Morgunblaðið - 16.07.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.07.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1993 31 lagsins vil ég færa eftirlifandi konu hans og börnum innilegustu kveðjur samúðar, með von um að annan og meiri styrk sé hægt að fá þeim til handa á erfiðum tímum en þann sem meðsyrgjendur geta veitt. Megi góður drengur í friði hvíla. Guðmundur Magnússon, flugrekstrarstjóri Flugleiða. Við kynntumst fyrst á árinu 1959. Það var að sumarlagi og sam- eiginlegur vinnustaður okkar var Flugstöð Loftleiða á Reykjavíkur- flugvelli, sem í dag væri kölluð skúraþyrping, en var í okkar augum sem stærsta höll. Hann var ungur þá, og starfaði í flugumsjón Loft- leiða, sem hafði nýverið verið sett á stofn. Allt var áhugavert og lífið bjart framundan. Með okkur mynd- aðist vinskapur sem aldrei bar skugga á allt til hans hinsta dags. Jóhannes Óskarsson var sérstak- ur maður. Hann var ósérhlífinn dugnaðarforkur og traustur með afbrigðum. Hann var'góðmenni sem vildi öllum vel, enda varð honum vel til vina. Hann hafði létta lund og var skemmtilegur og það var gott að vera í návist hans. Hann fæddist 29. janúar 1930 og lést um aldur fram 9. júlí sl. Hann réðst til starfa hjá Loftleiðum hf. í maímán- uði á árinu 1957, í flugumsjónar- deild, sem þá var verið að setja á stofn og eftir það helgaði hann flug- málum starfskrafta sína. Áður en hann réðst til Loftleiða hafði hann lokið námi á árinu 1956 sem stýri- maður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík. Starfaði hann hjá Skipa- útgerð ríkisins á árunum 1950- 1953 og hjá Einskipafélagi íslands á árunum 1953-1957. Jóhannes hafði brennandi áhuga á starfi sínu að flugmálum og það var gott að starfa með honum. Yfir- menn hans sem og samstarfsmenn sáu fljótt hæfileika hans og mann- kosti og honum voru falin mörg trúnaðarstörf, fýrst hjá Loftleiðum og síðar hjá Flugleiðum. Á árinu 1960 lauk hann prófí í Bandaríkjun- um sem flugumsjónarmaður. Alfreð Elíasson réð hann sem stöðvarstjóra Loftleiða á Reykjavíkur- og Kefla- víkurflugvelli hinn 1. október 1961. Árið 1963 varð hann yfirmaður flugafgreiðslumála Loftleiða. Hinn 1. janúar 1979 var hann ráðinn flugrekstrarstjóri Flugleiða og gegndi því starfi með miklum ágæt- um fram á árið 1987, er hann tók við stöðu forstöðumanns hluta- bréfadeildar Flugleiða, en þeirri stöðu gegndi hann er hann lést. Starf hans sem flugrekstrar- stjóra, sem var yfirmaður alls flug- liðs Flugleiða, var mikið starf og erfitt, en hann skilaði því með mikl- um sóma og mér er ekki grunlaust um að oft hafi hann tekið áhyggj- umar með sér heim. Hann vildi allra vanda leysa, ef það var í hans valdi 7. apríl 1979 og þjónaði því félagi og Landssambandi harmonikuunn- enda af mikilli alúð til dauðadags. Steini var mikill lánsmaður því að á vegi hans varð mikil gæða- kona, Sigurbjörg Pálsdóttir, og gengu þau í hjónaband hinn 3. októ- ber 1942. Ég sem þetta rita hef aldrei vitað hjón svo samrýnd sem þau voru. Þau áttu margt sameigin- legt, t.d. að hjálpa öðmm og einnig að láta sér þykja vænt um annað fólk, en ekki síst að njóta þess sama frá öðrum, sem sagt í glöð í vina- hópi. Bagga mín, mikill er söknuður þinn og ykkar afkomenda, en minn- ingin um góðan og hjarthlýjan vin er huggun harmi gegn. Ég hef þá trú að seinna meir eigum við eftir að hittast aftur við Steini og þá spilum við á harmonikurnar og þú dansar við káta gesti. Þar sem ég finn að ég er líka að eldast með öllum hinum vildi ég þar af leiðandi í minningu Steina telja upp þá menn sem ég kynntist á áranum 1950—1970 sem spiluðu á harmoniku í Borgarfirði. Þessum mönnum spilaði ég með mörgum, sumum mikið en öðrum minna. Þessir menn eru: Marinó Sigurðs- son, Borgarnesi, Ásgeir Sverrisson, Hvammi, Magnús Bjarnason, Skán- og skaðaði ekki hagsmuni félags- ins. í starfi sínu sem flugrekstrar- stjóri var hann ótrúlega vel liðinn og vinsæll, en hafði jafnframt virð- ingu manna. Það gerði m.a. fram- koma hans. Hann var traustur; glaðlegur, alþýðlegur og opinn. I honum var ekki til hroki eða yfir- læti. Árið 1985 kenndi hann sjúkdóms og óskaði síðar eftir tilflutningi í starfí. Að hinu nýja starfi gekk hann með sínum eðlislæga áhuga og hann byggði upp hlutabréfadeild félagsins og færði til nútímahorfs með nýrri tækni þannig að sómi var að. Jóhannes var mikill ljölskyldu- maður. Hann var kvæntur Olöfu Erlu Kristinsdóttur og hann sagði það oft við undirritaðan að það hefði verið hans gæfa. Hún var lífs- förunautur hans, vinur og félagi. Þau eignuðust fjögur börn, en þau era Laufey Erla, Arndís Birna, Kristinn Örn og Þórhildur Ýr. Fjölskyldu Jóhannesar votta ég samúð mína. Þeirra missir er mik- ill. Það er sjónarsviptir að Jóhann- esi og í mínum huga verður vinnu- staðurinn ekki sá sami þegar hann er ekki lengur þar. Ég mun sakna hans. Hann gaf mikið af sér. Bless- uð sé minning hans. Stjórn Flug- leiða og samstarfsfólk þakkar hans miklu og góðu störf í þágu félags- ins og íslenskra flugmála og sendir fjölskyldu hans innilegar samúðar- kveðjur. Grétar Br. Kristjánsson. Í dag kveðjum við einn af félög- um okkar í Félagi flugumsjónar- manna. Jóhannes hóf störf sem flugum- sjónarmaður hjá Loftleiðum hf. að loknu námi í Bandaríkjunum. Hann starfaði við þá deild, þar tii hann tók við stöðu yfirmanns í flugrekstr- ardeild félagsins. Við sameiningu Loftleiða hf. og Flugfélags íslands hf. hélt hann sömu stöðu hjá Flugleiðum hf. uns hann tók við sem forstöðumaður í hlutabréfadeild félagsins. Jóhannes var traustur, iðinn og árvakur maður. Við félagarnir ósk- um honum velfarnaðar á ókunnum leiðum og felum hann Guði á hönd. Eftirlifandi eiginkonu, börnum og öðrum ættingjum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Fyrir hönd Félags flugumsjónarmanna Ingimar Ingimarsson. Það er ómetanlegt lán að eignast góðan félaga á lífsgöngunni. Félaga sem eykur gleði og ánægju í lífinu og ávallt er hægt að treysta og leita til hvort heldur í blíðu og stríðu. Þannig vinur var Jóhannes Örn Óskarsson. Vinátta ókkar hófst strax árið ey, Ólafur Guðmundsson, Hvann- eyri, Aðalsteinn Símonarson, Lauf- skálum, Benedikt Egilsson, Kópa- reykjum, Jóhannes Benjamínsson, Hallkelsstöðum, Helgi Kolbeinsson, Stórhálsi, Bjarni Pétursson, Grund, Sigurður Guðmundsson, Kirkjubóli, Bjarni Guðráðsson, Nesi, Jakob Magnússon, Samtúni, Jóhannes Ólafsson, Ásum, Óli H. Þórðarson, Kleppjárnsreykjum, Eðvarð Frið- jónsson, Akranesi, Bjami Aðal- steinsson, Akranesi og Magnús Magnússon, Norðtungu. Með þessum orðum lýk ég að sinni hugleiðingum mínum um vin minn Steina og okkar sameiginlega áhugamál, harmonikuna, tímabilið 1950-1970 í Borgarfirði. Það mætti margt segja og skrifa um það tímabil, meira en orðið er, en það verður að bíða betri tíma. Blessuð sé minning Aðalsteins Símonarsonar. Með vinarkveðju. _ Ámundi Ámundason frá Kleppjárnsreykjum. Þau leiðu mistök urðu við birt- ingu þessarar greinar í Morgun- blaðinu á þriðjudag, að fyrri hluti hennar féll niður. Hlutaðeigend- ur eru innilega beðnir velvirðing- ar á þessum mistökum. 1962 þegar ég hóf störf hjá Loft- leiðum, en þar var Jóhannes flug- umsjónarmaður á þeim árum. Hann útvegaði mér leigu í kvistherbergi í Garðastræti 43 hjá foreldrum sín- um, heiðurs- og sæmdarhjónunum Laufeyju Jóhannesdóttur og Óskari Erlendssyni lyíjafræðingi. Þau reyndust mér ákaflega vel og var ég eins og einn úr fjölskyldunni. En þá var Jóhannes að byija bú- skap með Ollu sinni í kjallaranum hjá foreldrum sínum. Síðan byggði Jóhannes á Meistaravöllum 5 og vegna hvatningar hans byggði ég þar einnig og þannig styrktust enn frekar vináttuböndin á milli okkar og fjölskyldna okkar. Enda var Jó- hannes svaramaður minn þegar ég kvæntist Nínu. Eftirlifandi eigin- kona Jóhannesar er Ólöf Erla Krist- insdóttir. Þau eignuðust fjögur börn, Laufeyju Erlu, Arndísi Bimu, Kristin Örn og Þórhildi Ýr. Jóhann- es átti eitt bamabam, Einar Örn, sem var augasteinn afa síns. Fjöl- skyldan var ákaflega samrýnd og heimilið fallegt. Jóhannes var ástríkur eiginmaður og ljúfur faðir og vinur barna sinna. Þegar fjölskylda Jóhannesar stækkaði fluttist hún á Víðimel 35 fyrir 18 árum. Þótti okkur sem eft- ir urðum í húsinu það miður og söknuðum þeirra. En lánið var, að ekki var langt að fara til þeirra á Víðimelinn, enda var oft komið í heimsókn. Við þessi þáttaskil er ótal margs að minnast. Við hugsum til þess að á hveijum jólum komum við hjónin í heimsókn til þeirra á Víði- melinn og var það gildur þáttur í jólahaldinu hjá okkur. Við Jóhannes glímdum báðir við kransæðasjúkdóm og ákváðum fyr- ir nokkrum árum að ganga í golf- klúbbinn Ness, bæði í heilsubótar- skyni og okkur til ánægju. Þar átt- um við margar góðar og eftirminni- legar stundir í ágætum félagsskap. Olla, kona hans, tók þátt í þessari íþrótt og jók það enn meira ánægj- una. Ég veit að margir í klúbbnum munu sakna þessa góða félaga sem ávallt var svo hjálpsamur og glað- vær. Hann var félagslyndur og hafði ánægju af að spjalla við fólk. Jóhannes var virkur félagi í Frímúr- arareglunni og bar mikla virðingu fýrir þeim félagsskap. Jóhannes lauk prófi frá Stýri- mannaskólanum og var um tíma hjá Eimskipafélagi íslands, en hélt síðan til náms í flugumsjón í New York, og þegar heim var komið tók hann til starfa hjá Loftleiðum árið 1957 sem flugumsjónarmaður. Þegar Jóhannes lést var han for- stöðumaður hlutabréfadeildar, en áður hafði hann verið forstöðumað- ur flugrekstrardeildar um árabil. Hann var ákaflega eljusamur og fórnfús í erfiðu starfi og naut vin- áttu og trausts stjórnenda og sam- starfsfólks síns. Við eigum eftir að sakna góðs vinar okkar sem var bráðkvaddur langt um aldur fram þegar enn mátti vænta margra góðra daga með ástríkri fjölskyldu og við leik og störf. Við hjónin sendum eiginkonu, börnum, afabarninu, bræðrum Jó- hannesar, Jóhanni og Gunnari Ósk- ari, og fjölskyldum þeirra og öðrum ástvinum okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Guð blessi minninguna um góðan dreng. Nína og Jón. Velferð fyrirtækja byggist á þeirri þjónustu sem þau veita. Yfir- leitt er það þjónusta við viðskipta- vinina, en hjá stærri fýrirtækjum þarf einnig að sinna eigendum, hlut- höfum. Forstöðumaður hlutabréfa- deildar er sendifulltrúi fyrirtækis gagnvart hluthöfum. í dag er kvaddur Jóhannes Örn Óskarsson, forstöðumaður hlutabréfadeildar Flugleiða hf. Kynni okkar Jóhannesar eru ekki mjög löng, en þó hefí ég veitt hon- um athygli í áratugi úr fjarlægð, Sérstök þjónusta fyrir viðskiptavini Sparisjóðs vélstjóra. Höfum opið til ki 18.00 á föstudögum í Borgartúni og Rofabæ. tt SPARISJÓÐUH-VÉLSTJÓRA -þar sem þú hefur forgang stórskorinn, svipmikill og góð- mennskan uppmáluð. Ég vissi að hann starfaði við flugstarfsemi. En svo eignaðist ég lítinn hlut í Flug- leiðum hf. og þá varð Jóhannes á vegi mínum. Átti ég margar skemmtilegar og fróðlegar samræð- ur við hann og fór ég ávallt margs vísari af hans fundi. Vandamál hluthafa og verðbréfa- fyrirtækja vegna eigendaskipta leysti hann af mikilli ljúfmennsku og vil ég leyfa mér fyrir hönd lítilla hluthafa í Flugleiðum hf. og einnig sem verðbréfamiðlari að þakka hon- um þau störf, sem hann vann fýrir okkur. Megi eiginkona hans, frú Ólöf Erla Kristinsdóttir, og börn þeirra öðlast styrk í sorg. Góður drengur er fallinn og fari hann í friði. Guð geymi Jóhannes Örn Óskars- son. Vilhjálmur Bjarnason. Bílamarkadurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut_ Kopavogi, simi B71800 Opið sunnudag kl. 13-18. Suzuki Sidekick JLX árg. ’91,4ra d., svart- ur, sjálfsk., ek. 52 þ. ABS bremsur, rafm. í rúðum, álfelgur o.fl. Sem nýr. V. 1.690 þ. ek. 33 þ. V. 400 þ. ek. aðeins 50 þ. 2 dekkjag. o.fl. Gullfalleg- ur. V. 1.090 Toyota Corolla Si árg. '93, hvítur, ek. 21 þ., álfelgur, rafm. í rúðum o.fl. V. 1.220 þ. Sk. ód. Mazda 323 1.6 GTi '88, hvítur, 5 g., álfelg- ur, geislaspilari o.fl. V. 690 þ. Skipti. Daihatsu Charade TS '88, rauður, 4 g., ek. 47 þ. V. 420 þ. Mazda 323 LX '89, sjálfsk., blásans. ek. 49 þ. Úrvalsbíll. V. 550 þ. Opel Omega Turbo diesel '87, hvítur, sjálfsk., ek. 180 þ. á vél, rafm. í rúðum o.fl. V. 590 þ. (Tilboðsv.) Suzuki Swift GL '88, blár, 5 g., ek. aðeins 43 þ. V. 400 þ. stgr. Fjörug bflaviðskipti Vantar árg. ’89-’93 á staðinn. Ekkert innigjald. VZterkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamióill!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.