast, þó að vald þeirra
hefði getað úr bætt ef vija til þess
hefði ekki skort.
Einhver raunhæf ábyrgð hlýtur
að hvíla á þeirri sérstæðu lífveru,
sem fullyrðir að hún hafi í upphafi
orðið til í myndlíki Guðs.
Trúmál hafa lengi verið látin
móta þjóðflokkum magnaða sér-
hyggju í lífsferli þeirra. En það er
síður en svo að þar sé allt jákvætt
eða á eina bókina. Víðs vegar um
veröldina sundra þessir trúmála-
hópar fólkinu og uppvekja hjá því
grimma andstöðu, stundum þar sem
hver fylkingin af annarri réttlætir
ofbeldisverkin með því að fullyrða
að guðs vilji sé á bak við slíkar
gjörðir (heilagt stríð).
Hver er skynsemin þarna að baki,
eða er hún nokkur? Ætti ekki öllum
að vera augljóst að það sem æðioft
blasir við í þessum efnum er að
forræðismenn flestra trúarhópa
virðast mest uppteknir við að snúa
hlutunum við með því að sérhver
þeirra leitist einkum við að skapa
sinn eigin Guð í mannsmynd, í sem
nánustu samræmi við eigin óskir
um hver ásýnd hans og eðli eiga
að vera?
í þessum efnum eins og fleirum
er alltaf sami orsakavaldurinn sem
óskundanum veldur. Það er sér-
hyggjan — ég-mennskan — hin eig-
in hagsmunalega skammsýni.
Líklega mun það seint gerast að
reynt verði á markvissan hátt að
kenna fólki almennt eða fullvissa
það rökfræðilega um að sönn vellíð-,
an hvers og eins, sem ekki líður
líkamlegar þjáningár, byggist um-
fram allt á tillitssemi við náungann.
Á andlega vísu líður engum auð-
jöfri eða sérhyggjuseggi vel, þó að
hann haldi það sjálfur. Það hald
hans í þeim efnum markast af vit-
vana ímynd er náð hefur að loka
fyrir alla æðri visku, sem í innviðum
andans býr í sérhverri mannveru.
Sá veruleiki lýsir sér í því að sé
sjónum hugans einungis beint að
yfirborði þess er við augum blasir,
þá er nokkuð víst að áhugi viðkom-
andi aðila beinist mest að því er
hann telur sér einkum henta í
augnablikinu, en það er oftast
ásókn í auðæfi og bruðl með þau,
ásamt áleitni til persónulegrar upp-
hefðar sér til afþreyingar. Þessi
nærsýni lokar vitund hans og skynj-
un á næstum öilum efnisþáttum,
sem eru raunsönn undirstaða sannr-
ar lífshamingju. Sú lokun á mikil-
vægasta þættinum í lífsmáta vit-
undarinnar grundvallast oftast á
því að tískumótað líkamsdekur, út
frá áráttu tilfinninganna yfirskygg-
ir gildi og gagnsemi víðtækrar hug-
þróunar.
Hin algenga yfirborðsskynjun í
veruleika hvers og eins mótast því
oftast út frá of nánum tengslum
hugans við eigin líkamsdekur og
kynnir sig gjarnan með orðunum:
Mér finnst eða ég hef þetta eða
hitt á tilfinningunni.
Má ekki segja áð með svona
syfjumóki sé fólk um of að halda
sig við dýrseðlið, sem guðsmyndar-
lífveran ætti fyrir löngu að vera
búin að vinna sig uppúr?
í lokin skal hér íað að örlítilli
ábendingu til þess einstaklings, ef
einhver reynist vera, sem lætur sig
hafa að leiða virkan huga að fram-
anskráðri umfjöllun við lesturinn.
Fyrir greinarhöfund, sem telur
sig hafa eitthvað markvert að segja,
er ekkert'aðalatriði að lesandi orða
hans sé honum sammála í einu eða
neinu, heldur hitt að yfirferð orð-
anna nái að ýta örlítið við óháðri
íhugun og rökhyggju í einhveijum
mæli. Heppnist einum að upp-
vekja annan úr svefnmóki andans,
þá mega báðir vel við una.
Höfundur er fyrrverandi kennari.
t
Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát
og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
ÞÓRLAUGAR GUÐMUNDSDÓTTUR.
Róbert Bjarnason,
Kristján Róbertsson, Steinunn Eiríksdóttir,
Bjarni Sævar Róbertsson, Nanna Guðrún Ásmundsdóttir,
Sveinbjörn Hrafn Sveinbjörnsson,
Sigurborg Róbertsdóttir, Magnús Guðbjartsson,
barnabörn og barnabarnabörn.