Morgunblaðið - 23.07.1993, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 23.07.1993, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1993 25 of mosavaxið í ár. Það eitt skipti máli núna og varð að ræða; niður- inn hinum megin, hann tilheyrði öðrum heimi. Að hafa kynnst manni með slíka útgeislun, næmni og búinn slíkri glæsimennsku er ég ómetanlega þakklát fyrir. Og nú, á meðan ég horfi á börnin mín í öðrum gróður- reit langt í burtu frá Laxatanga, langar mig að senda Birni Steffen- sen mitt dýpsta þakklæti fyrir hið þétta handtak sem hann og „mín“ gáfu mér fyrir 16 árum, óvitandi þá að sú hönd myndi snerta mig svo djúpt. Blessuð sé minning Björns Steffensen. Kristveig Sigurðardóttir, Edinborg. Björn Steffensen, löggiltur end- urskoðandi, er látinn á 92. aldurs- ári. Með honum er genginn síðastur þeirra brautryðjenda, sem hófu rekstur endurskoðunarstofa og mótuðu starfið hér á landi á fyrri hluta þessarar aldar. Bjöm var afar virtur og hæfur endurskoðandi, og hann var jafnframt virkur félagi í Félagi löggiltra endurskoðenda. Hann var formaður þess félags 1941-1944 og aftur 1949-1955. Síðar var Björn útnefndur heiðurs- félagi í Félagi löggiltra endurskoð- enda enda stóð félagið í þakkar- skuld við hann af margvíslegu til- efni. Björn var mjög eftirminnilegur maður. Undirritaður kynntist Bimi haustið 1969 þegar ég var ráðinn endurskoðunamemi á skrifstofu þeirri sem hann stýrði og kennd var við hann og Ara 0. Thorlacius. Þau kynni voru afar ánægjuleg og eftir- minnileg. Bjöm hafði áhuga og skoðanir á mörgum þáttum þjóð- mála og kom oft á tíðum fram með athyglisverð sjónarmið sem vöktu umhugsun og áhuga. Stjóm Félags löggiltra endur- skoðenda kveður hinn látna með virðingu og sendir aðstandendum hans samúðarkveðjur. Rúnar Bj. Jóhannsson, formaður. Elsku afi minn, mig langar til að kveðja þig með örfáum orðum. Ég veit að þú verður hvíldinni feg- inn. Þú vildir komast sem fyrst til hennar ömmu Siggu, sem hefur eflaust beðið þín og tekur á móti þér með opnum örmum. Þar verða miklir fagnaðarfundir. Mér eru minnisstæðar margar góðar stundir frá fyrri ámm, ferðir á Tangann, á Kvisthagann og í Alfheimana. Frá þeim ferðum er frá mörgu að segja, sem ég ætla ekki að tíunda ná- kvæmlega hér. Eftir að ég eignaðist syni mína, Björn og Kristján, fómm við oft-til afa Bjöma og ömmu Siggu. Það var alltaf jafn gott að koma heim til þeirra. Afi fór fram í eldhús og valdi af sinni varfærni epli og app- elsínur, afhýddi og skar. svo í báta handa litlu afabörnunum. Þetta var ávallt mjög sérstök athöfn fyrir okkur öll, svo var sest inn í stofu og góðgætið borðað. Þegar við komum til þeirra að morgni til, um helgar, bauð afi okkur gjama í bíltúr í „Rússajepp- anum“ sínum. Þetta vom mjög ánægjulegar ferðir því að hann afí hafði frá svo mörgu að segja. Stundum hafði ég áhyggjur af því að afí benti og horfði meira í aðrar áttir en vegurinn lá, sérstaklega þegar við vorum niðri við Reykja- víkurhöfn. En afi sagði mér að hafa ekki áhyggjur, því að hann færi svo hægt yfir til að geta frætt okkur um sem mest. Og við höfnina færi hann sérstaklega varlega, því að hann vildi ekkert frekar en við fara fram af hafnarbakkanum, og hann yrði fyrstur manna til að stökkva út. „En ég, Sigga mín,“ sagði hann, „fer beint niður á botn því að ég er nefnilega ekki syndur." Afi minn, það verður sárt að hafa þig ekki lengur á meðal okk- ar, en eins og Björn og Kristján sögðu þegar ég sagði þeim frá and- láti þínu, ,jú, en amma, hann afi Björn hefur alltaf verið til“. Að lok- um kveðjum við Björn, Kristján, Theodór og Dóri elsku afa með hlý- hug og væntumþykju. Sigríður Finnbjörnsdóttir. Minning María Eggerts Fædd 6. september 1915 Dáin 10. júlí 1993 Hinn 10. þessa mánaðar andaðist María Eggerts á Elliheimilinu Gmnd. Sögu hennar em aðrir kunn- ugri betur fallnir til að segja, en saga hennar er margra annarra alþýðukvenna lík, trúi ég. Lunderni hennar þekkti ég betur, en María var bamgóð og hlý í viðmóti. Hún var gestrisin og heimili hennar bar snyrtimennsku hennar gott vitni, vistlegt og vel um það hirt. Það var ávallt gott að koma til Maríu og móttökurnar góðar, þó að ekki væri hún rík af veraldlegum gæð- um. Undirritaður minnist með þakk- læti góðs atlætis á heimili hennar sem hún veitti mér og fjölskyldu minni. Syni hennar Halldóri Rafni Ottóssyni og fjölskyldu hans votta ég samúð mína. Blessuð sé minning hennar. Skafti Einarsson. t Dóttir mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN EINARSDÓTTIR NlELSEN, lést á heimili sínu, Pequannock, New Jersey, þann 16. júlí. Lára Pétursdóttir, John Nfelsen, Bonny Nielsen, Lára Cvek, George Cvek, Jessie Patky, Len Patky, Catryn Maxfield,Steven Maxfield og barnabörn. t Maðurinn minn, VILHJÁLMUR INGÓLFSSON málarameistari, lést í Borgarspítalanum 21. júlí. Álfheiður Jónsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR JÓNSSON, Víðilundi 15, Akureyri, lést í Landspítalanum 21. júlí. Jóhanna Gunnlaugsdóttir, Steinunn Guðmundsdóttir, Björn Baldursson, Gunnlaugur Guðmundsson, Guðlaug Stefánsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Kristinn Hólm, Guðrún Guðmundsdóttir, Hannes Haraldsson barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, ÁSTAG. BJÖRNSON, áður til heimilis f Reynihlíð, Garðabæ, sem lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, þann 15. júlí, verður jarðsungin frá Garðakirkju í dag, föstudaginn 23. júlí, kl. 13.30. Gunnar Björnson, Guðrún Humphrey, Guðmundur Björnson. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, INGIBJÖRG SVEINSDÓTTIR frá Minna-Hofi, Heiðvangi 13, Hellu, er lést 18 júlí, verður jarðsungin frá Oddakirkju laugardaginn 24. júlí kl. 14.00. Magnús Ingvarsson, Þorgeir Sigurðsson, Ingvar Magnússon, Svanlaug Adolfsdóttir, Sigrfður Magnúsdóttir, Hilmar Eysteinsson, Guðrún Magnúsdóttir, Már Adolfsson, Sigurður Magnússon, Arndís Sveinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Skrifstofa okkar er lokuð í dag vegna jarðarfarar BJÖRNS STEFFENSEN, löggilts endurskoðanda. Löggiltir endurskoðendur hf. t Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR frá Brautarholti, Grýtubakka 26, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, föstudaginn 23. júlí 19S3, kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið. Jón Lúthersson, Ragnar Jónsson, Bára Valtýsdóttir, Valdís Axfjörð, Már Árnason, Ragnar Másson. 1 Hugheilar þakkir fyrir auösýnda ■i samúð og vinarhug við andlát og útför systur okkar og mágkonu, STEFANÍU SIGURÐARDÓTTUR, Fellsmúla 4. Margrét Hermanson, Olle Hermanson, Siguröur Sigurösson, Arnór Sigurðsson, Anna Jónsdóttir, Erla Gísladóttir, Hrólfur Sigurðsson, Margrét Árnadóttir, Guðrún Urup, Árni Sigurðsson, Jens Urup, Eyrún Gísladóttir, Sigurlaug Sveinsdóttir. Snorri Sigurðsson, t Innilegar þakkir fyrir vináttu og samúð við andlát og útför JARÞRÚÐAR JÓNSDÓTTUR frá Stokkseyri. Fyrir hönd aðstandenda. Jón Ólafsson, Rósa Haraldsdóttir, Örn Ólafsson, Ingibjörg Ólafsdóttir, Þórunn Ólafsdóttir, Baldur Asgeirsson. Ásta Þóra Jónsdóttir. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall og útför ARNAR PÁLMA AÐALSTEINSSONAR, bifreiðastjóra, Rjúpufelli 46, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heimastoðar krabbameins- lækningadeildar 11E á Landspítala. Kristfn Helga Waage, Aðalsteinn H. Vígmundsson, Elísabet Arnardóttir, Helga Arnardóttir, Arndís Arnardóttir, Eyjólfur Þ. Eyjólfsson, Stefán Arnarson, Laufey Nábye, Matthfas Waage, Bryndfs F. Sigmundsdóttir, Yngvi Ármannsson, Anna Marfa Aðalsteinsdóttir, Jóhann Gunnarsson og barnabörn. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. Ákjósanlegast er að fá greinarnar sendar á disklingi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.