Morgunblaðið - 08.08.1993, Side 26

Morgunblaðið - 08.08.1993, Side 26
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1993 26 Minning Pétur Haralds- son kaupmaður Fæddur 3. júlí 1925 Dáinn 28. júlí 1993 Mánudaginn 9. ágúst verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík útför tengdaföður míns, Péturs Haralds- sonar kaupmanns og fræðimanns, en hann andaðist á gjörgæsludeild "^Landspítalans 28. ágúst síðastliðinn eftir stutta legu. Pétur Haraldsson fæddist í Reykjavík hinn 3. júlí 1925 í göml- um kjallara þar sem nú stendur hús Landsbanka íslands við Laugaveg 77. Foreldrar hans voru hjónin Haraldur Pétursson safnahúsvörður og fræðimaður (1895-1982) og Margrét Þormóðsdóttir húsmóðir (1896-1988). Haraldur var sonur-Péturs Guð- mundssonar (1858-1922), skóla- stjóra á Eyrarbakka, og Ólafar Jónsdóttur (1868-1942). Pétur Guðmundsson var sonu Guðmundar Sigurðssonar á Votumýri á Skeið- um og konu hans, Petronellu " Guðnadóttur, Guðmundssonar, hreppstjóra í Guðnabæ í Selvogi. Ólöf Jónsdóttir var frá Uppsölum í Flóa. Dóttir Jóns bónda þar Guð- mundssonar, bónda í Þorleifskoti, Hallssonar. Margrét móðir Péturs var dóttir Þormóðs Þormóðssonar (1862- 1909) bónda í Holtakotum í Bisk- upstungum og Vigdísar Bjömsdótt- ur (1867-1960) konu hans. Þor- móður Þormóðsson var sonur hjón- anna Þormóðs Magnússonar og Sig- *Tíðar Gísladóttur, sem bjuggu fyrst að Dísastöðum, en síðan í Votmúla- Norðurkoti í Flóa. Vigdís Bjama- dóttir var dóttir Björns Bjömsson- ar; bónda á Galtalæk, og fyrri konu hans, Margrétar Guðmundsdóttur Guðmundssonar, bónda og hrepps- stjóra í Bræðratungu. Haraldur og Margrét, foreldrar Péturs, bjuggu fyrst í Borgarholti í Biskupstungum og síðar í Stekk- holti í sömu sveit. Árið 1925 bmgðu þau búi, fluttu til Reykjavíkur með tvær hendur tómar og bjuggu þar síðan alla tíð. Haraldur stundaði ýmsa vinnu sem til féll á kreppu- ámnum en með eljusemi og dugn- aði tókst þeim _ að koma sér upp "^igin húsnæði. Árið 1936 hóf hann störf sem húsvörður í Safnahúsinu í Reykjavík og starfaði hann þar til 1965 er hann hætti vegna ald- urs. Margir könnuðust við Harald, föður Péturs, sem gegndi ýmsum trúnaðarstörfum, síðast var hann yfirskoðunarmaður ríkisreikninga árin 1965-1978. Hann var sjálf- menntaður fræðimaður og stundaði ritstörf viðvíkjandi ættfræði. Systkini Péturs vom í aldursröð: Pétur Þórir Haraldsson fæddur 1922 í Borgarholti. Hann dó tveggja ára gamall. Guðbjörg Haraldsdóttir fædd í Reykjavík 1928. Hennar maður var Axel Bay sem lést 1990 og eignuðust þau þrjá syni. Þormóð- ur Haraldsson fæddur í Reykjavík 1932. Sambýliskona hans var Ág- ústa Jónsdóttir sem lést 1989. Pétur Haraldsson ólst upp í Reykjavík kreppuáranna. Á þeim tíma varð fólk að gera sér mat úr litlu og lærði hann þá nýtni og spar- semi sem varð honum gott vega- nesti í lífinu. Árið 1953 kvæntist Pétur eftirlif- andi konu sinni, Halldóm Her- mannsdóttur. Hún fæddist á Siglu- firði þann 23. febrúar 1929, dóttir Sigríðar Þorleifsdóttur verkakonu (1900-1973) og Hermanns Einars- sonar bifreiðastjóra þar (1897- 1950). Pétur og Halldóra vom bú- sett í Reykjayík til ársins 1984 en þá fluttust þau í Dýjahlíð á Kjalar- nesi. Böm þeirra og afkomendur eru: Sigríður Pétursdóttir, fædd 1953, kennari. Dóttir hennar frá fyrra hjónabandi er Halldóra Sig- tryggsdóttir, fædd 1975. Sigríður er gift séra Hreini S. Hákonarsyni, fangapresti. Börn þeirra eru: Har- aldur, fæddur 1985, Jóhanna, fædd 1987 og Pétur fæddur 1990. Haraldur Pétursson, fæddur 1955. Hann dó af slysfömm 2. des- ember 1972. ' Margeir Pétursson, fæddur 1960, héraðsdómslögmaður og stórmeist- ari í skák. Kona hans er Sigríður Indriðadóttir kennari. Dóttir þeirra er Elísabet, fædd 1985. Vigdís Pétursdóttir, fædd 1962, læknir í Gautaborg. Maður hennar er undirritaður, Ævar Aðalsteins- son múrari. Böm þeirra em: Ing- veldur, fædd 1989, og Eyrún, f. 1992. Sem ungur maður hafði Pétur mikinn áhuga á íþróttum, ferðalög- um og útivist. Hann ferðaðist mikið hér innanlands og gekk með félög- um sínum meðal annars um óbyggðir og hálendi landsins. Með þann útbúnað sem bauðst á þessum tíma hafa þessar ferðir verið mun erfíðari en nú á dögum hraða og þæginda. Einnig ferðaðist hann til útlanda. Hann fylgdist vel með íþróttum hér heima og erlendis. Hann fór tvívegis utan til að fylgj- ast með Ólympíuleikjum, fyrst í London 1948 og síðan í Helsinki 1952. Á þessum ámm skrifaði Pét- ur bókina Ólympíuleikarnir 1896- 1956 sem þykir traust heimild um þetta efni. Alþjóðatungumálið esperantó vakti auk þess áhuga hans, var hann lengi virkur félagi esperantista og sat í stjóm þess 1949-52. Ekki leyfðu efni og aðstæður það að Pétur Haraldsson færi í lang- skólanám og eftir gagnfræðapróf hóf hann prentnám í ríkisprent- smiðjunni Gutenberg 1942. A þeim ámm þótti mjög gott að komast í iðnnám þegar að um frekara fram- haldsnám var ekki að ræða. Sveins- próf tók hann í setningu 1946 með góðum vitnisburði og starfaði síðan í Prentsmiðjunni Hólum 1946-62. Hann var vel metinn og eftirsóttur setjari enda framúrskarandi ná- kvæmur og vel að sér um íslenska tungu. Pétur tók þátt í félagsmálum prentara, sat í stjórn Hins íslenska prentarafélags 1953-55 og var rit- stjóri Prentarans 1958-61. Árið 1963 hætti hann störfum við prentverk en gerðist ritstjóri íslenskra samtíðarmanna sem hann tók saman ásamt síra Jóni Guðna- syni. Vann hann að því verki í fjög- ur ár en síðara bindið kom út 1967. Á ámnum 1966-71 var Pétur húsvörður í Safnahúsinu í Reykja- vík og tók við því starfí af Haraldi föður sínum. í ársbyrjun 1969 festi Pétur ásamt eiginkonu sinni kaup á Versl- un Bjöms Kristjánssonar, Vestur- götu 4, sem þá var í eigu afkom- enda Björns Kristjánssonar, banka- stjóra og ráðherra. Þarna var versl- að með ritföng og var þetta ein elsta verslun bæjarins. Pétur og Halldóra vom mjög samhent og ráku verslunina með myndarbrag til síðustu áramóta er heilsubrestur Péturs hamlaði för. Þeim hjónum var ætíð umhugað að halda búðinni í uppmnalegu horfi og sem dæmi má nefna að innréttingarnar vom nánast óbreyttar frá árinu 1922. Við kaupin á versluninni urðu viss þáttaskil í lífí Péturs. Það átti vel við hann að stunda sjálfstæðan rekstur og geta tekið eigin ákvarð- anir. Margir lögðu leið sína í þessa gömlu verslun þar sem nánast allt var afgreitt yfír borð, laust við streitu stórmarkaða en þess í stað var lögð áhersla á persónulega þjón- komið til hugar að festa þarna ræt- ur, svo óburðugt var það en fagurt. En ég er líka einn af þeim, sem hef orðið að sætta mig við meðal- mennskuna. Þar liggur skýringin. Þau vom ástfangnir elskendur sem virtust koma auga á það eitt, að hér gæti dropið smjör af hverju strái, eins og Faxi orðaði það fyrir margt löngu. Þeim varð að trú sinni. Sjón er sögu ríkari. Nú geta allir séð sem kæra sig um það, að Rauðanes er stórbýli með þremur eða fjórum ábú- endum. — Bömin þeirra fímm uxu úr grasi og létu sitt ekki eftir liggja að yrkja landið með foreldmm sín- um. Fögur hugsjón. Fagurt mannlíf í tímans rás. Og nú era það barna- börnin sem hlæja og skríkja á vall- iendinu, þar sem fífan ein kinkaði kolli til vegfarandans í mýrarfenjun- um. Nú byggja þau sér líka bæ í RaUðanesi. Þau hafa greinilega átt erindi í Rauðanes, Inga og Viggó. Hjúskap- ur þeirra var líka fagur og traustur svo að af bar. Þau gerðu líka meira en að yrkja jörðina þessi farsælu hjón. Þau tóku líka þátt í því að yrkja mannlífið. Fyrir utan það að ala upp sín eigin börn til mikils manngildis og færa þjóð sinni þann- ig dýran arf, fylltu þau bæ sinn á hveiju sumri með annarra manna börnum, til þess að gefa þeim innsýn í það, að lífíð sjálft er annað og meira en leikvellir og malbikuð stræti inn á milli steinsteyptra húsa. Þau uppeldisáhrif verða aldrei metin til fjár og aldrei að fullu greidd með ustu. Ósjaldan heyrði maður á tal þeirra við fasta viðskiptavini sem iðulega höfðu vanið komur sínar í búðina í mörg ár. Víst er að þeim Pétri og Halldóm þótti vænt um tryggð viðskiptavina sinna og eign- uðust þau marga vini og kunningja meðal þeirra. Þau Halldóra og Pétur hafa allt- af staðið þétt saman. Bömum sínum bjuggu þau gott heimili við öryggi og ástúð og Halldóra hefur ætíð stutt mann sinn í hans mörgu og margvíslegu verkefnum. Áreiðan- leiki, nægjusemi en þó örlæti í garð annarra hefur einkennt þeirra giftu- ríka hjónaband. Þau urðu fyrir þeirri miklu sorg að missa 17 ára gamlan son sinn af slysfömm, en þau létu ekki bugast og þrátt fyrir þá erfiðleika styrktist þeirra sam- band og vinátta stöðugt. Árið 1959 fluttu þau í nýtt hús við Sólheima sem þau byggðu í fé- lagi við foreldra Péturs sem vom þá orðin fullorðin og treystu á stuðning sonar síns og tengdadótt- ur. Þar að auki bjó Sigríður móðir Halldóru hjá þeim um tíu ára skeið. Sýndi þetta glögglega tryggð þeirra hjóna við foreldra sína. Þegar stund gafst frá erli hvers- dagsins vann Pétur að áhugamálum sínum sem í seinni tíð vora fyrst og fremst tengd ættfræðirannsókn- um. Hann var einn af stofnendum Ættfræðifélagsins 1946 þá 21 árs að aldri og áttu þeir þar sameigin- legt áhugamál feðgarnir, Haraldur og Pétur. Pétur var fróður og víðles- inn og leituðu margir til hans um upplýsingar varðandi ættfræði. Fyrr var getið íslenskra samtíðar- manna I og II sem út kom 1965 og 1967. Auk þess Iætur hann m.a. eftir sig miklar heimildir um íbúa Kjalarnesþings sem hann hefur safnað á undanfömum árum. Árið 1966 keyptu Pétur og Hall- fjármunum. Börnin okkar Valgerðar fóm ekki varhluta af skilningi þess- ara mætu hjóna á þessu. Fjögur þeirra fengu þar athvarf um lengri eða skemmri tíma í bemsku sinni og var greitt fyrir það með frænd- seminni einni saman. En Össur, sem er þeirra elstur, var þar í sex sumur og varð að toga hann heim fýldan og stúrinn á hverju hausti yfír að þurfa að yfírgefa þá vist. „Okkur þykur alltaf vænt um Össa,“ sögðu þau, þrátt fyrir að hann færi eitthvað á skjön við þau á stjórnmálalegum ferli. Þau lögðu ekki svo mikið upp úr því. En ómæld- ar þakkir eigum við þessu fólki að gjalda fyrir fóstrið á þessum dreng. Það var aðeins dauðinn einn, sem megnaði að aðskilja þau Ingu og Viggó. Fögmm mildum blæ bregður á fölnað laufblað mannlífsins þegar Inga í Rauðanesi er hnigin til mold- ar. Hún var hetja. Hún var ljúflings- kona, sem hafði ráð á því að strá um sig geislum yls og vonar og byggja þannig aðra upp, sem áttu þyngra fyrir fæti en hún á göngu sinni. Það er leikur að stráum að gæla við það sem var. Við skulum fagna því með henni, hve vel og farsællega henni tókst að nýta sinn starfsdag, sem gefur fyrirheit um það að henni muni vel farnast á nýjum leiðum. Við skulum hugsa hlýtt til hennar af því þeli, sem nær langt út yfir gröf og dauða. Guð veri með henni. Skarphéðinn Össurarson. Minning Ingveldur Rósa Guðjónsdóttir Það var um vor. Það vom fuglar. Ástfangnir fuglar, sem kvökuðu, skríktu og görguðu í gleði sinni um holt og móa upp með Hvítánni í Borgarfírðinum. Þeir ætluðu að byggja sér bú og eignast böm þótt kreppa væri í landinu. Miklu meiri kreppa en um þessar mundir. Land- búnaðurinn var í rúst, afurðir hans verðlausar og mæðiveikin herjaði á sauðféð. Við rennum huganum 57 ár aftur í tímann. Það var vorið 1936, sem ég lagði leið mína í Borgarfjörðinn. — Erindið var bara heimsókn til föð- ursystur minnar, Sigríðar Kristjáns- cfóttur — móður Ingu —, sem þá bjó með manni sínum, Guðjóni Jónssyni frá Grímarsstöðum og bömunum þeirra á Feijubakka. — Frændsemin sagði fljótt til sín. Mér var mjög vel tekið. Börnin þeirra Sigríðar og Guðjóns vom fjögur, Ragnheiður, Kristján, ,Teitur og Inga. Kristján er látinn. Þau stóðu þá öll í húsbyggingu þrátt fyrir kreppuna. Ekki þurfti að kalla til smiði. Þau gerðu þetta bara systk- inin jafnframt því að annast bústörf- in með foreldram sínum. Töggur í fólkinu því. Á Feijubakka var æsku- reitur Ingu. Hún var nítján ára þeg- ar hér er komið sögunni. Brosmild, tigin heimasæta, með útlitið og við- mótið mjög sér í hag. Hún var líka trúlofuð. Hún var ástfangin eins og fuglarnir og vildi byggja sér bú eins og þeir og eignast böm, eins og þeir, þótt kreppa væri í landinu. Hún trúði á æskuþrótt sinn og unnust- ans, sem var Viggó Jónsson, vel kunnugur á þessum slóðum. Hann var kröftugur maður, áræðinn, ósér- hlífínn og gætinn í átökum við það sem ekki var talið á mannlegu færi að leysa, að mati þeirra sem sátu fastir í meðalmennskunni. En hann leysti það samt. I hamingju sinni vom þau svo vinsamleg að sýna mér hvar þau ætluðu að búa, Inga og Viggó. Það var einn „léttan“ sunnudag að við stigum á hestbak. Rauðanes hét býlið þar sem búseta þeirra var ákveðin. Það var í eyði. Þar gaf líka á að líta. Eg sá ekkert nema mýrar- fen og rústir. Ég var líka nítján ára eins og Inga, en aldrei hefði mér dóra 6 hektara land úr jörð Skraut- hóla á Kjalamesi. Þetta land átti eftir að verða stór og mikilvægur þáttur í lífí ijölskyldunnar, ekki síst Péturs sem þótti útivistin nauðsyn- leg andlegri og líkamlegri vellíðan. Þær em óteljandi ánægju- og vinnu- stundirnar sem hann átti í þessu landi, ýmist einn eða með fjölskyldu sinni við gróðursetningu, viðhald og skipulag. Hann hafði mikla ánægju af ræktunarstarfinu auk þess sem hann varði miklum tíma í vegagerð og gijóthleðslu sem vitna um nákvæmni og snjallt handbragð Péturs. Þau hjónin reistu sér glæsi- legt einbýlishús á landinu, sem þau fluttu í árið 1984 og nefndu Dýja- hlíð. Er ég kynntist Pétri Haraldssyni varð mér ljóst að þar fór merkileg- ur maður. Að upplagi var hann ró- lyndur og fór sér að engu óðslega. Areiðanlegri og heilsteyptari mann þekki ég ekki og nákvæmni og sam- viskusemi var honum í blóð borin. Skmm og sýndarmennska var hon- um ekki að skapi en látleysi og hógværð einkenndi hann alla tíð. Góður afi var hann dætmm mínum sem og annarra bamabarna. Fátt vissi hann skemmtilegra en að taka á móti þeim í Dýjahlíð og var óþreytandi að leika við smáfólkið og ræða við eða leiðbeina þeim eldri. Að leiðarlokum vil ég þakka Pétri tengdaföður mínum eindreginn stuðning og vináttu. Ég mun sakna þess að geta ekki lengur leitað ráða hjá honum eða fengið svör við spurningum. Blessuð sé minning hans. Ævar Aðalsteinsson. Pétur var sonur hjónanna Harald- ar Péturssonar safnvarðar og fræði- manns og Margrétar Þormóðsdóttur húsmóður. Góður vinur og svili er látinn of snemma, að mér fínnst, 68 ára. Pétur var heilsugóður enda reglu- samur og mikill útvistarmaður, en fyrir rúmu ári fékk hann kransæða- stíflu og gekk síðan undir hjarta- aðgerð sem tókst mjög vel og var hann nokkuð góður til heilsu þar til fyrir hálfum mánuði, að hann fékk blóðtappa við heila og fékk aðgerð þar engu um breytt og lést hann 28. júlí síðastliðinn. Ég kynntist Pétri 1952 er hann og mágkona mín, Halldóra Her- mannsdóttir, fóm að vera saman. Þau giftust 16. maí 1953 og voru nýbúin að fagna 40 ára brúðkaups- afmæli. Þau eiga miklu barnaláni að fagna, eignuðust fjögur börn: Sigríður kennari, gift séra Hreini Hákonarsyni, þau eiga þijú börn og Sigríður dóttur frá fyrra þjóna- bandi. Haraldur lést af slysförum 1972 og varð öllum harmdauði; Margeir, lögfræðingur og stórmeist- ari í skák, kvæntur Sigríði Indriða- dóttur kennara og eiga þau eina dóttur; Vigdís læknir, gift Ævari Aðalsteinssyni múrara, þau eiga tvær dætur. Ég tel að Pétur hafi verið mikill gæfumaður og átti hans hrausta og góða kona þar stóran hlut, enda voru þau mjög samhent í öllum greinum. Pétur var einn sá vandað- asti og traustasti maður sem ég hef kynnst og höfðingi í allri framkomu og naut ég og kona mín þess á margan hátt sem við fáum seint þakkað. Pétur lærði prentiðn og starfaði í þeirri iðn um árabil og var í stjórn prentarafélagsins í nokkur ár. Hús- vörður var hann í safnahúsinu við Hverfísgötu þar' til hann keypti verslun Björns Kristjánssonar sem þau hjón ráku í rúm 20 ár. Pétur var ritfær í besta lajgi. Hann skráði og gaf út bókina „Olympíuleikarnir 1896-1957“, mikið og vandað rit, enda var Pétur mikill nákvæmnis- maður í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Ættfræði átti mikil ítök í Pétri sem og föður hans, Haraldi Péturssyni, sem skráði meðal annars „Kjósarmannatal" og „Ljósmæðra- tal“, mikið verk. Þá var Pétur ásamt Jóni Guðnasyni ritstjóri að verkinu „íslenskir samtíðarmenn". í hjáverk- um hefur hann unnið að ættfræði- störfum. Ég tel það gæfu fyrir mig að hafa átt nána samfylgd með þess- um hrausta og góða manni. Eitt með öðru sem ég veitti sér- staka athygli þegar fjölskyldumar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.