Morgunblaðið - 08.08.1993, Page 2

Morgunblaðið - 08.08.1993, Page 2
2 FRÉTTIR/INNLEIMT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1993 EFNI Talsmaður Myndmarks um meint verðsamráð Engin skilyrði eru um lágmarksleigu STEINAR Berg ísleifsson, varaformaður stjórnar Myndmarks, samtaka myndbandaleiga og útgefenda myndbanda, sagði útleiguverðið á mark- aðinum ekki hafa hækkað síðan seinni hluta árs 1989. Sumir aðilar væru hins vegar að vinna skaðræðisverk með undirboðum í ósann- gjarnri samkeppni. Steinar sagði engin skilyrði hafa verið sett um lágmarksverð gerist menn aðilar að Myndmarki og að mönnun væri fulljóst að óheimilt væri að viðhafa verðsamráð. „Það er að sjálfsögðu ákvörðun hverrar leigu fyrir sig, á hvaða verði þær leigja út,“ sagði Steinar. „Það er alveg ljóst að á myndbandamark- aðinum hefur verið unninn skaði með undirboðum. Þeir aðilar sem viðhalda undirboðum eru e.t.v. aðilar sem jafnframt skapa sér ójafna sam- keppnisstöðu, til dæmis með undan- skotum frá virðisaukaskatti og út- leigu klámefnis." Steinar Berg sagði mönnum vera ljóst að óheimilt væri að viðhafa verðsamráð. Hins vegar hefði verð frá útgefendum ékki breyst í vel á fjórða ár og því hafi útgefendur ákveðið að segja upp öllum viðskipta- samningum við allar myndbandaleig- ur. „í stað þess að hækka verð var ákveðið að minnka afslætti," sagði Steinar. „Menn eru ekki í glerbúrum — menn eru í félagi og tala saman, en það er auðvitað hverjum og einum fijálst að fara þá leið sem hann vill.“ Að sögn Steinars var Myndmark stofnað til að bregðast við sam- keppni á þeim markaði sem mynd- bandið keppir á, t.d. við kvikmynda- hús og fjölmiðla. „Það er von þeirra aðila sem standa að Myndmarki að myndbandaleigur geti sameinast um jákvæð markmið sem eru mynd- bandamarkaðinum í heild til fram- dráttar." Morgunblaðið/Árni Sæberg Geirsgata opnuð að hluta UMFERÐ hefur verið hleypt inn á hluta af Geirsgötu undanfarna daga en í næsta mánuði verður hún alveg opnuð fyrir umferð og kemur þá í stað Tryggvagötu. Geirsgata kemur þá til með að ná frá Lækjargötu á móts við Seðlabankann og að Mýrargötu vestan við Hafnarbúðir, að sögn Stef- áns Hermannssonar borgarverkfræðings. Tilraunir með vikurþurrkun og pökkun á Kletti lofa góðu Vikur hf. bíður eftir námaleyfi TILRAUNIR Vikurs hf. með að þurrka vikur í gömlu fiskimjölsverk- smiðjunni Kletti við Köllunarklettsveg hafa tekist vel. Fyrirtækið hef- ur ekki enn fengið námaleyfi og er því í biðstöðu. Að sögn Péturs Kristjánssonar verksmiðjustjóra lofa markaðsathuganir góðu og gæti reksturinn skapað um 20 störf þegar í upphafi. Pétur sagði að markaðshorfur fyr- ir framleiðsluna væru góðar og fimm sinnum hærra verið fengist fyrir þurrkaðan vikur í neytendapakning- um en óunninn vikur sem fluttur er út í stórum förmum. Pétur sagði að skortur væri á vikri í Evrópu þar sem hann væri notaður til ræktunar. Auðvelt væri að nota vikur í staðinn og yrði hann aldrei umhverfísvandamál eins og steinull sem mikið hefur verið notuð við gróð- urhúsaræktun í Evrópu. Skapar 20 störf Mikill vikur er til staðar á örfoka- svæðum við Heklu, ofarlega í Þjórs- árdal og víðar. Talið er að um 32 milljónir rúmmetra a.m.k. séu við Heklu þar sem Jarðefnavinnslan hf. og B.M. Vallá hf. hafa tekið um 50 þúsund rúmmetra á ári. Pétur sagði að þar væri besti vikurinn og sagðist ekki skilja hvers vegna námaleyfi fengist ekki fyrir Vikur hf. hjá land- búnaðarráðuneytinu. Rúmlega 20 störf myndu skapast í sambandi við reksturinn, hefði borgarráð Reykja- víkur sýnt hugmyndinni áhuga og stuðlað að því að Vikur hf. fengi verksmiðjuna til afnota. Pétur sagði að markaðsathuganir sýndu að auð- velt væri að selja tíu sinnum meira magn af þurrkuðum vikri í neyt- endapakningum en þessi verksmiðja réði við að framleiða. Morgunblaðið/Þorkell HÚS verksmiðjunnar Kletts. Rotaður í miðbænum RÁÐIST var á 25 ára gamlan mann í Vallarstræti í miðborg Reykjavíkur í fyrrinótt og hann laminn svo að hann var meðvitundarlaus þegar að var komið. Hann var fluttur á slysadeild en var leyft að fara heim að lokinni skoðun og að- hlynningu, að sögn Iæknis á slysadeild. Vegfarendur sögðu lögreglu af árásinni og bentu á tvo menn, 22 og 23 ára gamla, sem sagt var að gengið hefðu í skrokk á manninum. Þeir voru handteknir og geymdir í fangageymslum lög- reglu en yfirheyrðir um málsatvik í gærmorgun. Kostnaður við siglingu milli hólfa er of mikill EKKI hefur verið ákveðið hvort sjómenn grípa til aðgerða vegna skyndilokana að undanförnu, að sögn Harðar Guðbjartssonar, skip- stjóra á Guðbjarti ÍS-16. Hann sagðist vonast til þess að ekki þyrfti að sigla öllum flotanum í höfn, en eitthvað þyrfti að gera til að sporna við óframkvæmanlegri fiskveiðistefnu. AUt of mikill kostnaður fælist í því að keyra fram og til baka milli hólfa sem lokuðust um leið. „Það verður gaman á sunnudag, þegar opnast tvö skyndilokunarhólf í Djúpálnum, þar sem menn fengu upp í 30 tonn í hali um daginn. Nú þarf flotinn allur að færa sig 100 mflur og það er eins öruggt og tvisv- ar tveir eru fjórir, að þessu verður lokað í hendingskasti. Þá má flotinn aftur keyra 100-150 mílur." „Hafrannsókn er búin að teygja sig upp í þau viðmiðunarmörk að veiðamar geta ekki farið fram. Mið- in þola þau ekki, og verða alls staðar lokunarhæf," sagði Hörður.*7,Þama stendur hnífurinn í kúnni — viðmið- unarmörkin standast ekki. Þeir vilja bara ekki viðurkenna þetta og beija hausnum við steininn." Lokað í 17 ár og enginn fiskur „Það hefur verið lokað hólf út af Kögrinu í 17-18 ár. Það var opnað- ur nokkuð stór hluti af því um dag- inn, og menn fóru að gamni sínu að skoða hvað þetta hólf hefði að geyma,“ sagði Hörður. „Það komu tómir pokamir upp. Það var ekki einn fiskur í þessu hólfí sem átti að vera uppeldisstöð fyrir smáfíska." Fundur sjávarútvegsráðherra íslands og Rússlands í september Rætt um skipti á loðnu fyrir þorsk í Barentshafi ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra segir að á fundi sem hann mun eiga með sjávarútvegsráðherra Rússlands í september næstkomandi verði m.a. rætt um skipti á loðnu og þorski í Barentshafi. í Morgunblaðinu í gær sagði Sveinn Ingólfs- son framkvæmdastjóri Skagstrendings hf. að tíðar lokanir á veiðisvæðum hefðu kippt grund- vellinum undan veiðum frystitogara og að það lýsti ekki mikilli víðsýni hjá stjómvöldum að vilja ekki skipta á gagnkvæmum veiðiheimildum við aðrar þjóðir. Þorsteinn Pálsson kveðst vera þeirrar skoðun- ar að ýmsir hafi farið of glannalega í fjárfest- ingu á frystitogurum og þeir geti ekki skellt skuldinni nú á stjórnvöld. „Það er ljóst að minnk- andi þorskveiði hefur leitt til aukinnar sóknar togara sem hafa þurft að kosta meiru til en áður. Það er ástand þorskstofnsins sem þessu ræður og það myndi ekki bæta úr skák að leyfa flotanum að sópa upp smáfiski. Það eitt er til ráða að ganga vel um auðlindina, vemda smá- fiskinn og byggja stofninn upp aftur sem við markvisst vinnum að og fyrir því er víðtækur skilningur innan sjávarútvegsins. Auðvitað geri ég mér fulla grein fyrir því að þetta kemur við stundarhagsmuni útgerðarinnar en við horfum til lengri framtíðar og ætlum ekki að týra auð- lindina svo að hún geti ekki verið grundvöllur lífskjara í landinu," sagði Þorsteinn. Gagnkvæmir samningar Þorsteinn sagði stjómvöld vilja fara mjög varlega í þeim efnum að skipta á gagnkvæmum veiðiheimildum við aðrar þjóðir. „Þegar rúss- neski sjávarútvegsráðherrann var hér í opinberri heimsókn í lok síðasta árs barst það í tal að við skiptum á loðnu fyrir þorskveiðiheimildir i Bar- entshafi. Fyrirspumum af okkar hálfu um hugs- anleg fiskveiðiréttindi fyrir íslendinga í Barents- hafínu var svarað með því að það gæti einungis gerst á grundvelli gagnkvæmra samninga. Við höfum ekki haft af miklu að gefa í því efni. Loðnustofninn hefur að vísu mikið styrkst frá því að þetta var og við höfum þetta auðvitað stöðugt í athugun og erum opnir fyrir því sem getur styrkt okkar stöðu. Ég á fund með rúss- neska sjávarútvegsráðherranum í lok september og þar munu þessi mál að sjálfsögðu verða rædd á nýjan leik,“ sagði Þorsteinn. ►l-44 Étur laxinn þorskinn ►Þeirri spumingu hefur verið varpað fram hvort slepping laxa- seiða hafi áhrif á nýliðun þorsk- stofnsins./lO Baskinn sem kom Volkswagen í bobba ►Deilan um José Ignacio López./12 Hvernig væri að rækta lín ►Á Bændaskólanum á Hvanneyri hafa staðið yfír tilraunir með lín- rækt./14 Kaupafólk ►Ungir vinnumenn og vinnukon- ur í sveit segja frá vinnu sinni og kjörum./16 Sumir voru vissulega heitir ►Á tónleikum með hljómsveitinni Pláhnetunni í Ýdölum í Þingeyjar- sýslu./18 í réttum takti ►Dr. Birna Bjamason íþrótta- fræðingur hefur sérhæft sig í end- urhæfíngu hjartasjúklinga./29 B ► 1-28 ~n OG RIK9N w SUNNUMOUR .... Á KAIÖKUM ít KONIIBÁTI 3-ye Á kajökum og konubátí ►Nýlega var farið á kajökum og slöngubáti um Jökulfirði og Horn- strandir en það svæði býður upp á stórbrotna náttúm og áhuga- verðar söguslóðir./l Leiðarvísirinn ílífinu ►Lára G. Oddsdóttir hefur nokkr- um sinnum breytt um stefnu í líf- inu. Hún fékkst áður við kennslu og náttúruverndarstörf en stundar nú nám í guðfræði./6 Eplið og eikin ►Svo virðist sem íþróttahæfileik- ar gangi í erfðir. Um það vitna fjöl- margir afkomendur íþróttafólks, sem era ekki síðri íþróttamenn en foreldrarnir./lO Sigrast á sandinum ► Svipmyndir af sandgræðslu- átaki á Landeyj asandi. /14 FASTIR ÞÆTTIR Kvikmyndahúsin 20 ídag 8b Leiðari 22 Fólk í fréttum 20b Helgispjall 22 Myndasögur 22b Reykjavíkurbréf 22 Brids 22b Minningar 24 Stjömuspá 22b íþróttir 38 Skák 22b Útvarp/sjónvarp 40 Bió/dans 23b Gárur 43 Bréf til blaðsins 24b Mannlífsstr. 9b Velvakandi 24b Kvikmyndir 16b Samsafnið 26b Dægurtónlist 17b INNLENDAR FRÉTTIR: 2-6-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1—.4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.