Morgunblaðið - 16.07.1993, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1993
„ég v&ðvist oÁ htcttðL...han*c biáur
e-fblr m<xtnum."
Hvers vegna á ÉG alltaf að
hjálpa þeim með heimanám-
ið?
*
Ast er ...
Að velta fyrir sér af
hverju þið völduð
hvort annað.
TM Reg U.S Pal Off.—all righls reserved
® 1993 Los Angeles Times Syndicate
Hann er besti smámynda-
málari okkar tíma.
BREF TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329
Hæst bylur í tómri tunnu
Frá Asmundi U. Guðmundssyni:
ÞAÐ írafár vekur furðu sem greip
um sig í kjölfar þess atburðar er
Guðný ÍS-266 fangaði hvítabjöm á
sundi um 60 sjómílur út af Horni
í norðurátt, nálægt 96 km sé miðað
við enska mílu, samkvæmt útreikn-
ingi Fjöfva 1993.
Þau tilfinningaskrif sem birst
hafa eru víðsfjarri allri skynsemi
og nú á vel við gamli málsháttur-
inn: „Hæst bylur í tómri tunnu“.
Þau, sem að slíkum skrifum standa,
skilja ekki með nokkru móti þá
hættu sem áhöfn Guðnýjar ÍS setti
sig í við það að ætla að ná.dýrinu
lifandi um borð. Slík skaðræðis-
skepna hefði engu eirt á skipinu
og gerði áhöfnin því rétt er hún
aflífaði dýrið.
Það er fullkomin vissa mín að
þessir tilfinningaskrifarar hefðu
ekki sett stafkrók á blað hefði sv'o
slysalega tekist til að hvítabjöminn
hefði komist lifandi um borð og
fargað einhveijum úr áhöfninni eða
komist til lands og banað einhveij-
um ferðamanni eða öðmm sem vom
á ferð um Hornstrandir um þetta
leyti.
Sú fullyrðing Karls Skírnissonar
að hvítabirnir geti synt dögum sam-
an er vafasöm í meira lagi, en sé
það rétt var ennþá meiri ástæða ti!
að farga dýrinu á þann hátt sem
gert var. Barnaskólakennslubækur
sögðu okkur, sem vorum í skóla
fyrir 1945, að hvítabirnir leggðust
ekki til sunds nema um stuttar
vegalengdir væri að ræða. Því er
sýnt að umræddur björn var illa
villtur. Öruggt er að hefði bjarndýr-
ið gefist upp við síðuna á skipinu
og dmkknað án þess áhöfnin að-
hefðist nokkuð hefði henni verið
legjð á hálsi fyrir það.
í Morgunblaðinu 30. júní sl. var
pistill sem bar yfirskriftina „Bangsi
Bolvíkinga“ eftir Þorbjörn Magnús-
son, stýrimann, Mjóstræti 2,
Reykjavík, sem hann vill reyndar
kalla smásögu. Með andagift í stíl-
færslu hugmyndaauðgi ævintýra-
manna miðalda, sem hann er félagi
í, næði hann langt til bókmennta-
verðlauna á sviði mannorðsmeið-
inga, annað fær hann ekki frá mér.
í DV, sem ég sé raunar sjaldan,
voru nokkrir smápistlar þann 1.
júlí sl. og yfirskrift eins þeirra var
„Grimmdarverk á dýrum" eftir
Guðlaug. Bullið sem þar er sett á
blað segir mér að vitsmunabók við-
komandi sé illa skemmd. Með sömu
formerkjum er pistill Bjarna Þórar-
inssonar, sem hann kallar „ísbjarn-
armorð".
Pistill formanns Sambands dýra-
vemdarfélags íslands, Jórunnar
Sörensen, sem ber yfirskriftina
„Erum við að missa allt niður um
okkur“ er í anda svæsnustu öfga-
hópa sem vitað er um, þar sem blóð-
þyrst villidýr eru sett ofar öryggi
fólks. Það er vafasamur heiður fyr-
ir dýraverndarsamtök að hafa slík-
an málsvara og er því formanninum
hollara að líta sér nær en góna
ekki skilningsvana á ævintýrahyll-
ingar annarra sérhagsmunasam-
taka víðs fjarri landinu okkar kæra.
Þá eru ótaldir þeir sem komið hafa
fram í sjónvarpi, en þeir voru allir
merktir sama markinu, sem var
skilningsleysi á eðli villidýra.
Þann 4. júlí sl. birtust pistlar á
síðum Morgunblaðsins, annar eftir
Kjartan Norðdahl, Háteigsvegi 50,
sem hann kallar „Viðbjóðslegt
Frá Daníel Helgasyni:
MEÐ Morgunblaðinu 12. júní sl.
birtist átta síðna upplýsinga- og
kynningarblað frá Málningu hf. Til
að árétta nauðsyn þess að vanda
vel til alls undirbúnings við málun,
velja rétt efni og nýta leiðbeiningar
sem fyrir hendi eru þá var tekinn,
innan tilvitnunarmerkja og með
leyfi höfundar, texti úr ágætu er-
indi Rögnvaldar S. Gíslasonar efna-
verkfræðings á Rannsóknarstofnun
byggingariðnaðarins, sem hann
flutti á ráðstefnunni „Útveggir —
í umhverfi stórviðra og veðrunar"
11. og 12. mars sl. Því miður féll
niður tilvitnun um hvaðan textinn
er kominn. Allur texti sem ekki er
innan tilvitnunarmerkja, þ.m.t. fyr-
irsögnin, er frá Málningu hf. kom-
inn, en vegna mistaka í frágangi
leit út fyrir að texti þessi væri hafð-
ur eftir Rögnvaldi. Er beðist velvirð-
ingar á þessu.
Til fróðleiks viljum við geta þess
að Málning hf. hefur á síðustu ára-
tugum lagt metnað sinn í að starfa
náið með Rb og telur raunar að það
þurfi að efla ijárframlög til hennar,
dráp“. Það er skemmst af þessari
grein hans að segja að þar er lág-
kúran í öndvegi gagnvart þeirri
arfleifð sem hann er sprottin úr,
vonandi væri að það uppkast að
friðunarlögum sem í smíðum er
verði aldrei samþykkt í því formi
sem það nú er, þar sem blóðþyrst
villidýr, hverju nafni sem þau nefn-
ast, eru sett á stall og dýrkuð sem
guðlegar verur sem hvergi má
hrófla við.
Hinn pistillinn er eftir Jóhannes
Eiríksson prentara, sem hann kallar
„Konungur norðursins — Minning-
arorð“. Ja, hér, það liggur við að
maður tárist yfir samlíkingunni, sá
er í meira lagi undarlegur sem álít-
ur*að Jesús Kristur sé holdgaður
hvítabjöm, sem lifni við og drepi
alla íslensku þjóðina, sérstaklega
þó áhöfnina á Guðnýju ÍS.
ÁSMUNDUR U. GUÐMUNDSSON,
Suðurgötu 124, Akranesi.
aðallega í ljósi þess að Rb er hlut-
laus rannsóknarstofnun sem tekur
ekki þátt í að auglýsa vörur fyrir-
tækja. Hins vega skal tekið fram
að eins og almennt gengur og ger-
ist getur hver sem er birt orðrétt
texta úr því sem gefið hefur verið
út í nafni stofnunarinnar og að-
gengilegt er almenningi, ef uppruni
er tilgreindur.
Þar að auki er nauðsynlegt að
benda á það að veigamikill þáttur
í starfsemi Rb, eins og annarra
rannsóknarstofnana atvinnuveg-
anna, eru rannsóknarverkefni sem
hinir ýmsu rannsóknar- og þróunar-
sjóðir styrkja. Oftast eru styrkveit-
ingar sjóðanna háðar því að einstök
framleiðslufyrirtæki eða samtök
þeirra taki þátt í rannsóknarverk-
efnum að verulegu marki með bein-
um peningagreiðslum og/eða eigin
vinnuframlagi. Málning hf. hefur
verið þátttakandi í slíkum verkefn-
um eins og mörg önnur fyrirtæki,
íslensk sem erlend.
F.h. Málningar hf.,
DANÍEL HELGASON,
framkvæmdastjóri.
Leiðrétting frá
Málningu hf.
Víkverji skrifar
Yíkveiji dagsins hefur á undan-
förnum árum orðið áþreifan-
lega var við vaxandi áhuga almenn-
ings á golfíþróttinni. Um allt land
er að finna ágæta golfvelli eins og
þeim verður ljóst er hringveginn
aka. Ef einhver hefði sagt skrifara
að golfvellirnir væru orðnir rúmlega
40 talsins hefði hann hiklaust hald-
ið að viðkomandi færi með fleipur.
Þessi tala er hins vegar hin rétta,
samkvæmt upplýsingum frá Golf-
sambandi íslands.
Þegar skoðað er kort yfir golf-
velli á landinu kemur til dæmis í
ljós, að auk hins ágæta golfvallar
á Isafirði er unnið að gerð golfvalla
á fjórum öðrum stöðum á Vestfjörð-
um. Við skoðun á golfkortinu koma
í ljós nöfn eins og golfklúbburinn
Gljúfri skammt frá Asbyrgi í N-Þin-
geyjarsýslu, Dalbúi á Laugarvatni
og Laki í Efri-Vík við Kirkjubæjar-
klaustur. Það vekur einnig athygli
að frá því á árinu 1989 hafa verið
stofnaðir hvorki meira né minna en
13 golfklúbbar sem aðild eiga að
Golfsambandi íslands. Margir aðil-
ar, ekki síst tengdir sumarbústaða-
þorpum á Suðurlandi og Vestur-
landi, eru að kanna stofnun golf-
klúbba og gerð golfvalla.
xxx
Svohljóðandi fyrirsögn birtist í
Morgunblaðinu í síðustu viku:
„Rúllubaggaplastið orðið fagur-
grænt". Kunningi skrifara hafði á
orði, að það væri þó eitthvað sem
grænkaði á þessu kalda sumri! Að
öllu gamni slepptu ber að fagna
þessum grænu böggum, því hvítu
baggarnir hafa sett of mikinn og
heldur leiðinlegan svip á landið
undanfarin sumur og þeir grænu
falla betur inn í landið.
xxx
Umsjónarmenn ýmissa frétta-
tengdra þátta á Bylgjunni
koma óspart fram í auglýsingum á
útvarpsstöðinni. Skrifara var bent
á, að þó auglýsingar væru afmark-
aðár í dagskránni væri það í hæsta
máta óeðlilegt að þessir menn not-
uðu sínar þekktu, fréttatengdu
raddir til að selja og kynna vöru
og þjónustu. Ekki veit skrifari hvort
viðkomandi eru í Blaðamannafélagi
íslands, en í siðareglum BÍ segir
svo: „Hann (blaðamaður) gætir þess
að rugla ekki saman ritstjórnarlegu
efni, sem hefur augljóst upplýsinga-
og fræðslugildi, og auglýsingum í
myndum og/eða máli.“